Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 ^TÍ pHVtTíT" 25 Nútíma- ömmur baka ekki kleinur Amma er holdgervingur hins rólega, hún bakar kleinur, segir sög- ur og er í upphlut. En amma hefur breyst eins og allt annað. Amma nútímans er framkvæmdastjóri í tímaþröng, býður bama- börnunum í veiðitúr eða fer með þau á rokktónleika. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Sigríður Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Hollvinasamtaka HÍ og amma: Frekar á söfn með börn- in en að standa í bakstri g átti nú bara eina ömmu og hafði ekki mjög mikið af henni að segja. Hún bjó uppi í Selási sem var alveg óskaplega langt í burtu frá miö- bænum i Reykjavík þá. Ég heim- sótti hana þó stundum og gisti hjá henni. Amma var mér afskap- lega notaleg og hitaði handa mér dísætt kakó. Ég lék mér i garðin- um hennar. Við tókum upp næp- ur og rófur og fengum að kíkja á hænsnin sem hún var með. Þetta var svona hálfgerð sveitatilvera." En hvemig amma er Sigríður Stefánsdóttir, er hún lík sinni ömmu? „Nei, hún er alveg óskap- lega ólík,“ segir Sigríður og hlær. Að hvaða leyti? „Sú amma er ekki alveg jafnróleg í tíðinnni. Ég á tvö bamabörn, það eldra er 13 mánaða og það yngra átta mán- aða svo þetta hefur gerst nokkuð hratt. Auk þess á tengdasonur minn fjögurra ára dóttur sem ég hitti þegar færi gefst. Ég hef haft mikið af barnabömunum að segja og vil það.“ Ertu dugleg að passa? „Já, svona miðað við það að vera í fúllu starfi og rúmlega það. Mig langar mikið til þess að kynnast þeim án þess að foreldr- arnir séu endilega viðstaddir.“ Finnst þér þú hafa nægan tíma til þess að geta sinnt þeim eins og þú vildir? „ Nei, alls ekki og í raun og vera hefúr maður ekki nægan tíma til þess að gera neitt. í framtíðinni mun ég reyna að taka mér smáfrí með þeim þegar svo ber undir en ég stend ekki mikið og baka eða hita kakó.“ Finnst þér ömmuhlutverkið hafa breyst? „Já, það held ég. Mín kynslóð gerir kannski öðravisi hluti með börnunum af því að við gerum sjálf aðra hluti en fyrri kynslóðir. Ég ímynda mér að ég muni frekar fara í sund og á söfn með barnabörnunum en að standa heima og baka.“ Ert þú framkvæmdastjóraamman sem kaupir snakk vegna þess að það gefst ekki tími til þess að baka kleinur? „Nei, ég kaupi ekkert snakk. Það er ekki einu sinni til umræðu.“ Þú verður þá ekki amman sem dekrar við bömin og skilar þeim snælduvitlausum til baka? „Ég held að það yrði fljótt tekið fyrir það þótt ég myndi reyna. Ég hef nú hins vegar sagt eitt og annað við þau eins og það að amma tilbiðji þau og sé tilbú- in að gera ýmislegt fyrir þau sem „Mín kynslóð gerir kannski öðruvísi hluti með börnunum af því að við gerum best er að hafa ekki eftir.“ sjálf aðra hluti en fyrri kynslóðir. Ég ímynda mér að ég muni frekar fara í sund -þor og á söfn með barnabörnunum en að standa heima og baka,“ segir Sigríður Stefánsdóttir. Jónína segir ömmur nútímans rækja sitt hlutverk á annan hátt en áður þar eð tíminn sé knappari. Hún fer stundum með barnabörnin í veiðitúra. Jónína Eiríksdóttir, heildsali og amma: Með barnabarninu á Bowie-tónleika Onnur amma mín var dáin þegar ég fæddist en hin var svo langt í burtu að ég heimsótti hana ekki mikið. Hún heimsótti okkur stundum og skrifaði notaleg bréf. Þegar hún var í heimsókn settist hún niður og saumaöi og maður var dressaður upp frá hvirfli til ilja. Hún var dæmigerð amma þess tíma en þó mjög sjálfstæð kona og var mikið í félagsmálum. Hún ól upp hátt í tutt- ugu böm.