Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 11 I Listaskáli án ábyrgðar i i i Einar Hákonarson er reiður. Og þegar Einar er reiður gengur hann út: úr samtökum myndlistarmanna, samtökum graflklista- manna, Myndlista- og handíðaskóla íslands, Myndlistaskólanum í Hafnarfirði, bæjar- stjórn Hveragerðis, ís- lensku samfélagi, út úr viðræðusambandi við siðað fólk. Því útganga er fljótlegri en skoð- anaskipti. Það eru heldur ekki skoðanir sem Einar viðrar í reiðikasti sem Morgunblaðið birtir þann 7. ágúst heldur sárindi og yfirgengileg þráhyggja. Vonandi hefur hann fengið út- rás fyrir það fyrr- nefnda með persónu- legum ávirðingum. Það er skynsamlegt af hon- um að bera upp á mig aldarfj órðungsgamla vanþekkingu sem hvorki verður sönnuð né afsönnuð. Og líkt honum að tala hæðnis- lega um þá sem reynt hafa að koma sér áfram í lífínu á faglegum forsendum en ekki pólitískum. Hins vegar veit ég ekki hvort til er nokk- urt meðal við þráhyggju Einars. Sem er ekki einvörðungu óhamingja hans sjálfs, og þar með hans einkamál, því hún hefur þeg- ar kostað okkur skattgreiðendur talsverðar fúlgur. Og á eftir að valda okkur frekari búsifjum því Einar kallar opinskátt eftir aðstoð sunnlenskra yfirvalda og ríkisins til að halda listaskála sínum gangandi. Gætir þess þó að nefna ekki upphæðir. Hvernig hirtist svo þessi þráhyggja? Jú, hún hljóðar m.a. upp á það að málaralistin í landihu búi við svo miklar þrengingar vegna afskipta fákunnandi og ijandsam- legra listfræðinga að hann, Einar Hákonar- son, hafl séð sinn kost vænstan að setja upp sal i Hveragerði þessari göfugu og afskiptu list til bjargar. Andstaða við þennan mál- flutning er sjálfkrafa atlaga að málverkinu. Eða Einari sjálfum, holdgervingi málverks- ins. Einar Hákonarson á opnunarsýningu í Listaskálanum í Hveragerði. Kolrangar aðsóknartölur Hlægilegasta innlegg í listfræðingabálk Einars er einmitt að finna í Morgunblað- skasti hans. Þar upplýsir hann að við undir- búning byggingar Listaskálans hafi hann grennslast fyrir um aðsóknartölur á stóru söfnunum í Reykjavík. Þá hafi listfræðingar á þessum söfnum gefið honum upp „kolrang- ar“ aðsóknartölur sem þeir hafi áður notað „til að koma betur út í augum yfirboðara sinna". Má á Einari skilja að þar með hafi „reiknilíkan“ hans varðandi Listaskálann verið meingallað frá fæðingu. Hvað segir það okkur? Jú, að fjárhagserfiðleikar Listaskál- ans séu að stórum hluta listfræðingum að kenna. Eða söfnunum í Reykjavík. Eða lista- áhugafólkinu sem aldrei lét sjá sig. Öllum öðrum en Einari sjálfum. Hvernig datt Einari Hákonarsyni í hug að leggja aðsókn að stóru söfnunum í Reykjavík til grundvallar útreikningum á því hvort hægt væri að reka sýningarsal fyrir austan flall? Hvarflaði aldrei að honum að kanna að- sókn að sýningarstöðun- um fyrir austan fjall: Listasafni Ámesinga, byggðarsöfnunum, Þrast- arlundi o.s.frv.? Við hestaheilsu Ekkert af því sem Einar hefur sagt um vanhæfni listfræðinga og áhugaleysi þeirra um viðgang ís- lenskrar málara- listar hefur hann rökstutt einu orði. Enda er það ekki hægt. Sjálfsagt eru listfræðingar á íslandi eins misjafnir og þeir eru margir. Ekki dytti mér í hug að gera allri listmál- arastétt íslands upp þær skoðanir sem Einar hefur haft uppi, jafnvel þótt ýms- ir þeirra hafi glæpst til að senda honum verk á „sam- stöðusýningu". Orðsend- ing frá Jóni Axel Bjöms- syni myndlistarmanni í Morgunblaðinu í gær bendir þó til þess að brest- ir hafi verið í þessari „samstöðu" frá upp- hafi. Ekki er Einari heldur nein lífsins leið að sanna að „málverkið eigi undir högg að sækja" í íslenskri myndlist, eins og hann segir í sýningarskrá. Hvert sem litið er í myndlistarlífmu ber allt að sama