Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 7 Fréttir Kampýlóbakterían enn viö lýði: Allir snúi bökum saman - segir Heilbrigöiseftirlir Suöurlands „Við bíðum eftir að eitthvað ger- ist og það er einlæg ósk okkar að allir bretti upp ermarnar og fari að vinna verk sín,“ segir Matthías Garðarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, um stöðu mála sem upp kom í liðinni viku vegna kampýlóbakteríu en tæplega 88 prósenta kjúklingasýna reynast vera sýkt hér á landi. „Við hér á Heilbrigðiseftirlitinu vitum ekkert hvað tekur við en okkur skilst að það eigi að siga lögregl- unni á okkur. Við viljum bara að allir bretti upp ermarnar og fari að vinna verkin sín;“ segir Matthías. Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra óskaði eftir því við landlækni og Holl- ustuvernd í síðustu viku að skilað yrði áliti vegna vand- ans sem upp er komin, sem og var gert sl. föstudag. í kjölfar þess er eftir því, sem DV kemst næst, málið í at- hugun í umhverfisráðuneyt- Matthías Garðarsson. inu. Matthias segir að um faraldur að málinu sé að ræða og því sé nauðsynlegt Ekki náðist í umhverfisráðherra í að bregðast sem fyrst við. „Menn gær. -hb eiga að líta á ástandið eins og það er en ekki siga lög- fræðingum eða lögreglu á boðbera válegra tíðinda. Aðalatriðið hjá okkur er hindra sem mestar smit- leiðir til að fólk hætti að veikjast. Það geta menn gert með því að snúa bök- um saman, allir sem einn: heilbrigðisyfirvöld, fugla- bændur og allir aðrir sem koma,“ segir hann. Umferöin um verslunarmannahelgina: í sólinni á Breiðdalsvík. DV-mynd Hanna Yfir 20 gráður um miðnættið DV, Breiödalsvík: Veðrið hefur leikið við Austfirð- inga, sem aðra hér á landi, síðustu daga. Á hitamælum á Breiðdalsvík hefur mátt lesa 27 gráður í forsæl- unni suma daga og um 20 gráður voru tvívegis um miðnættið nú ný- verið. Bændur eru langt komnir með heyskapinn og það er greinilegt að fóðrið verður gott næsta vetur. Austíjarðarþokan hefur verið víðs fjarri en sólin baðað land og þjóð og blóm og tré skarta sínu fegursta. -HI Færri slys og engin banaslys - en margir teknir ölvaðir við akstur Um helmingi fleiri ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur um verslunarmannahelgina í ár en árið 1998. Þetta kemur fram í samantekt Umferðarráðs á tíðni slysa og ijölda ölvaðra ökumanna um verslunarmannahelgi árin 1994- 1999. Alls voru 95 ökumenn grunað- ir um ölvunarakstur í ár en voru 48 í fyrra sem lægsta tíðnin á áður- greindu tímabili. Af þessum 95 öku- mönnum voru 43 teknir í Reykja- vík og 18 á Akureyri eða rúmlega helmingur allra þeirra sem teknir voru grunaðir um ölvunarakstur. Fjöldinn í ár er enn fremur sá hæsti. Ekkert banaslys varð um sjálfa verslunarmannahelgina í ár en tvö banaslys áttu sér stað í fyrra. Þá varð einnig sú ánægju- lega þróun hvað varðar íjölda slysa um helgina að þeim fækkaði úr 24 á árinu 1998 niður í 14 í ár. Umferð- arráð segir í tilkynningu sem það sendi frá sér að kærur fyrir of hraðan akstur hafi skipt hundruð- um um verslunarmannahelgina en eftirlit lögreglu hafl verið meira en oftast áður. Um helgina í heild seg- ir: „Óhætt er að telja þetta ánægju- legan árangur sé horft til alvar- legra slysa og er það mat Umferðar- ráðs að gott samstarf embættis rík- islögreglustjóra, lögreglu um allt land, Vegagerðarinnar og Umferð- arráðs auk fleiri aðila hafi skilað því sem vænst var. Umferðarráð þakkar vegfarendum fyrir þátt þeirra í að slys urðu ekki fleiri en raun ber vitni og jafnframt fjöl- miðlum mikilvægan þátt í að koma skilaboðum til vegfarenda." -hb Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV IrAW/y/yyy/y/yA/A a«t mlllj hímir <nsQ Smáauglýsingar % 550 5000 ítölsk gæðavara NOVA Fjöldi ölvaðra ökumanna - verslunarmannahelgar árin 1994-1999 95 1994 1995 1996 1997 1998 1999 1x^3 '98 '99 | | Banaslys f 1 Slys Fjöldi slysa og banaslysa - verslunarmannahelgar árin 1994-1999 24 Sjókajakar úr polyethylene og fiberglas verð frá kr. 54.700.- m/vsk. Einnig til sölu ýmsir fylgihlutir t.d. árar, svuntur, björgunarvesti, vatnþétt símahulstur, vatnsþétta fata- eða geymslupoka, uppblásanleg flotholt í stafn og skut, öryggisflotholtíyrir árar og lúffiir o.fl. Verðum með sýningarbáta í Nauthólsvík 08.07.1999 M kl. 20.00 til 22.00 B.J. Trading ehf. heildverslun. Faxafeni 10, kjaUara, s. 581 1440 eða 892 5005

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.