Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 9 Utlönd Iþróttakennarar ÚTSALA 10-70 % afsláttur \c^Hl/l5IÐ Mörkinni 6, sími 588 5518. Dæmi: Áður: Nú: Vattjakkar 9.900 1.900 Síðar kápur 32.900 5.900 Regnkápur 12.900 10.500 Opið á laugardögum frá kl. 10-16 Hillary Clinton segir ekki meira um einkalíf þeirra hjóna: Leiðtogi serbnesku stjórnarand- stöðunnar, Vuk Draskovic, sagði eftir fund með ítalska utanríkisráðherranum Lamberto Dini að með vanhæfni sinni til þess að vernda serbneska íbúa Kosovo gegn hefndarárásum Kosovo-Albana hjálpi friðargæslusveitir NATO Slobodan Milosevic að treysta stöðu sína sem leiðtogi Serbíu. Draskovic sagði það því vera eitt mikilvægasta verkefni friðargæslu- liðsins að tryggja öryggi Serba i Kosovo og sagði stöðu þeirra í hér- aðinu vera bæði „sorglega og skammarlega". Hann líkti árásunum á Serba i héraðinu við þjóðemishreinsanir og sagði illmögulegt fyrir stjórnarand- stöðuna í Serbíu að hvetja til lýð- ræðislegra umbóta í anda vest- rænna ríkja á meðan staða mála í Kosovo undir þeirra stjórn væri jafnslæm og raun ber vitni. Serbar flýja hús sín Serbar í Kosovo hafa í síauknum mæli flúið „blönduð" samfélög íbúa og flust þangað sem aðeins búa Serbar vegna ótta um öryggi sitt innan um Kosovo-Albani. Meira en þrjú hundruð Serbar frá þorpinu Zitinje yfirgáfu þorpið á sunnudag á bílum og dráttarvélum í fylgd friðargæsluliða. Flestir hafa flutt inn til ættingja og vina í bæjum sem liggja í alfara- leið þar sem gæsluliðar NATO eiga auðveldara með að gæta þeirra. Hús þeirra í „blönduðu“ bæjun- um hafa verið girt af með gaddavír til að hamla gegn ránum. Vuk Draskovic (t.v.) tekur í hönd Dinis eftir fundinn í Róm í gær. Hundurinn Max ætlar ekki að láta sólmyrkvann þann 11. ágúst koma sér í opna skjöldu. Hann er búinn að kaupa sér sérstök gleraugu til að vernda augun, því eins og allir vita getur verið stórhættulegt að horfa á sólmyrkva með ber- um augum. Það eru bresk samtök fólks með námsörðugleika sem gerir gleraugun. Mikilvægt að tryggja öryggi Serba í Kosovo HLUTHAFAFUNDUR HJÁ BÁSAFELLI HF. Stjórn Básafells hf. boðar til hluthafafundar hjá félaginu fimmtudaginn I2. ágúst I999, kl. 11.00 á Hótel ísafirði, ísafjarðarbæ. A dagskrá fundarins er tillaga um að kjósa nýja stjórn og varastjórn fyrir félagið til næsta aðalfundar, sem jafnframt felur það í sér, verði hún samþykkt, að kjörtímabil núverandi stjórnar verði stytt sem því nemur, og önnur mál sem löglega eru upp borin. Stjórn Básafells hf. Iþróttakennara vantarað Grenivíkurskóla næsta skólaár. Þetta erfámennurog þægilegur skóli í næsta nágrenni Akureyrar. Aðstaða til kennslu er öll hin besta og gott húsnæði á lágu verði er til reiðu fyrir kennara. Vegna samkennslu bekkja þarf íþróttakennarinn að kenna bóklegar greinar með íþróttunum. Nánari upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri ísíma 463-3118 eða 463 3131. Hillary Clinton, forsetafrú í Bandaríkjunum, lýsti þvi yflr í gær að fjölmiölar ættu ekkert með að hnýsast í einkalíf hennar. Hillary sagði fréttamönnum