Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 k DV Fréttir Pöbbinn á Flateyri: Séra Gunnar blessaði staðinn DV, Flateyri: „Ég vil þakka fyrir að við skulum geta komið hér saman í þessum fal- lega garði, við þetta sögufræga hús, sem svo margar góðar minningar og dýrmætar eru bundnar við,“ sagði séra Gunnar Bjömsson, sóknar- prestur Flateyringa, þegar hann hóf útimessu í garði Veitingahússins Vagnsins á Flateyri. Sá frægi pöbb, Vagninn, er mið- stöð mannlífs á Flateyri og hefur þar oft verið tjaldað frægum stjöm- um skemmtanalífsins. Enda staður- inn fengið á sig það orð að þar sé kraumandi mannlífspottur. En aldrei áður hefúr verið haldin guðs- þjónusta á Vagninum og segjast þau hjón Þórður Jónsson og Lára Thorarenssen, sem eiga og reka Vagninn, ekki vita til þess að áður hafi verið haldin guðsþjónusta á pöbb hérlendis. Sr. Gunnar bað staðnum blessunar um alla framtíð. „Það hefur verið messað í kirkj- unni á sunnudögum og átti að ger- ast að þessu sinni líka en þá fæddist þessi hugmynd að breyta til í tilefni af verslunarmannahelginni. Vegna þess hversu þau heiðurshjón sem reka Vagninn era búin að koma þessu í gott horf, með þennan fal- lega garð þar sem era borð og stól- ar, var hægt að halda helgistund hérna. Þá var það ekki síst að Vagn- inn bauð upp á rausnarlegt messu- kaffi á eftir. Það tókst ákaflega vel til og var aðsókn mjög góð,“ sagði séra Gunnar. -GS Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur f Önundarfirði, flytur messu í garði Vagnsins á Flateyri. DV-mynd Guðm. Sig. Eyj aíj ar ðar s væöiö: Verðkönnuní matvöruverslunum DV, Dalvík: Samkvæmt verðkönnun, sem Neytendasamtökin gerðu i sjö mat- vöraverslunum á Eyjafjarðarsvæð- inu 29. júni sl. í samvinnu við verkalýðsfélögin á svæðinu, stendur vöraverð 1 Svarfdælabúð í stað mið- að við sambærilega könnun sem gerð var í mars sl. Á tímabilinu hef- ur verðið lækkað mest í Hagkaupi, eða um 1,5%, sem þýðir að matar- karfa sem kostaði kr. 10.000 kostar nú kr. 9.850. KEA-Nettó er sem fyrr með lægsta verðið en þar á eftir koma KEA, Hrísalundi, og Hagkaup. Verð í KEA-Nettó hefur hins vegar hækk- að um 2,8% sem þýðir að matark- arfa sem kostaði kr. 10.000 í mars kostar nú kr. 10.280. Ný verslun hef- ur hafið starfsemi á Akureyri frá síðustu könnun en það er Hraðkaup í Kaupangi og er hún með fiórða lægsta verðið í könnuninni. Þar á eftir koma svo KEA, Sunnuhlíð, Svarfdælabúð og loks KEA, Hrisey, en þar hefur vöraverð hækkað um 1,3% á tímabilinu. Á Akureyri var verðkönnunin gerð í 5 verslunum: KEA-Nettó, Hagkaupi, KEA, Hrísalundi, Hrað- kaupum, Kaupangi og KEA, Sunnu- hlíð. Á Dalvík í Svarfdælabúð og hjá KEA í Hrísey. Könnunin var gerð samtímis 1 öllum verslununum og var hún framkvæmd þannig að skrifað var niður verð í hillum og einnig fengið verð á kassa. Aðeins vora teknar þær vörur sem vora í könnuninni 3. mars sl., alls 97 vöra- flokkar. Tekið skal fram að um beinan verðsamanburð er að ræða en ekki er lagt mat á þjónustustig sem er mismunandi. -HÍÁ 92 tonna byggðakvóti til Grímseyjar: Skipt á milli bátanna í plássinu Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey, var ekkert búinn að fá í hendumar þegar DV talaði við hann um byggðakvótaúthlutun Byggðastofhunar. „Ég hef heyrt það að Byggðastofnun hafi úthlutað okk- ur 92 tonnum en ég er ekki kominn með neitt í hendur um það. Ég hef því ekkert um þetta annað en það sem verið hefur í fréttum. Það stendur ekkert annað til en aö þess- um kvóta verði skipt á milli bátana á staðnum. Þetta er kvóti sem ein- göngu er hugsaður til vinnslu í plássinu, eða það era forsendurnar fyrir úthlutuninni, skilst mér. Kvótastaðan er góð hjá sumum, sæmileg hjá öðram en það verður að segjast eins og er að það era til bátar sem era með lítinn kvóta. Svo eru menn núna að kaupa bát með veiðileyfi en hafa hins vegar engar heimildir. Það hefur gefið sæmilega hjá bát- unum og fiskiríið verið aldeilis óvenjugott. Þeir fóra síðast fram af Kolbeinsey og þar var mokfiskur og góður fiskur. Það sem unnið er hér fer í salt en annað fer í land á mark- að.“ -HKr. 23 Heildarverðmæti vinninga er 700.000 kr. 29" 100 riða sjónvarp Heppinn áskrifandi fær SONY heimabíó frá Japis sem er: og auk þess: 14" sambyggt sjónvarp og vídeó, ferðageislaspilara fyrir öll börn og unglinga á heimilinu sem eru yngri en 18 ára. Dregið 20. ágúst Vikulega verður dreginn út áskrifandi sem fær kr. 30.000 í vöruúttekt að eigin vali í Útilífi. 6 hátalarar UTILIF JAPISS SONY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.