Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 13 Hér skjátlast Goethe - úrskurður fyrir Laugaveg 53 b Nýlega er fallinn úrskurður hjá Úr- skurðamefnd skipu- lags- og byggingar- mála þar sem fellt er úr gildi byggingar- leyfi fyrir Laugaveg nr. 53 b. Meðal atriða sem úrskurðarnefnd- in tekst á við er hvort bílgeymsla undir hús- inu skuli teljast opin eða lokuð. Við lestur úrskurðarins kom mér í hug þessi gamla saga: Hér skjátlast Goethe. Þjóðverjar eru mestu ritskýrend- ur í heimi. Þegar kemur út bók í Þýska- landi, kemur gjaman út önnur fljótlega og er þá skýring- ar við þá fyrri. Goethe segir í sjálfsævisögu sinni frá ungri stúlku sem hann kynntist á lífs- leiðinni og segir: „Þessa stúlku elskaði ég mest allra kvenna í mínu lífi.“ Um þetta segir ritskýr- Kjallarinn Guðm. G. Þórarinsson verkfræðingur andinn: „Hér skjátl- ast Goethe, hann elskaði Maríu meira.“ Þetta hefur að vonum þótt há- mark allra ritskýr- inga. Opið bílskýli. Úrskurðarnefndin kemst að þeirri nið- urstöðu að bíla- geymsla undir bygg- ingunni sé ekki opin. Bílgeymsla er annað- hvort opin eða lokuð. Þar er ekki um fleiri kosti að ræða. Opin bílageymsla telst ekki með í nýtingarhlut- ““falli lóðar samkvæmt skipulagsreglugerð. Úrskurðar- nefndin telur að jafnvel þó bíla- geymslan kunni að falla undir skilgreiningu á opnu rými sam- kvæmt opinberri reglugerð, þá sé sú reglugerð með stoð í lögum um fjöleignarhús og ekkert sem segi að hún eigi við þegar nýtingar- hlutfall er reiknað. Þetta er athygl- isverð fuflyrðing. En einnig era ákvæði í reglu- gerð um fasteignaskráningu og fasteignamat þar sem þess er kraf- ist að öll mannvirki skuli skráð „Hinn almenni borgari hefur ekki annaö aö styöjast við í máli sem þessu en opinberar reglugeröir og opinbera skráningu mann■ virkja. Erfítt er að fóta sig á því hvað úrskurðarnefnd kann að fínnast. “ samkvæmt þessum reglum. Þetta þýðir einfaldlega það að Fasteigna- mat ríkisins, sem samkvæmt lög- um annast skráningu allra fast- eigna í landinu, mundi skrá um- rædda bílageymslu sem opna og það gera allir byggingarfulltrúar í landinu enda eru reglurnar gefnar „Mat í þeim dúr sem úrskurðarnefndin setur fram getur hæglega leitt til þess að bílskýli sem væri talið opið i Reykjavík væri talið lokað á Akureyri." út í nafni FMR og byggingarfull- trúa. Hvað þýðir hugtakið opið bíl- skýli? Bílskýli er rými. Opinberar reglugerðir skilgreina hvað er opið rými og þar með hvað er opið bílskýli. Um aðrar skilgreiningar ------------1 er ekki að ræða. Allir opinberir aðilar mundu skrá umrædda bílageymslu sem opna. En úrskurð- arnefnd getur ekki fallist á að þetta sé opin bíla- geymsla. Nefndin freistar þess ekki að skilgreina hvað er opið bíl- skýli, henni finnst þetta ekki vera opið bílskýli. Hér skjátlast... Hinn almenni borgari hefur ekki annað að styðjast við í máli sem þessu en opinberar reglugerð- ir og opinbera skráningu mann- virkja. Erfitt er að fóta sig á því hvað úrskurðarnefnd kann að finnast. Einum finnst annað en öðram. Mat í þeim dúr sem úr- skurðarnefndin setur fram getur hæglega leitt til þess að bílskýli sem væri talið opið í Reykjavík væri talið lokað á Akureyri. Eða úrskurður farið hreinlega eftir því hverjir væru í sumarfríi þegar ákvörðun er tekin. Þannig er ekki unnt að vinna, skilgreiningar reglugerða verða að gilda. Sjálfur er ég í þeirri einkenni- legu stöðu að hafa unnið að samn- ingu reglugerðarinnar og þar með skilgreiningu opinna