Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 Viðskipti DV Þetta helst: ... Viðskipti á VÞÍ aðeins 179 m.kr ... Mest með hlutabréf, 109 m.kr. ... Húsbréf 70 m.kr. ... Mest viðskipti með bréf Marels, 20,5 m.kr. ... Gengið hækkaði um 6,5% í kjölfar góðra frétta ... íslandsbanki, Grandi og Flugleiðir, 14 m.kr. ... Hraðfrystistöð Þórshafnar hækkaði um 13,3% ... Markaðsvæðing landbúnaðar á íslandi: Helmingsfækkun bænda hagvöxtur ætti að aukast Veigamiklar breytingar í landbún- aði á íslandi geta haft mjög mikil áhrif á ýmsar stéttir og byggðarlög. í gær var sagt frá því í DV að breytt rekstrarfyrirkomulag í landbúnaði gæti skilað 3-10 prósenta kaupmáttar- aukningu ef farið væri að hugsa um landbúnað eins og hverja aðra at- vinnugrein og markaðslögmál fengju að ráða. Hins vegar gætu þessar breytingar leitt til þess að allt að tveir þriðju sauöfjár- og kúabænda misstu rekstrargrundvöll sinn. Þessar upp- lýsingar koma frá Seðlabankanum en missagt var í blaðinu í gær að þær væru frá fjármálaráðuneytinu. Beðist er velvirðingar á því. Margir missa vinnuna En grundvallarbreytingar í land- búnaði hafa ekki bara jákvæðar af- leiðingar þó svo að þjóðhagsleg hag- kvæmni sé mikil í krónum talið. Grundvallarbreytingar gætu haft það í fór með sér að allt að helmingur til tveir þriðju af kúa- og sauðfjárbænd- um myndi missa grundvöll fyrir áframhaldandi rekstri. Byggðaröskun vegna þess ætti þó ekki að verða svo Marel í fararbroddi Marel hf. hefur gert samning við norska fyrirtækið Hydro Seafood AS, sem er í eigu Norsk Hydro, um af- hendingu á búnaði í þrjár af laxaverk- smiðjum fyrirtækisins í Noregi, að þvi er segir í tilkynningu frá félaginu. Upphæð samningsins er á annað hundrað milljónir króna. Með þessum timamótasamningi og öðrum samn- ingum, sem Marel hf. hefur gert í bol- flski, er félagið i fararbroddi í heimin- um hvað varðar þróuð vinnslukerfi fyrir bolfisk og lax. Samkvæmt samningnum mun Mar- el hf., ásamt Maritech A/S, umboðsað- ila sínum í Noregi, og Skaganum hf. á Akranesi afhenda tvö laxaflokkunar- og pökkunarkerfi og tvö fullkomin laxavinnslukeril. Hydro Seafood er stærsti framleið- andi á laxi í heiminum með um 70 þúsund tonna framleiðslu á ári í Nor- egi, Skotlandi og á írlandi. Fyrirtækið leggur síaukna áherslu á frekari vinnslu á laxi og hefur valið Marel hf. sem leiðandi birgi á slíkum búnaði. Samhliða samningagerð var skrifað undir viljayfirlýsingu um frekari fjár- festingu á Marelbúnaði í öðrum vinnslum Hydro Seafood. Búnaðurinn frá Marel og samstarfsaðilum er til að gæðameta og vigtarflokka heilan lax og pakka í fasta þyngd í kassa með lágmarksvinnuafli. -bmg Bændum hefur fækkað mjög á íslandi. Ef verulegar breytingar verða á rekstrarfyrirkomulagi í landbúnaði gætu allt að tveir þriðju sauðfjár- og kúa- bænda misst rekstrargrundvöll sinn. Þá yrðu aðeins um 1,5-2% mannafla starfandi í iandbúnaði miðað við 32% árið 1940. mikil því samkvæmt tölum frá Bændasamtökunum eru um 20 pró- sent af þessum bændum nú yfir ellilíf- eyrismörkum og um 30 prósent bænda hafa stærstan hluta tekna sinna af öðru en landbúnaði. Samt sem áður reikna hagfræðingar með að allt að 1000 manns myndu flytja sig um set ef til þessara hagkvæmu breyt- inga kæmi. Sú landbúnaðarframleiðsla sem er óhagkvæmust gæti ekki haldið áfram rekstri ef heilbrigð samkeppni yrði innleidd á markaðinn og því myndu ,,verstu“ bændurnir hætta fyrstir. Ástæðan er sú að heildareininga- kostnaður lítilla búa er meiri en stærri búa og þau myndu fyrst falla út. Jarðasjóður og jarðeignir