Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aóstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum tyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Látið verkin tala
„Ef 200 íslensk ungmenni væru týnd í hríðarbyl á
flöllum fyndist ekki sá íslendingur sem ekki væri fús að
leggja allt í sölumar til að bjarga þeim. Framsóknar-
flokkurinn vill ráðstafa 1.000 milljónum króna til viðbót-
ar því sem nú er gert til baráttunnar gegn fíkniefnum.
Aðrir flokkar lýsa yfir köldu stríði hver við annan.
Framsóknarmenn lýsa yfir stríði gegn fíkniefnavandan-
um. Framsókn gegn fíkniefnum. Vertu með!“
Svo auglýsti Framsóknarflokkurinn í heilsíðuauglýs-
ingu föstudaginn 7. maí síðastliðinn, daginn fyrir alþing-
iskosningarnar. Hann skar upp herör gegn fíkniefna-
vandanum og setti sjáifan sig á annan og hærri stall í
þeirri baráttu en aðra stjórnmálaflokka. Flokkurinn réð
heilbrigðisráðuneytinu í síðustu ríkisstjórn og fer enn
með það í nýrri ríkisstjórn. Hann gaf sérstakt kosninga-
loforð um ráðstöfun milljarðs króna vegna fíkniefnabar-
áttunnar. Ábyrgð flokksins er því mikil og með því fylgst
hvort staðið verður við stóm orðin í málaflokki sem svo
sannarlega þarf aukið fjármagn og aukinn mannafla.
Hið árlega sukk verslunarmannahelgarinnar er af-
staðið. Fíkniefnamálin sem upp komu á fjölmennustu
útihátíðunum, á Akureyri og í Vestmannaeyjum, skiptu
tugum. Á Akureyri voru fikniefnamálin 30-40 um helg-
ina. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn telur
tvennt skýra þennan mikla fjölda, aukna fíkniefna-
neyslu en um leið aukið eftirlit, sérstaklega með aðstoð
leitarhunds.
Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá emb-
ætti Ríkislögreglustjóra, segir sterk fikniefni hafa flætt
að undanfornu yfir Evrópulönd og ísland sé þar engin
undantekning. Lögreglan hafi því hert aðgerðir sínar
eins og tölur um fíkniefnabrot gefi til kynna. Samstarf
Ríkislögreglustjóra og Ríkistollstjóra hafi skilað góðum
árangri. Landinu hafi verið skipt í fimm svæði með sér-
stakri stjórn og eftirliti í fikniefhamálum.
Neyslan eykst og efnin verða sterkari. Um það eru lög-
reglumennirnir sammála. Akureyrarlögreglan lagði
hald á e-töflur, amfetamín, kókaín og hass. Unga fólkið
er í stórhættu og líklega fleiri í hríðarbylnum en þeir
200 sem Framsóknarflokkurinn auglýsti fyrir kosningar.
En hvað um efndir og aðgerðir? „Ég held að nú - eftir
þessa helgi - sé kominn tími til að fara að spyrja um
„milljarðmn“ sem lofað var fyrir kosningar. Nú er lag
að fara að gera eitthvað raunhæft í málinu,“ sagði að-
stoðaryfirlögregluþjónninn á Akureyri í viðtali í gær.
Spumingunni er beint til stjómvalda og ekki síst
Framsóknarflokksins. Hann hóf sjálfan sig upp yfir aðra
stjómmálaflokka í kosningabaráttunni og lofaði aðgerð-
um undir kjörorði flokksins: „Við látum verkin tala“.
Hvar er milljarðurinn? Lögreglan spyr og Framsókn-
arflokkurinn verður að svara. Halldór Ásgrímsson, for-
maður Framsóknarflokksins, sagði í apríllok, þegar
rúm vika var til kosninga, að flokkurinn vildi verja
milljarðinum til forvarna, meðferðarúrræða, löggæslu
og tollgæslu.
Fram kom hjá formanni Framsóknarflokksins, í sjón-
varpsviðtali í gærkvöld, að stríðið væri rétt hafið og eng-
in miskunn yrði sýnd. Samstarfsnefnd sex ráðuneyta
tæki við málinu og þegar hefði nokkurt fé verið lagt í
þessa baráttu. Betur má ef duga skal. Orð duga ekki
heldur athafnir. Fyrir kosningar voru peningarnir
eyrnamerktir til björgunar mannslífum.
Það er kallað eftir því að verkin verði látin tala.
