Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999
Viðskipti
Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 591 m.kr. ... Mest með bankavíxla, 230 m.kr. ... Húsbréf 213 m.kr.
... Hlutabréf 113 m.kr. ... Mest með bréf íslandsbanka, 22 m.kr. ... í Búnaðarbanka 11 m.kr. og hækk-
ar um 2,4% ... Vinnslustöðin hækkar um 5% ... Úrvalsvísitalan hækkar um 0,71%, er nú 1.249,1
Samruni Alcan, Pechiney og algroup:
Stærsta alfyrirtæki
í heiminum
Gengið hefur verið frá samkomu-
lagi um sameiningu þriggja alþjóð-
legra fyrirtækja sem meðal annars
starfa í áliðnaði. Fyrirtækin eru
Alcan í Kanada, Pechiney i Frakk-
landi og Alusuisse-Lonza Group
Ltd. (algroup) í Sviss, eigandi ís-
lenska álfélagsins hf. Sameinað fyr-
irtæki gengur undir nafninu Alcan-
Pechiney-algroup, skammstafað
A.P.A. Alcan mun eiga 44% hluta-
bréfa í nýja fyrirtækinu, Pechiney
29% og algroup 27%. Höfuðstöðvar
A.P.A. verða í Montreal í Kanada.
27 álver í sex heimsálfum
A.P.A. verður stærsti álframleið-
andi í heimi, með framleiðslugetu
upp á rúmar 3,2 millj-
ónir tonna. 11 báxít-
námur eru í eigu fyrir-
tækjanna þriggja, sem
saman mynda A.P.A.,
10 súrálsverksmiðjur
og 27 álver í 6 heims-
álfum. Samanlagðar
tekjur síðasta árs voru
21,6 milljarðar dollara
en stefnt er að því að
árstekjur A.P.A. verði
um 25 milljarðar doll-
ara. Fyrirtækið verður
skráð á hlutabréfa-
markaði í New York og
verður með hliðarskráningu
Toronto, París, Zúrich og London.
Hrannar Pétursson, upp-
lýsingafulltrúi ísals.
Með samrunanum
verður til stærsta fyr-
irtæki í heimi, á sviði
áliðnaðar. Með honum
eiga að sparast um 600
milljónir dollara á ári
í framtíðinni en spam-
aðaraðgerðir koma til
framvæmda á næstu
tveimur árum. Sparað
verður í innkaupum,
dregið verður úr
stjórnunarkostnaði og
kostnaði við sölu.
Starfsmenn A.P.A. eru
nú um 91 þúsund tals-
ins í 59 löndum en stefnt er að því
að fækka starfsmönnum um flmm
prósent. Fækkun verður fyrst og
fremst gerð meðal stjórnenda,
starfsmanna í söludeildum og í
rannsóknar- og þróunarstarfi.
Óbreyttur rekstur hér
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi ISAL, sagði að íslenska ál-
félaginu hf. hefðu ekki borist upp-
lýsingar um hvort samruninn hefði
áhrif á starfsemi ISAL. „Álverið í
Straumsvík er stærst þriggja ál-
vera sem algroup leggur inn í nýja
fyrirtækið og hefur reksturinn
gengið mjög vel undanfarin ár. Því
eigum við ekki von á að breytingar
verði hjá okkur,“ sagði Hrannar.
-bmg
Hagnaður Ll 722 milljónir
Hagnaður Landsbanka íslands
fyrstu sex mánuði ársins var 722
milljónir króna, samanborið við 489
milljónir á sama tímabili árið 1998
og 911 milljónir á árinu í heild. Hef-
ur hagnaður-
inn aukist um
233 milljónir,
eða tæplega
48% frá sama
tímabili í
fyrra. Arð-
semi eigin
fjár á tímabil-
inu var tæp-
lega 15% en
var á sama
tíma í fyrra
tæplega 14%.
