Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 Fréttir Fleiri „huldufélög“ en Orca AS eiga í íslenskum fyrirtækjum: Upplýsingar besta vörn gegn samþjöppun - segir forstöðumaður Verðbréfaþings íslands „Lagasetningar um takmarkanir á verðbréfamarkaði leiða gjarnan til þess að efla verði eftirlit. Almenn reynsla, bæði á verðbréfamarkaði hér heima og er- lendis, er sú að mjög nákvæmar reglur sem eiga að stýra hlutum í ákveðinn farveg leiða fljótt til þess að menn flnna sér leiðir fram hjá þeim. Þá þarf að bæta við nýjum og nýjum ákvæð- um til að nálgast upphafleg mark- mið. Þetta er hin almenna reynsla, en með þessu er ég ekki að hafna hugmyndum um lög og reglur, held- ur að lýsa almennri reynslu," segir Stefán Halldórsson, forstöðumaður Verðbréfaþing íslands, í samtali við DV. Stefán sagði að fjármagnsmarkað- ir væru þannig að menn hefðu frem- Stefán Hall- dórsson, for- stöðumaður Verðbréfa- þings íslands. Agndofa kafari: Lundi á 17 metra dýpi „Ég var aö kafa í Vestmanna- eyjum og var kominn á 17 metra dýpi við Elliðaey þegar ég sá eitt- hvað svart og hvítt koma synd- andi á móti mér. Allt í einu var ég augliti til auglitis við lunda og ég sá ekki betur en hann væri með fisk í kjaftinum,“ sagði Kári Magnússon, vélsmiður og kafari, sem var verulega brugðið í und- irdjúpunum enda átti hann á öðru von en fugli á þessu dýpi. „Lundinn staðnæmdist fyrir framan nefið á mér og skaust svo upp með miklum látum. Ég sá ekki betur en hann notaði vængina til að synda upp,“ sagði Kári. Fuglafræðingar hjá Náttúru- fræðistofnun urðu ekki jafnhissa og Kári þegar þeir heyrðu frétt- imar - sögöu að lundinn gæti kafað miklu dýpra: „Lundinn getur komist á 50-60 metra dýpi án þess að blikna og hávellur og ýmsir svartfuglar geta kafað 100 metra og jafnvel meira,“ sagði Kristinn Haukur Skarphéðinsson fuglafræðingur. „Þeir skjótast svo upp á yfirborð- ið í einum rykk og nota þá væng- ina eins og árar. Ég hef aldrei séð þessa sjón sjálfur en það er einn af draumum mínum að svo geti orðið. Þetta hlýtur að verra stórkostlegt," sagði Kristinn Haukur fuglafræðingur. -EIR Mikill undirbúnlngur stendur yfir vegna Kristnitökuhátíðar. Hátíðin verður næstu helgi í Laugardal. ur hneigst til þess að leggja aukna áherslu á að hafa alla hluti sýnilega og gagnsæja. „Besta vömin gegn einhverju misjöfnu er oft sú að hafa allt svo sýnilegt að erfitt sé að að- hafast eitthvað að tjaldabaki," sagði Stefán enn fremur. Hann sagði að þróunin væri einmitt sú á verð- bréfamörkuðum að leggja áherslu á sýnileika og að hægt sé að rekja all- ar aðgerðir og upplýsa um þær. Talsverð umræða hefur átt sér stað að undanfornu vegna kaupa huldufyrirtækisins Orca SA í Lúx- emborg á 22,1% eignarhlut Scandin- avian Holdings AS í Lúxemborg í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Það eina sem vitað er með vissum um Orca er að félagið er í eigu ís- lendinga og hafa verið getgátur um að þeir séu m.a. Jón Ólafsson í Skíf- unni, Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónusi, Þorsteinn Már Baldvinsson í Samherja o.fl. Ekki hefur verið gefið upp hverjir eiga félagið. Af þessu tilefni hefur verið talað um hættu á samþjöppun valds í banka- kerfinu og nauðsyn lagasetningar til að tryggja dreifða eignaraðUd. En þegar gluggað er í gögn um eignarhald fyrirtækja kemur mjög svipað í ljós og nýlega hefur gerst í sambandi við kaup fyrrnefndra hlutabréfa í FBA. Fjöldi eignar- haldsfélaga er stórir hluthafar í mörgum helstu fyrirtækjum lands- ins, en mjög erfitt er fyrir hinn al- menna mann að nálgast upplýsing- ar um hveijir standi að baki þess- um eignarhaldsfélögum og hvort í gegnum þessi eignarhaldsfélög eigi sér stað samþjöppun á valdi. Þannig má nefha sem dæmi af handahófi Fjárfestingarfélagið Gaum hf., sem á tæp 19% í Baugi hf„ Hjálm hf. sem á 2,63% í Básafelli, Vogun hf„ Fiskveiðihlutafélagið Venus og Haf hf. í Granda, Mastur ehf„ í Fiskiðju- samlagi Húsavíkur og Fræ hf. í Hraðfyrstistöð Þórshafnar. Er vitað með fullri vissu hverjir eiga þessi félög? Stefán Halldórsson sagði að hjá Verðbréfaþingi væri í stöðugt vax- andi mæli verið að gæta að þessum hlutum. „Við höfum haft þá vinnu- reglu um alllangt skeið að þegar til- kynnt er um eignarhaldsfélög sem eignast hluti í fyrirtækjum, skráð- um á Verðbréfaþingi íslands, er kallað eftir ítarlegum upplýsingum um hverjir standi á bak við þessi fé- lög,“ sagði Stefán. -SÁ Ari Edwald, nýkjörinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Finnur Geirsson, nýkjörinn formaöur samtak- anna, standa á stéttinni framan við hús VSÍ í Garðastræti sem fyrst um sinn verður bækistöð hinna nýju samtaka at- vinnurekenda þar til heppilegt framtíðarhúsnæði fyrir samtökin finnst. Tillaga um þá Ara og Finn var samþykkt sam- hljóða á fundi í stjórn samtakanna sem haldinn var í gærdag. DV-mynd E.