Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 13 Happdrætti og feitir kettir „En hátt ofar þessu vonglaða happdrættisliði tróna svo þeir sem ráða ferð- inni - að minnsta kosti svo lengi sem verðbréfablaðran ekki springur." Stéttabarátta var of- arlega í hugum Evr- ópumanna hér áður fyrr og tengdist öflugri verkalýðshreyfingu og verkalýðsflokkum. í Bandaríkjunum náðu slíkar hugmyndir miklu minni útbreiðslu - meðal annars vegna þess að drjúgur hluti alþýðu trúði fremur á ameríska drauminn en stéttvísi og samtaka- mátt. Ameríski draum- urinn átti sér einfalda formúlu: við lifum í landi tækifæranna, strákurinn í næsta húsi getur orðið milj- ónamæringur. Milljónadraumurinn Á uppgangstímum þar vestra hefur þessi draumur lifnað við með nýjum hætti. Milljónadraum- urinn var áður tengdur við kröfu um elju og þolinmæði: menn áttu að vinna sig upp og síðan upp- skera eins og til var sáð. Nú er draumurinn tengdur trú á inn- blástur sem allt í einu gerir mann ríkan með snjallri hugmynd um rétta fjárfestingu á réttum tíma. Það hefur verið löng uppsveifla á verð- bréfamörkuðum, það hafa heyrst sög- ur um venjulegt fólk sem hefur grætt mikið á að spekúlera með hlutabréf og allir eru hvattir til að dansa með - leggja nokkur þúsund dali í púkkið, setjast við tölvuna og fjárfesta, kaupa og selja. Kannski stendur þú uppi með 200% ágóða eftir viku eins og amman í næsta húsi! Og af því að slíkar „ömmur“ eru í rauninni til, og milljónamæring- um hefur fjölgað, þá grípur um sig gullæði - og eins og í happdrætti er slatti af góðum vinningum í boði og nóg af miðlungsvinning- um til að halda mönnum við efnið. En hátt ofar þessu vonglaða happ- drættisliði tróna svo þeir sem ráða ferðinni - að minnsta kosti svo lengi sem verð- bréfablaðran ekki springur. Þeir sem eiga og stjóma fyr- irtækjum. Þeir em ekki mjög marg- ir:10% af auðug- ustu fjölskyldum Bandaríkjanna eiga 82% hluta- bréfa - og það eina prósent af þessu fólki sem er ríkast á svo helming af þessum hlutabréfum og þar með nóg til að ráða því sem ráða þarf. Því fer þetta fólk líka furðu langt með að vera óháð gengi fyrirtækjanna. Einn þeirra „feitu katta“ (en svo kalla blaða- menn frekustu fulltrúa stóreigna- manna) skammtar sér 576 miljónir dollara í árstekjur meðan hluthaf- ar hans tapa 5%. Og hann er ekk- ert einsdæmi. Hnattvæðingin svonefnda þýðir svo að forstjóraveldið í Evrópu reynir að herma eftir sigursælum stéttarbræðrum vestra: Guardian segir frá því nýlega að í fyrra hafl stjómendur helstu fyrirtækja þar í landi skammtað sjálfum sér 26% launahækkun - sem var vissulega ekki í neinu samræmi við hagnað- araukningu sem var að meðaltali 7% - og í þónokkrum tilfellum engin. Öngvir málsvarar Hið bandaríska hugarfar feitra katta og happdrættisvona í milli- stétt hefur verið að breiða úr sér til Evrópu. Það hefur gengið greið- lega, meðal annars vegna þess að þeir miðjusæknu menn sem nú stjórna sósíaldemókratískum flokkum, hafa lýst því yfir í orði og verki að stéttabaráttunni sé lokið. Allir séu í sama báti í þvi að efla atvinnulífið (m.