Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ringulreið í Rússlandi Sorglegt er að fylgjast með hraðfara hnignun Rúss- lands undir óstyrkri stjóm þekktasta drykkjurúts sam- tímans. Á nokkurra mánaða fresti rís forsetinn úr rekkju og rekur mann og annan, meðan hirð hans sjálfs og helztu braskvinir hennar ræna og mpla þjóðfélagið. Brottrekstur Stepasjíns og ráðning Pútíns felur í sér örvæntingarfulla tilraun Jeltsíns til að tryggja sér og hirð sinni sem hollastan forsætisráðherra til að varð- veita stöðu hópsins í þjóðfélaginu inn í ótrygga framtíð, án tillits til hagsmuna þjóðarinnar í heild. Kveikjan að þessum síðasta brottrekstri var stofnun kosningabandalags borgarstjórans í Moskvu og nokk- urra helztu héraðsstjóra Rússlands, sem talið er munu valta yfir fylgismenn forsetans. Hinum nýja Pútín mun ekki takast að hindra þá sögulegu nauðsyn. Hnignun Rússlands er ekki aðeins slæm fyrir Rússa, heldur heimsbyggðina alla. Vesturlönd þurfa á að halda öflugu lýðræðisríki við norðurlandamæri Kína og sam- stöðu milli vesturkristnu og austurkristnu menningar- heimanna um eflingu lýðræðis í heiminum. Því víðar sem lýðræði fer, þeim mun minni líkur eru á styxjöldum milli þjóða. Nútímasagan sýnir, að lýðræð- isríki reyna að jafna ágreining sín í milli án vopnavalds. Þau eru enn fremur heppilegasti jarðvegur markaðsbú- skapar og auðmyndunar, sem þekkist í heiminum. Vesturevrópska og norðurameríska lýðræðisbandalag- ið þarf að hlúa að veikburða lýðræði í rómönsku löndun- um í Ameríku, austurkristnu löndunum í Evrópu og Asíu, svo og í Indlandi til þess að tryggja sér bandamenn í stórum og smáum atriðum, sem fylgja lýðræðinu. Rússland skiptir miklu í þessari heimsmynd, því að það er höfuðríki austurkristninnar. Það gat til dæmis fengið trúbræður Rússa í Serbíu til að leggja niður vopn í Kosovo, þótt hernaðarmáttur þeirra væri nánast óskert- ur eftir loftárásir Atlantshafsbandalagsins. Þótt vestrið geti í krafti augljósrar velmegunar sinnar sogað til sín fylgi austurkristinna ríkja á borð við Búlgaríu og Rúmeníu, er miklu meiri fengur í höfuðrík- inu sjálfu, sem býr yfir öflugum kjarnorkuvopnum og teygir sig alla leið austur til Kyrrahafs. Til dæmis er mikilvægt, að helztu vopn Rússlands lendi ekki í óreiðu og finnist síðar í höndum einhvers af hinum mörgu tækifærissinnum í röðum hryðjuverka- stjóra víðs vegar um Asíu. Núverandi ringulreið í Rúss- landi eykur líkur á dreifingu ógnarvopna. Ef einhver glóra væri í stjómarfari Rússlands, væri hægt að hjálpa því til traustara lýðræðis og aukinnar vel- megunar. Því miður er stjórnarfarið á vegum Jeltsíns forseta með þvílíkum endemum, að allt fjármagn, sem út- vegað er, hverfur eins og dögg fyrir sólu. Júris Luzhkov borgarstjóri og héraðsstjóramir eru svo sem ekki fínustu pappírar, en vart er hægt að hugsa sér, að ástandið versni frá því, sem nú er. Raunar hefur lengi verið óskynsamlegt að leggja traust sitt á herðar út- brunnins róna, sem hefur gert Rússland að öreiga. Því miður er fátt hægt að gera í stöðunni. Áfram verð- ur að verja fé til að hindra, að Rússland verði gjaldþrota, og reyna á meðan að halda lífl í frjálsri flölmiðlun og öðr- um þáttum, sem varðveita von um, að einhvern tíma ger- ist Rússar ábyrgir í kjörklefanum. Enn verðum við trúa, að Rússar muni um síðir ganga til sætis í hópi rótgróinna og auðugra lýðræðisríkja heims og leggja lóð sitt á vogarskál þeirra. Jónas Kristjánsson FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 „Þegar útlendingar koma til landsins eru þeir oftast spurðir: „How do you like lceland"? (Hvernig geðjast þér að landinu?) Aðspurður getur tæpast lýst viðhorfum sínum nema á jákvæðan hátt.