Jónas Haraldsson
„Lóðarleiga er ekki fasteignaskattur heldur tekjur af eignum. Með því að innheimta eðlilega lóðarleigu má lækka
skatta og greiðslubyrði eigenda blokkaríbúða t.d. myndi lækka.“
Sameign borgarbúa:
Okeypis afnot
metri í blokkarlóð. Lóð-
ir í Reykjavík eru hinar
verðmætustu og eftir-
sóttustu á landinu.
Færa má að því gild rök
að þær séu auðlind í
eigu allra borgarbúa.
Hún tilheyrir ekki síður
leigjendum og öðrum
borgarbúum en fast-
eignaeigendum. Verð-
mæti lóðanna hefur
skapast vegna starfsemi
í borginni og að skattfé
íbúanna hefur verið
varið í framkvæmdir
sem aukið hafa verð-
mæti þeirra. Gatnagerð-
argjöld hafa aldrei stað-
ið undir kostnaði við að
—
„Margir halda því fram að ekki
skipti máli hvort litið sé á lóðar-
leigu sem skatt eða leigu. Það
er ekki rétt. Með því að inn-
heimta hærri lóðarleigu mundi
greiðslubyrði þeirra sem eiga
dýrustu fasteignirnar aukast.u
Kjallarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
Land Reykjavík-
urborgar er sam-
eign allra borgar-
búa. Þeir greiða
stórfé með hverri
byggingarlóð sem
er úthlutað. Fyrir
afnotin greiða lóð-
arhafar nánast
ekki neitt, 0,1% af
fasteignamati.
Önnur sveitarfélög
innheimta almennt
2% lóðarleigu.
Lengst af var lóðar-
leiga í Reykjavík
4%. Niðurgreidd
lóðarleiga heftir
samkeppnisstöðu
fyrirtækja sem
hugsanlega vildu
kaupa byggingar-
land innan borgar-
markanna. Lóðar-
leiga er ekki fast-
eignaskattur held-
ur tekjur af eign-
um. Með þvi að inn-
heimta eðlilega lóð-
arleigu má lækka
skatta. Greiðslu-
byrði eigenda
blokkaríbúða
mundi til dæmis lækka.
Eign allra borgarbúa
Land Reykjavíkurborgar er
sameign allra borgarbúa. Því er
skipt niður í lóðir sem síðan eru
leigðar til húseigenda. Húseigend-
ur eru auk Reykvíkinga margir
búsettir á landsbyggðinni. Stað-
setning ræður mestu um verð-
mæti fasteigna. Verðmætasta hús-
næðið stendur á verðmætustu lóð-
unum. Eigendur dýrustu eigna í
borginni hafa með öðrum orðum
til ráðstöfunar eftirsóttustu lóðirn-
ar. Lóðarverð er einnig hlutMis-
lega hærra eftir því sem húsnæðið
verður dýrara. Verðmæti hvers
fermetra í einbýlishúsalóðum í
dýrum hverfum er hærra en fer-
gera lóðir byggingarhæfar. Borg-
arbúar hafa þess vegna greitt með
hverri byggingarlóð sem hefur
verið úthlutað.
Afnot án endurgjalds
Fyrir afnot lóða greiða lóðarhaf-
ar nánast ekkert. Lóðarleiga er að-
eins 0,1% af fasteignamati íbúða-
lóða sem er 1/20 hluti þess sem
gerist í flestum öðrum sveitarfé-
lögum sem almennt innheimta 2%
lóðarleigu. Hin lága leiga í Reykja-
vík er tiltölulega nýtilkomin.
Fram á sjöunda áratug aldarinnar
var hún 4% af lóðarverði og þótti
eðlilegt. Fjármagnseigendur krefj-
ast nú ekki undir 4-5% raunávöxt-
unar. Lengst af hafa landeigendur
gert sömu kröfu um arðsemi.
Borgin gerir ekki minni kröfu til
eigin fyrirtækja. Miðað við það er
leiga fyrir borgarland stórlega nið-
urgreidd ef ekki beinlínis gefin.
Niðurgreiðslan kemur þeim til
góða sem hafa dýrustu lóðirnar til
afnota. Niðurgreiðsla sem þessi
hefur einnig aðra hlið. Endur-
gjaldslaus afnot eigna hefur áhrif
á samkeppni og verðmyndun.
