Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999
Fréttir
i>v
Öryggisfulltrúi SVR segir strætó ekki geta flutt hjólastóla:
Ég hef aldrei
kynnst þessu áður
- segir Guöríöur Ólafsdóttir hjá Öryrkjabandalagi íslands
í kjölfar fréttar í DV 29. júlí sl„ þar
sem sagt var frá fótluðum dreng i
hjólastól sem meinaður var aðgangur
að strætisvagni á leið 12, fundaði stað-
gengill forstjóra, Þórhallur Örn Guð-
laugsson, með öryggisfulltrúum SVR
um málið. í fréttinni sagði Þórhallur
m.a. að fótluðum ætti alls ekki að vera
meinaður aðgangur að SVR.
Jón Jónsson, öryggisfulltrúi Stræt-
isvagna Reykjavíkur, segir i fram-
haldi af þessum fundi að samkvæmt
sínu áliti sé það fótluðum fyrir bestu
að ferðast með Ferðaþjónustu fatl-
aðra, sem er sérdeild innan SVR, en
ekki venjulegum strætisvögnum.
„Þórhallur svaraði bara fyrir sjálfan
sig í blaðinu en ekki okkur sem sinn-
um öryggismálunum. Við getum ekki
tekið við hjólastólum þar sem ekki er
neinn búnaður til að festa þá.“ Jón
staðfesti að það væri ekki til neitt
skriflegt um þessi mál hjá SVR en
bjóst við að þegar menn kæmu úr
sumarfríum yrði farið í stefnumótun
varðandi þau mál hjá fyrirtækinu.
- Eru stórir barnavagnar þá ekki
sama vandamálið þar sem engar fest-
Jón Jónsson, öryggísfulltrúi SVR, segir ekki hægt að flytja hjólastóla með strætó þar sem engar festingar séu fyrir
þá í gólfi vagnanna. Hins vegar sé það „neyðarbrauð" að flytja barnavagna.
Ferðaþjónusta fatlaðra ræður yfir sérútbúnum bílum til að flytja hjólastóla.
ingar eru fyrir þá i gólfum strætis- „Auðvitað er það hálgert neyðar-
vagnanna? brauð að þurfa að flytja þá,“ sagði Jón
og taldi það valda vanda hjá vagn-
stjórum við að halda strangri áætlun.
Þeir þyrftu að aka hægar og varlegar
en ella með slíkan varning innan-
borðs. Hann ítrekaði að Ferðaþjón-
usta fatlaðra ætti að sinna hjólastóla-
fólki.
Ekki kynnst slíku áður
Guðriður Ólafsdóttir hjá Öryrkja-
bandalagi Islands segist aldrei hafa
kynnst því áður að fótluðum væri
meinaður aðgangur að strætisvagni.
Hún sagðist ekki trúa öðru en að um
misskilning hefði verið að ræða hjá
viðkomandi starfsmönnum SVR.
„Auðvitað á fatlað fólk rétt á að fara í
stætó. Vissulega er það rétt hjá Jóni
að mikið atriði er að fólk sé ekki laust
og án öryggisbúnaðar. Það á þá ekki
bara við um hjólstóla, heldur líka
aðra í vagninum. Samkvæmt reglum
Sameinuðu þjóðanna, sem Alþingi Is-
lendinga er aðili að, kemur fram að
leitast eigi við að fatlaðir geti notað
almenningsfarartæki.
Ferðaþjónusta fatlaðra er mjög sér-
hæfð og hefur sprungið töluvert út
undanfarin ár. Þrátt fyrir að það hafi
einnig verið samið við sérútbúna
leigubíla til að sinna þessu þá eru æ
íleiri sem sækja í þessa þjónustu.
Guðríöur segir Ferðaþjónustu fatlaðra
í Reykjavík hafa staðið sig nokkuð vel
ef miðað er t.d. við aðrar þjóðir á
Norðurlöndum. Helst er kvartað yfir
að ferðaíjöldinn sé ekki nægur í ná-
grannasveitarfélögum Reykjavíkur.