brunni, málverkið er við hestaheilsu, takk, og selst betur en nokkur annar myndlistarmiðill. Til dæmis er málverkið „andlit" okkar íslend- inga á núverandi Tvíæringi í Feneyjum, þar sem ekki tíðkast að sýna nema það sem efst er á baugi í hverju landi. Einari Hákonarsyni er að sjálfsögðu frjálst að reka upp á sinn eigin kostnað sýningarsal í Hveragerði undir hvaða merkjum sem hon- um sýnist. Og vissulega væri gott fyrir myndlistarflóruna í landinu ef honum tækist það. En það verður aldrei friður um opinber- an sýningarsal í Hveragerði ef leggja á for- sendur Einars til gmndvallar rekstri hans. Svo einfalt er það. -AI | Tllgáta um óbókonsert i ! I Siðustu laugardagstónleikar tónlistarhá- tíðarinnar í Skálholti vom haldnir um helg- ina en þá vom flutt verk eftir Bach, Tele- mann, RosenheOer og Schmelzer. Það var Bach-sveitin í Skálholti sem lék öU verkin og hófust tónleikarnir á sorgarsöng eftir Schmelzer, Lamenío sopra la morte Ferdin- and III. Efnisskrár tónleikanna í Skálholti hafa að jafnaði verið vandaðar og með ítarlegum úpplýsingum en nú brá svo við að með einni undantekningu var ekkert sagt um verkin á tónleikunum né um tónskáldin. Um Johann Heinrich Schmelzer er þó tvennt á hreinu: Hann fæddist árið 1623 og sorgarsöngur hans er hrein og klár sniUd. Einhvers konar yfir- vegaður tregi með ljóðrænni dýpt einkennir þessa tónsmíð sem var svo vel spiluð af Bach-sveitinni að maður þurfti nánast að draga fram vasaklútinn. Hljóðfæraleikaram- ir voru fuUkomlega samtaka, líka í styrk, og var túlkunin þmngin dramatískri sannfær- ingu. Næsta verk á tónleikunum var konsert í F- dúr fyrir óbó og kammersveit eftir Johann Sebastian Bach. Konsertinn var sá eini sem eitthvað var fjaUað um í efnisskránni og sagði þar að hann væri „nýleg umritun þátta úr kantötum [Bachs] nr. 169 og 49 sem Her- mann Töttcher og Gottfried MhúUer gerðu árið 1955.“ Bach er talinn hafa samið þessa kantötuþætti upp úr eigin óbókonsert sem nú er glataður svo ef til viU má segja aö óbókonsertinn, sem fluttur var á tónleikun- um, sé tUgáta um það hvernig upphaflegi konsertinn hafi hljómað. Útkoman var nokk- uð sannfærandi því óbókonsertinn sem Pet- er Tompkins flutti ásamt Bach-sveitinni er ósköp venjulegur Bach-konsert þar sem allar formúlumar eru til staðar og úrvinnslan .Peter Tompkins óbóleikari Tónlist Jónas Sen eins og hún á að vera. Túlkunin var hátíðleg og yfirleitt sannfærandi, einleikarinn var að vísu einstöku sinnum óöruggur en að lang- mestu leyti vom nóturnar á réttum stað. Fiðlurnar vom sömuleiðis ekki aUtaf vel samstiUtar, en í heUd var útkoman þó hin áheyrUegasta. Tímaflakk er mögulegt! Sinfonia Quinta eftir Johann RosenheUer (1620-1684) var næst á dagskrá og sam- anstendur hún af nokkrum dansköflum. Upphafið má hugsa sér sem hátíðlega veislu- byrjun en því næst taka hefðbundnir dansar við, allemande, correnta, sarabanda o.s.frv. Leikur Bach-sveitarinnar var fjörlegur og einlægur og var túlkunin svo sannfærandi að það var eins og maður væri kominn aft- ur í tímann á einhvem dansleik á sautjánu öld, með hvíta hárkoUu að dansa við konu í krínólíni. Og svo er sagt að tímaflakk sé ómögulegt! Jaap Schröder leiddi Bach-sveit- ina, og er greinilegt að hann þekkir aUa leyndardónja barokk-tónlistarinnar því maður getur ekki ímyndað sér að það eigi að leika hana öðruvísi. Síðast á tónleikunum var Konsert í F-dúr fyrir þrjár fiðlur og kammersveit eftir Tel- emann, og vora það Jaap Schröder, Rut Ing- ólfsdóttir og Svava Bemharðsdóttitr sem vom í einleikshlutverkum. Einleikararnir vom stundum óöryggir í fyrsta kaflanum en vom búnir að ná sér á strik í hægum öðrum þættinum þar sem „sóló samspU" einleikar- anna var sérstaklega faUegt. Fjöragur