Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 Fréttir Sumarhúsaeigendur i Grímsnesi skelfingu lostnir: Þrjú dauð svín í gámi „Við vorum orðin vön því að svínabóndinn henti umbúðum af gömlum pitsum sem hann fóðrar svínin með í ruslagáminn en þegar hann henti þremur dauðum svínum í gáminn var okkur nóg boðið. Það er erfítt að lýsa þeirri tilfinningu að opna ruslagám og sjá þar þrjú dauð svín. Mér varð illt,“ sagði sumarbú- staðareigandi í Grímsnesinu, um ferð sína með tusl í gám gegnt Mos- felli í Grímsnes'. Honum lá við yfir- liði þegar han.n opnaði gáminn. Svínabóndinn sem hér um ræðir býr á Bjamastöðum og heitir Lára Sigurðardóttir: „Þetta voru mistök. Auðvitað hendir maður ekki dauðum svín- um í ruslagám í sumarbústaða- landi en við höfðum verið í sex daga fríi og mistökin verða að skrifast á reikning afleysingafólks okkar. Hvað varðar pitsuumbúð- irnar þá höfum við keypt brauð- og pitsuafganga af bakaríi Friðriks Halldórssonar í Kópavogi sem fóð- „Það er erfitt að lýsa þeirri tilfinningu að opna rusiagám og sjá þar þrjú dauð svín. Mér varð illt,“ segir sumarbústaðareigandi í Grímsnesinu. ur handa svinunum með öðru. Um- búðunum hef ég hent í gáminn því ekki fæ ég gám hingað heim á hlað á Bjarnastöðum," sagði Lára Sig- urðardóttir. Sumarhúsaeigendur kærðu svinafundinn í gáminum til Heil- brigðiseftirlits Suðurlands sem brást fljótt við: „Málið er leyst og svínin þrjú hafa verið urðuð. Vandamálið virðist vera það að svínabóndinn fær ekki gám heim á hlað til sín en það stendur upp á sveitarfélagið að þjónusta hann með slíkt. Við munum ganga eftir því að bóndinn fái gám strax og hrepps- skrifstofurnar verða opnaðar að loknu sumarfríi," sagði Birgir Þórð- arson, forstöðumaður Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands. Lára svínabóndi sagði aðspurð að svínin þrifust vel á gömlu pitsunum enda væri þetta óskemmd vara þó dagsetningin væri útrunnin. „Og ekki fæ ég séð að þau geri greinar- mun á áleggi," sagði Lára. -EIR Vigdís kona árþúsundsins Vigdís Finnboga- dóttir. Ljóst er að Vigdís Finnbogadóttir vann hug og hjörtu íslendinga með- an hún gegndi stöðu forseta íslands. Vigdís sigraði með miklum yfirburð- um í kosningu á Vísi.is um konu árþúsundsins. Kosningin stóð yfir í tvær vikur og lauk um helg- ina. Vigdís fékk þrisvar sinnum fleiri atkvæði en Bríet Bjarnhéð- insdóttir sem kom næst á eftir henni. í þriðja sæti var okkar ástsæla og heimsfræga söngkona Björk Guðmundsdóttir. Fjórða sætið hreppti Ólöf Loftsdóttir hin ríka og á hæla hennar komu Þóra Melsteð í fimmta sæti og Þurið- ur Einarsdóttir formaður að lokum í sjötta sætinu. Kosning þessi er sam- vinnuverkefni Vísis.is, DV, Bylgj- unnar og SS og er hún þáttur í viða- mikilli könnun meðal landsmanna um hvaða íslendingar og hvaða at- burðir hafi mótað mest líf okkar þessi næstum þúsund ár. Um tvö þúsund manns tóku þátt í þessari at- kvæðagreiðslu um konu árþúsunds- ins. Á þriðjudag hófst kosning um íþróttamann árþúsundsins og mun hún standa yflr í hálfan mánuð. „Þetta kemur mér afskaplega í opna skjöldu," sagði Vigdis Finn- bogadóttir er blaðamaður Vísis.is óskaði henni til hamingju með kosn- inguna: „Ég vissi ekkert um þetta og er hissa náttúrlega. Ég er snortin og flnnst þetta ákaflega fallegt. Ég spyr bara hvort ég verðskuldi þetta. Én mér þykir afar vænt um að fólk skuli muna eftir mér og nefni nafnið mitt.“ Er Vigdís frétti að Bríet Bjarn- héðinsdóttir hefði komið næst á eftir henni í kosningunni sagði hún sér ekki þykja annað en að hún væri í góðum félagsskap. Vigdís leiðrétti einnig þann algenga misskilning að hún væri búsett erlendis er hún var spurð út í hvort hún væri nú á land- inu. „Ég hef aldrei verið að heiman öðruvísi en bara að sinna erindum," sagði Vigdis. „Þetta er allt saman af því að ég kom á hjóli utan á Vikunni þar sem ég var í Danmörku. Það halda allir að ég búi þar og þetta er algeng spurning." -íbk/AA Guðni Agústsson iandbúnaðarráðherra er meðal áhorfenda á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem nú stendur yfir í Kreuth í Þýskalandi. Með ráðherranum eru aðstoðarmaður hans, Sveinbjörn Eyjólfsson, og Herdís Reynisdótt- ir í bás Eiðfaxa. Básinn er einn margra sem íslendingar eru með á mótinu. DV-mynd ej Hvorki seljandi né kaupendur timburhúss geröu sér grein fyrir vágesti: 7 milljóna króna kaupsamn- ingi rift vegna veggjatítlu Nýgerðum tæplega 7 milljóna króna kaupsamningi á timburhúsi i vesturbæ Reykjavíkur hefur