Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 Fréttir DV Óvænt líkamsárás við Reykjavíkurhöfn: „ Réðst á mig tvisvar" - segir fórnarlambið sem reyndi að hjálpa árásarmanninum íslenskt lýð- ræði kynnt útlendingum „Það hefur komið í ljós að það var skortur á stuttum kynningarmynd- um af íslandi og íslendingum fyrir erlenda viðskiptaaðila, þess vegna réðumst við í að framleiða mynd- ina,“ sagði Jóhann Briem, forstjóri Myndbæjar, í spjalli við DV. Hann segir að myndbandið The Icelandic Way of Democracy verði á næstu árum í stöðugri endurskoðun, myndir og texti breytist smám sam- an eftir því sem ástæða þykir til þannig að bandið verði alltaf ferskt og nýtt. í samstarfi við Samband ís- lenskra sveitarfélaga og fleiri aðila er komin út myndin The Icelandic Way of Democracy. Fjölmörg fyrir- tæki hafa orðið sér úti um eintök til að senda viðskiptavinum og sam- starfsfólki erlendis sem stundum veit harla fátt um ísland og hefur jafnvel rangar hugmyndir um okk- ur. Markmiðið með gerð myndarinn- ar er að kynna uppbyggingu ís- lensks þjóðfélags, 9. besta lands í veröldinni samkvæmt nýjasta mati Sameinuðu þjóðanna, og hvernig þjóðfélag okkar starfar. Þetta er gert í 12 mínútna myndbandi. Svo er komið að myndband af þessari gerð er til muna ódýrara en lítil glansmyndabók af landi og þjóð. -JBP „Við hjónin vorum að rölta niðri á höfn þegar við sáum par sem var að rífast. Við gengum að þeim og spuröum hvort ekki væri allt í lagi hjá þeim. Skipti þá eng- um togum að karlmaðurinn réðst að mér og kýldi mig í andlitið," segir fórnarlambið sem ekki vill láta nafns síns getið. Atburðurinn átti sér stað aðfaranótt sunnudags- ins fyrir rúmri viku en þau hjónin voru að koma af skemmtistað og ákváðu að ganga aðeins um höfn- ina þegar umrætt atvik gerðist. Maðurinn fékk glóðarauga, auk þess sem tvær tennur losnuðu. Hann auglýsir eftir vitnum að at- burðinum vegna kæru. “Maðurinn varð dýróður, hann barði mig niður og reyndi að slá mig eins oft og hann gat. Ég hef aldrei slegist á ævinni og reyndi bara að hlífa mér. Hann fór síðan úr að ofan og hoppaði í sjóinn. Ég var að velta þvi fyrir mér að fara á eftir honum en hætti svo við þeg- ar ég sá að hann gat synt í land sjálfur. Þegar hann var að klifra upp á bryggjuna ákvað ég að rétta honum hjálparhönd. Þegar ég var búinn að hjálpa honum réðst hann á mig aftur. Ég náði að verja mig nokkurn veginn en hann lamdi mig án þess þó að skaða mig. Ég hljóp á lögreglustöðina sem er við hliðina á Kolportinu en hún var lokuð. Ég var mjög ósáttur við það að ég sá hvergi lögregluþjón. Ég fór til baka en konan mín var að rífast við manninn. Hann gerði henni ekki neitt, sem betur fer. Við fórum svo burt,“ segir fórnar- lambið. „Ég vildi helst geta gengið frá þessu við árásarmanninn, að hann borgi mér lækniskostnað og svo falla frá kæru. Ég nenni ekki að gera læti út af þessu en geri það ef ég þarf. Ég veit samt ekki hvað árásarmaðurinn heitir og bið því alla sem sáu þetta að hafa sam- band við lögregluna. Maðurinn er á aldrinum 20-25 ára og um 180 cm. Ég vona að einhver sem sá til hans hafi samband. Hann hlýtur að hafa tekið leigubíl heim eða eitthvað slíkt. Það er agalegt að lenda í þessu. Ég nýbúinn að lenda i öðru svipuðu en þá var ráðist á mig með kylfu í Svíþjóð og blæddi mikið. Ég hlýt að vera svona sein- heppinn." -EIS Jóhann Briem - í Ijós kom að skort- ur var á hentugum kynningarmynd- um um ísland og íslendinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.