Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 10
10 Spurningin FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 Eiga konur og karlar að hafa jafnan rétt til fæðingarorlofs? Magnús Þórðarson smiður: Já, því ekki það. Daníel Axelsson umsjónarmaður: Já, það frnnst mér. Huldís Sigmundsdóttir málari: Já, þetta er alveg eins þeirra mál. Þórey Guðmundsdóttir nemi: Já, það á að vera jafnrétti í landinu. Nanný Vilbergsdóttir nemi: Já, mér finnst það. Berglind Helgadóttir • nemi: Já, mér finnst það. Lesendur Mannkynssagan og kristnitaka á íslandi Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Á þessari stundu mannkynssögunnar mun verða haldið upp á 1000 ára afmæli kristnitöku á íslandi og væntanlega þá 2000 ára afmæli Jesú Krists. Ritað hefur verið að allt hafi fari friðsam- lega fram þegar kristni- taka á íslandi átti sér stað. En var það svo? Eig- um við að trúa því að ásatrúarmenn hafi skyndilega afskrifað sina fallegu trú án átaka? Þetta er eitt dæmi af mörgum gagnvart kristn- inni og trúnni sem upp- lýsa þyrfti. Eitt var það og að fyrir um 50 árum fannst merkilegt rit í helli við Dauðahafið. Kristnir leið- togar fullvissuðu almenning um að upplýsingar þaðan hefðu ekkert er- indi átt við okkur og í engu breytt innihaldi Nýja testamentisins eða skilaboðum þess. Engin furða. Allt eru þetta embættismenn og þar með eins konar andlausir stormsveitar- foringjar í trúarlegum efnum. Hvemig stendur á því að aðeins í kristna heiminum hafa verið hönn- uð og framleidd hræðilegustu vopn- in í sögu mannkyns? Hvar er þá kærleika Krists að finna í þessum heimshluta? - Á sínum tíma sendi ég biskupi nokkrar hugmyndir mín- „Hvernig stendur á því að aðeins í kristna heiminum hafa verið hönnuð og framleldd hræðilegustu vopnin í sögu mannkyns?" er m.a. spurt í bréfinu. ar varðandi lífið og tilveruna frá sjónarhóli kristinna manna. Engin svör bárust. Og enn koma upp í hugann spurningar sem gott væri að geta svarað, allt eins þótt ekki hafi mátt viðra þær umfram þaö sem fram hefur komið, en er nú ýmist gleymt eða grafið? - Keltneskir fræðimenn héldu því t.d. fram að Kristur hefði einhvers konar fjölskyldutengsl í Fom-Bretlandi. Eða hvað um þá skoðun Adolfs Hitlers sem sagði að Kristur hefði verið Aríi - og án þess að þýsku kirkjurnar mótmæltu? Maður gæti spurt endalaust án þess að fá nokkur svör. Stærsta spurningin hlýtur þó að vera þessi: Hvemig stóð á því að Guð þurfti að skapa manninn úr mold til þess að hjálpa sér í barátt- unni við Lúsífer, erkiengilinn og þriðju voldugustu vemna á eftir Guði og Kristi, eins og okkur er kennt? Oft dettur manni nú í hug að við hér á Jörðinni séum einhvers konar tilraunadýr. - Ég skora nú á biskup Islands að svara þessum hugleiðingum mínum hér á þessum síðum DV. Uppgrip í blokkunum - iönaðarmenn græöa á tá og fingri Kristinn Jónsson hringdi: Það er ekki að sökum að spyrja að þegar sólin fer aö skína þá fara menn að hamast við að gera húsin sín fin og ásjáleg að utan. Og þarf reyndar ekki sólskin til. Iðnaðar- menn og verktakar láta ekki á sig fá þótt rigni. Þeir skrapa, háþrýstiþvo og mála jafnt þótt hann rigni. Þeim er sama, verkið verður að klárast, blokkimar bíða svo tugum skiptir til að skipta um lit. Já, það eru sannar- lega uppgrip í blokkunum, og iðnað- armennimir græða á tá og fmgri. En það er ekki tekið út með sæld- inni að vera þolandi verktakanna sem eigandi blokkaríbúðar. Þeir fá að kenna á verðlaginu hjá verktök- unum. Og það eru blokkareigendur sem fá að borga. Dæmi eru um svim- háar upphæðir í tilboðunum sem berast blokkareigendunum. Það skiptir oft mörgum milljónum króna fyrir það eitt að endurmála venjulega þriggja stigaganga blokk, fjögurra hæða. Þetta eru tilboð sem menn geta ekki hafnað því aðrir era á sama róli hvað verðskalann snertir. Og það sem verst er, það eru vinnubrögðin. Fyrst þarf, segja þeir, að háþrýstiþvo blokkina (sem auð- vitað er það versta sem nokkur steypa fær yfir sig), en handavinna við að skrapa lausa málningu og sparsla svo er liðin tíð. Síðan er mál- að. Og dæmi um blokk sem sonur minn keypti íbúð í er slíkt hörmung- arslys í svona vinnubrögðum og íbú- arnir sjá fram á tveggja ára langan skuldahala fyrir verkið. Uppgripin við blokkirnar halda þó áfram og fáir þora að kvarta opinberlega. Rekstur SVR í ógöngum „SVR er rekið með vlðvarandi tapi þrátt fyrlr að rekstur þelrra sé niður- grelddur um hálfan milljarð og hefur meðgjöfin hækkað um tæpar hundrað milljónir á ári undanfarin ár,“ segir m.a. í bréfinu. Skattgreiðandi í Reykjavík sendi þennan pistil: Af öllum þeim