Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 5. AGUST 1999 * jh jyb fHTTL-iT 15 I heimsókn hjá Taílendingnum Peng Thimto og fjölskyldu hennar: Fjöldi erlendra íbúa íslands hefur aukist mjög á undanfornum árum og þeim fylgja ýmsir nýir siðir og venjur sem m.a. má sjá i fjölbreyttri flóru veitingastaða víða um land. Stór hluti þessa fólks kemur langt að, frá Austurlöndum fjær, og vist er að margt er framandi og skrýtið í augum hinna nýju íbúa landsins. Taílendingar eru þekktir fyrir ljúf- fenga matargerð sína og oft á tíðum ódýra en matarmikla rétti. Hagsýni ræddi við unga taílenska konu, Peng Thimto, sem búið hefur hér- lendis í um þrjú og hálft ár, um ís- lenskt og taílenskt heimilishald. Matarmiklir réttir úr ódýru hráefni Peng, sem hefur orð á sér fyrir að vera listakokkur, segist yfirleitt elda taílenskan mat fyrir fjölskyldu sína en hún sé einnig farin að fikra sig áfram með einfalda íslenska rétti. Hún segir að að sjálfsögðu sé íslensk og taílensk matargerð afar ólík en hún kunni líka að meta is- lenskan mat og sé jafnvel farin að borða slátur. En hver er uppistaðan í ódýrum taílenskum heimilismat sem íslendingar gætu e.t.v. haft á borðum og þar með sparað nokkrar krónur? „Kryddið skiptir miklu máli og þar er karrí ofarlega á lista. Það kom mér á óvart hversu auðvelt er að fá það sem þarf í taí- lenska matinn því ég get yfirleitt bara labbað út i næstu búð og keypt það sem ég þarf í réttina. í réttina nota ég mikið hrísgrjón, sem eru ódýr hér, alls kyns grænmeti, t.d. litla maísstöngla og gulrætur og eitthvert kjöt, t.d. kjúkling. Ég held að ég eyði ekki miklu í mat en sjálf- sagt gæti ég lika sparað enn þá meira.“ Ofuráhersla á megrun Peng segir að sér sýnist að íi- lendingar eyði dálitið meiru í mat en Taílendingar myndu gera en það sé fyrst og fremst af því að matar- æðið sé öðruvísi. „Mér finnst ís- lendingar og margar aðrir Vesturlandabúar, sér- staklega ungt fólk, hugsa of mikið um hvort matur- inn sé fitandi og setjist utan á þá. Við Taílend- ingar hugs- um meira um að borða það sem okk- ur þykir gott heldur en hvort það setjist utan á okkur.“ En Taí- lendingar eru upp til hópa grannir og vel á sig komnir þrátt fyrir að þeir hugsi ekki mikið um línumar, hvemig skýrir Peng það? „Kökur með súkkulaði og rjóma em miklu meira áberandi hér á íslandi en í Taílandi. Ef þú pantaðir þér eftir- rétt á tailenskum veitinga- stað væri líklegra að þér væri boðið upp á ferska ávexti heldur en sætar kök- ur. En mér finnst nú kökurnar Peng Thimto, maður hennar, Magnús Ólafsson kennari, og börnin Kristinn og Nanna borða sambland af taflensk- um og ísienskum mat. DV-mynd Hilmar Þór líka góðar,“ bætir Peng hlæjandi við. „Maturinn sem við borðum dags daglega er líka yfírleitt hollur, með alls kyns grænmeti og hrís- grjónum, en við borðum hann af því að hann er góður en ekki af því að hann er megrandi," segir listakokkurinn Peng Thimto að lokum. -GLM Ódýrar snyrtivörur: Sparað í baðherberginu Ef fjárhagurinn er bágborinn má auðveldlega búa til góðar snyrtivörur úr ýmsum matvælum og spara þar með umtalsverðar upphæðir sem annars hefðu farið í dýrari snyrtivörur úr verslun. Flestar nútímakonur nota ein- hverjar snyrtivönm dagsdaglega og margar hverjar eyða talsverðum fjár- munum í hverjum mánuði í alls kyns krem, farða og hársnyrtivörur. En það er óþarfi að setja heimilisbók- haldið á annan endann jafnvel þótt þú