rýma, kenni ákvæði hennar á námskeiðum sem veita réttindi til notkunar hennar, sem próf og skrifa undir einkunna- spjöldin. Ef umrætt bílskýli væri dæmt lokað, eru viflur í öllum eignaskiptasamningum þar sem sambærileg tilvik eru, og gerðir hafa verið á grundvelli reglugerð- arinnar og hlutfallstölur því rang- ar. Það er alvarlegt mál. Mér flnnst úrskurðamefndi vera að segja mér að ég hafi misskilið reglugerðina sem ég samdi ásamt fleirum, kenni og prófa úr. - Hér skjátlast Goethe. Guðmundur G. Þórarinsson Jón Baldvin til forystu Það var ánægjuefni þegar ís- lenskir jafnaðarmenn buðu sam- eiginlega fram í síðustu alþingis- kosningum. Eftir áratuga samein- ingartilraunir varð sá draumur að veruleika að jafnaðarmenn á ís- landi buðu fram undir einu nafni. Árangurinn varð hins vegar langt frá því sem viðunandi getur taiist. Það sem skýrir annars ófarir Sam- fylkingarinnar er að um var að ræða kósningarbandalag en ekki flokk. Það er ekki líklegt til árangurs að fjórir flokkar bjóði sameiginlega fram. í stað þess að kjósa með lýðræð- islegum hætti um það hver stefnu- málin eigi að vera þarf að semja um þau á milli flokk- anna, en við slíkar aðstæður er aldrei hægt að koma fram með trúverð- uga stefnu. Hefði Samfylkingin verið flokkur... Þetta var einmitt vandamálið sem Samfylkingin átti við að etja í síðustu alþingiskosningum. Ef Samfylkingin hefði verið flokkur fyrir síðustu kosningar hefði hún ekki þurft að ganga þá rauna- göngu sem hún þurfti að gera. Bú- ast má við að landslag stjómmál- anna liti öðruvísi út í dag ef flokk- ur en ekki bandalag hefði boðið fram. í stað þess að tveir hægri flokkar stjómi nú landinu væru töluverðar líkur á að Samfylking- in væri með lyklavöldin að forsæt- isráðuneytinu. Þrátt fyrir þær ófarir sem jafnaðarmenn hafa gengið í gegnum að undanfómu er ekki ástæða til þess að örvænta, heldur að sópa grunn og hefja bar- áttuna á nýjan leik. Þess vegna þarf nú að stíga næsta skref og stofna flokk sem verður vonandi gert á næstu miss- erum. I kjölfarið þarf að kjósa nýja forystusveit og útfæra stefnu flokksins. Sökum þessa standa ís- lenskir jafnaðarmenn nú á tíma- mótum. Þeir þurfa að gera upp við sig hveijir skuli leiða flokkinn og koma sér saman um áherslur og baráttuað- ferðir. Þó að þetta ger- ist með lýðræöisleg- um hætti er ljóst að sá sem gegnir for- mennsku verður áhrifamikill í stefnu- mótuninni. Þegar leiðtogi verð- m- valinn standa jafn- aðarmenn frammi fyr- ir tveimur kostum. Á leiðtoginn að vera maður sem aðhyllist áherslur frjálslyndrar jafnaðarstefnu, svo sem markaðsbúskap, frjálsa verömyndun, skýran eignarrétt, takmörkuð ríkisaf- skipti og alþjóðavæð- ingu eða á hann að trúa á miðstýr- ingu og ríkisforsjá. Úrræðagóður hugsjónamaður Ljóst er að fijálslyndisstefnan er í takt við nútímann og því hljóta íslenskir jafnaðarmenn að leggja áherslu á frjálslyndan forystu- mann. Jón Baldvin Hannibalsson hefur hvaö tíðast verið nefndur til að taka að sér þetta hlutverk. Ástæðan er einföld; hann er með hæfari mönnum sem gegnt geta þessu hlutverki. Jón Baldvin er frjálslynd- ur maður sem leggur megináherslu á markaðsbúskap, al- þjóðavæðingu og að menn njóti sannmæl- is. Hann hefur ótví- ræða forystuhæfi- leika. Jón Baldvin býr yfir persónutöfrum sem gera honum kleift að hrífa fólk með sér og koma stefnumálum sinum á framfæri. Hann ber ágætis skyn- bragð á samferða- menn sína og þann eiginleika að virkja og ná því besta fram