“ Sjálf á Jónína þrjú bamaböm og notar frístundirnar gjarnan með þeim. Eitt skiptið fór hún með einu þeirra á David Bowie-tónleika. „Ég fór á tónleikana þegar hann kom hingað og mér hefur alltaf fundist hann stórkostlegur. Ég hlusta á alls konar dægurtónlist og jafnvel klassík líka.“ Þannig að þú hefur ekki bara verið að gera bamabarn- inu greiða með þvi að fara? „Nei, en ég vildi endilega leyfa henni aö njóta svona stórkostlegs atburðar með mér.“ Er nútímaamman öðravísi held- ur en til að mynda þín amma? „Þær v höfðu meiri tíma en við verðum að gera þetta á annan hátt, að hitta barnabömin þegar við höfum tíma til þess. Ég hef ferðast með þeim og tekið þau með mér í veiðitúra og eitt þeirra er nú komið upp á bragð- ið.“ Dekrar þú við bamabömin? „Nei, alls ekki. Ég hef alltaf verið lukkuleg með það að þau era alveg eins og heima hjá sér hér. Þetta er bara eins og þeirra annað heimili. Þeim virðist líða eins vel hér.“ -þor Sif Knudsen, sjúkraliði og amma: Erfitt að halda kjafti Ég þekkti ömmur mín- ar ekkert voðalega mikið þar sem ég bjó í Amer- íku, önnur amma min bjó í Dan- mörku en hin hér á íslandi. Móður- ömmu mína hitti ég svona sex ára gömul þegar ég fór heim í sveit og hún var mjög dæmigerð amma í peysuföt- um, með skotthúfu og bakaði pönnu- kökur. Hún var saumakona og saumaði þjóöbún- inga.“ Sif á eitt barna- barn, Söra, sem er eins og hálfs árs. Hvemig amma ert þú, ert þú mikið með Söru litlu? „Já, hún var nú eiginlega alveg hjá okkur fyrsta árið. Hún og tengda- dóttirin voru hjá okkur vegna þess að pabbinn var í ballett úti og tengdadóttirin var að læra að syngja og það gekk ekki vel að sam- ræma tímann. Við sögðum henni bara að koma heim og skiptumst á að passa og allt gekk voðalega vel.“ Heldur þú aö ömmuhlutverkið sé að breytast?" Auðvitað breytist allt með tímanum en ömmuhlutverkiö sem slíkt held ég að sé það sama. Maður vinnur bara öðruvísi og lagar sig að að- s t æ ð u m . “ Hvernig amma ertu, heldur þú að þú eigir eftir að dekra við bamabömin um of þannig að þau komi kolbrjáluð heim eftir heim- _ sókn hjá ömmu? „Að sjálfsögðu,“ segir hún og skellir upp úr. „Það er þægilegt að vera amma að því leyti en það er líka vandmeðfarið þar sem maður ræður ekki yfir þeim eins og yfir sínum eigin börn- um. Það kitlar voðalega oft að fá að grípa fram fyrir hendumar á þeim. Mesti leyndardómurinn í því að .. vera amma felst ábyggilega í því að læra að halda kjafti og það er voöa- lega erfitt." Að vera í svona miklu návígi við bamabamið, vekur það einhverjar kenndir, eins og það að takast á við móðurhlutverkið á ný? „Nei, guð minn almáttugur. Þvert á móti.“ -þor A Amma Sifjar var hin dæmigerða amma í peysufötum, með skotthúfu og bakaði pönnukökur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.