Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 13 pv_____________________________________Fréttir Áhrif náttúruhamfara á raforkuöflun: Fimmfalt aðveitukerfi á suðvesturhorninu - Orkubú VestQarða best sett með varaafl Óveður, jarðskjálftar og eldgos eru meðal þeirra þátta sem orsakað gætu slit á raforkulínum og truflað orkuflutning. Sá landshluti sem er hvað best staddur hvað varaafl áhrærir á neyðarstundum er Vest- firðir. Að sögn Kristjáns Haralds- sonar orkubússtjóra framleiðir Orkubú Vestfjarða um þriðjung af orkuþörf þessa landshluta með vatnsafli. Tveir þriðju hlutar orku- þarfar Vestfjarða er fluttur með raf- línum frá landsnetinu. Að sögn Kristjáns er ekki óalgengt að veður trufli þennan orkuflutningi. í flest- um slíkum tilfellum getur Orkubú Vestfjarða sinnt allri orkuþörf landshlutans með varaaflstöðvum. Reykjavíkurborg býr líka við mikið öryggi í orkumálum, að mati ívars Þorsteinssonar, rafmagnsverkfræð- ings hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Varaafl er þó nær ekkert fyrir hendi í borginni tO að sinna al- mennum notendum og það myndi líklega kosta ríflega tvo milljarða að koma þvi í svipað horf og á Vest- fjörðum. Fimm aðveituiínur til borgarinnar „Það eru engar dísilstöðvar í Reykjavík sem gætu tekið við ef kerfi Landsvirkjunar brygðist. Ef Reykjavíkursvæðið er hins vegar borið saman við Vestfirði í þessu tilliti þá eru Vestfirðir aðeins með eina tengingu til Vestfjarða. Við erum verulega mikið betur settir hér í Reykjavík í samanburði við það,“ segir ívar Þorsteinsson. „Frá aflstöðvum fyrir austan fjall þá eru einar fimm línur sem fæða suðvest- urhom landsins. Þó ein eða jafnvel tvær af þessum leiðum færi eigum við samt möguleika á að uppfylla meginhluta af þörfum neytenda. Inn til Reykjavíkur erum við með 3 tengingar og samtengingu á öllum aðveitustöðvum. Við uppbyggingu á okkar aðveitukerfi höfum við tekið sérstakt tillit til þéss að við séum sæmilega settir þrátt fyrir bilanir. Sérstakar ráðstafanir í aðveitustöðvum Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá Landsvirkjun og öðr- um aðilum þá þola línur mjög vel jarðskjálfta. Aftur á móti eru tengi- virki og aðrir slíkir staðir verr sett- ir í hörðum skjálftum. Þar eru háar postulínssúlur sem möguleiki er á að brotni við snöggar hreyfingar á landinu. Við höfum gert sérstakar ráðstafanir í aðveitustöðvum okkar og fest niður allan búnað, eins og spenna, þannig að þeir hreyfist ekki úr stað ef eitthvað gerist. Þar er all- ur búnaður úttekinn af verkfræði- stofum. Einangrarar í spennunum eru i sömu hættu og postulínssúl- umar og við vitum ekki hvernig þeir bregðast við miklum jarð- skjálftum. I seinni tíð höfum við ekki fengið truflanir á okkar orkuveitukerfi frá Landsvirkjun. Það hefur orðið mik- il bót á því með verulegri fjölgun lína inn á svæðið og betri búnaði. Sjúkrahúsin vel sett Varðandi sjúkrahúsin þá era þau öll með varaaflstöðvar og Borgar- spítcdinn og Landspítalinn eru með stórar varastöðvar sem geta þjónað öllu innandyra hjá þeim. Síðan eru fjöldi fyrirtækja með smávarastöðv- ar til að bjarga sér að einhverju leyti. Flókið og dýrt að setja upp varaafl Við