Einkaaðilar sem leigja út lóðir
verða að innheimta minnst 4-5%
af þvi fjármagni sem í lóðunum er
bundið til aö fá eðlilegan arð. Þeir
gætu þess vegna einfaldlega ekki
leigt út lóðir vegna undirboða
borgarinnar. Fyrirtæki sem hyggj-
ast kaupa land innan borgar-
marka og byggja hús til sölu
standa einnig höllum fæti á meðan
samkeppnisaðilar fá úthlutað nið-
urgreiddum lóðum.
Lækkun skatta
Margir telja ranglega að lóðar-
leiga sé fasteignaskattur. Hús-
næðiseigendur sem búa á eignar-
lóðum greiða ekki lóðarleigu.
Hún er ekki skattur heldur
greiðsla fyrir afnot af eigum borg-
arinnar. Vegna hinnar niður-
greiddu lóðarleigu þurfa borgar-
búar að greiða hærri skatta. Ef
borgin innheimti eðlilega lóðar-
leigu mundi hún fá meiri tekjur af
eignum sinum og gæti lækkað
skatta. Eðlilegast væri að lækka
fasteignaskatta eða útsvar þó aðr-
ar aðgerðir kæmu einnig til
greina.
Margir halda því fram að ekki
skipti máli hvort litið sé á lóðar-
leigu sem skatt eða leigu. Það er
ekki rétt. Með því að innheimta
hærri lóðarleigu mundi greiðslu-
byrði þeirra sem eiga dýrustu fast-
eignimar aukast. Það eru til dæm-
is eigendur einbýlishúsa í dýrustu
hverfum borgarinnar. Greiðslu-
byrði eigenda blokkaríbúða mundi
hins vegar léttast ef menn kysu að
lækka fasteignaskatta.
Stefán Ingóífsson
Skoðanir annarra
Aróður gegn fiskveiðum
„Þegar rabbað er um baráttu ýmissa samtaka, sem
kenna sig við náttúruvernd, gegn hvalveiðum hefur
það stundum verið nefnt að næsta skref þeirra yrði
að berjast gegn fiskveiðum. Viðbrögð manna eru þá
oftar en ekki á þá lund að slíka fjarstæðu þurfum við
ekki að óttast. Það sé bara hræðsluáróður þeirra,
sem vilja veiða hval, að barátta gegn fískveiðum
kunni að vera næsta markmið einhverra samtaka
úti í heimi. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr
þá er þetta ekki lengur hræðsluhjal eða áróður held-
ur blákaldur veruleiki."
Eiður Guðnason í Rabb-dálki Lesbókar Mbl. 31. júlí.
Neikvæö umhverfisumræða
„1 umræðu um virkjanamálin ber nú hæst það til-
fmningalega sjónarmið að allt rask vegna virkjana-
framkvæmda sé af hinu illa og allt landslag verði að
varöveita eins og það er. Slík viðhorf geta verið
hrein staðleysa. Auðvitað verður að finna jafnvægi
milli hagsmuna þjóðarinnar af virkjunum annars
vegar og óspjöllu umhverfi hins vegar. En það er út
í hött að slík sjónarmið valdi því að hvergi sé hægt
að virkja. Vegna þess að alltaf má tína eitthvað til
sem breytist eða fer undir vatn og raunar eiga slík-
ar breytingar sér stað þótt ekkert sé virkjað. Æski-
legt væri að fólk gæti skoðað þessi mál frá fleiri hlið-
um og og ein hliðin er sú sem snýr að vetnisfram-
leiðslu með raforku."
Úr torystugreinum Viðskiptablaðsins 28. júlí.
Sóðaskapur á íslandi
„Allt fram á þessa öld hafa útlendir menn undrast
sóðaskapinn á íslandi og meðal þeirra amerískur
fræðimaðiu-, E. Huntington, sem á fyrri hluta aldar-
innar lýsti þeirri skoðun sinni að „íslendingar væru
sóðar einsog aðrar þjóðir sem byggja köld lönd, þeir
baði sig ekki, hafi ill hýbýli og slæma loftræst-
ingu.“... Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan
þetta var skrifaö og hreinlæti hér á landi fleygt fram
síðan þá. En betur má ef duga skal. Víkverja er ekki
grunlaust um að Islendingar eigi enn talsvert í land
hvað varðar meðhöndlun og meðferð matvæla. Við
getum ekki kennt um fátækt eða þekkingarleysi.
Miklu fremur „fábjánahætti" og meðfæddu kæru-
leysi.“
Úr pistli Víkverja Mbl. 31. júlí.