Hins vegar segist hún m.a. þekkja til í
Svíþjóð þar sem mjög algengt sé að
fatlaðir noti líka strætisvagna eins og
annað fólk.
Hvorki náðist í forstjóra SVR, Lilju
Ólafsdóttur, né Þórhall Örn Guð-
mundsson, þar sem bæði eru í sumar-
fríi. -HKr.
Þjóðlegt og fokdýrt
íslendingar elska
svið, blóðmör og lifrar-
pylsu. Sauðkindin hélt
lífinu í þjóðinni í þús-
und ár og er því komin
inn í gen eyjarskeggja.
Mannfólk og fénaður er
þannig rannið saman í
eitt og verður ekki að
skilið. Nútímamaður-
inn hefur útfært ást
sina á þessum sambýl-
ingi. Hann sækir enn í
innmatinn á hátíðar-
stundum en algengara
er þó að leggja sér til
munns læri og hrygg,
ýmist í heilu lagi eða
niðursneitt.
Þá heyrir það til tíð-
arandanum að borða
fleira en feitt kjöt.
Neysla grænmetis hef-
ur aukist veralega hin
seinni ár enda þykir það hollt. Hið sama gildir þó
um grænmetið og ketið. Það þarf helst að vera
þjóðlegt, vaxið úr íslenskri mold. ísland er norð-
arlega á hnettinum og því ekki heppilegasta land
í heimi til framleiðslu á landbúnaðarvörum. Mör-
landinn kippir-sér þó ekki upp við slíka smá-
muni. íslenskt skal það vera.
Þessu fylgir sá vandi aö matur alþýðu manna
verður óhjákvæmilega dýr. Það er dýrt að koma
hverju fjallalambi á legg og hið sama gildir um
grænfóðrið. Kýmar smávöxnu gefa okkur mjólk-
ina, rjómann, skyrið og smjörið en þær standast
engan samanburð við erlendar frænkur sínar i
afköstum. Þetta vill lýðurinn þó og borgar bóta-
laust fyrir herlegheitin.
Stöku menn hafa haldið því fram í áratugi að
bæta mætti lifsafkomu alþýðuheimila með því að
breyta landbúnaðarstefnunni. Það hefur þó litlu
skipt. Það má að vísu flytja inn til málamynda
nokkra osta og smjörstykki og stöku kalkúna-
lappir. Þegar þjóðlegt grænfóður fæst alls ekki
má flytja annað inn en þó með því skilyrði að
hvergi sé slegið af í verðlagningunni. Kerfið, þ.e.
landbúnaðaráðuneytið, stendur með sínum.
Nú vill svo til, samkvæmt fréttum í gær, að
annar angi kerfisins, sjálft fjármálaráðuneytið, er
að rumska af værum blundi. Þar innan dyra fara
menn heimulega með upplýsingar inn það að
breytt landbúnaðarstefna gæti snarlega bætt
stöðu skuldsettra heimila landsins. Með því að
leggja af verðlagsstýringu landbúnaðarkerfisins,
framleiðslukvóta, útflutningsbætur, beingreiðsl-
ur, niðurgreiðslur og innflutningshöft og fara að
reka landbúnaðinn eins og hvern annan atvinnu-
veg gæti kaupmáttur barnafólks hækkað allt að
10 prósentum.
Búvörverð hér er miklu hærra en í alvöraþjóð-
félögum og allir fremur kátir með það. Við höfum
látið telja okkur trú um að svoleiðis eigi það að
vera. Það þýðir því lítið fyrir einhverja drengi í
fjármálaráðuneytinu að segja landbúnaöinum og
okkur hinum að það megi spara stórfé með því að
henda gamla góða styrkjakerfinu út um glugg-
ann. Hvað halda þeir eiginlega að þeh’ séu? Lifðu
forfeður þeirra ekki á slátri sauðkindarinnar?
