Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 Spurningin Hvað er rómantík? Guöný Jónsdóttir nemi: Bara eitt- hvað fallegt. Sigurdís Helgadóttir, 12 ára: Sitja við kertaljós. Carina Guðmundsdóttir nemi: Kertaljós og kampavín. Elin Þorleifsdóttir nemi: Kertaljós og rauðar rósir. Hildur Ármannsdóttir nemi: Notaleg stund með kertaljósi. Sindri Einarsson laganemi: Það er eitthvað sem veldur hrifningu og hefur sjarma. Lesendur Langur laugardag- ur á Laugavegi - hvers vegna ekki alla laugardaga? „Hvers vegna gerist þetta ekki alla laugardaga, jafnvel sunnudaga líka?“ spyr bréfritari. A löngum laugardegi á Laugavegi Gunnar Guðjónsson skrifar: Það var auglýstur „langur laugar- dagur á Laugavegi" í flestum fjöl- miðlunum fyrir síðustu helgi. Lang- ur laugardagur - ef einhver skyldi ekki vita - þýðir að verslanir á Laugaveginum í Reykjavík eru opn- ar frá morgni til kl. 17 eða 18 þann dag. í góðu veðri, eins og við feng- um í Reykjavík, þýddi líka að fjöl- menni var i götunni og það var mik- ill ys og þys og fólk virtist almennt vera mjög ánægt að geta fengið sér göngutúr þarna, skroppið inn í verslun við og við til að skoða, kaupa og spá í hlutina. Og á Lauga- veginum hitti maður fólk sem ann- ars hefur ekki verið í kallfæri lang- tímum saman og það var stoppað og rætt saman. Þetta var sem sé einn allsherjar góðviðrisdagur eins og þeir gerast bestir í borginni. Ég var líka staddur í Kringlunni þennan sama dag, á milli kl. 14 og 15. Þar var líka troðfullt af fólki sem var í verslunarhugleiðingum. Mikiö af hjóna- eða sambýlisfólki, ungu og eldri borgurum. Það var sama sag- an þama. Fólk virtist kunna vel að meta þennan afgreiðslutíma á laug- ardegi. Þegar maður sér slíka örtröð fólks við þessar aðstæður hvarflar að manni að á íslandi hljóti að búa mun fleiri en þessi 260 þúsund sem oftast er haldið fram. - Vitandi að það var líka urmull fólks í Smára- verslununum í Kópavogi, á Akur- eyri, í Keflavík, auk alls þess mikla fjölda sem lá og flatmagaði á sólar- stöðum hérlendis og erlendis. En það er þetta með þennan „langa laugardag" í Reykjavík, bæði á Laugavegi og t.d. í Kringlunni og víðar þar sem fólk sækir í að heim- sækja í verslunarerindum. Hvers vegna gerist þetta ekki alla laugar- daga, jafnvel sunnudaga líka? Er svarið það eitt að verslunarfólk verði nú einhvem tíma að fá sin frí? Auðvitað tekur engin mark á slík- um svömm. Það er langt síðan ein- hvers konar vaktaform komst á hjá verslunarfólki, a.m.k. í stórmörkuð- um. Og ekki dettur manni í hug „þrælahald" hjá verslunarfólki þar sem þetta er alsiða í flestum borg- um nágrannalandanna. Þar notar fólk einmitt helgardagana eða ann- an þeirra til að skoða sig um í versl- unum og kanna verð og gæði hlut- anna, þar sem virkir dagar em ekki á lausu til að fara saman í slíkra leiðangra. Hvers vegna ætti þetta ekki að geta verið líka hér á landi? Þaö er staðreynd að jcifnt vetur sem sumar er mikil örtröð fólks þar sem versl- anir em opnar á laugardegi, ekki bara til kl. 12 eða 14, heldur til kl. 17 eða 18. Það sýnir sig líka að góða veðrið setur ekki hömlur á fólk að sinna þessum erindum. íslenska vatnið Einari Ingvi Magnússon skrifar: Þegar ég kom heim til íslands eft- ir langa dvöl erlendis gerðist ég drykkfelldur mjög á hið íslenska bergvatn. Þessi unaöslegi svala- drykkur fæst frítt úr kaldavatns- krönunum hér á landi og er eðal- drykkur í flokki dýmstu veiga. Fyrstu dagana drakk ég stíft og handlék vatnsglasið um leið og ég virti fyrir mér þessa tæm lind með lífsvatni hinnar íslensku náttúm. Mér blöskraði að fólk valdi sér frek- ar gosdrykki, kaffi eða bjór þegar þorstinn bankaði upp á. Ég hef reynt að halda mig við bergvatnið tæra á meðan ég hef dvalið hér á landi því slíkan drykk fær maður ekki á menningarstöðum erlendis. Það gerðist þó um daginn að ég freistaðist til að kaupa mér flösku af gosdrykk. En þegar ég las innihalds- lýsinguna missti ég alla löngun. Það sem ég var að súpa reyndist vera; litarefni, þráavcimarefni, rotvamar- efni, bindiefni, bragðefni, sýra, syk- ur og kolsýrt vatn með 6% appel- sínusafa. Ég lauk ekki úr flöskunni. Ég hefði að vísu getað keypt mér íslenskt bergvatn með matarsóda og kolsýru á kr. 115 hálfan lítra en ég vissi að ég fengi betra vatn úr kran- anum heima. Frábær mynd um Persaflóastríðið Alvarleg veikindi komu upp hjá hermönnunum í Persaflóastríðinu og voru þau rakin til efnavopna sem írakar beittu gegn andstæðingum sínum. Ragnar skrifar: Ekki veit ég hvort þeir eru marg- ir eöa fáir sem notfæra sér þessar nýju sjónvarpsstöðvar, en