Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 15 Flutningar til útlanda: Lífið I nýju landi Að ýmsu er að hyggja þegar flutt er til útlanda, hvort sem er til fram- búðar eða til tímabundinna starfa eða náms. Auk búslóðar og ýmissa hluta sem nauðsynlegir eru í dag- lega lífinu, eins og fatnaðar, snyrti- vara o.fl., þurfa alls kyns pappírar aö vera í lagi áður en haldið er af stað. Hér á eftir er nokkurs konar minnislisti sem gott er að hafa bak við eyrað ef ætlunin er að dveljast í útlöndum um lengri tíma. Góður undirbúningur Áður en lagt er af stað er mikil- vægt að athuga vel hvort vegabréf allra í fjölskyldunni séu í gildi. Ef endumýja þarf vegabréfin er mikil- vægt að gera það tímanlega því af- greiðslutími á nýju vegabréfi er um tíu virkir dagar. Vegabréf fyrir fólk á aldrinum 18-66 ára kostar 4600 krónur en sé fólk seint á ferðinni getur það sótt um skyndiútgáfu vegabréfs en það er 100% dýrara en venjulega vegabréfið og kostar því 9200 krónur á mann. Fjármálin verða að sjálfsögðu öll að vera í lagi áður en haldið er af landi brott. Gangið frá öllum reikn- ingum og öðru sem þarf að borga áður en flutt er úr landi og látið vin eða ættingja sjá um að borga og ganga frá þeim reikingum sem gætu komið eftir að þið emð komin utan. Greiðslukortin þurfa að sjálf- sögðu einnig að vera í lagi og því er mikilvægt að þau renni ekki út meðan á dvölinni í útlöndum stend- ur (ef ekki er ætlunin að fá sér greiðslukort úti). Gangið úr skugga um að kortin séu í gildi, þau sé hægt að nota í nýja búsetulandinu Að ýmsu er að hyggja þegar flutt er til útlanda. ef þið hyggist ekki taka leigubíl. Það er oft mun ódýrara að panta slíka þjónustu fyrirfram, t.d. hjá lestar- eða rútufyrirtækjum. Hvað á að taka með? Það er ýmislegt sem þarf að vera með í handraðanum þegar haldið er af landi brott annað en búslóðin. Ýmis mikilvæg skjöl og skilríki eiga mun frekar heima í handfarangrinum þeg- ar flutt er til nýja landsins heldur en í gáminum með bú- slóðinni. Þar má m.a. nefna vegabréf allra í tjöl- skyldunni, sem þurfa að sjálfsögðu alltaf að vera tiltæk, og einnig vegabréfsáritanirnar ef þeirra er kraflst. Ef þið þurfið ein- hverja pappíra til að komast inn í landið, svo sem staðfestingu um skólavist eða fasta vinnu, er einnig nauð- synlegt að hafa þá uppi við. Farseðlar og annað sem snýr að flugi eða akstri, t.d. lestarmiðar eða far- seðlar í rútu, þurfa einnig að vera á sínum stað. Ef þið notið einhver lyf að stað- cddri er best að hafa þau í hand- farangri og þá er nauðsynlegt að hafa með vottorð frá lækni um að þið þurfið að nota lyfin til þess að tollayfirvöld geri ykkur ekki lífið leitt. Ef þið eruð haldin einhverjum sýnOegum sjúkdómum gæti einnig verið nauðsynlegt að hafa með þær skýrslur sem sjúkdóminn varða. Að sjálfsögðu er einnig nauðsyn- legt að hafa með eitthvert reiðufé í gjaldmiðli landsins, t.d. til að nota i og að þið vitið öll leyninúmer sem fylgja kortunum. Gott er að taka ljósrit af kortunum ef þeim skyldi verða stolið eða þau týnast. Takið einnig út litla