Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 Leigjum borð, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Skógarsel 15, sími 544 5990 , UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins aö Skógarhlíö 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandi eignum: Álakvísl 28,3ja herb. íbúð, hluti af nr. 24- 30, og stæði í bílskýli, Reykjavík, þingl. eig. Solveig Pétursdóttir, gerðarbeiðandi Húsfélagið Álakvísl 2-22, bflskýli, mánudaginn 9. ágúst 1999 kl. 10:00. Hagatorg 1, skrifstofu- og þjónustuhús- næði á 3. hæð í au-hluta m;m., Reykjavík, þingl. eig. Bændasamtök íslands, gerðar- beiðandi Tollstjóraskrifstofa, mánudag- inn 9. ágúst 1999 kl. 10:00. Hvassaleiti 58, 3ja herb. íbúð á 2. hæð, yst t.v. m.m. (suðurendi), Reykjavík, þingl. eig. Bima A. Hafstein, gerðarbeið- endur íbúðalánasjóður og Landsbanki fs- lands hf., lögfræðideild, mánudaginn 9. ágúst 1999 kl. 10.00. Hverfisgata 72, 1. hæð í timburhúsi, Reykjavík, þingl. eig. Lilja Dóra Kol- beinsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hafnarfjarðar, mánudaginn 9. ágúst 1999 kl. 10:00. Reynimelur 84, 4ra herb. íbúð á 2. hæð t.h., Reykjavík, þingl. eig. Guðlaug Hall- bjömsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóð- urinn Framsýn, mánudaginn 9. ágúst 1999 kl. 10:00. Rjúpufell 35,4ra herb. íbúð, 92,2 ffn á 4. h. t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Hall- dór Valgarður Karlsson, gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., útibú 532, mánudaginn 9. ágúst 1999 kl. 10:00. Suðurhólar 24, 3ja herb. íbúð á 2. hæð, merkt 0201, Reykjavík, þingl. eig. Evy Britta Kristinsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 9. ágúst 1999 kl. 10:00. Þórufell 2, 3ja herb. íbúð á 2. hæð t.h. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Hendrik Steinn Hreggviðsson og Guðrún Brynj- ólfsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóð- ur, mánudaginn 9. ágúst 1999 kl. 10:00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Útlönd George Robertson tekur viö NATO: Betri tengsl við Rússa mikilvæg George Robertson, varnarmála- ráðherra Bretlands og nýskipaður framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins (NATO), sagði að bandalagsins biðu mörg erfið verk- efni þar sem aukin hernaðarmáttur Evrópu og styrkari tengsl við Rússa væru annars vegar. Robertson sagði skömmu eftir að hann hafði verið tilnefndur eftir- maður Javiers Solana í starf fram- kvæmdastjóra NATO að hann ætl- aði að vinna að því að gera Evrópu ekki jafhháða Bandaríkjunum hern- aðarlega án þess að grafa undan sambandinu milli NATO-ríkjanna austan hafs og vestan. Hann sagðist einnig mundu leit- ast við að gera álfuna öruggari með samvinnu við Rússland, Úkraínu og önnur nágrannalönd. Robertson mun áfram gegna starfi landvamaráðherra þar til hann tekur við nýja starfmu síðar á árinu. Hinn ellefu ára gamli Nick Cline hallar sér upp að ömmusystur sinni, Pat Lusht, við minningarathöfn um fórnarlömb fjöldamorðingjans í Atlanta á dögunum. Athafnalíf í Atlanta nánast lamaðist um hádegisbilið í gær þegar leiðtogar borgarinnar hvöttu til einingar borgarbúa og fordæmdu ofbeldisverk. George Robertson, varnarmálaráð- herra Bretlands, verður næsti fram- kvæmdastjóri hjá NATO. Bill Clinton Bandaríkjaforseti fagnaði í gær tilnefningu Robert- sons í starf framkvæmdastjóra NATO. „George Robertson er ákaflega hæfileikaríkur og duglegur maður,“ sagöi Clinton í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Robertson hafði yfirumsjón með endurskipulagningu breska herafl- ans og hlaut fyrir það mikið lof. Hann sagði að Evrópuríkja biðu mörg erfið verkefni