Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 33
lyV FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 37 Sólveig Eggerz Pétursdóttir við eitt verka sinna. Myndir í ævintýrastíl Sólveig Eggerz Pétursdóttir, Hrafnistu, Hafharfirði, hefur opn- að sýningu á vatnslitamyndum og olíumyndum, sem unnar eru á rekavið, í Þrastarlundi. Að sögn Sólveigar eru myndirnar unnar í ævintýrastil. Sýningin stendur út ágústmánuð. Bússa í Sjóminjasafninu á Eyrar- bakka stendur yfir sýning á ljós- myndum Völu Dóru. Nefnist sýn- ingin Bússa. Þar eru til sýnis 10 svart-hvítar manna- og landslags- myndir sem teknar eru á og við Eyrarbakka. Uppsetning sýning- arinnar er óhefðbundin þar sem m.a. er notast við þrihymingsmót úr tré sem er hluti af siglingar- merki í fullri stærð og á þann hátt --------------blandar safn- Sýningar ið sér 1 ~ mgu Volu Dóru. Með ljósmyndasýningunni minnir safnið á sjálft sig og um- hverfið. Orðið Bússa, sem sýning- in dregur nafn sitt af, merkir t.d stórt skip, skúta, feitlagin kona og/eða klofhátt stígvél. Vala Dóra fæddist árið 1974 og ólst upp á Eyrarbakka. Hún út- skrifaðist frá ljósmyndaskólanum Stevenson College í Edinborg en einnig sótti hún námskeið i Dan- mörku. Hún hefur haldið nokkrar einka- og samsýningar síðan 1996, m.a. í Traverse Theatre í Edin- borg, North Ayrshire Museum, Saltcoats á Skotlandi og í Aka- demie-Gallerie í Múnchen. Bússa er þó ekki fyrsta sýning Völu Dóru á Eyrarbakka en hún hélt einkasýningu í félagsheimilinu Stað í maí árið 1997. Sólheimar verða vettvangur heilsu- daga um helgina. Heilsubótardagar Hinir árlegu heilsubótardagar á Sólheimum í Grímsnesi, sem þau hjónin Sigrún Olsen og Þórir Barð- dal standa fyrir, verða 7.-11. ágúst. Á heilsubótardögum kemur fólk til að slaka á, borða hollan og góðan mat, fara í sund, gönguferðir og endurnærast á llkama og sál. Upp- lýsingar er.u gefnar í síma 566 8003. Landsmót Votta Jehóva Árlegt landsmót Votta Jehóva verður haldið í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi dagana 6.-8. ________________ágúst. Ein- Samkomur Spádómsorð Guðs og verður fjallað ítarlega um ýmsa spádóma Biblíunnar sem hafa bein áhrif á mannkynið nú og í ná- inni framtíð. Flutt verða þrjátíu er- indi ásamt umræðum, viðtölum og sýnikennslu með dæmum. Einnig verður flutt biblíuleikrit. Norrænu bændasamtökin Aðalfundur Norrænu bændasam- takanna stendur nú yfir og lýkur í kvöld. Fundurinn er haldinn á Ak- ureyri. Auk þess sem á fundinum eru ýmis innri mál samtakanna til umræðu er sérstakur dagskrárliður um stöðu kvenna í landbúnaði. Guitar Islandico á heitum fimmtudegi í Deiglunni: Órafmagnaður gítardjass Tríóið Guitar Islandico leikur á sjötta Tuborg-djassinum á heitum fimmtudegi í Deiglunni á Akureyri í kvöld kl. 21.30. Tríóið var stofnað síðsumars 1998 og hefúr leikið á nokkrum tónleikum og fengið afar góðar móttökur. Tríóið hefur fram að þessu nær eingöngu leikið tónlist undir áhrifum frá Django Rein- hardt, Chick Corea, Duke Ellington og fleirum ásamt frumsömdu efni. En um þessar mundir er