Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 Hthnning —i ★ ★ List sem hvíslar í sumar hafa nemendur í Vinnuskólanum í Reykjavík verið fræddir um myndlist á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsal. Á Kjar- valsstöðum skoðuðu nemendur 10. bekkjar sumarsýningu safnsins og sýningu á verkum hollenska listamannsins Karels Appels. Nem- endumir svöruðu síðan nokkrum spurning- um sem fræðsludeild safnsins lagði fyrir þá og voru niðurstöðumar um margt forvitnilegar. Vin- sælust voru verk þeirra Sigurðar Árna Sigurðs- sonar og Kjarvals en versta útreið fengu verk Karels Appels. Nemendur lýstu þeim verkum sem þeir vildu sjá með ýmsum hætti, vildu m.a. að listin „hvíslaði að þeim“. Ástarsaga aldarinnar sungin í sumar hefur Norræna húsið boðið upp á dagskrá um norræna tónlist, leiklist og bók- menntir. Nú er röðin komin að leiklist frá Finnlandi. I kvöld kl. 20 flytur hópurinn Teatteri Kehá III (Hringvegur 3) söngleik fyr- ir eitt kvenhlutverk og tvo undirleikara, sem byggður er á opinskárri verðlaunasögu Martu Tikkanen (á mynd), Ástar- sögu aldarinnar. Leik-og söngkonan Anne Nielsen flytur ásamt Kanerva Pasanen (sem syngur barnshlutverk), Jiri IKuonen (píanó) og Juha Alanne (bassa). Toni Edelmann samdi tónlistina og leikstýrir verkinu. Hringvegur III er finnskur atvinnuleik- hópur sem undanfarin tólf ár hefur sýnt fjöl- mörg ný verk fyrir börn og fullorðna. Þessi sýning fer fram á sænsku og er styrkt af Nor- ræna menningarsjóðnum. Heimsendingarþjónusta á listaverkum Það eru fleiri söfn en Þjóðminjasafn ís- lands sem neyðast til aö loka vegna breyt- inga. í Washington eru tvö söfn undir sama þaki, Þjóðlistasafn bandarískrar myndlistar og Portrettmyndasafnið. Áformað er að skipta um þak á gjörvallri safnbygg- ingunni og lagfæra um leið loftræstingu og ann- að sem úrelst hefur í tím- ans rás. Við þetta stækka söfnin um heila 18.200 fer- metra. Þetta verk tekur þrjú ár og kostar um 400 milljónir íslenskra króna. Á meðan verða verk í eigu safnanna send út um hvippinn og hvappinn, gárungar tala um „heimsending- arþjónustu á listaverkum". Safn nútímalistaverka fer til Flórída strax eftir næstu áramót og verður á ferðalagi um landið fram til ársins 2003. Sýning á banda- i rískum Impressjónistum, þ. á m. Mary | Cassatt og James Whistler, verður einnig 1 send víða um land, sömuleiðis verður raun- S sæisstefnunni bandarísku, svokallaðri „As- hcan-hreyfingu“ gert skil á annarri farand- | sýningu. Portrettmyndasafnið setur saman j sýningu á fbrsetum Bandaríkjanna til út- | sendingar (sjá mynd), sömuleiðis sýningu á portrettum þekktra bandarískra kvenna og I sýningu á teiknuðum andlitsmyndum. Alls | standa átta sýningar á listaverkaeign þess- ara tveggja safna bandarískum þegnum til 1 boða. „Hálf milljón manns kemur í söfnin tvö j á hverju ári til að skoða þessi verk. Það kom j hreinlega ekki til greina að loka þau niðri í kjallara um þriggja ára skeið," sagði Eliza- beth Broun, forstöðumaður Þjóðlistasafnsins. Áslaug er hamingjusöm Áslaug Thorlacius, myndlistargagnrýn- andi DV, er í leyfi til að sýna eigin verk í Ný- listasafninu (sjá mynd). Ef einhver hefur velkst í vafa um líf- og listfíló- /jS^v sófíu hennar til þessa er hún kunn- v;' gjörð á sýningunni með eftirfarandi i( orðum: „ég er listamaður ég vinn I' heima ég set mér hagfræðileg heim- spekileg og fagurfræöileg markmið x og stefhi að þeim af einurð og, staðfestu ég er hamingjusöm hlut-' ' verkið frelsar mig.