ver- ið rift vegna þess að veggjatítla reyndist hafa komist í burðarvirki hússins. Hvorki kaupandi né selj- andi vissu hvers kyns var fyrr en eftir að kaupsamningur hafði ver- ið gerður. Þá kom í ljós að svo mikil viðgerð þurfti að fara fram á húsinu að kaupendurnir treystu sér ekki til að láta framkvæma slíkt nema eignin yröi seld á mun lægra verði. Enginn ágreiningur var á milli kaupenda og seljanda hússins um að samningnum yrði rift. Komið hefur á daginn að veggja- títlur eru alls ekkert einangrað fyrirbæri. Títlurnar hafa skotið sér niður víðar í Reykjavík. Varð- andi umrætt hús i vesturbænum þarf þó langt í frá að fjarlægja það og kveikja í því eins og gert var við gamalt timburhús I Hafnar- firði fyrr á árinu. Veggjatítlurnar lifa þar ekki lengur en hafa þó gert skaða í burðarvirkinu þannig að talsverðar skemmdir eru þar. Veggjatítlur eru misskæðar og skilyrði þess að þær þrífist eru að raki í viðnum, þar sem þær grass- era, sé meiri en 14 prósent, lofthiti a.m.k. 15 gráður og loftraki 60-65 Einar Skúli Hjartarson húsasmiður með bút úr fjöl í húsi allan útétinn eftir veggjatítluna. DV-mynd S prósent. Einar Skúli Hjartarson húsasmiður segir að þessar að- stæður fyrir veggjatitlur séu gjarnan í húsum sem sé illa við haldið. „Þær geta grasserað í gólf- bitum þar sem er rakt og illa loft- ræst,“ sagði Einar. Hann segir að títlurnar liggi í dvala séu ekki að- stæður fyrir þær til að þrífast. Viö- ur verður gjarnan ljósgulur og duftkenndur ef veggjatitlur hafa grasserað í honum. Þeir sem vilja fá úr því skorið hvort veggjatítlur hafi étið sig inn í við í híbýlum þeirra geta m.a. haft samband við Húsasmiðafélag Reykjavíkur eða Húseigendafélag Reykjavíkur. -Ótt Stuttar fréttir i>v Dreifð eignaraðild Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefnd- ar, segir ómögulegt að ráða því hvort eignaraðild að Fjárfestingar- banka atvinnu- lífsins verði dreifð eftir að ríkið selur bréfin. Það sé ekki hægt að ráða því hvert hlutabréf fari eftir að þau hafi verið seld en hægt sé að stefna að einhverri dreifðri eign- araðild í upphafi. Dagur sagði frá. Sér um bókanir Island Tours, ferðaskrifstofa Flugleiða í Þýskalandi, hefur gert samkomulag við skiptastjóra Arktis Schele, sem varð gjald- þrota fyrir stuttu, að sjá um far- þega sem áttu pantað til íslands. Mbl. sagði frá. Pétur ekki með Pétur Björnsson, fyrrverandi eigandi Vífilsfells, er ekki einn af eigendum Ocra S.A. sem keypti stóran hlut í FBA. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Pétri sem birtist í Morgunblaðinu en áður hafði blaðið haldið því fram að Pétur væri einn af eigendunum. Morgunblaðið sagði frá. Regína heldur áfram Fríða Regína Höskuldsdóttir, skólastjóri Mýrarhúsaskóla á Sel- tjarnamesi, ætlar að halda áfram sem skólastjóri. Þetta sagði hún i Degi í dag en Marteinn Jóhanns- son er í fríi og vildi ekkert tjá sig um málið né hvað hann mun gera í málinu. Dagur sagði frá. Spáð blíðu um allt land Áfram er spáð góðu veðri um allt land og líklega mun veður- sældin endast fram yflr helgi. Helst getur veðrið orðið leiðinlegt fyrir norðan. Ragnar Arnalds vann Ragnar Arnalds, fyrrverandi þingmaður, vann í gær til verðlauna í leik- ritasamkeppni Þjóðleikhússins. Leikritið sem vann heitir Landkrabbinn og verðm- sýnt á næsta ári. Keppnin var haldin í til- efni af fimmtíu ára afmæli Leik- hússins en um 40 leikrit bárust í keppnina. Vísindamenn fundnir Breskir vísindamenn, sem voru týndir á Sólheimajökli, eru komn- ir í leitirnar. Björgunarsveitir fundu mennina en þeir voru heil- ir á húfl. RÚV sagði frá. Rannsaka þjóðarmorð Þrír sérfræðingar í kennsla- nefnd/ID-nefnd ríkislögreglu- stjóra voru sendir til Kosovo til að bera kennsl á líkamsleifar fórnarlamba átakanna -þar. Vinn- an er á vegum stríðsglæpadóm- stólsins í Haag en beiðnin um að fá íslendingana til starfa kom frá Interpol. Dagur sagði frá. Konan sem lést Konan sem lést í árekstri á mót- um Vesturlandsvegar og Akranes- vegar hét Sigurlína E. Kristinsdótt- ir, til heimilis að Vallarbraut 13, Akranesi. Sigurlína lætur eftir sig fiögur uppkomin börn. Einkamál Jóhannesar Jón Magnússon, varaformaður Neytendasam- takanna, segir að sú skoðun Jó- hannesar Gunn- arssonar að aft- urkalla ætti kjúklinga frá Ás- mundarstöðum sé hans einka- mál. Stjórnin hafi ekki ákveðið neitt i þessu sambandi heldur sé Jóhannes að tjá sig um eigin skoð- anir. Dagur sagði frá. -EIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.