það að út- setja og æfa gamlar íslenskar meló- díur sem á að leika inn á geislaplötu. í tríóinu eru Bjöm Thoroddsen og Gunnar Þórðarson á kassagítara ásamt Jóni Rafnssyni á kontrabassa. Bjöm Thoroddsen gltarleikari hef- ur verið leiðandi í íslensku djasslífi síðan í lok 8. áratugarins. Hann hef- ur leikið inn á sex einleiksplötur og á síðasta ári kom út með honum geislaplata ásamt Philip Catherine, Jakob Fischer og Daugh Raney sem gestum. Björn hefur leikið með mörgum erlendum tónlistarmönn- um, meðal annars Niels Henning-Ör- sted Pedersen. Gunnar Þórðarson gítarleikari hefur verið í fremstu röð ís- lenskra tónlistarmanna í hart- nær 40 ár. Hann hefur nú hin síðustu ár farið meira og meira í útsetningar og samið tónlist fyrir sjónvarp, kvikmyndir, leikhús og sinfóniuhljómsveit. Jón Rafnsson kontrabassaleik- ari er klassískt menntaður bassaleikari með rætur í popp- og rokktónlist, hefur spilað með fjölda erlendra tónlistarmanna og flestum af leiðandi djasstón- listarmönnum á íslandi í dag. Hann hefur um árabil starfaö sem tónlistarkennari við Tón- listarskólann á Akureyri en flutti á síðasta ári til Reykjavík- ur. Aðgangur er ókeypis á tón- leikana. Gítardjass verður í hávegum hafður í Deiglunni í kvöld. Skemmtanir Hlýjast inn til landsins í dag er gert ráð fyrir hægviðri, yfirleitt léttskýjað og hiti 15 til 20 stig. Veðrið í dag Næstu daga er gert ráö fyrir hægri norðlægri eða breytilegri átt á fóstudag og laugardag. Bjartviðri víða um lend en þó hætt við þoku- lofti sums staðar með ströndinni, einkum að næturlagi. Hiti 10 til 20 stig en fer síðan kólnandi norðaust- antil. Sólarlag í Reykjavík: 22.16 Sólarupprás á morgun: 4.52 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.33 Árdegisflóð á morgun: 2.07 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri þoka í grennd 9 Bergsstaðir alskýjaó 9 Bolungarvík alskýjaó 8 Egilsstaðir 8 Kirkjubœjarkl. þoka 9 Keflavíkurjlv. þokuruöningur 10 Raufarhöfn skýjaö 8 Reykjavík léttskýjaö 11 Stórhöfói þoka 9 Bergen léttskýjaö 16 Helsinki skýjaö 18 Kaupmhöfn léttskýjaö 20 Ósló skýjaö 16 Stokkhólmur 21 Þórshöfn súld á síö.kls. 9 Þrándheimur alskýjaó 12 Algarve heiðskírt 19 Amsterdam þrumuv. á s.kls. 19 Barcelona þokumóöa 24 Berlín léttskýjaó 19 Chicago léttskýjaö 21 Dublin rigning 16 Halifax léttskýjaö 16 Frankfurt skúr 19 Hamborg léttskýjaö 19 Jan Mayen skýjaó 5 London mistur 18 Lúxemborg þokumóöa 19 Mallorca þokumóöa 23 Montreal 18 Narssarssuaq rigning 18 New York léttskýjaö 24 Orlando skýjaö 23 París skýjaö 19 Róm Vín skýjaó 19 Washington léttskýjaö 23 Winnipeg heiðskírt 15 Helstu vegir um hálendið færir Helstu vegir um hálendið eru nú færir en vegur- inn í Kverkfjöll er lokaður vegna vatnaskemmda. Það skal áréttað að þótt vegir um hálendið séu sagð- ir færir er yfirleitt átt við að þeir séu færir jeppum og öðrum vel útbúnum fjallabílum. Færð á vegum Vegirnir um Kjöl, Kaldadal og yfir í Landmanna- laugar frá Sigöldu eru þó færir öllum bílum. 