við að endur- skoða herafla sinn til þess meðal annars að koma í veg fyrir sam- keppni milli aðildarríkja NATO. „Einn lærdómurinn sem við get- um dregið af átökunum í Kosovo er þörfm fyrir aukinn hernaðarmátt Evrópu,“ sagði Robertson. George Robertson er 53 ára gam- all Skoti, sonur lögregluþjóns. Hann hefur verið þingmaður fyrir Verka- mannaflokkinn í tuttugu ár. Hann þykir mikill vinnuþjarkur. Kongó: Friðurinn úti Að minnsta kosti 518 manns, aðal- legar óbreyttir borgarar, létust i loftárás súdanskra flugvéla á tvo bæi í norðurhluta Kongó í gær, að sögn uppreisnarleiðtogans Jean-Pi- erre Bemha. Bemba, sem er leiðtogi skæruliða- hreyfingarinnar MLC, sagði að árásimar gerðu að engu friðarsam- komulag sem hann og Laurent Kab- ila, forseti Kongo, undirrituðu að- eins þremur dögum áður. Tæland: Norðmaður í 33 ára fangelsi Þrítugur Norðmaður hefur verið dæmdur í 33 ára fangelsi í Tælandi fyrir smygl á 1000 amfetamíntöflum. Refsingin er ein sú strangasta sem norskur ríkisborgari hefur fengið erlendis eftir seinni heims- styrjöld. Stuttar fréttir jov Efnahagur í lagi Lawrence Summers, fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði gær að engin hætta væri á að blómlegt efnahagslíf landsins tæki kollsteypu eins og gerðist á árinu 1990. Karadzic til vandræða Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba á meðan á Bosníu stríðinu stóð, verður friðar- ferlinu í land- inu til trafala svo lengi sem hann fær að ganga laus, að því er háttsett- ur embættis- maður Sameinuöu þjóðanna sagði í gær. Karadzic hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi. Blíða í Færeyjum Einmunablíða hefur verið i Færeyjum í sumar og elstu menn muna ekki aðra eins hita og verið hafa. Á mynd í færeyska blaðinu Dimmalætting í morgun má sjá baðströnd Þórshafnarbúa troð- fulla af sóldýrkendum. Mikið en ekki nóg Bandarísk stjómvöld hafa mjög bætt öryggi í sendiráðum sínum um allan heim í kjölfar sprengju- tilræðisins við sendiráð í Afríku fyrir ári. Það dugar þó ekki til því í fæstum sendiráðum er öryggið jafngott og æskilegt væri. Vatn skammtað Þurrkarnir í Maryland-ríki í Bandaríkjunum eru orðnir svo miklir að yfirvöld hafa gripið til vatnsskömmtunar. Dollarar gegn lýðræði Bandaríski blökkumannaleið- toginn séra Jesse Jackson sagði í gær að hann teldi að gífur- legt doll- araflæði í kosn- ingabaráttunni vestra væri til marks um til- hneigingu til að kaupa og einka- væða forsetaembættiö. Jackson sagði enn fremur að lög um fjár- mögnun kosningabaráttunnar græfu undan lýðræði í landinu. Nýtt danskt íhald Danski íhaldsflokkurinn hefur í þriðja skiptið á tveimur og hálfu ári fengið nýja forystu: Bendt Bendtsen, Lene Espersen og Bri- an Mikkelsen. Barn ákært fyrir morð 12 ára og 75 kílóa strákur í Flórída, sem faðmaði og missti 6 ára leikfélaga sinn á gólfið meö þeim afleiðingum að hann dó, hef- ur verið ákærður fyrir morð. Eldur í efnaverksmiöju Eldur kom upp í efnaverk- smiðju i bænum Hornbæk í Dan- mörku á mánudagsnótt. Engan sakaði í eldinum en talin var hætta á ferðum vegna eitraðs reyks. Arafat móðgaður Vamarmálaráðherra Sýrlands, Mustafa Tlas, vandaði forseta Palestínu, Jasser Arafat, ekki kveðjumar á hersýningu í Sýrlandi á dögunum og sagði hann hafa svikið málstað Palestínu. Ummælin hafa vakið reiði í Palestínu. Ekki samið um Pinochet Stjómvöld í Chile sögðu í gær að þau stæðu ekki í neinum samningavið- ræðum við Spánverja um pólitíska lausn á máli Augu- stos Pinochets, fyrrum einræð- isherra í Chile. Pinochet er í stofufangelsi í Englandi og bíður þess að Spánverjar óski eftir framsali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.