upphæð í gjaldmiðli nýja búsetulandsins og e.t.v. einhverja ferðatékka til að nota fyrstu dagana. Pappírarnir í lagi Gangið úr skugga um það hjá viðkomandi sendiráði hvort þið þurfið vegabréfsáritun í nýja land- inu. Gangið einnig úr skugga um að þið hafið alla papp- ira til þess að komast inn í landið og uppfyllið öll þau skilyrði sem stjórnvöld þar setja. Sums stað- ar þurfa ferðalang- ar að framvísa skjöliun sem sýna að þeir hafi hlotið skólavist í landinu eða hafi þegar feng- ið fasta vinnu. Athugið hvort þið þurfið að hafa ein- hver læknisvottorð eða sjúkraskýrslur meðferðis og hvort þið þurfið að fá eitt- hvað þýtt yfir á tungumálið sem er talað í nýja landinu. Hafið einnig með einhveijar birgðir (þó ekki of miklar) af þeim lyfjum sem þið þurfið að nota þar til þið hafið fengið heimilislækni í nýja land- inu. Ef þið hafið ekki þegar fengið húsnæði er einnig nauðsynlegt að gera einhverjar ráðstafanir svo þið lendið ekki á götunni fyrstu nóttina í nýju landi. Munið einnig eft- ir að panta flugfarið og gangið úr skugga um að allar dagsetn- ingar varðandi brott: för og komu séu rétt- ar. Gerið einnig ráð- stafanir varð- andi akstur frá flug- vellin- u m myntsíma eða til að nota á flugvell- inum og öll þau greiðslukort sem hægt er að nota. Það getur einnig verið gott að taka með eitthvert nesti handa börn- unum, regnhlíf og léttar yfirhafnir ef farið er til landa þar sem veðrið getrn- breyst snögglega. Auk þess getur verið gott að taka með sér lítinn straumbreyti ef raf- kerfið er öðruvísi í nýja landinu en hérlendis til að nota fyrstu nóttina áður en þið komið ykkur endanlega fyrir. Hress á áfangastað Að lokum fylgja hér nokkur góð ráð til að koma í veg fyrir flug- þreytu þannig að þið verðið hress þegar til áfangastaðar er komið og tilbúin að takast á við lífið í nýju landi. Til að koma í veg fyrir flug- þreytu, einbeitingarleysi og minnistap sem henni fylgir er gott að hafa eftirfarandi ráð í huga: a) Neytiö ekki fæðu sem inniheldur koffin, s.s. kóladrykki, kaffi, svart te og súkkulaði, fyrr en líkaminn hefur aðlagast nýjum aðstæðum, venjulega eftir 1-2 daga. b) Takmarkið eða sleppið alveg neyslu áfengis á meðan á ferðalag- inu stendur og fyrst á eftir. c) Drekkið mikið af vatni. Flugferð- ir geta þurrkað upp líkamann. d) Borðið prótínrika fæðu á morgn- ana til að ná upp þreki og kolvetn- isríka fæðu á kvöldin til að hjálpa ykkur að sofna. e) Notið rakakrem óspart til að koma i veg fyrir að húðin þorni óeðlilega mikið upp. Þá er bara að bretta upp ermar og takast á viö lífið í nýju og spenn- andi landi. -GLM Búslóðaflutningar: Að ýmsu að hyggja Búslóðaflutningar til útlanda vaxa mörgum í augum því þeir kosta sitt og að ýmsu þarf að hyggja. Bæði Eimskip og Samskip bjóða sérhæfða búslóðaflutninga- þjónustu fyrir þá sem eru að flytja af landi brott eða til landsins þar sem hugað er að þörfum hvers og eins. Að sögn Hönnu Hauksdóttur, búslóðafulltrúa hjá Eimskip, 'er allur gangur á því hvað fólk tekur með sér til útlanda. „Sumir taka með sér alla búslóðina, sérstak- lega ef þeir eru að fara til að vinna, en aðrir, t.d. námsmenn, taka minna með sér.