í fólki. Jón er vel menntaður með víðtæka starfsreynslu, bæði heima og erlendis. Hann hefur ágætan skilning á hagsmunamálum þjóð- ar sinnar og er úrræðagóður við lausn ýmissa vandamála. Jón Baldvin er enn fremur hugsjónar- maður sem hefur eldmóð, kjark og áræði. Jón Baldvin er bæði fórn- fús og heiöarlegur. Jón Baldvin Hannibalsson er því eindregið hæfasti maðurinn til að gegna for- mennsku jafnaðarmanna. Jón Ragnars „Ijóst er að frjálslyndisstefnan er í takt við nútímann og þvi hljóta íslenskir jafnaðarmenn að leggja áherslu á frjálslyndan forystu- mann. Jón Baldvin Hannibalsson hefur hvað tíðast verið nefndur til að taka að sér þetta hlutverk.“ Kjallarinn Jón Ragnars stjórnmálafræðinemi og er í Sambandi ungra jafnaðarmanna Með og á móti Hafa stjórnvöld sofiö á veröinum í El Grillo-málinu? Olíubirgðaskipið El Grillo liggur á 45 metra dýpi á botni Seyðisfjarðar og hefur verið þar síðustu áratugi. „Tif- andi tímasprengja" sagði einn kafar- anna sem skoðuðu skipið á dögunum um það og hið stórfelida umhverf- isslys sem af gæti hlotist ef farmur þess, 1500 til 3000 tonn af olíu, fer út í sjóinn. Það mun gerast fyrr eða síðar ef ekkert verður aðhafst en sem betur fer lítur nú svo út fyrir að stjórnvöld séu að átta sig á alvöru málsins og grípi til aðgerða. Stjórnvöld hafa lokað augunum „Já, ég held ég verði að játa það að mér finnst stjórnvöld hafa sofið á verðinum og verið heldur værukær í þessu máli. Menn hafa vitað af skipinu þarna á botninum all- an þennan tíma og sú staðreynd verið ljós að ein- ólafur slgurðssoI1) hvern timann bæjarstjón á Seyó- læki þessi olía l8flrö1- út. í gegnum árin hefur heilbrigðisfulltrúinn hér á staðnum margsinnis sent er- indi til Hollustuverndar pg hún fylgt því eftir í kerfinu, inn í heil- brigðisráðuneytið meðan það hafði umsjón með þessum málum en síð- ar umhverfisráðuneytið. Ekkert hefur þó verið aðhafst og stjórn- völd hafa lokað augunum fyrir vandanum. Núna loksins virðist eitthvað vera að fara að gerast og viðbrögðin nú eru ágæt. Ég vona að málið stoppi ekki héðan af. Næsta stig er það sem gera hefði átt fyrir tíu árum. Kafað verður niður að flakinu, þykkt járnsins mæld og mengunin stöðvuð með einhverjum hætti. En það er kostn- aðarsöm aðgerð og aöeins bráða- birgðalausn sem sveitarfélagið ætl- ar ekki að takast á hendur. Það er ríkisins að sjá um að málinu verði fylgt eftir alla leið. Það fékk greidd- ar stríðsskaðabætur til að stemma stigu við vandamálum af þessu tagi og eðlilegt að það sjái til þess að málið verði leyst farsællega og á varanlegan hátt.“ Betri möguleiki nú en áður „Eg hef venjulega svarað þessu svo að í fyrsta lagi þá er um mikl- ar framkvæmd- ir að ræða og meta verður ávinning í ljósi kostnaðar á meðan ekki er um bráða hættu að ræða. Menn geta tekið með- vitaða ákvörð- un, hvort sem er um að biða eða þá að ráðast í framkvæmdir. Hættan er ávallt sú að gera illt verra. Þess vegna er í mörgum tilfellum skynsamlegt að bíða þar til þekkingu og tækni fleygir fram og óneitanlega höfum við betri möguleika núna á aö fást við og leysa vandann en áður. Ég vil ekki gagnrýna stjómvöld fyrir að hafa ekki brugðist við fyrr. En núna verður að koma í veg fyrir lekann og kanna ástand flaksins svo vitað sé nákvæmlega hver staðan er.“ -fin Davíö Egilsson, dcildarstjóri meng- unarsvi&s Hollustu- verndar. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum i blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.