í New York að í frægu viðtali í tímaritinu Talk á dögunum, þar sem hún kenndi erf- iðri æsku forsetans um framhjáhald hans, hefði hún ekki verið að afsaka hann á neinn hátt. „Allir eru ábyrgir fyrir eigin hegðun, þar á meðal forsetinn og við öll hin,“ sagði forsetafrúin. Bill Clinton forseti sagði frétta- mönnum í Rósagarðinum við Hvíta húsið að æska sín hefði ekki verið neinn „dans á rósum." Hann bætti þó við að hann hefði ekki undan neinu að kvarta. „Það mikilvægasta sem sérhvert bam þarf að vita í uppvextinum er að í augum einhvers sé það mikil- vægasta manneskjan í heiminum og ég vissi það. Ég vissi það,“ sagði Clinton. Hillary Clinton hefur ekki enn svarað fullyrðingum um meint ástarsamband sitt við Vincent Foster, æskuvin Bills Clintons og lögmann í starfsliði Hvíta hússins. Fuliyrðingar um það koma fram í nýrri bók um forsetahjónin. Margir telja að forsetafrúin hafi rætt um áhrif erfiðrar æsku Clint- ons á síðari tima hegðun hans til að bægja frá spumingum um hjóna- band sitt sem gætu komið í bakið á henni þegar hún hefur kosningabar- áttu sína fyrir öldungadeildarkosn- ingarnar á næsta ári. „Þetta er mál sem þjóðin hefur snúið baki við og það hef ég líka,“ sagði Hillary á fundi í húsgagna- verksmiðju í Jamestown í New York. Nýjustu framhjáhaldstíðindi úr Hvíta húsinu snúast hins vegar ekki um hliðarspor forsetans heldur meint ástríðufullt ástarsamband Hillary við Vincent Foster, lögmann i starfsliði forsetans og æskuvin Clintons. í nýrri bók um forsetahjónin er því haldið fram að Hillary og Fost- er, sem svipti sig lífi árið 1995, hafi átt í ástarsambandi frá árinu 1977, þegar Clinton var rikisstjóri í Arkansas, og að það hafi verið á allra vitorði. Hillary hefur ekkert tjáð sig um þessar fullyrðingar. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS hefur stuðningur almennings við Hillary vegna hugsanlegs fram- boðs hennar minnkað. Núna líta 44 prósent aðspurðra New York-búa framboðsbröltið jákvæðum augum, eða þremur prósentustigum minna en í júnímánuði. Raisa Gorbat- sjova með bráðahvítblæði Raisa Gorbatsjova, eiginkona Mikhaíls Gorhatsjovs, fyrrum að- alritara rússneska kommúnista- flokksins, liggur nú fárveik á sjúkrahúsi í Þýskalandi með bráðahvítblæði. Að sögn lækna á háskólasjúkra- húsinu í Múnster er frú Gorbat- sjova, sem er 67 ára gömul, mjög veikburða vegna sjúkdómsins og hinna sterku lyfja sem hún er á. Ekki hefur fengist upp gefið hvemig tegund bráðahvítblæðis hún þjáist af en í yfirlýsingu frá talsmanni Gorbatsjovs sagði að enda þótt sjúkdómurinn væri al- varlegur væri ennþá von um að Raisa myndi jafna sig. Raisa Gorbatsjova vakti, ásamt framfarasinnuðum eiginmanni sínum, mikla aðdáun er á valda- tíma Gorbatjovs, glasnost- og per- estroikatímabilinu stóð. Eiginkonan var sem kunnugt er síðust í röð Kremlar-kvenna og þótti bera af þeim öllum hvað glæsileik snerti. Hjónin kynntust við nám í há- skólanum í Moskvu og giftust ár- ið 1957. Barnæska Clintons enginn dans á rósum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.