Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 Útlönd Skýstrokkur í Salt Lake City Einn maöur fórst og fjörutíu slösuðust í gær þegar skýstrokk- ur birtist skyndilega yfir miðborg Salt Lake City í Utah, splundraði gluggarúðum, reif upp tré og þeytti braki um allt. Miklar skemmdir urðu á hluta miðbæjar- ins í hamfórunum sem urðu um hádegisbilið. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt öll þau ár sem ég hef búið í Salt Lake City,“ sagði borgarstjór- inn Deedee Corradini við frétta- menn eftir að hafa kannað verksummerki. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: 1/3 hluti Eystri-Leirárgarða, Leirár- og Melahreppi, þingl. eig. Ágústa Sigurbima Bjömsdóttir, gerðarbeiðendur Búnaðar- banki íslands hf., Akranesi, Landssími ís- lands hf., innheimta, Miklatorg hf., Spari- sjóður Mýrasýslu og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 17. ágúst 1999 kl. 11.00. Kálfhólabyggð 28, Borgarbyggð, þingl. eig. Hilmir Þór Kolbeins, gerðarbeiðend- ur Ingvar Helgason hf. og Lífeyrissjóður- inn Framsýn, þriðjudaginn 17. ágúst 1999 kl. 14.00.___________________ SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESI UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- ________farandi eignum:______ Árkvöm 2, 3ja herb. íbúð á 1. hæð t.h. m.m., merkt 0103, Reykjavík, þingl. eig. íris Elfa Haraldsdóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Kaupþing hf., mánu- daginn 16. ágúst 1999 kl. 10.00. Eyjabakki 11,4ra herb. íbúð á 1. hæð f.m. og bílskúr, Reykjavík, þingl. eig. Ester Valtýsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalána- sjóður, mánudaginn 16. ágúst 1999 kl. 10.00._______________________ Kambasel 51, 2ja herb. íbúð á 1. hæð, merkt 02, Reykjavík, þingl. eig. Kristján Einarsson, gerðarbeiðendur Hekla hf. og íbúðalánasjóður, mánudaginn 16. ágúst 1999 kl. 10.00. Jeltsín segir örðugleikana í N-Kákasus yfirstíganlega: Heiðingjana burt - segir foringi skæruliðanna í Dagestan Finnar dæmdir fyrir vinarmorð Tuttugu og fjögurra ára finnskur maður var dæmdur í lífstíðarfang- elsi í gær fyrir að drepa vin sinn í tengslum við helgisið djöfladýrk- enda. Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir að pynta fórnarlamb- ið, leggja það sér til munns og hafa kynmök við líkið. Sautján ára stúlka var dæmd í rúmlega átta ára fangelsi fyrir sama morð. Þriðji maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi í sama máli fyrir ofbeldi. Markland 10, íbúð á 1. hæð t.h., Reykja- vík, þingl. eig. Einar Friðriksson, gerðar- beiðandi Islandsbanki hf., höfuðst. 500, mánudaginn 16. ágúst 1999 kl. 10.00. Óðinsgata 4, bílskúr, 0,63%, og vinnu- skúr, 0,60% (einstaklingsíbúð í sérbýli á baklóð), Reykjavík, þingl. eig. Grétar Berg Jónsson, gerðarbeiðandi Sameinaði lífeyrissjóðurinn, mánudaginn 16. ágúst 1999 kl. 10.00. Sólvallagata 21, 75 fm íbúð á 2. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Kristjana Sif Bjamadóttir, gerðarbeiðandi íbúðalána- sjóður, mánudaginn 16. ágúst 1999 kl. 10.00. Þórufell 18, 2ja herb. íbúð á 2. hæð í miðju m.m., Reykjavík, þingl. eig. Jó- hanna Sigsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Gjaldskil sf., mánudaginn 16. ágúst 1999 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Adam Williams hefur það að atvinnu að setja upp listaverk fyrir hina og þessa. Hér er hann á göngu með sjö milljóna verk í miðborg Sydney í Ástr- alíu. Myndin er eftir ástralskan málara og verður seld á uppboði í vikunni. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, segist öruggur um að vandræðin í Norður-Kákasus, þar sem hæst ber uppreisnina í Dagestan, séu yfirstíg- anleg. „Við teljum að þetta vandamál verði leyst smám saman og án óða- gots líkt og áætlað hefur verið," sagði hann fyrir fund með „neyðará- standsráðherranum" Sergie Shoigu. íslamskir skæruliðar, studdir af uppreisnarmönnum frá Tsjetsjeníu, hafa hrundið af stað heilögu stríði fyrir sjálfstæði Dagestan og hefur forysta þeirra, Shuran eða fulltrúa- ráðið, fengið einn frægasta skæru- liðaforingja Tsjetsjena, Shamil Basayev, til að leiða uppreisina. Yfirvöld í Dagestan, studd af Rússum, hafa brugðist ókvæða við yfirlýsingum ráðsins, sem þau segja ólöglega samkundu, og hafa gefið út ákæru á hendur meðlimum þess. Á blaðamannafundi í íjallahéruð- um Dagestan tjáði Basayev fjölmiðl- um að