Bætta af-
komu á fyrri helmingi ársins má
meðal annars rekja til aukinna um-
svifa Landsbankans síðustu misseri
og hagstæðra ytri skilyrða á fjár-
magnsmarkaði. Afkoma dóttur- og
hlutdeildarfélaga í heild hefur
einnig verið betri en á sama tíma-
bili 1998. Aukin umsvif má meðal
annars rekja til nýjunga í þjónustu,
Skipamiðlunin
Bátar & Kvóti
t.d. heimilislána og framtaksfjár-
mögnunar. Landsbankinn hefur tek-
ið þátt í fjármögnun fyrirtækja á há-
tæknisviðinu m.a. DeCode, Net-
verks og annast nú sjóðastjómun Is-
lenska hugbúnaðarsjóðsins. Þá hef-
ur sjóðastarfsemi Landsbankasam-
stæðunnar verið efld, m.a. með
stofnun nýrra verðbréfasjóða
Landsbréfa hf. á Guernsey. Loks eru
margháttaðar hagræðingaraðgerðir
að skila árangri í rekstri samstæð-
unnar. Afkoma Landsbankans
fyrstu sex mánuði ársins er i sam-
ræmi við markmið um 10-12% arð-
semi eigin fjár á árinu 1999.
Nýir sjóðir hjá VIB
Halldór J. Kristjáns-
son, bankastjóri
Landsbankans.
I9M
S'fmi: ’>f,H i VU)
' Itl 11» //WWVV Vlill f n líi/ 5J lt}|»/
VIB hefúr hafið rekstur á
tveimur nýjum verðbréfa-
sjóðum sem fjárfesta í er-
lendum hlutabréfum. Ann-
ars vegar er um að ræða
Sjóð 12 sem samanstendur
af sjóðum virtra banda-
riskra verðbréfasjóðafyrir-
tækja. Hins vegar er um að
ræða áhættumeiri sjóð,
Sjóð 14, þar sem VÍB velur
hlutabréfm.
Sjóður 12 fjárfestir í al-
þjóðlegum erlendum hluta-
bréfasjóðum sem reknir
eru af Vanguard Group og
Scudder Kemper Invest-
ments. Sjóðirnir eru skráð-
ir á írlandi og í Lúxemborg og
greiða því ekki skatta. Eignaskipt-
ing Sjóðs 12 tekur miö af samsetn-
ingu heimsvísitölu Morgan Stanley
og er ávöxtun sjóðsins borin saman
Heimsvísitala hlutabréfa
Frá árinu 1995 hefur raunávöxtun hlutabréfa í
heiminum veriö 15,2%
Frá 1992 hefur ávöxtunin veriö 13,1%
við ávöxtun vísitölunnar. Eins og
sjá má á grafinu hefur ávöxtunin
verið mjög góð.
Vanguard er næststærsta verð-
bréfasjóðafyrirtækið í heiminum í
Framlag í afskriftarreikning út-
lána nam 570 milljónum á timabil-
inu og er það að stærstum hluta
vegna almennrar útlánaáhættu í
starfsemi bankans. Afskriftareikn-
ingur stóð í 3 milljörðum í lok júní,
eða sem nemur 2,3% af heildarút-
lánum og veittum ábyrgðum. -bmg
dag og það fyrirtæki sem
stækkaði mest allra á síðasta
ári.
Sjóður 14 fjárfestir i er-
lendum hlutabréfum sem
skráð eru á opinberum verð-
bréfamörkuðum í Bandaríkj-
unum, Evrópusambandinu,
Japan, Sviss, Kanada og
Noregi. Fyrirtækin sem sjóð-
urinn fjáifestir í eiga að
vera a.m.k. 1 milljarður doll-
ara að markaðsverðmæti,
hafa sterka fjárhagslega
stöðu og vera þekkt fyrir að
1999 sýna háa og stöðuga arð-
H3 semi. Bandarísk fyrirtæki
hafa sýnt afar góða arðsemi
á liðnum árum og vægi þeirra á
heimsmarkaði er yfir 50%. Sjóður-
inn mun því að líkindum fjárfesta
yfir helming eigna sinna í Banda-
ríkjunum á næstu misserum. -bmg
Opin kerfi
Hagnaður af reglulegri starfsemi
Opinna kerfa fyrir fjármagnsliði og
skatta er nú 110 milljónir sem er 26%
hækkun frá sama tíma 1998. Hagnað-
ur eftir skatta en án áhrifa dóttur- og
hlutdeildarfélaga er 94 m.kr. sem er
25% aukning miðað við sama tíma í
fyrra. En að teknu tilliti til dóttur- og
hlutdeildarfélaga er hagnaður tíma-
bilsins 40 milljónir en var 65,7 millj-
ónir á sama tíma í fyrra. Heildar-
velta samstæðunnar jókst um 31%
miðað við sama tímabil í fyrra og er
nú 1,7 milljarðar miðað við 1,33 millj-
arða árið áður. Hagnaður af reglu-
legri starfsemi móðurfélagsins eftir
skatta var 41 m.kr. sem er 21% aukn-
ing frá sama tíma í fyrra. Velta móð-
urfélags var 1,05 milljarðar sem er
32% aukning miðað við sama tíma í
fyrra.