umræðum, viðtöl- um og blaðaskrifum, ekki síst eftir einn borgarstjórnarfulltrúa minni- hlutans, Kjartan Magnússon, þar sem rækilega hefur verið farið í gegnum rekstur Strætisvagna Reykjavíkur, er ljóst að SVR er eitt verst rekna fyrirtæki í landinu. Kostnaður á hvem ekinn kílómetra fer t.d. verulega hækkandi og yfir- bygging hefur jafnt og þétt hlaðist ofan á fyrirtækið á meðan hún hef- ur minnkað hjá flestum öðrum fyr- irtækjum. SVR er rekið með viðvarandi tapi þrátt fyrir að rekstur þess sé niður- greiddur um hálfan milljarð og hef- ur meðgjöfm aukist um tæpar hundrað milljónir á ári undanfarin ár. Mörg önnur hættumerki era áberandi þegar kennitölur fyrirtæk- isins eru skoðaöar. Með óbreyttu ástandi eru borgar- yfirvöld að leggja blessun sína yflr sóun á opinbera fé. Það er því við hæfi að benda þeim á úrlausn sem hefur gefist vel víða erlendis. Þar þekkist það, og þykir sjálfsagt, að tilsjónarmenn era settir yfir opin- ber fyrirtæki ef rekstur þeirra og stjórnun hefur farið úrskeiðis. Ef það hefði verið gert á sínum tíma i málefnum Lindar og Lands- bankans og fleiri opinberra fyrir- tækja hefði mátt spara íslenskum skattgreiðendum stórfé. Það er löngu orðiö tímabært að opinberir tilsjón- armenn taki út rekstur fyrirtækisins Strætisvagna Reykjavíkur og bendi á það sem betur má fara áður en rekstur fyrirtækisins kemst í enn iheira óefni. - Það gæti a.m.k. komið skattborguranum í Reykjavík betur en að láta skeika að sköpuðu með framhaldið á rekstri SVR. Fræga fólkið til Islands Hrönn Sigurðardóttir skrifar: Það færist sífellt í vöxt, að heimsfrægt fólk leitar til norð- lægra slóða í hvíld og tilbreyt- ingu frá hinu glæsta lífi stórborg- anna, veislanna og sólarstrand- anna. Ekki það að allt þetta verði ekki áfram eftirsótt, heldur hitt að margir hinna frægu og um- setnu vilja einfaldlega komast í skjól frá ásókn myndavélanna og slúöurblaðanna. Við höfum nú fengið hér í heimsókn ekki færri en þrjá heimsfræga menn, þá John Kennedy yngri (nú látinn), Kevin Costner og nú síöast Mlck Jagger. Við eigum að verja svona heimsóknir fyrir utanaðkomandi ágangi en láta þessa heimsborg- ara samt finna að við metum val þeirra og áhuga á landinu. Þá fáum við enn fleiri heimsóknir. íslenskar sjávarafurðir - minna díoxíð, meiri hætta? Snorri hiingdi: Við íslendingar sleppum lík- lega aðeins fyrir hom í bili, varð- andi nýja reglugerð sem líta mun dagsins ljós á vegum Evrópusam- bandins með haustinu. Þar er um að ræða reglugerð sem ákveða mun leyfilegt magn ýmissa aukefna í matvælum, þ.m.t. fiski. Er efnið díoxíð efst á blaði. Þetta efni erum við íslendingar ekki lausir við í okkar fiskafurðum, einkum í lýsi og fiskimjöli. Við verðum í einkennilegri stöðu ef svo fer að því meira díoxíð sem leyft verður í þessum afurðum, þeim mun meiri líkur eru á að við sleppum fyrir horn með sölu þeirra. Það verður fróðlegt að fá úr því skorið hvort reglugerða- fargan Evrópuríkjanna verður til þess að kippa að fullu stoðum undan útflutningi okkar á þess- um afurðum. Ef svo fer verðum við að leita annað með sölu þess- ara afurða, t.d. til S-Ameríku. Eða mikil vá er fyrir dyram í sölu þessara afurða. Til Keflavíkur meö allt flug Reykvíkingur á Grímstaðar- holti hringdi: Mig langar til að taka undir les- endabréf í DV í gær (3. ágúst) um að hætta við endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar. Þetta eru orð í tíma töluð. Mér finnst að borgarstjórinn í Reykjavík og borgarstjórnin öll ætti að geta sameinast um að skera niður alla fjármuni til endurbyggingar flug- vallarins, þar sem það hjálpar líka til við að ljúka öðram fram- kvæmdum í borginni og við sam- göngur að og frá borgarlandinu. Mér finnst að forsætisráðherra ætti að látamálið til sín taka fáist ekki fljótlega niðurstaða borgar- innar í þessa veru. Flugvöllurinn verður aldrei til friðs héðan af. Drengurí stjórnlausri bifreið Þórðiu: hringdi: Maöur verður hreint lamaður við að lesa fréttir eins og þá í DV sl. þriðjudag, um 7 ára dreng í stjómlausum bíl niður fjallshlíö. Foreldrarnir viðskila við bamið og hann reikar inn í bíl sem skil- inn er eftir í vegkantinum í handbremsu einni. Því var bíll- inn ekki í gír líka og raunar lok- aöur á meðan fólkið var úti? Mér fmnst satt að segja að bílpróf eigi að taka af þessum foreldrum. Það er engin afsökun fyrir svona kæruleysi. Alls engin. Ég tel ís- lendinga I bíl vera allra hættuleg- asta fólkið á faraldsfæti hér á landi. Svona athæfi ætti að vera refsivert og er það raunar í mörg- um löndum með alvöruréttar- kerfl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.