“ Þar höfum viö það. Svefnlyf fyrir sembal Sumardjass og blús Sagt er að Bach hafi samið Goldberg-tilbrigðin að beiðni Kaiserlings nokkurs greifa sem þjáðist af svefnleysi. Goldberg hét fjórtán ára stráklingur sem bjó hjá Kaiserling og hafði fengið til- sögn í tónlist hjá Bach. Hug- myndin var að Goldberg stytti Kaiserling andvöku- stundirnar og jafnvel spilaði hann í svefn. Fræðimönnum þykir þetta ekki sennileg saga þvi Gold- berg á ekki að hafa haft neina burði til að leika svona erfitt verk sem er afar margslung- ið. Undirrituðum fínnst þó sagan ekkert ótrúleg því Goldberg-tilbrigðin eru ágæt- is svefnlyf ef þau eru leikin með öllum endurtekningum og á sembal en ekki píanó. Þá tekur verkið um 80 mínútur í flutningi og það er ekkert smáræði þegar semball er annars vegar sem er óttalega blæbrigðalaust og vélrænt hljóðfæri að margra mati. Hljómsveitarstjórinn Sir Henry Wood líkti hljómnum í sembalnum við tvær beina- grindur að elskast á blikkþaki og það gefur auga leið að ekki margir hafa úthald til að hlusta á slík ástaratlot mjög lengi. Helga Ingólfsdóttir sembal- leikari flutti Goldberg-tilbrigð- in á tónleikum í Skálholti um helgina, ekki bara einu sinni heldur tvisvar og með öllum endurtekningum. Undirritaður er á þeirri skoðun að vel mætti sleppa einhverjum end- urtekningxmum þótt það sé gegn vilja Bachs og megi jafnvel kalla stílbrot. Flæöið væri meira og tónlistin myndi hljóma ferskari og meira spennandi. Að hlusta tvisvar á þrjátiu tilbrigði á sembal er óskaplega þreytandi, það er eins og að hlusta á erindi þar sem hver ein- asta málsgrein er sögð' í tvígang. gripsmikilli þekkingu á barokk-tónlist, og var flutn- ingur hennar á Goldberg-tilbrigð- unum magnaðin- og einbeittur. Út- hald hennar er aðdáunarvert því velflestar nótur voru á sínum stað, og túlkunin sannfær- andi út í gegn án nokkurra þreytumerkja. Það væri að æra óstöðug- an að gagnrýna frammi- stöðu Helgu I hverju ein- asta tilbrigði, enda þrjátíu talsins eins og áður sagði. Þó má nefna hið ofurhraða 29. tilbrigði, þar sem leikur Helgu var sérstaklega glæsilegur, og grunntaktur- inn skemmtilega frjálsleg- ur. Enn fremur var 25. til- brigðið í moll einstaklega faUegt og fúgettan nr. 10 hæfilega virðuleg. Segja má að þetta hafi verið merkir tónleikar enda ekki á hverjum degi sem svona erfitt verk er flutt opinberlega hér á landi. Á seinni tónleikun- inn virtist lengdin þó vera heldur mikU fyrir nokkra áheyrendur því einhverjir gengu út áður en verkið var búið. Og einn maður stytti sér stundir við að fikta við sjálfskeiðunginn sinn. Eins og áður sagði hefði því verið betra að sleppa einhverjum endurtekningunum, klukkutími er alveg nóg fyrir Goldberg- tUbrigðin. Tónlist Jónas Sen Helga Ingólfsdóttir - „magnaður og einbeittur flutningur". Mikið snilldarverk Þrátt fyrir óstjórnlega lengd eru Gold- berg-tUbrigðin þó mikið sniUdarverk þar sem tónsköpunin er bæði margbrot- in og frumleg. Og eins og áöur segir er verkið einstaklega erfitt og mikið þrek- virki að flytja það. Helga Ingólfsdóttir er frábær sembaUeikari sem býr yfir yfir- Tónlist finnsku djasshljómsveitarinnar Mr. Fonebone er í senn alþjóðleg og þjóðleg en fyrst og fremst einkennist hún af ólíkum áhugasviðum og persónuleikum liðsmanna hennar. AUir leggja þeir tU frumsamin verk á nýjan disk, nema bassaleikarinn ViUe Huolman. Tónlistin er nútímadjass þar sem ljóðræn módalhefð er talsvert áberandi en líka er sprett úr spori með hressUegu bí- boppi. í síðasta laginu, Meaning of the Abrupt, bregður fyrir blúskenndu fönki. Hjá Mr. Fonebone fer saman fyrirtaks