ö.o. draga úr kröfum um að fyrirtæki beri sinn hluta af kostnaði við rekstur sam- félagsins) og trúa á verðbréfaleik- inn. Yfirmaður breska trygginga- firmans Royal & Sun Alliance þótti að vísu bíta höfuðið af skömminni þegar hann sendi starfsmönnum sínum tölvupóst til að réttlæta það að hann hafði hækkað hjá sér kaupið um 67% - upp í 2,4 miljónir punda á ári. Líka vegna þess að þúsundir starfsmanna hans áttu von á því um leið að missa vinnu sína - en þeim sagði hann bara að uppsagn- ir væru nú einu sinni ein af stað- reyndum lífsins. Og þá heyrðust menn aðeins æmta um ranglæti og Verkamannaflokurinn vildi minna á að hann væri á móti sjálftöku og ofurlaunum til feitra katta. En svo gerist ekki neitt. Enginn gerist málsvari þeirra sem tapa í þessu ævintýri. Oskar Lafontaine, fjármálaráðherra Þýskalands um tíma, var síðasti stórkratinn sem gerði sig líklegan til að trufla ró feitra katta með pólitískum ráð- um. Enda var hann einróma út- nefndur hættulegasti maður Evr- ópu og neyddur til að segja af sér. Árni Bergmann Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur „Hið bandaríska hugarfar feitra katta og happdrættisvona í milli- stétt hefur verið að breiða úr sér til Evrópu. Það hefur gengið greiðlega, meðal annars vegna þess að þeir miðjusæknu menn sem nú stjórna sósíaldemókrat- ískum flokkum hafa lýst því yfír í orði og verki að stéttabaráttunni sé lokið.“ í kjölfar könnunar Nýlega var kynnt í fjölmiðlum ítarleg könnun á högum aldraðra á landi hér. Margt kom þar fram allrar athygli vert, en auðvitað margt ósagt einnig. Þar kom fram að 4 % aldraðra lifi undir fátækt- armörkum og þá eðlilegt að álykta að annar eins eða stærri hópur sé afar nærri fátæktarmörkum. Eðli- lega er um ályktanir af þessu öllu deilt og varasamast og um leið vítaverðast að leggja áherzlu á eitthvert meðaltal og draga svo þær ályktanir af öllu saman að aldraðir í heild sinni hafi það bara ágætt. Uggvænleg staðreynd Mér þykir það uggvænleg stað- reynd að á annað þúsund aldraðra búi við þær aðstæður í aldarlok að vera undir hinum aumu fátæktar- rnörkum, fólk sem alla sína ævitíð hefur unnið að því að eiga unandi daga í ellinni, fólk af þeirri kyn- slóð sem við vitum aö hvergi hef- ur af sér dregið. Og svo allir hinir sem eru rétt ofan við þessi mörk, það fólk er ekki öfundsvert af sínu hlutskipti, arð- inum af ævistritinu. En hjá manni vakna margar spurnir í kjöl- farið. Hvaða aldraðir eru það sem svo skelfi- lega eru staddir mitt í öllu vel- megunargóðær- inu? Ég þykist þess fullviss miðað við reynslu að umtalsverður hluti þessa hóps komi úr hópi þeirra sem hafa búið við örorku skemmri og þó einkum lengri tíma og hafa þ.a.l. ekki haft sömu tækifæri og aðrir að búa í haginn fyrir sig í ellinni. Þetta segi ég hiklaust þekkjandi til svo ótalmargra cddraðra öryrkja sem einmitt búa við þessar þrengingar. Forvitnilegt hefði verið að fá þetta upplýst, því auð- skUdir eru meiri erfiðleikar þeirra sem við skerta eða jafnvel enga starfs- orku hafa búið á hinni venjulegu starfsævi. Vilandi tölur Og önnur enn áleitnari spurn vaknar. Hvað þá um hagi og lífsað- stæður öryrkja al- mennt í ljósi þess- arar könnunar? Tölur ýmsar í skýrslu um hag öryrkja sem kynnt var á þingi sl. vetur voru raunar ýmsar hverjar villandi að ekki sé meira sagt en margt kom þar þó vel fram. Þar kom auðvit- að glögglega fram að það sem helzt mun kjaralegt haldreipi aldraðra, þ.e. greiðslur úr lífeyris- sjóðum, það haldreipi var hvergi að finna hjá stórum hópi öryrkja og hjá þeim sem þó höfðu eðlilega svo miklu lægri greiðslur al- mennt en hjá öldruðum