hann myndi ekki unna sér hvíldar fyrr en „heiðingjar" væru horfnir frá Norður-Kákasus. „Verður leyst,“ segir Jeltsín um uppreisnina í Dagestan. „Ef Rússar fara sjálfir frá Kákasus munum við láta þá í friði. Ef ekki, munum við reka þá burt,“ sagði skæruliðaforinginn og kvað liðsveitir sínar hafa umkringt rúss- neskar liðsveitir á svæðinu. Það stangast á við yfirlýsingar Rússa sem segja málum vera öfugt farið. Skæruliðarnir, sem eru sérfræð- ingar í fjallabardögum, hafa hingað til staðist loftárásir og umsátur hersins og lögreglu eftir töku nokk- urra þorpa í óvæntri sókn um helg- ina. Unnið að útrýmingu Haft var eftir innanríkisráðherra Rússa, Igor Sergeyev, í gær að skæruliðarnir væru umkringdir og tekist hefði að stöðva liðsflutninga .til þeirra frá tsjétjenskum skærulið- um. Tíu rússneskir hermenn hafa fall- ið í tveggja vikna bardögum og segja Rússar að mannfall skærulið- anna sé mun meira. „Við vinnum að því að útrýma þeim,“ sagði Sergeyev. Vladímír Pútín, nýskipaður forsætisráðherra Rússlands, hefur sagst munu taka skjótt og örugglega á uppreisninni. Albanir með skipulagðar of- sóknir á Serbum Æðsti yfirmaður banda- rískaherliðsins í Kosovo sagði í gær að svo virtist sem ofsóknir Álbana á hendur Serbum á vernd- arsvæði hans væru bæði skipu- lagðar og kerfisbundnar. John Craddock hershöfðingi, sem fer með yfirstjórn friðargæsl- unnar í suðausturhluta Kosovo, gekk þó ekki svo langt að kenna Frelsisher Kosovo um fjölda morða og íkveikja þar að undan- fómu. Craddock sagði á fundi með fréttamönnum í Pristina að vonsviknir fyrrum liðsmenn Frelsishersins, svo og önnur öfi, hefðu átt þátt í ofbeldisverkum. „Svo virðist sem þarna sé mynstur á feröinni. Þau eru skipulögð. Þetta er meira en bara venjulegar nágrannakrytur," sagði hershöfðinginn. Stuttar fréttir i>v ísraelar skella í lás Israelar lokuðu nokkrum þorp- um Palestínumanna á Vestur- bakkanum í gær. Ibúar ísraels voru einnig varaðir við því að vænta mætti frekari árása ís- lamskra harðlínumanna. Albright fer víða Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, ætlar að bæta Marokkó, Egyptalandi og Jórdaníu á lista landanna sem hún ætlar að heimsækja í lok þessa mánaðar eða byrjun þess næsta. Þegar var ákveðið að hún færi ísraels, Sýrlands og svæða Palestínu- manna til að þoka friðarferlinu áleiðis. Til í slaginn Norður-Kóreumenn hafa lokið undirbúningi sinum fyrir að skjóta nýju langdrægu flugskeyti sem gæti náð til Alaska og Hawaii. Mannrán í Líberíu . Bretar reyna hvað þeir geta að fá íjóra Breta og tvo aðra Vestur- landamenn leysta úr haldi mann- ræningja í Afríkuríkinu Líberíu. Lundgren í stað Bildts Bo Lundgren tekur við for- mennsku í hægriflokknum Moderáiarna í Svíþjóð af Carli Bildt, fyrrum forsætisráðherra. Lundgren nýtur yfirgnæfandi stuðnings flokksmanna. Ólöglegar prinsamyndir Danska vikuritið Se og Hor ger- ir sig sekt um lögbrot í nýjasta tölublaði sínu þar sem það birtir myndir af Friðriki krón- prins þar sem hann er í sum- arleyfí í sunn- anverðu Frakk- landi. Myndirn- ar eru teknar með aðdráttarlinsu og sýna prinsinn með 24 ára gam- alli danskri stúlku sem að sögn blaðsins er nýja kærastan hans. Varað við stríði Æðsti fulltrúi bandarískra stjórnvalda í Brussel hefur varað við því að í uppsiglingu kunni að vera viðskiptastríð Bandaríkj- anna og Evrópusambandsins vegna ákvörðunar þess síðar- nefnda að afturkalla leyfi fyrir að selja erfðabreytt matvæli. Lund- únablaðið Times greinir frá þessu í morgun. Konsúll varar við Tyrkneski ræðismaðurinn í Danmörku hefur varað foreldra við því að skipuleggja hjónabönd bama sinna. Viðvörunin kemur í kjölfar þess að 19 ára gömul dönsk-tyrknesk stúlka, var myrt af eiginmanni sínum vegna gam- alla mynda. Tyrkir fresta umræðum Tyrkneska þingið frestaði í gær umræðum og atkvæðagreiðslu um hvort veita ætti Islamska strangtrúarmanninun Necmettin Erbakan leyfi til að taka aftur þátt í stjómmálum. Clinton veitir orðu Bill Clinton Bandaríkjaforseti veitti í gær Gerald Ford, fyrrum forseta, æðsta heiðursmerki sem óbreyttum borgara getur hlotnast og bar lof á hann fyrir að binda enda á martröðina löngu sem Wa- tergate-hneykslið var. Sjö aðrir fengu sömu orðu. Lús í laxi Laxalús er á góðri leið með að eyöileggja stofn villta laxins viö vesturströnd Noregs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.