hljóðfæra- leikur, eftirtektarverðar lagasmíðar og fínir sólókaflar. Forsvarsmaður hljómsveitarinnar er básúnuleikarinn Antti Rissanen, frægur víða um Evrópu. Rissanen og saxafónleikar- inn Mikko Innanen eru góðir saman í fram- línunni, mjög „frjáls“legir á köflum en aUtaf vel samtaka. AUt samspU hljómsveitarinnar er þétt og blæbrigðaríkt. Píanóleikari er Kari Ikonen og trommarinn heitir Teppo Mákynen. AUir eru þessir spUarar þekktir í djasslífi Þúsund vatna landsins. Ekki er langt síðan þeir heimsóttu ísland og léku á prýðisgóðum tónleikum í Norræna húsinu þann 21. júlí. Þar lék Tuure Koski á bassa í stað Huolmans. Hið sérkennilega nafn hljóm- sveitarinnar er þannig til komið að saxófón- leikarinn telst vera Mr. Fone en trombón- leikarinn Mr. Bone. Ég veit ekki hversu auðvelt er að nálgast þennan disk héðan frá en áhugasamir geta reynt við eftirfarandi heimUisfang: Antti Rissanen, Taka-Ruonalantie 19, 48300 Kotka, Finnland, netfang: arissane@siba.fi. Maria tekur flugið Maria Muldaur - „afslöppuð og þægileg" auðvelt með að taka flugið upp á háu nóturn- ar. Tónlistin sem Muldaur flytur á nýjustu geislaplötu sinni á sér að mestu rætur í blúsnum eins og áður. Hún er órafmögnuð og undirleikurinn talsvert djasskenndur með hefðbundnu og stundum dálítið gamal- dags sniði. Það vottar fyrir gospeláhrifum hér og hvar. Skreytt er með blásurum og bakröddum. Lagavalið er gott og hitta lögin fljótt í mark þótt ekki séu þau með þeim þekktustu úr þessum geira tónlistar nema kannski Gee Baby, Ain’t I Good to You sem Maria syngur ásamt blúsaranum Charles Brown. Reyndar stóð tU að hans lilutur yrði meiri á diskinum en hann veiktist og lést áður en af því yrði. Þetta var því það síðasta sem var hljóðritað með honum. Brown er höfundur hins ágæta lags, The Promised Land, sem rekur lestina á diskinum og smeUpassar við annað efni hans. - Afslöppuð og þægUeg músík. Þekktir blúsarar og þekktari Útgáfufyrirtækið Telarc, sem meðal ann- ars hefur sérhæft sig í blústónlist, hefur sent frá sér marga athyglisverða diska undanfar- in ár. Á Blues Sampler frá þeim er úrval söngva af útgáfum síðustu ára og einnig nýtt efni sem von er á síðar á þessu ári. Þetta er sem sagt safndiskur sem ætlaður er tU að æsa upp löngun áheyrenda í að heyra meira með þeim listamönnum sem þeir faUa fyrir. Það æUimarverk tekst bærUega, verður að segjast. Hér eru nýjar blússtjömur 1 bland við kunnugleg nöfn á borð við Pinetop Perk- ins, Taj Mahal, Eddie Kirkland, Junior WeUs og The Memphis Homs ásamt áðumefndri Maríu Muldaur. Einnig hefur verið safnað liði tU að gera skU söngvum WUlie Dixons, Howlin’Wolf og Muddy Waters. En einna skemmtUegustu innslögin koma frá þeim sem minna em þekktir; Kenny Neal, Luther „Guitar Junior" Johnson sem er nú ekki al- veg óþekktur, píanistanum og söngvaranum Marty Grebb og tríói sem þau Kenny Neal, Debbie Davis og Tab Benoit skipa. Ekki er laust við að þar svifl andi Roberts Cray yfir vötnunum. - Fjölbreytt og áheyrUeg blústón- list. Mr. Fonebone ARFCD-463 Þeir sem em eitthvað komnir tU ára sinna muna ef tU viU eftir laginu Midnight at the Oasis sem söngkonan Maria Muldaur gerði vinsælt árið 1973. í þá daga virtist sem fleira kæmist á vinsældalista en sérhannað popp. I dag er söngkonan fimmtíu og fjögurra ára gömul. Röddin hefur dýpkað en enn á hún Geislaplötur Maria Muldaur : Meet Me where They Play the Blues Telarc 1999 Umboð á íslandi: 12 tónar Ingvi Þór Kormáksson Telarc Blues Sampler Telarc 1999 Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.