siðasti kaflinn var glæsUegur hjá öllum, bæði hjá einleikurum og hljómsveit, og var þessi þátt- ur konsertsins eitt áhrifaríkasta atriði skemmtilegra tónleika. Nýir vendir á Akureyri Það er auðséð að nýir vendir eru komnir í gagnið hjá Listasafni Akureyrar, nánar tU- tekið fjölmiðlaforkurinn og eldsálin Hannes Sigurðsson, þótt gamli vöndurinn hann Haddú hafi verið hið ágætasta verkfæri. Því er upplýsingastreymið frá Listasafninu sem aldrei fyrr og fjölbreyttir listviðburðir á döf- inni. Þannig tókst LA að klófesta Gene WaUz, höfundinn að bókinni um myndasögu- teiknarann vesturíslenska, Charlie Thorson, og fá hann tU að halda þar eina fyrirlestur sinn á landinu. Á laugardaginn verður síöan opnuð í listasafninu sýning á verkum heima- mannsins Hlyns HaUssonar, sem not- ið hefúr mikUlar vel- gengni í Hannover í Þýskalandi, þar sem hann er búsettur, og auk þess sýning á verkum ungs jap- ansks listamanns, Makoto Aida (sjá mynd). Þetta eru fima ólíkir listamenn, Hlynur hljóðlátur og yfirvegaður könnuður á vettvangi mannlegrar breytni en Aida ágeng- ur og gustmikiU. Báðir stefna þó að því „að hrista á beinskeyttan og afgerandi hátt upp í áhorfandanum og fá hann tU að horfa gagn- rýnum augum á samtfð sina og eigin lif,“ eins og segir í gauki frá LA. Þetta er ekki aUt og sumt því við opnun sýninganna mun japanskur dansari, Asakao Ishihasi, sem búasett er á Akureyri, stíga spunadans út frá myndverkum samlanda síns. Fimmtudagskvöldið 19. ágúst kl. 21 mun Hlynur ræða um verk sín og þann 26. ágúst kl. 21 verður á ferðinni þekktur japanskur gagnrýnandi, Satom Nagoya, tU að ræða stöðu japanskrar samtimalistar. Megi Hann- es og LA bera gæfu tU að halda þessum dampi. Ono okrar á Jóni Fyrir þrjátíu árum gerði breska lögreglan upptækar erótískar steinþrykksmyndir sem bítUlinn Jón Lennon (sjá mynd) hafði gert af konu sinni, Yoko Ono. Nú hefur sérstakt myndlistargallerí, helgað Lennon, verið opn- að i Liverpool, steinsnar frá upprunalega Cavern-klúbbnum. Sérstakt Lennon-gaUerí er einnig að finna á einum stað í Kalifomíu. GaUeríið í Liverpool, sem nefnist The Matthew Street GaUery, falbýður þessar eró- tísku grafikmyndir Lennons á 270.000 til 500.000 ísl. krónur stykkið. Þykir sumum verðið í hærra lagi þar sem hér er um að ræða ný þrykk í tU- tölulega stóm upplagi. Útgef- andi þrykkjanna, sem er __________________ Yoko Ono, hefur látiö þau boð út ganga að ekki verði þrykkt nema 300 stykki af hverri mynd. Síðan er ekkert úr vegi fyrir því að hún láti þrykkja eftir einhverjum þeirra hundraða teikninga sem Lennon lét eftir sig. Það hefur heldur ekki mælst vel fyrir að Ono hefur sjálf verið að lita þessi þrykk Lennons en með segist hún vera að ffam- lengja listrænt „samstarf* þeirra hjóna. Mathhew Street-gaUeriið lætur vel af við- tökum listunnenda; segist hafa selt 26 eintök af grafikmyndum Lennons. „Það eru ekki bara Bítlaaödáendur sem kaupa," segir for- svarsmaður þess,“ heldur einnig ungt fólk sem þarf að fjárfesta." Ljóshærða villidýrið snýr aftur Þeir Mál-og-mennungar eru viðbragðsfljót- ir, eins og öU alminleg bókaforlög þurfa auö- vitað að vera. í framhaldi af deUunum um ráðningu Arthúrs Björgvins BoUasonar að Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri, hafa þeir drifið á markað bókina, „Ljós- hærða viUidýrið", eftir Arthúr frá 1990 en í henni er meðal ann- ars að finna lýsingar á Þýska- landsferöum Gunnars sem vandamönnum hans þótti óvið- urkvæmilegt að brydda upp á. Og Arthúr galt fyrir með ekki- ráöingu. Geta nú landsmenn aft- ur gengið úr skugga um það hvort Túri hafi farið út fyrir mörk velsæmis í þessum lýsingum. Sjá bls. 117-133. Umsjón Aðalsteinn ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.