þær em orðnar allmargar og fjölbreyttar. Ég er einn þeirra sem keyptu sér mót- tökuloftnet (svokallaðan ,,disk“) á þakið til að geta náð sjónvarpsefni frá gervihnettinum Astra 1. Þar er um auðugan garð að gresja frá breskum og þýskum sjónvarps- stöðvum. Og ekki þarf að taka fram að þetta sjónvarpsefni er öllum að kostnaðarlausu. Ríkissjónvarpið er flestum ófullnægjandi, en margir eiga þess ekki kost að sjá neitt ann- að, því miður. Nú em eins og áður sagöi komn- ar fleiri innlendar sjónvarpsstöðv- ar, þar á meðal er ein rásin frá Hall- mark, sem sýnir alveg frábærar kvikmyndir, og þó ekki gamlar. í vikunni var sýnd þar ný leikin mynd um Persaflóastríðið. Myndin var í tveimur hlutum og voru þeir sýndir hvor á eftir öðmm. í mynd- inni var lýst aðdraganda stríðsins og hvemig liflð gekk fyrir sig í tveimur fjölskyldum sem áttu her- menn sem sendir voru til Persaflóa- svæðisins. Alvarleg veikindi komu upp hjá hermönnunum og voru þau rakin til efnavopna sem írakar beittu í stríðinu. Veikin lamaði margan her- manninn er heim kom og létust nokkrir þeirra. Málið fór fyrir bandaríska þingið og var rakið lið fyrir lið. Það sem út úr rannsókn- inni kom staðfesti að írökum höföu veriö seld efni sem þeir síðar not- uðu til að framleiða efnavopn er þeir svo beittu í Persaflóastríöinu. Mynd þessi var einstaklega vel gerö og leikin. Svona myndir og aðrar sem sýndar eru undir merki Hall- marks sjást afar sjaldan í Sjónvarp- inu. Það gerir sjónvarpsdagskrá Ríkissjónvarpsins að þriðja flokks sjónvarpsstöð. Heimilislæknar og sérgreina- læknar Sent frá Félagi íslenskra heim- ilislækna: Að gefnu tilefni vill stjóm Fé- lags íslenskra heimilislækna taka eftirfarandi fram. Stjóm félagsins styður heils hugar fijálsan rekst- ur og um hreinar dylgjur er að ræða þegar sagt er að formaður félagsins, Katrín Fjeldsted, hafl staðið á móti slíku. Þvert á móti rekur félagið kæramál fyrir Sam- keppnisstofnun til að knýja á um rétt til sjálfstæðs reksturs. Mis- skUningur er hins vegar að heim- ilislæknar sækist almennt eftir að komast inn í hóp svokallaðra sjálfstætt starfandi heimUis- lækna sem eru heimUislæknar sem hafa gert sérsamning við rík- ið. Hið rétta er að heimUislæknar fara fram á að geta gert sambæri- lega samninga um frjálsan rekst- ur og aðrir sérgreinalæknar hafa gert en þar er átt við samninga L.R. og T.R. Norskar bú- vörur hingað? Sigfús skrifar: Þótt fréttir hermi að nú standi tU að semja við Norðmenn um af- nám eða lækkun hrossatoUa og í staðinn eigum við íslendingar að fá landbúnaðarafúrðir frá Noregi dettm- mér ekki í hug að svo verði. Hvorki norskar né annarra þjóöa búvörur verða fluttar hing- að til lands á næstu ámm, jafnvel ekki á næstu áratugum. Slíkar em heljargreipar þeirra sem ráða í landbúnaðarkerfinu hér á landi að almenningur, sem feginn vUdi eiga aðgang aö fjölbreyttari bú- vörum, að maður tali nú ekki um ódýrari, á enga von tU þess að sá dagur renni upp. Það er sífeUt tal- að um þessi mál og að losa eigi um höftin og einn og einn inn- flytjandi reynir á kerfið, en feUur aUt í baklás þegar á á að herða. Gleymum öllu frelsi í þessa vem. Vertu jákvæð, Jónína Elín Guðjónsdóttir hringd: Mér hefði ekki dottið í hug, eft- ir aö hafa lesið bráðskemmtUegt og um leið fróðlegt viðtal við hana Jónínu okkar Benediktsdótt- ur, þessa hraustu og aðdáunar- verðu athafnakonu, að hún um- tumaðist svona. gjörsamlega svo að segja daginn eftir. En eftir aö hafa hlustað á morgunútvarp Bylgjunnar og svo lesið grein hennar í Morgunblaðinu held ég að einhver annar en hún sjálf hafl róið ámm að því að espa Jónínu tU hafa frumkvæði í þessu írafári hennar eftir á. Ekkert sem ég las í viðtalinu í DV var þess eðlis að ekki stæðist mál, ef svo má að orði komast. Ég segi því: Vertu já- kvæö, Jónína, og láttu ekki svona eftir aUt sem þú ert búin aö af- reka. Ný forusta VSÍ lofar góðu Birgir hringdi. Ég lít með tilhlökkun tU þess tíma þegar samningai- verða end- urnýjaðir á vinnumarkaðinum, og sem að líkindum verður fyrir næstu áramót. Ég hef trú á að hinir nýju og tUtöluega ungu menn verði mun skynsamari og beiti nýjum og fljótvirkari aðferð- um tU að ná saman við launþega- samtökin en hinir gömlu og að ég vU segja stöðnuðu forsprakkar VSÍ virtust vera. Vinnustaða- samningar eru t.d. eitt af því sem ætti að brydda upp á. Vonandi verður forysta launþegasamtak- anna þess fýsandi að ræða ný- breytni í þessum efnum. Eitt er víst; svokölluð „þjóðarsátt" verð- ur ekki endurnýjuö með neinum hætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.