ríkisins munu þurfa á auknu fjármagni að halda til að auðvelda bændum bú- skaparlok og kaupa jarðir þeirra sem ekki seljast á frjálsum markaði. Þó gætu auknar tekjur af tollum á inn- fluttum landbúnaðarafurðum staðið undir þessum kostnaði. Atvinnuleysi ekki niðurstaðan Þó svo að margir bænda gætu misst vinnuna er ekki líklegt að atvinnu- leysi ykist vegna breytinga í landbún- aði. Ástæðan er meðal annars sú að mikil þensla er í þjóðfélaginu og ný- legar kannannir hafa leitt í ljós að um 0,7% umframeftirspurn er eftir verk- lögnu fólki. Bændur eru vafalítið í þessum hópi og því ætti ekki að vera vandamál fyrir þá að finna vinnu inn- an þess geira. Jafnfram gætu þeir allt að þrefaldað tekjur sínar með því að færa sig úr landbúnaði yfir í fram- leiðslu- og byggingariðnað en alþekkt er að bændur eru einna tekjulægsta stétt landsins. Meðaltekjur sauðflár- bænda voru aðeins 72 þúsund krónur á mánuði og kúabænda litlu meira. Hins vegar voru meðaltekjur iðnaðar- manna 178 þúsund krónur. Atvinna gæti jafnframt aukist ef vöruverð hér á landi lækkaði með markaðsvæðingu landbúnaðarins. Það sem lengi vel hefur setið í erlend- um ferðamönnum sem hingað koma er hátt vöruverð. Vel er hægt að hugsa sér að lægra vöruverð gæti stuðlað að fleiri erlendum ferðamönn- um og slíkt skapar án efa atvinnu. Margar jarðir í eyði Teljast verður líklegt að sumar jarðir myndu leggjast í eyði. Hins veg- ar er líklegt að þær jarðir sem henta illa til landbúnaðar frá náttúrunnar hendi verði þær sem fyrstar leggist í eyði. Jafnframt myndu þær jarðir sem eru með léleg beitilönd vegna ofbeitar og viðkæmt land leggjast í eyði. Hins vegar mun lokun búa á þessum jörð- um stoppa eða minnka gróðureyðingu og landfok. Þá er ekki loku fyrir það skotið að annars konar búskapur en hefðbundinn gæti hentað vel á þess- um búum. Ríkasta þjóð í heimi! Þessari umræðu er alls ekki ætlað að klekkja á bændum heldur að vekja umræða um þá kosti sem i boði eru. í raun eru þeir tveir einfaldir grunn- kostir: Halda í við núverandi kerfi eða markaðsvæða landbúnað hér á landi. Hvorum kosti fyrir sig fylgir kostnað- ur. Kerfisbreytingum fylgir kostnaður auk þess sem félagslegur kostnaður gæti aukist tímabundið. En kostnaður- inn við að breyta ekki er mun meiri. Á síðasta ári nam stuðningur við landbúnað 15 milljörðum króna og hægt væri að ná honum niður að veru- legu leyti með markaðsvæðingu og af- námi innflutingshafa og kvóta og auka þar með kaupmátt. Slík kaupmáttar- aukning skilar sér í 2-3% hagvaxtar- aukningu og það gæti á 10 árum, að öðru óbreyttu, gert ísland að ríkustu þjóð í heimi. Þessu fórnum við með núverandi landbúnaðarstefnu. -bmg Rækjuvinnslan Bakki í Bolungarvík: Afkastagetan tvöfölduð Þessa dagana standa yfir miklar breytingar hjá Rækjuvinnslunni Bakka hf. í Bolungarvík sem nú er í eigu Nasco hf. í Reykjavík. „Það er verið að vinna á fullum krafti við að stækka rækjuvinnsluna um helming og flytja hana á þann stað sem bolfisk- vinnsla fyrirtækisins var áður,“ sagði Guðmundur Hólm Indriðason fram- kvæmdastjóri. „Við lögðum niður bol- fiskvinnsluna um leið og við jukum rækjuvinnsluna. í dag erum við með þrjár pillunarvélar og munum fiölga þeim í sex við stækkunina. Þá er einnig fyrirhuguð frekari stækkun á verksmiðjunni. Við keyrum tvær átta tíma vaktir á dag og þrátt fyrir stækkun er ekki fyr- irséð annað en að við höldum áfram með tvær vaktir. Við höfum aðgang að miklu hrá- efni. Grunnurinn að okkar hráefnis- öflun er af skipum Nasco sem veiða á Flæmska hattinum. Þá höfum við ver- ið