Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 33 £ rð N u & co co 3 Ö> u 3 co co • H o G :Q •H ^cö Ö> O cd co ^rH •fH tj) tJ) • rH co Myndasögur Mér^datt það| , I hug. Þe / vegna Ikeypti ég4 hana! AJItaf eru þær eins. Þær gera allt sem þær geta til að falla manni í geð! Finnst { þér það ekki. Siggi?' V" Veiðivon Guðni Þór og Ólöf Rún Skúlabörn með fallegar bleikjur sem veiddust fyrir fáum dögum en bleikjuveiðin virðist öll að koma til eftir rólega byrjun. DV-mynd G. Bender StraumQaröará: Veiðiskapurinn gengur bærilega - 170 laxar hafa veiöst „Við erum hressir með Straum- fjarðará það sem liðið er af sumrinu en núna hafa veiðst 170 laxar. Sá stærsti er 20 pund. Það hafa sést stærri fiskar en þeir hafa ekki tekið enn þá,“ sagði Ástþór Jóhannesson, einn af leigutökum árinnar í gær- dag, er við spurðum frétta af veiði- skapnum. Þegar núverandi leigutakar tóku við ánni var fyrirkomulaginu breytt og aðeins er veitt með flugu í ánni. Það sama má segja um næstu á við Straumfjarðará, Haffjarðará, þar sem það hefur viðgengist lengi. „Þetta var mjög líflegt fyrst en síðan dró úr veiðiskapnum þegar hætti að rigna svo vikum skipti. Það hefur komið verulega niður á veiðinni en í ánni er mikið af fiski. Svo veðurfarið mætti breytast og fara að rigna enda er því víst spáð næstu daga. Stærsti laxinn er 20 Veiðivon Gunnar Bender pund eins og fyrr sagði en síðan kemur 19 punda fiskur. Áin er orð- in ansi glær og fiskurinn hefur bunkað sig í nokkra hylji. Það er bara veitt á flugu hjá okkur og þaö hefur gefið góða raun. Þegar fer að rigna, sem verður vonandi seinna í vikunni, á ég von á góðu skoti þeg- ar vatnið eykst,“ sagði Ástþór enn fremur. Meðalveiðin í Straumfjarðará sið- ustu 10 árin eru 290 laxar en veitt er á þrjár stangir í ánni. Erlendir veiðimenn veiða mikið í henni á hverju sumri. Veiðieyrað Svo virðist sem allir bíði spenntir eftir að skýrslan um Elliðaámar komi fyrir almenn- ingssjónir. Það er ekki nóg að DV hafði kallað eftir skýslunni. Veiðimálastofnun, með þá Þórólf Antonsson og Sigurð Guðjónsson, gerir það sama í Morgunblaðinu í gærdag. Borgarstjóri getur varla dregið málið lengur. Veiði er í sögulegu lágmarki í ánni og það er gott ef áin nær sömu tölu og í fyrra og þótti það ekki há tala. Arnarvatn stóra gaf vel Viö fréttum af veiðimanni sem fór út á Skagaheiði fyrir fáum dögum og veiddi vel af silungi. Stærstu fiskarnir voru fjögurra punda og veiddist eitthvað af fisk- inum á flugu. Veiðimenn voru að koma af Amarvatnsheiði og veiddu vel. Þeir fengu 50 fiska í Arnarvatni stóra og sögðu þeir að mikið væri af silungi á svæðinu og væri hann vænn. Laxaflugur, sérhnýttar kr. 250 Túbur, þyngdar, frances kr. 250 Straumflugur, nobbler kr. 130 Silungaflugur, goldhead kr. 120 Silungaflugur kr. 100 Þetta er hefðbundið verð en ekki útsala. Ármót s.f. Flókagötu 62, sími 552 5352 Áskrifendur fá aukaafslátt af Smáauglýsingar smáauglýsingum DV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.