Vei þeim sem leggst gegn kerfmu okkar og
reynir að ná niður búvöraverðinu.
Dagfari
Þingmaður kjördæmisins
Þjóðþekkt eru framapot þing-
manna í sínum eigin kjördæmum
þar sem hagsmunir kjördæmisins
vega þyngri en ákvörðun stjórn-
málaflokksins sem þeir tilheyra.
Nýjasta dæmið er
uppreisn þingmanns
Sjálfstæðisflokksins,
Tómasar Inga 01-
rich, vegna úthlut-
unar byggðakvóta
þar sem fyrirtækið
Sæunn Axels ehf. á
Ólafsfirði fékk
engum kvóta frá
Byggðastofhun út-
hlutað en fyrirtækið er í kjördæmi
þingmannsins. I fréttum ríkissjón-
varpsins gaf Tómas Ingi svo sterk-
lega i skyn að grípa ætti inn i vegna
úthlutunarinnar þar sem fyrirtækið
fékk engan byggðakvóta. Menn þykj-
ast sjá að einfaldasta skýringin á út-
hlutuninni sé sú að stjórnarformað-
ur Byggðastofnunar, Egill Jónsson,
var auðvitað þingmaður Austur-
lands á síðasta kjörtímabili en þang-
að fór vænn biti þegar kvótanum
var úthlutað...
R-lista-kaffi
Nauthólsvikin hefur fengið nýja
sýn eftir að kaffihúsið Kaffi Naut-
hóll var opnað þar fyrir nokkra.
Hefur sjaldan sést önnur eins örtröð
í Nauthólsvíkinni og eftir að kafii-
húsið var opnað og
munu gestir koma
akandi, hjólandi eða
gangandi til að njóta
veðurblíðunnar.
Eigandi kafiihúss-
ins mun vera mág-
kona Óskars
Bergssonar, borg-
arfulltrúa Reykja-
víkurlistans, og
virðist vinsælt hjá öðrum borgar-
fulltrúum R-listans að líta inn í kaffi
hjá Óskari og fjölskyldu...
Dr. Jagger
Eins og sagði frá í fréttum heim-
sótti rollingurinn Mick Jagger
minjasafnið á ísafirði. Þar tók á
móti Jón Sigurpálsson safnvörður
og vora móttökurnar höfðinglegar,
eins og reynar ávallt
á þeim bæ. Sýndi Jón
gestunum minjarnar
og fræddi þá um sitt-
hvað skemmtilegt.
Tíöindamaður
Sandkorns vestra
sagði að Jagger
hefði haft mikinn
áhuga á jarðfræði
landsins og spurði
hann margs þar um. Jón svaraði
eins og best hann gat. Eftir að hafa
svalað fróðleiksþorsta rollingsins
dágóða stund varð hlé á samræðun-
um en skyndilega vindur nefndur
Jón sér að söngvaranum geðþekka
og spyr: „Afsakið, en eruð þér jarð-
fræðingur?" Varð Jagger undrandi
á spurningunni enda óvanur þvi að
þekkjast ekki...
Djammtúr til íslands
Enn um söngvara. Nýjasta átrún-
aöargoð poppelskenda á Bret-
landseyjum og viðar, söngvarinn
Robbie Williams, mun heimsækja
Frón og halda tónleika 17. septem-
ber. Verður
hann þá gildur
limur í hinum
ört stækkandi
klúbbi ís-
landsvina.
Robbie hefúr
verið á ferð og
flugi um allan heim og ekki
ið tónleika í London síðan í febrúar.
Er löngunin því orðin mikil meðal
aðdáenda hans ytra. Hafa Flugleiöir
því bragðið á það ráð að selja sér-
stakar pakkaferðir frá Englandi á
tónleika hans hér. Má því búast við
að tjallinn setji sterkan svip á marg-
rómað næturlíf höfuðborgarinnar
um miðjan september...
Umsjón Hjálmar Blöndal
Netfang: sandkom @ff. is