“ Hanna segir að öll venjuleg búslóð megi fara í gámana en fólk verði að athuga að gámarnir eru ekki einangraðir og því verði að taka tillit til veðurs á áfangastað, t.d. ef fólk flytur stór blóm á milli landa. Hjálmar Diego hjá Samskipum tekur undir það að fólk geti tekið alla hefðbundna búslóð með sér, þar með talin rafmagnstæki og tölvur. Hann bendir fólki hins veg- ar á að athuga vel hvort leyfilegt sé að flytja blóm inn til landsins, ef sú sé ætlunin, því það sé bann- að í smnum löndum, t.d. í Noregi. Flutningsskjöl Ætlast er til að sendandi sjái sjálfur um pökkun, merkingu og tryggingu búslóöarinncir. Brýnt er að sendandinn geri ítarlegan lista yfir alla búslóðina á ensku eða á tungumáli þess lands sem flutt er til. Eindregið er mælt með því að fólk tryggi búslóðina sérstaklega á meðan á flutningum stendur. Trygg- ingariðgjald er 1% af áætluðu verð- mæti búslóðarinnar. Fylla þarf út ýmis skjöl áður en nokkuð er sent, hvort sem heill gámur er fylltur eða einungis fáir hlutir sendir. Þar er fyrst að nefna áðumefndan pakkalista meö ná- kvæmri innihaldslýsingu, flutnings- fyrirmælum, þ.e. hvort aka eigi bú- slóðinni heim að dyrum, o.s.frv., tryggingarbeiðni ef tryggingar er óskað og tollskýrslu. Hvað kostar að til útlanda Verðflokkar Hjá Eimskip kostar rúmmetrinn í gámi 6700 krónur (miðað við gám sem fer til Danmerkur), heill 20 feta gámur kostar 115 þúsund krónur og 40 feta gámur 170 þús- und krónur. Lágmarksverð við búslóðaflutninga til Dan- merkur er 10.050 krónur (1,5 rúmmetrar) og flutn- ingur á fólksbifreið kost- ar 49.000 krónur. Sé mið- að við búslóð sem fer til Bandaríkjanna með Eim- skip kostar rúmmetrinn 11.578 krónur (miðað við gengið 72,36), 20 feta gám- ur 166.428 krónur, 40 feta gámur 217.080 krónur. Lágmarksverð er þá 23.155 krónur (2 rúmmetrar) og flutning- ur á fólksbíl kostar 66.933 krónur. Hjá Samskipum kostar rúmmetr- inn (einnig mið- að við gám til Danmerkur) 6500 krónur, 20 feta gámur 113 þúsund krónur og 40 feta gámur 165 þúsund krónur. Lágmarksverð við búslóðaflutn- inga til Danmerkur með Samskip- um er 9750 krónur (1,5 rúmmetr- ar) og flutningur á fólksbíl kostar 45.000 krónur. Sé miðað við búslóð sem fer til Bandaríkjanna með Samskipum kostar rúmmetrinn 12.301 krónu, 20 feta gámur kostar 173.664 krón- ur og 40 feta gámur 224.316 krón- ur. Lágmarksverð vegna búslóða- flutninga til Bandaríkjanna er 49.205 krónur (miðað við 4 rúmmetra). Ekki er gefið upp sér- stakt verð á fiutningi bíls til Bandaríkjanna hjá Samskipum. Að sögn Hjálmars Diego hjá Sam- skipum er afar sjaldgæft að fólk flytji bíla sína til Bandaríkjanna þar sem mjög ódýrt er að leigja bíla þar. Gera má ráð fyrir að flutningar á búslóð til annarra Evrópulanda taki um 5-7 daga en flutningur til Ameriku taki *Os % °Oo '°00 «5(8» ^ ^ Rúmmetraverð 20 feta gámur 40 feta gámur Lágmarksverð Flutningur á fólksbíl m i v> fi) s um daga. 10-12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.