Hlutur Flugleiða lækkar í verði
Gengi hluta í fjarskiptafyrirtæk-
-inu EQUANT hefur lækkað um 25%
frá því það náði
hámarki 21. júlí
síðastliðinn og er
nú 77,5 dollarar.
Flugleiðir hf. eiga
203 þúsund hluti í
EQUANT sem
samsvara 0,1%
hlut. Mark-
aðsvirði hlutar Flugleiða er nú um
1,15 milljarðar króna en var 1,4 millj-
arðar þegar Flugleiðir sendu frá sér
tilkynningu vegna hans 28. júlí.
Þetta kom fram á Viðskiptavefnum á
Vísi í gær.
Óvænt í Þýskalandi
Árstíðarleiðrétt iðnaðarfram-
leiðsla í Þýskalandi breyttist ekkert
frá maí til júní. Framleiðslan jókst
hins vegar um 1,7% óleiðrétt. Þessar
tölur eru mun lægri en sérfræðingar
höfðu gert ráð fyrir sem spáðu 1%
aukningu. Þá hækkaði neysluverðs-
vísitala um 0,5% i júlí og er hækkun-
in rakin til hækkunar á olíuverði á
heimsmarkaði.
Verðbólguótti í Bretlandi
Meðallaunahækkun í Bretlandi
var 4,4% á tímabilinu apríl til júní.
Þá hefur fólki sem hefur vinnu fjölg-
að nokkuð á sama tímabili. Þessar
tölur háfa vakið ótta um að verð-
bólgumarkmið Englandsbanka náist
ekki og vaxtahækkun gæti fylgt í
kjölfarið.
Vaxtalækkun í Noregi?
Neysluverðsvísitala í Noregi lækk-
aði um 0,3% í júlí frá fyrra mánuði.
Breytingar nú jafngilda 2% verð-
bólgu á ári. Þessar tölur benda til
þess að Seðlabanki Noregs muni
hækka vexti sína þann 25. ágúst.
Dollari gefur eftir
Dollarinn hefur lækkað nokkuð
undanfarna daga og virðist eiga und-
ir högg að sækja. Ástæðan er meðal
annars sú að yflrvofandi vaxtahækk-
un í Bandaríkjunum fælir fjárfesta
frá Bandaríkjunum og til Japans og
Evrópu. -bmg
TILBOÐSDAGAR
15% afsláttur af öllum AEG, Indesit, TEFAL og Husqvarna heimilistækjum
JltlasCopCO HANDVERKFÆRI
ÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARAR, ELDAVÉLAR, OFNAR, KÆLISKÁPAR, FRYSTIKISTUR, KAFFIVÉLAR, BRAUÐRISTAR, STRAUJÁRN, HRAÐSUDUKÖNNUR, HLJÓMTÆKI,
B R Æ Ð U....R N I H MYNDBANDSTÆKI, SJÓNVÖRP, LEIKJATÖLVUR, LEIKIR, RAFMAGNSVERKFÆRI OG MARGT FLEIRA
\ AEG MjuOpto SAMÍBCY OYAHAHA uamp- (pBioear nNUIX ÉHúSqvgffia ONKYO OIMDINl Nlkon NOKIA 10EWL ðHNINfaNM-*4 P.oneter SHARR
" Lagmula 8 • Slmi 530 2800