þó. Inn í þetta dæmi koma svo atriði eins og þjóðfélagsleg þátttaka og erfið og oftlega dýr hömlun andlega og líkamlega, stundum hvoru tveggja. Það er nefnilega svo að um mikinn fjölda ör- yrkja er að ræða sem er á viðlíka kjarastigi og lakast setti hópur aldr- aðra og ég fullyrði enn lakari jafnvel. Jón vin- ur minn Helgason, for- maður framkvæmda- nefndar um Ár aldr- aðra, sagði við kynn- ingu skýrslunnar að nú yrði að snúa sér að því að bæta kjör hinna verst settu í hópi aldr- aðra og vonandi að eft- ir verði farið. Ekki síður ættu stjórnvöld að huga að þeim öryrkjum sem rétt draga fram liflð og eru margir hverjir enn fjær þvi að eiga fyrir eðlilegu lifsframfæri. Samhliða verður á þessari vansæmd að taka, því veruleg hækkun kjara- grunns tryggingabóta kemur jafnt þeim til góða sem við örorku búa og þeim öldruðum sem lakasta hafa lífsaðstöðuna. Sú hækkun er lífsnauðsyn og annað okkur ekki sæmandi. Svo einfalt er það. Helgi Seljan „Mér þykir það uggvænleg stað- reynd að á annað þúsund aldraðra búi við þær aðstæður í aldarlok að vera undir hinum aumu fátæktar- mörkum, fólk sem alla sína ævitíð hefur unnið að því að eiga unandi daga í ellinni, fólk af þeirri kyn- slóð sem við vitum að hvergi hef- ur af sér dregið.“ Kjallarinn Helgi Seljan framkvæmdastjóri ÖBÍ Meö og á móti Eru reglur Byggöastofnun- ar um úthlutun byggða- kvóta eðlilegar? Styr hefur staðið um úthlutun Byggðastofnunar á aukakvóta til byggðarlaga sem standa höllum fæti vegna hráefnisskorts til fiskvinnslu. Ekki síst hafa reglur þær sem stofn- unin hefur lagt til grundvallar úthlut- uninni þótt orka tvímælis. Skýrar forsendur „Samkvæmt lögum, sem sett voru á Alþingi sl. vetur, hefur Byggðastofnun á næstu sjö fisk- veiðiárum árlega til ráðstöfunar aflheimildir sem nema 1500 þorskígildum til að styðja við byggðalög sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Skal þeim út- hlutað í sam- ræmi við við- komandi sveit- arstjórnir. Sfjóm Byggða- stofnunar var sammála um að hafa skýrar forsendur fyrir út- hlutun kvótans og samþykkti samhljóða tillögur starfsmenna þróunarsviðs Byggðastofnunar um úthlutunarreglur en þar er miðað við hvernig þróunin hefur verið í einstökum byggðarlögum síðastliðin fimm ár hvaö varðar kvóta, hlut fiskvinnslu og fisk- veiða, fækkun ársverka í fisk- vinnslu og fiskveiðum, meöal- tekjur á íbúa, fólksfækkun og íbúafjölda. Eftir þessum reglum var kvótanum úthlutað. Sumum finnst þetta eðlileg aðferð, öðrum ekki en ég býst við að útlokað hafi verið að semja úthlutunar- reglur að allra skapi.“ Raunveru- leikinn annar „Reglumar eru flóknar. Þær taka tillit til margra þátta. Meðal annars miðast þær við hvort kvóti í byggðarlagi hafi minnkað eða ekki. Þar er miðað við varan- legan kvóta en ekki er tekið tillit til þess hvort þorskaflahá- mark hefur vaxið eða afli í byggðarlaginu aukist vegna krókabáta. Reglurnar virðast því ekki taka mið af raunveruleikan- um. Þetta er eitt af mörgu sem vekur spurningar um þessar reglur. Það sem skiptir máli er staöa útgerðar og fiskvinnslu í byggð- arlögunum. Sú staða getur hafa styrkst í ákveðnum byggðarlög- um þótt varanlegar aflaheimildir hafi minnkað. Á þessu virðist ekki vera tekið við þessar úthlut- anir og af því leyti virðast þær ekki vera raunhæfar." -EIR Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.