“ - Frá fréttamannafundi á Hótel Sögu með Vaclav Havel, forseta Tékklands. Seint koma sælir Þegar útlendingar koma til landsins eru þeir oftast spurðir: „How do you like Iceland?" Að- spurður getur tæpast lýst viðhorf- um sínum nema á jákvæðan hátt. Stundum er sagt að fólk sé vin- gjamlegt. Þannig hefur margur landinn kreist fram eigin imynd um land og þjóð; kennir þar oft samblands minnimáttarkenndar, drýldni og stolts ef ekki sjálfum- gleði. Upphefðin kemur að utan Fyrir nokkrum áratugum átti íslendingur að fá að leika í kvik- myndinni Ferðin til miðju jarðar eftir Jules Verne en sú för hefst í Snæfellsjökli. íslendingur var fenginn til að leika en annað stór- menni í hópi leikara var James Mason. Myndarinnar var beðið i ofvæni; þegar hún birtist á hvíta tjaldinu mátti sjá leikarann Peter Ronson í hlutverki íslensks sveita- manns og fékk hann meira að segja að kalla á bjöguðu máli á gæsina sina Görtrud. Það var sem heimssöngvarinn úr Brekku- kotsannál væri endurfæddur. Glöggt er gests augað Þjóðverjinn K. Maurer þjóðrétt- arfræðingur var einn af fjölmörg- um erlendum fræðimönnum sem lögðu leið sína til íslands á síðustu öld (1858). Eins og margra þýskra er háttur gekk hann mjög ítarlega til verks og undirbjó sig í marga mánuði fyrir ferðina. Hann lýsti því sem fyrir augu bar af ná- kvæmni og góðvild, þótt honum blöskraði drykkjuskapur, sérstak- lega hjá prestum og embættis- mönnum. Enn fremur þótti hon- um nóg um sóðaskapinn. En hann heillaðist af hinum fomu fræðum og þekkingu einstakra manna. Þegar Maurer lagði af stað í fyrstu ferð sína um landið seink- aði brottför um tvo tíma vegna þess að íslenskur fylgdarmaður hafði ekki trússhestana tilbúna. „Akveðið seinlæti og gætni í ákvörðun- um og framkvæmd er íslendingum eig- inleg.“ Seint koma sælir, er uppáhalds- máltæki þeirra. „Að hluta til má skýra þetta seinlæti, sem þegar á fyrri tíð var lagt íslendingum til lasts, með ástandi lands og þjóðar.“ Einangrun og sjálf- stæði bæjanna, svo og efnahagsástand sem ekki stjómast af „time is money“, taldi hann hafa þau áhrif að menn láti „Á síðustu árum hefur landinn eins og kunnugt er beinlínis sprungið út og er nú annálaður ráptuðrulýður sem sprangar um erlendar verslunargötur og sól- arstrendur veifandi peningum í oflátungshætti sínum. “ Kjallannn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur allt danka. „Þetta er síðan í hróp- andi ósamræmi við þann járnvilja sem menn sýna þegar þeir hafa hrist af sér doðann." Hann brydd- aði upp á nýjungum í atvinnu og fannst nóg um sinnuleysi lands- manna sem voru í fjötrum fornra búskaparhátta. Augu listamanns Englendingurinn W.G. Coll- ingwood, rithöfundur og listmál- ari, var hér á ferð 1897. Hann heill- aðist af hinni ljóðrænu fegurð landsins og málaði fjölmargar yndislegar vatnslitamyndir. Hann hafði glöggt auga sem listamaður og þótti Reykjavík