4^ Skafrenningur m Steinkast E2 Hálka Ófært Ástand vega 0 Vegavinna-aögát s Öxulþungatakmarkanir m Þungfært (£) Fært fjallabílum Karen Ivanovic Litla telpan sem hvílir í fangi bróður síns og fengið hefur nafnið Karen Ivanovic fæddist á fæðingardeild Landspítal- Barn dagsins ans 9. júlí síðastliðinn. Við fæðingu var hún 3825 grömm og 52 sentímetrar. Foreldrar hennar eru Brynja Daria Ivonvic og Andrés Loran Ivanovic og er hún þeirra annað barn. Ron Livingston lelkur forritarann sem fær hugljómun við dáleiðslu. Skrifstofublók Office Space, sem Regnboginn sýnir, er gamanmynd. í henni seg- * ir af Peter Gibbons (Ron Livingstone) sem vinnur sem for- ritari 1 stóru tölvufyrirtæki. Hon- um hundleiðist rútinustarfið sitt og er alltaf að hugsa um að hætta. Eftir að hafa verið dáleiddur tek- ur hann ákvörðun um að láta reka sig úr vinnunni. Til að svo geti orðið leggst hann í kæruleysi, hættir að mæta klukkan átta á morgana, mætir stundum ekki fyrr en um hádegi og stundum alls ekki. Þegar yfirmaður hans ætlar að setja ofan í við hann svar- ar hann fullum hálsi. Á hvaða ///////// Kvikmyndir ^ _________________ vinnustað ' sem er, nema í tölvufyrirtæki, mundi þessi aðferð ganga upp, en í tölvugeiranum gilda önnur hug- tök og í stað þess að vera rekinn er hann hækkaður í tign. Æðstu yfirmenn fyrirtækisins sjá i hon- um mann sem er á hraðferð í líf- inu og má ekkert vera að því að hlusta á aðfinnslur annarra. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Wild Wild West Saga-Bíó: The Mummy Bíóborgin: Matrix Háskólabíó: Notting Hiil Háskólabíó: Fucking Ámál Kringlubíó: Wing Commander Laugarásbíó: Austin Powers Regnboginn: Virus Stjörnubíó: Gloria Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 18 20 21 22 Lárétt: 1 hundur, 8 góð, 9 hvíldi, 10 strax, 11 hæfan, 12 spil, 13 ramma, 15 stólpi, 17 samtök, 18 oddi, 20 mynteiningu, 22 fræg. Lóðrétt: 1 gæfa, 2 mánuður, 3 ham- ingja, 4 ákafur, 5 krotar, 6 hreyfist, 7 mjúk, 12 kvenmannsnafn, 14 kássa, 16 hagnað, 17 elskar, 19 málmur, 21 ofn. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 býli, 5 lóu, 8 ólina, 9 an, 10 lið, 11 nudd, 13 gruggug, 16 angist, 19 gaul, 20 ótt, 21 áma, 22 daun. Lóð-^* rétt: 1 bólga, 2 ýlir, 3 liðugu, 4 inn, 5 laug, 6 óa, 7 und, 12 duttu, 14 gild, 17 nam, 18 sóa, 19 gá. Gengið Almennt gengi Ll 05. 08. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqengi Dollar 72,280 72,640 73,540 Pund 116,750 117,350 116,720 Kan. dollar 48,410 48,710 48,610 Dönsk kr. 10,4580 10,5160 10,4790 Norsk kr 9,3640 9,4150 9,3480 Sænsk kr. 8,8710 8,9200 8,8590 Fi. mark 13,0830 13,1616 13,1223 Fra. franki 11,8587 11,9300 11,8943 tv Belg. franki 1,9283 1,9399 1,9341 Sviss. franki 48,6600 48,9300 48,8000 Holl. gyllini 35,2986 35,5107 35,4046 Þýskt mark 39,7723 40,0113 39,8917 it lira 0,040170 0,04042 0,040300 Aust. sch. 5,6531 5,6870 5,6700 Port. escudo 0,3880 0,3903 0,3892 Spá. peseti 0,4675 0,4703 0,4690 Jap. yen 0,630500 0,63430 0,635000 irskt pund 98,770 99,363 99,066 SDR 98,830000 99,42000 99,800000 ECU 77,7900 78,2600 78,0200 * Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.