með þrjú leiguskip að veiðum á heimamiðum í sumar en þeim fer nú að fækka. Eins höfum við verið að kaupa rækju frá Noregi og víðar. Þannig erum við vel settir varðandi hráefnis og með góð sambönd i hrá- efnisöfluninni. Það eru um 60 stöðu- gildi í landvinnslunni í dag en á launaskrá eru um 70 manns. Rækju- vinnslan hjá okkur hefur verið mjög mannfrek. Við búumst ekki við að þurfa neitt að fiölga við stækkunina en með aukinni tækni á vinnslan að verða hagkvæmari. Rækjuvinnslan hefur fram til þessa farið fram í tveim húsum en nú verður þetta allt sett undir sama þak og stækkað. Við reiknum með að vera komnir í gang með þetta seinni partinn í ágúst," sagði Guðmundur Hólm Indriðason. -HKr. Lýsi og Fiskafurðir-Lýsis- félag sameinuð Hluthafar Lýsis hf. hafa sam- þykkt kauptilboð fyrirtækisins Hnotskurnar ehf. í hlutabréf í Lýsi hf. Hnotskurn er í eigu Katrínar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Fiskafurða-Lýsisfélags, og fiöl- skyldu hennar. Til stendur að sam- eina Lýsi og Fiskafurðir-Lýsisfélag undir nafni Lýsis. Eignarhaldsfé- lagið Alþýðubankinn seldi bréfin og leysti til sín 66 milljóna sölu- hagnað vegna viðskiptanna. Viðskipti stöðvuð meðFBA Verðbréfaþing íslands stöðvaði í gær viðskipti með hlutabréf í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins. Ástæðan er sú að ekki hefur komið opinberlega fram hverjir eru að- standendur eignarhaldsfélagsins Orca sem keypti í fyrradag 26,5% hlut í FBA. Þormóður rammi kaupir Siglfirðing Þormóður rammi-Sæberg hf. hef- ur undirritað samning um kaup á 60% hlut í útgerðarfélaginu Sigl- firðingi ehf. á Siglufirði. Stefnt verður að jafnri eignaraðild Þor- móðs ramma-Sæbergs hf. og Gunn- ars Júlíussonar í félaginu, en Gunnar var fyrir annar aðaleigandi Siglfirðings ehf. Siglfirðingur á tvo frystitogara og eitt nótaskip. Kvóti félagsins er rúm 3 þúsund þorskígildistonn. Ekki er fyrirhug- að að sameina félögin. Þormóður rammi og Fisk- iðjusamlagið í viðræðum Þormóður rammi-Sæberg hf. og Fiskiðjusamlag Húsavikur hf. eiga í viðræðum um að Þormóður rammi komi inn í rekstur Fiskiðju- samlagsins sem hluthafi með nýtt hlutafé. Meginmarkmið með hluta- fiáraukningunni er að styrkja kvótastöðu og skipastól Fiskiðju- samlags Húsavíkur. Viðræður eru í gangi og gert er ráð fyrir að niður- staða fáist á næstu vikum. Fiskmarkaður Breiða- fjarðar Hagnaður af rekstri Fiskmark- aðar Breiðafiarðar fyrstu sex mán- uði yfirstandandi árs var 10,8 m.kr. en hagnaður af rekstri félagsins á öllu árinu 1998 var 10,25 m.kr. Upp- haflegar áætlanir stjómenda félags- ins gerðu ráð fyrir 10,5 milljóna kr. hagnaði af rekstri félagsins á yfir- standandi ári. Góðar líkur eru á því að þær áætlanir gangi eftir. Næstmestu viðskipti Júlí sl. var annar mesti við- skiptamánuður með hlutabréf á ís- landi frá upphafí. Viðskipti voru rúmir þrir milljarðar en bara í síð- ustu viku voru viðskipti um millj- arður. Alls hækkaði Úrvalsvísital- an um 7% í júlí. TILBOÐSDAGAR 3.-13. AGUST POTTAR OG PÖNNUR: LEIRVÖRUR OG —* ELDFÖST MÓT: VSX407 HEIMABÍÓ MAGNARI SJÓNVARP 28“ ÆlasCopcO HANDVERKFÆRI PVOTTAVÉL ÚmÁiíAT 62310 ' ÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARAR, ELDAVÉLAR, OFNAR, KÆLISKÁPAR, FRYSTIKISTUR, KAFFIVÉLAR, BRAUÐRISTAR, STRAUJÁRN, HRAÐSUÐUKÖNNUR, HLJÓMTÆKI, B R_Æ D U R N j R MYNDBANDSTÆKI, SJÓNVÓRP, LEIKJATOLVUR, LEIKIR, RAFMAGNSVERKFÆRI OG MARGT FLEIRA AEG MasCop^ CAMEBGY omm uamo; ÖinoesiT FIMLUX ONKYO CM.YMPUS Nikon NOKIA 10EWL ^MWTíMMf4 frona&r SHARP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.