nakinn staður og eyðilegur. Undirokun og sinnu- leysi þeirra, sem ættu aö geta stuðlað að bærilegri og uppörvandi tilveru, vora augljós. Hvar- vetna var skítur og óreiða. Hann hrósaði gestrisni fólks og víð- ast hvar var honum boðið upp á vín af ein- hverju tagi. Enginn bær er svo vesæll að ekki sé boðið upp á kafEi. Erfitt var að halda tímaáætlunum vegna þess að alls stað- ar var honum boðið inn. Eitt sinn var honum boðið að sofa í her- bergi þar sem allir höfðu reykt og spýtt á gólfið. Hann orðaði það svo að landbún- aður væri stundaður á írskan máta, þ.e. ekki væri gert meira en bráðnauðsynlegt væri. „Hér kann eng- inn að meta tíma, peninga eða íjarlægð- ir.“ Tvennir tímar Aldagamalt sinnu- og framtaksleysi alveg fram und- ir 1900 er umhugsunarefni. Sumir kenna einokun danskra um en aðrir þrælstaki fornfálegs land- búnaðar og íhaldssemi embættis- manna. Furðulegt sambland þekkingar á fomum fræðum, hjá- trúar og doða var ríkjandi. Fá- dæma úrræðaleysi í hung- ursneyðum er enn þá gáta. Maurer kvað t.d. landsmenn hafa yfirleitt andúð á öllum skelfiski. Á síðustu árum hefur landinn eins og kunnugt er beinlínis sprungið út og er nú annálaður ráptuðrulýður sem sprangar um erlendar verslunargötur og sólar- strendur veifandi peningum í of- látungshætti sínum. Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Misskilin myndlist „Yfirleitt einkennist menningarlífið hér af mikl- um metnaði. Flestar greinar menningarlífsins em reknar af myndarbrag..Hins vegar má spyrja, hvort okkur hafi tekizt að nýta þessar grunneining- ar nægilega vel. Það er mismunandi eftir listgrein- um en þeir era áreiðanlega margir, sem hafa áhyggj- ur af stöðu myndlistar á íslandi um þessar mundir... Ein af ástæðunum er vafalaust sú aö almenningur hefur gersamlega misst yfirsýn yfir það, sem er að gerast í myndlist á íslandi, og skilur ekki þróun myndlistarinnar nema að takmörkuðu leyti.“ Úr forystugrein Mbl. 11. águst. Ríkisútvarpið að gliðna? „Löggjafans bíður nú það mikilvæga verkefni að ákvarða í grandvallaratriðum hvaða hlutverki Rík- isútvarpið eigi að gegna á komandi áram og hvaða skilyrði því verði búin til að ná þeim markmiðum sem lög mæla fyrir... Ef Alþingi er ekki reiðubúið að skilgreina hlutverk Ríkisútvarpsins upp á nýtt eða treysta hin fjárhagslegu skilyrði til reksturs þess eins og hann er nú í megindráttum, mun eitthvað undan láta fljótlega. Stytting dagskrár og kerfisbund- in fækkun starfsmanna því samfara eru þá nærtæk- ust úrræði að grípa til og þau sem skila nærtækust- um árangri til lækkunar útgjalda." Markús Örn Antonsson í viðtali í Viðskiptablaðinu 11. ágúst. Stjórnmálaforingjar til bráðabirgða „Sá tónn er og hefur verið í umræðunni um for- ustumál Samfylkingarinnar að allir núverandi for- ingjar séu til bráðabirgða þar til einhver óskilgreind ný forasta kemur fram á sjónarsviðið. Að þeirra dag- stimpill renni út fyrr en varir. Stjórnmálaforingja með dagstimpil skortir alla vigt. Hins vegar hefur ekki komið ffarn nein augljós hjálparsveit nýrra for- ingja... Því er löngu orðið tímabært að núverandi forustumenn Samfylkingarinnar hristi af sér dag- stimpilinn og kveði sér hljóðs í foringjaslag." Birgir Guðmundsson í pistli sínum í Degi 11. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.