Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 25 Fíestir íslendingar kynnast tilvonandi maka sínum á skemmtistöð- um og byrja samband eftir það. Þó eru margir sem hafa aðra sögu að segja og þeirra á meðal eru viðmælendur Tilveru í dag. Þeir hafa allir kynnst maka sínum eftirfremur óvenjulegum leiðum. Agnes Sigurþórs gjaldkeri kynntist maka sínum á golfvellinum: „Hvorugu okkar datt þetta í hug" gnes kynntist Jóhannesi Snæland Jónssyni kerfls- fræðingi á golfvelli Golf- klúbbs Reykjavíkur i Grafarholti árið 1993. „Ég var að pantá rástíma uppi á golfvelli og fólkið sem ég ætlaði með var ekki mætt. Ég ætl- aði nú samt að spila einn hring. Þá talaði ég við ræsinn sem úthlutar tímum til spilaranna og hann bauð mér að spila með núverandi eigin- manni mínum og vini hans. Þegar ég heyrði síðan hve lága forgjöf þeir höfðu sagðist ég ekki geta spilað með þeim því þeir væru miklu betri en ég. Við spiluðum samt saman og það var mjög skemmtilegt. Reyndar kom ég okk- ur öllum á óvart því ég malaði þá báða á þriðju holunni. Ég hef gert það oft síðan, hvemig sem á því stendur. Það er alltaf jafngaman að vinna.“ Tveimur dögum seinna fór Agnes í sumarfrí til Eskifjarðar, þar sem hún er fædd og uppalin. Hvenær hitti hún svo Jóhannes aftur? „Þeg- ar ég kom aftur úr fríinu hringdi ég í hann því við höfðum rætt um að spila golf saman í Borgamesi. Við gerðum það og ýmislegt gerðist í þeirri ferð. Þegar við fómm heim aftur fóram við með Akraborginni en ég hafði aldrei þorað það áður. En það var mjög gaman að sigla þama á milli.“ Spiluðuð þið bara golf í tilhugalíf- inu? „Nei, alls ekki. Við ferðuðumst saman og löbbuðum í Elliðaárdaln- um því það er svo rosalega fallegt þar. Það er mjög gaman að fara í göngutúra í svona skemmtilegu um- hverfi." Agnes og Jóhannes giftu sig í október árið 1996. Datt ykkur einhvem tima í hug að þið mynduð kynnast maka ykkar á golfvellin- um? „Nei, ég held að það hafi hvarflað að hvorugu okkar. Ég þekki heldur engan annan sem hef- ur kynnst maka sínum á þennan hátt.“ -HG Hann gekk á eftir Helgu í heilt ár: Ogeðslegt kakó gerði útslagið g B elga Ósk Hannesdóttir og ; Þórhallur Hinriksson hitt- HI ustíboltanum. Hvenærfóru þau að vera saman? „Ég var búin að vera í Breiðabliki í rúm tvö ár og hann í um eitt ár. Þetta var 1995. Við þekktumst ekkert en þegar við mættumst einhvem tíma á gangin- um í félagsheimilinu sagði hann hæ við mig og ég sagði þá líka hæ við hann.“ Neistaflug hefur orðið á ganginum því eftir þetta byrjaði Þórhallur að ganga á eftir henni um að byrja með sér. Helga hlær þegar hún er innt eft- ir því hvernig það hafi verið. „Ég var í sambandi þegar hann byrjaði að ganga á eftir mér þannig að ég gaf ekkert eftir. Um ári eftir að við hittumst þarna á ganginum var ég hætt með stráknum og þá bauð hann mér í heimsókn. Hann lofaði mér heitu ekta kakói, úr súkkulaði og mjólk. Eftir dálitla umhugsun þáði ég boðið. Kakóið var alveg hræðilegt, iskalt og ógeðslegt, versta kakó sem ég hef smakkað.“ En þú hefur samt heillast? „Já, því eftir það byrjuðum við saman. Það var alls ekki ætlunin en svona fór þetta bara.“ Eigið þið margt sameiginlegt? „Já, fótboltinn er auðvitað sameig- inlegt áhugamál. Ég er enn í Breiða- bliki en hann er núna í KR.“ Er enginn rígur á milli ykkar? „Ja, kannski svolítill en við styðjum hvort annað. Fyrst fannst mér rosa- lega skrýtið að fara á völlinn og halda með KR. Rígurinn á milli lið- anna er svo mikill, sérstaklega í kvennaboltanum. Það tók nokkra leiki að átta sig á þessu.“ Hvað fannst vinum ykkar? „Margir vinir okkar i boltanum vom mjög vantrú- aðir á sambandið. Núna sjá þeir að þetta gengur upp. Við erum mjög ánægð saman og skiljum hvort ann- að.“ Er brúðkaup á döfmni? „Nei, ekki strax. Hann á eftir að biðja mín og við eigum líka eftir að koma okkur betur fyrir. En þetta hefur allt sinn tíma.“ -HG Agnes og Jóhannes kynntust í gegnum áhugamál sitt, golfíþróttina. Úlafur H. Georgsson bauð konunni sinni far heim: Skrifaði númerið með augnblýantinum hennar lafur H. Georgsson kynnt- ist konunni sinni, Maríu I. Hannesdóttur, með því að bjóða henni far. Hvernig vildi það til? „Þetta var í júní árið 1968. Ég og vinir mínir, Gylfi Ingvason og Hilmar Gunnarsson, vorum að koma frá skemmtistaðnum Glaum- bæ. Þegar ég kom út sá ég að Hilm- ar var að elta einhverja stelpu og hugsaði með mér hve fáránleg þessi hegðun væri. Stuttu seinna ákváð- um við að fá okkur snarl uppi á Kópavogshálsi. Gylfi sótti bíl sem við áttum svo við gætum keyrt suð- ur í Kópavog. Þegar Gylfi kom til baka á bílnum sá ég stelpuna sem Hilmar hafði verið að elta. Hún var ein og ég spurði hvort hana vantaði ekki far heim. Hún jánkaði því og við fórum öll af stað. Á leiðinni spjölluðum við heil- mikið saman og komumst að því að við áttum fjöldamarga sameiginlega vini og kunningja og mig langaði til að hitta hana aftur. Ég bað um að fá að hringja í hana. Við höfðum ekk- ert blað eða penna þannig að hún lánaði mér augnblýantinn sinn og ég skrifaði númerið á handarbakið á mér. Síðan leiddi eitt af öðra. Við giftum okkur 1970 og eigum tvo syni.“ Datt þér í hug þegar þú bauðst henni far að þið ættuð eftir að eig- ast? „Þaö flögraði ekki einu sinni að mér. Ég var bara að gera vinkonu 0 Hilmars greiða. Það fyndna var að hún sótti alls ekki Glaumbæ. Það var algjör tilviljun að hún var þarna því kunningjakona hennar hafði dregið hana með sér, aldrei þessu vant. Við vinirnir vorum fastagestir á Glaumbæ en María og vinkonur hennar sóttu Sigtún. Á þessum tíma skiptust klikumar á Borgina, Glaumbæ og Sigtún og þeir sem sóttu hvern staðinn um sig þekktu næstum hvert andlit á staðnum en voru að sama skapi ókunnugir þeim sem sóttu aðra staði. Eftir að við kynntumst hætti ég samt að sækja Glaumbæ og fór með Maríu í Sigtún.“ -HG María og Ólafur kynntust þannig að Ólafur bauð henni far heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.