viljir líta sem best út. Ef til vill þarftu heldur ekki á öllum þessum dýru snyrtivörum í fallegum pakkn- ingum að halda og það er vel líklegt að þú borgir of mikið fyrir vörur sem pakkaðar eru í dýrar glerkrukkur og fallega pakka. Hér áður fyrr, þegar amma eða langamma var ung, var úrvalið af snyrtivörum mun minna og þá var gott að geta gripið til ým- issa heimatilbúinna snyrtivara. Þær virðast hafa dugað formæðrum okk- ar ágætlega og ættu því einnig að geta dugað okkur. Þar að auki sparar þú umtalsverðar upphæðir með því að búa til þínar snyrtivörur sjálf og getur notað peningana í eitthvað skemmtilegra. Góð hárnæring a) Það er óþarfi að eyða peningun- um í að fara á hárgreiðslustofu til að láta næra hárið þegar þú getur búið til þína eigin djúpnæringu heima. Blandið saman einu eggi, kjöti úr hálfri maukaðri lárperu og tveimur msk. af ólífuolíu. Þvoið hárið síðan fyrst með sjampói og þurrkið létt með handklæði og reynið að ná sem mest af bleytunni úr því. Berið lárperublönduna í hárið og nuddið henni ofan í hársvörðinn. Setjið plastfilmu (eins og er notuð utan um mat) yfir hárið til að halda á því hita og bíðið með næringuna í hárinu í um hálftíma. Þvoið næringuna síðan vel úr og þá ætti hárið að vera glans- andi og mjúkt. b) Ef hár þitt er virkilega þurrt og flækist mikið má prófa þessa heima- tilbúnu djúpnæringu í hárið: Stapp- að einn mjúkan banana í mauk og bætið við einni matskeið af sólblóma- olíu og hálfri matskeið af „lime- safa“. Blandið öllu vel saman og ber- ið í hárið. Látið bíða í um hálftíma og skolið svo vel úr. c) Ef hárið er liflaust og vantar lyftingu er óþarfi að eyða miklum peningum í hársprey, gel og froður til að lyfta hárinu. Betra er að stíf- þeyta nokkar eggjahvítur og bera í hárið. Þær veita góða lyftingu og gefa hárinu einnig talsverða nær- ingu. Ódýrar húðsnyrtivörur d) Margir eyða talsverðum fiár- munum í alls kyns hreinsikrem og maska sem gera eiga húðinni gott. Ef húðin þarfnast smáhressingar og hreinsunar má auðveldlega búa til einfaldan „kommaska" í eldhúsinu. Blandið einfaldlega saman einum bolla af haframjöli og tveimur mat- skeiðum af vatni og búið til þykka blöndu úr þessu. Nuddið blöndunni á andlitið en látið ekki bíða á því. Skolið síðan vel og setjið gott andlits- vatn á húðina sem verður frískleg og hrein fyrir vikið. e) Ef húðin er þurr getur verið gott að fara i olíubað. Þá er ráð að blanda nokkmm dropum af ólífuolíu saman við uppáhaldsilmvatnið og bæta því síðan út í baðvatnið. Einfalt en áhrifaríkt. f) Ef augu þín er bólgin og pokar undir augunum eru áberandi er gott að leggja sneið af kaldri agúrku á hvort augnlok. Einnig má vefia ísmolum inn í bómull og setja á augnlokin. g) Ef þú hefur sólbrunnið er óþarfi að ijúka til og kaupa dýran kæliá- burð (after sun) því kalt hreint jógúrt gerir sama gagn. h) Svokallaðir líkamskomamask- ar sem hreinsa í burtu dauðar húð- framur og óhreinindi á líkamanum njóta sífellt meiri vinsælda. Auðvelt er að búa til slíkan maska heima fyr- ir og hráefni er ekki dýrt. Blandið saman 50 g af hnetusmjöri með muldum hnetubitum (crunchy peanut butter), 25 g af sjávarsalti, tvær matskeiðar af valhnetuolíu. Blandið hnetusmjörinu og saltinu saman og bætið oliunni smám saman saman við. Nuddið blöndunni síðan á líkamann, sérstaklega þar sem húð- in er hörð, t.d. á olnboga, hæla og upphandleggi. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.