Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 20
24
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999
Ragnheiður segir mik-
ilvægt að gleyma sér
ekki í kjörþyngdar-
kapphlaupinu.
Á undanförnum árum hefur heilsu- og megrunarbylgja
riðið yfir hinn vestræna heim. Henni hafa fylgt mikl-
ar kröfur, sérstaklega til kvenna, um að passa inn í
ákveðna kjörþyngd og breyta sér á þann hátt sem
tískan býður. Sumum verður þessi krafa ofviða og
margar ungar stúlkur verða lystarstoli eða lotu-
græðgi að bráð. Viðmælendur Tilveru tilheyra
öðrum hópi kvenna. Þær hafa ákveðið að taka
skilaboð tískukónganna mátulega alvarlega og
lifa t sátt við líkama sinn.
Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur:
„Skyndilausnir eru sjokk-
meðferð fyrir líkamann"
Ragnheiður Eiríksdóttir
hjúkrunarfræðingur segir
að viðhorf íslendinga til
hreyfingar og mataræðis séu mjög
misjöfn. „Hér er of algengt að fólk
noti skyndilausnir. Fólk er kannski
að fara að gifta sig í september og
ætlar að losna við 12 kg á mánuði.
Það er auðvitað algjör sjokkmeðferð
fyrir líkamann og stórhættuleg
heilsunni. íslendingar vinna alltof
mikið á kostnað þess að lifa. Þeir
koma seint heim og freistast til að
kaupa skyndimat á leiðinni því eng-
inn tími er til að elda.“
Hvað finnst þér um megrunar-
kúra sem byggjast á dufti og því að
sleppa úr máltíðum? „Mér fmnst
mjög áberandi einhver hallelújaum-
ræða um það að borða ekki. Öll
næringarefni séu í megrunardufti
o.s.frv. Fólk gleymir því að það er
lífsnautn að borða, rétt eins og að
stunda kynlíf og hreyfa sig. Mér
finnst að áherslan eigi að vera á það
að líða vel og fara vel með sig frek-
ar en að passa í einhvem kjör-
þyngdarstuðul eða fituprósentu.
Það er heilbrigðara að vera t.d. 5-10
kg of þungur og borða og hreyfa sig
rétt heldur en að vera tágrönn
manneskja sem borðar ruslfæði og
fer illa með hjarta- og æðakerfið í
sér. Það á frekar að hvetja fólk til
heilbrigðs lífernis en að pína það í
kjörþyngd."
Ragnheiði finnst gríðarleg
áhersla á mjóan kvenlíkama sjúk.
„Módelin sem við sjáum í fjölmiðl-
um era allt fallegar stelpur. En þær
era allar vel undir kjörþyngd og
líkjast ekkert venjulegum konum.
Venjulegar konur geta ekki orðið
svona í laginu. Föt líta vel út á fyr-
irsætum en þau gera það líka á
herðatrjám. Þær líta líka út eins og
herðatré. Dæmi eru um að átta og
níu ára gamlar telpur hafi áhyggjur
af því að vera of feitar. Við verðum
að vera gott fordæmi og gleyma
okkur ekki í kjörþyngdarkapp-
hlaupinu."
-HG
Kristjana Jónsdóttir húsmóðir:
Helga Braga Jónsdóttir leikkona:
„Mér líður vel
Ég á sem betur fer ekki erfitt
með að finna á mig fot,“ segir
Helga Braga Jónsdóttir, leik-
kona. „Stærri konur eiga oft erfitt
með að flnna á sig fót og geta lent í
miklum vandræöum vegna þess.
Sem betur fer á þetta ekki við um
mig því ég elska að kaupa fot. Ég hef
mjög gaman af ekta efnum sem era
til dæmis mjög vinsæl í Bandaríkj-
unum. Hérna ríkir algjört pólý-
esteræði sem mér fmnst mjög leiðin-
legt.“ Hvernig kemur sú heilsubylgja
sem riðið hefur yfir landann á und-
anfórnum árum þér fyrir sjónir? „Ég
hef ekkert nema gott um hana að
segja. Auðvitað eru sumir sem fara
flatt á þessu og fara kannski í lík-
amsrækt, bara til að passa inn í ein-
hveijar kröfur. Ég skil svoleiðis fólk
ekki. Ég er þannig týpa að ég verð að
hafa gaman af hlutunum til að end-
ast í þeim. Ég pæli ekkert i því
hvemig fólki er sagt að vera, ég geri
bara það sem mig langar til. Ég
ákvað til dæmis að prófa að fara í
lyftingar en hætti eftir eitt eða tvö
skipti því mér fannst þetta svo leið-
inlegt. Þetta á við um bæði vinnu,
líkamsrækt og annað sem ég geri. En
ég fila íslenska hestinn og er nýbúin
að kaupa mér einn. Mér fmnst hann
alveg æðislegur. Svo stunda ég sund.
Þetta geri ég að eigin frumkvæði en
Mér finnst skila-
boðin til kvenna
í dag vera fyrst
og fremst þau að
vera grannar. Allir
eiga að passa í
ákveðna stærð af
fötum. Svo er
æskudýrkunin
mjög áberandi,
t.d. í fjölmiðl-
um,“ segir
Kristjana
Jónsdóttir.
H v e r n i g
bregst hún
við þessum
skilaboð-
um? „Ég
reyni að
vera ég sjálf
og klæða mig
eftir mínu eig-
in höfði. Ég elti ekki
tískuna eins og sumir
gera. Öll þessi megr-
unardýrkun hefur
slæm áhrif á þá sem
eru með nokkur
aukakíló. Maður sér
það líka þegar maður
fer í verslunarleið-
angra niður í bæ.
Langflestar búðirn-
ems og eg
ar bjóða bara stærðir upp í 42
og það er stór hópur kvenna
sem tekur stærri stærðir. Þetta
veldur því að þær verða óá-
nægðar með sjálfar sig.
Langflestar búðir bjóða fót
sem henta engum venjulegum
konum. Þetta era yfirleitt að
mestum hluta fót fyrir ung-
lingsstúlkur sem hafa ekki tek-
ið út fullan þroska og venjuleg-
ar konur með einhverjar línur
passa ekki í. Þess vegna er ég
ekkert hissa þótt átröskun sé
vaxandi vandamál hér á landi.
Það er samt eitt sem hefur
breyst til batnaðar á undan-
fórnum árum. Núna eiga ekki
allir að vera í eins fótum og
fólk getur valið meira hvemig
það vill klæða sig.“ Kristjana
er þeirrar skoðunar að fólk
beri ábyrgð á eigin lífi, t.d.
hvað snertir hefisurækt. „Mér
finnst að fólk eigi fyrst og
fremst að hlusta á sjálft sig en
ekki aðra þegar það velur sér
lífsstíl. Ef fólk vill vera i lík-
amsrækt fer það i líkamsrækt
en það gengur ekki að pína þá
sem ekki vilja það í eróbikksal-
inn. Það skilar engum árangri
að fara í líkamsrækt af skyldu-
rækni, fólk verður að hafa
Helga Braga
vill hafa
gaman af því
sem hún
gerir.
Kristjana Jónsdóttir er þeirrar
skoðunar að fólk verði að velja
eigin lífsstíl.
gaman af henni til að hún skili
einhverjum árangri."
-HG
ekki til að taka þátt i ein-
hverju megrunaræði. Ég
er ekkert aö hugsa um að
verða 50 sm í mittið eða neitt
svoleiðis. Mér líður
bara svo vel eins og
ég er.“
„Ekki líkamsrækt af skyldurækni"