ÓI. Skipti á Maarud-flögum og hrossum á borð ríkisstjórnar: Skelfileg hugmynd - segir stjórnarformaður Þykkvabæjar og óttast þrot Sigurbjartur Pálsson kartöflubóndi. „Þetta er skelfileg hugmynd og í hæsta máta óeðlilegt að kartöflu- bændur beri kostnaðinn sem hlýst af útflutningi hrossa," sagði Sigur- bjartur Pálsson, stjómarformaður kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar og fyrrum formaður kartöflubænda, um þær hugmyndir stjórnvalda að semja við Norðmenn um niðurfell- ingu verndartolla af Maarad-kart- öfluflögum í stað tollaívilnana af út- flutningi íslenskra hrossa. „Maarud er þegar ráðandi á kartöfluflögu- markaðnum og ef verðið lækkar get- um við alls ekki keppt við Maarad," sagði Sigurbjartur. Maarad- og hrossatollasamningur íslenskra og norskra yfirvalda er nú á leið á borð ríkisstjómarinnar og Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra hefur lýst því yfir að hags- munir hrossabænda séu þvílíkir að samingar geti vel komið til greina. „Þegar stjómarherramir voru að ganga frá GATT-samkomulaginu vora þeir svo uppteknir af því að bjarga fiskinum að þeir gleymdu hrossunum. Staðan sem upp er komin hefði aldrei þurft að verða ef menn hefðu gætt að sér. Svona við- skiptahættir ættu ekki að þekkjast og vera vera liðin tíð. Þarna er ver- ið að opna á nýja möguleika í við- skiptum og maður spyr bara hvað verði næst,“ sagði Sigurbjartur Pálsson og bætti því við að skilaboð sín til Guðna Ágústssonar landbún- aðarráðherra væru þessi: „Komdu ekki nálægt þessu, Guðni!" -EIR Stuttar fréttir r>v Arni á Austfjörðum Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra er í tveggja daga heimsókn á Austfjörðum í sinni þriðju landshluta- heimsókn. Hann heimsæk- ir fulltrúa stétt- arfélaga og útgerðarfyrirtæki. Dagur sagði frá. Vestnorrænt samstarf Aðalfundur Vestnorræna ráðs- ins fer fram þessa dagana á Brjánsstöðum á Skeiðum með þátttöku þingmanna íslands, Grænlands og Færeyja. Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, segir við Dag að stefnt sé að auknu sam- starfi þjóðanna á flestum sviðum. Aðeins réttindakennarar í frétt frá grunnskólanum í Borgarnesi segir að búið sé að manna allar kennarastöður við skólann með réttindakennurum. Bæjarstjórn Borgarbyggðar gerði viðbótarsamning við kennara sl. haust og segir skólastjórinn við Dag. það vera eina af ástæðum þess að svo vel hafi tekist til. Nýrri gjaldskrá frestað Ný gjaldskrá Spalar fyrir Hval- fjarðargöngin er ekki enn komin til framkvæmda þar sem sam- þykki hefúr ekki borist frá aðal- lánveitandanum, John Hancock- tryggingafélaginu. Upphaflega átti gjaldskráin að tala gildi um síðustu mánaðamót. Dagur sagði frá. Greinir á Tvo forystumenn Samfylking- ar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Sighvat Björgvinsson, greinir á um hvort setja eigi lög sem tryggi dreifða eignar- aðild að bönk- um. Jóhanna boðar lagafrumvarp í haust um málið en Sighvatur ef- ast um að hægt sé að setja lög sem duga. Dagur sagði frá. Vantar húsnæði Haraldur Sumarliðason, for- maður Samtaka iðnaðarins, sagði við Dag að Samtök atvinnulífsins væra að leita að hentugu framtíð- arhúsnæði. Samtökin verða fyrst um sinn í húsi VSÍ við Garöa- stræti. Engin þensia Stjóm Verkalýðsfélags Húsa- vikur segir í ályktun að engin þensla sé á Húsavík og mótmælir fyrirætlunum stjórnvalda að fresta framkvæmdum viö Húsa- víkurhöfn til að slá á þenslu í þjóðfélaginu. Báturinn brenndur Tveir smádrengir sem léku sér með eld í gúmbáti Keikósamtak- anna í Vestmannaeyjum misstu stjórn á eldinum og brann bátur- inn til ösku. Drengimir sluppu undan bálinu án meiðsla. Tjón hjá ísal Talsvert tjón varð í steypuskála ísals í Straumsvík þegar um 30 tonn af fljótandi 700 gráða heitu áli rannu úr ofni. Slökkviliði verk- smiðjunnar og hjálparliöi frá Hafn- arfirði og Reykjavík tókst að kæla álið með því að sprauta á það súráli og koma i veg fyrir bruna. Hætta kannski við Ámi Þór Sigurðsson, formaður skipulagsnefnd- ar, sagði í sam- tali við frétta- stofu RÚV að ef meirihluti Reykvíkinga væri andvígur fyrirhuguöum byggingum í Laugardal kæmi til greina að hætta við þær. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.