höfum skoðað svolítið varð- andi uppsetningu varaaflstöðva með tilliti til náttúruhamfara. Það er hins vegar mjög flókið mál og erfitt að "átta sig á því hvar höggið myndi koma á okkur. Það geta rofnað strengir í jörðu, spenni- stöðvar geta eyðilagst og viðgerð á slíku verður ekki leyst nema á löngum tíma. Sprunga sem kæmi i jörðina þannig að strengir slitnuðu gæti tekið stóran hluta af kerfinu út. Eina lausnin I slíkum vanda er varastöð á þeim stað þar sem þörf- in er á varaaflinu. Það er bæði mjög dýrt að ætla að leysa þetta mál og erfitt að átta sig á því hvar þessi högg kæmu. Tuttugu mega- vatta dísilrafstöð með öllum bún- aði myndi kosta um 250 til 300 milljónir króna. Höfuðborgarsvæð- ið notar hins vegar um 140 mega- vött í raforku þegar mest er yfir veturinn. Yfir sumarmánuðina er orkunotkunin ekki nema um helm- ingur af því. Aðstæður okkar eru mjög ólíkar því sem gerist t.d. á Vestfjörðum og nánast ekkert vit i að byggja upp svipað varaaflskerfi á höfuðborgarsvæðinu," sagði ívar Þorsteinsson. -HKr. $ SUZUKI U-1 Suzuki Baleno GL, árg. '96, ek. 60 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 890 þús. Suzuki Baleno GLX 4x4, árg. '96, ek. 76 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 990 þús. Suzuki Swift GLX, 6/'98, ek. 22 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 870 þús. Suzuki Swift GLX, árg. '97, ek. „97, ek. 56 þús km, bsk, 5 dyra. Verð 760 þús. Suzuki Vitara JLX, árg. '92, ek.118 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 890 þús. BMW 318IA, árg., '96, ek. 51 þús, km, ssk., 4 dyra. Verð 1990 þús. Chevrolet S-10, árg. '89, ek.75 þús. km, ssk. Verð 590 þús Daihatsu Feroza DX, árg. '91, ek. 92 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 580 þús. Ford Escort CLX, árg. '97, ek. 31 þús. km, bsk, 5 dyra. Verð 1050 þús. Ford Escort station, árg. '96. ek. 60 þús. km, bsk. Verð 790 þús Ford Mondeo Ghia, 1/'98, ek. 18 þús. km, bsk. Verð 1750 þús. Hyundai Accent, árg. '96, ek. 29 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 750 þús. Hyundai Elantra, árg. '95, ek. 95 þús.km, bsk., 4 dyra. Verð 690 þús. Nissan Sunny WG, árg. '91, ek. 103 þús. km, bsk. Verð 690 þús. Opel Corsa, árg. '98, ek, 36 þús. km, bsk, 3 dyra. Verð 880 þús. Subaru Impreza, árg. '97, ek. 31 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1230 þús. SUZUKI BILAR HR Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is Línur þola vel jarðskjálfta en tengivirki eru verr sett í stórum skjálftum. TILBOÐSDAGAR 3.-13. ÁGÚST BR ÆÐURNIR f^lORMSSON Lógmúla 8 • Sími 530 2800 ÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARAR, ELDAVÉLAR, OFNAR, KÆLISKÁPAR, FRYSTIKISTUR, KAFFIVÉLAR, BRAUÐRISTAR, STRAUJÁRN, HRADSUÐUKÖNNUR, HLJÓMTÆKI, MYNDBANDSTÆKI, SJÓNVÖRP, LEIKJATÖLVUR, LEIKIR, RAFMAGNSVERKFÆRI OG MARGT FLEIRA AEG MasCopc^ GAMEBCff OYAMAHft jamo QinoesiT FINIXIX ÖHusqvama ONKYO OUTMPUS Nikon NOKIA LOEWE. MHCO t)l KUmMDO64 Aoneer SHARR TEFAL POTTAR OG PÖNNUR: SJÓNVARP 28“ SHARR CDC471 , HLJÓMTi OMTÆKJASTÆÐ LEIRVÖRUR OG ELDFÖST MÓT: P/oneer VSX407 HEIMABÍÓ MAGNARI ÆlasCopCO HANDVERKFÆRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.