Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 17 Þóra Bergný Guð- mundsdóttir, arkitekt á Seyðis- firði. DV-mynd GVA Hef allt til Þóra Bergný Guðmundsdóttir, arkitekt á Seyðisfirði: bættum samgöngum því fólk versl- ar líka á Egilsstööum," segir Þóra. Kemur róti á fólk „Vissulega hefur íbúum hér fækkað. íbúafjöldinn var komin yflr 1000 manns á sínum tíma en nú eru aðeins 800 manns hér. Þessi fækkun kemur róti á það fólk sem eftir verður. Af einhverj- um ástæðum virkar höfuðborgin eins og segull á fólk. Þó svo að ýmsar kannanir, sem gerðar hafa verið um hagi fólks, bendi til þess að fólk úti á landi sé ekki eins ánægt er ég ekkert viss um að þeir sem flytjia í höfuðborgina séu eitt- hvað ánægðari þar. Það væri áhugavert að kanna hvernig brott- fluttu landsbyggðarfólki reiðir af í höfuðborginni og hvort þvi finnist „Ég hef átt heimili hér á Seyðisfirði alla mína ævi og hér er ég mjög ánægð þvi hér er gott að búa,“ segir Þóra Bergný Guð- mundsdóttir, arkitekt og gistihúsa- rekandi á Seyðisfirði. „Ég er búin að koma mér vel fyrir og er ánægð með hvemig til hefur tekist. Ég bý eiginlega á mörkum þess að vera í sveit og bæ og það eru skemmtileg landamæri. Ég er með net í sjónum fyrir neðan húsið hjá mér og veiði fisk. Ég er með garð þar sem ég rækta og svo er ég með endur. En jafnframt er ég bara flmm mínútur að skreppa í kaupfélagið og kaupa það sem mig vantar. Verðlag hér á Seyðisfirði er það sama og á Egils- stöðum, meðal annars vegna þess að samgöngur hér eru góðar við ná- grannabyggðir. Við emm bara 20 mínútur að fara yfir Fjarðarheiði og það er búið að malbika alla leiðina. Reyndar hefur verslun hér á Seyðisfirði minnkað með alls hag sínum betur borgið þar,“ seg- ir Þóra. Erum nær upphafinu „Samfélagið okkar hér er enn þá heilt þrátt fyrir að hér hafi fækkað. Hér er mikil náttúrufegurð og bær- inn er orðin mjög fallegur. Almennt er hér mikil veðursæld en annað- hvort er veðrið mjög gott eða vont. Menningarlíf hér í bænum er blóm- legt og samfélagið okkar er heill heimur út af fyrir sig þar sem alltaf er eitthvað að gerast. Lifið hér er viðburðaríkt og margbreytilegt og þá má kannski segja að við séum nær upphafinu," segir Þóra að lok- um. -bmg Neyslukostnaður mismunandi eftir landshlutum Nauðsynjar dýrari úti á landi Það er misjafnt hvað það kostar að búa i ákveðnum sveitarfélögum og landshlut- um. Bæði eru opinber gjöld og kostnaður þusund kr. mismunandi, auk þess er margs konar þjónusta misdýr eftir landshlutum. Þessi mismunandi 400 kostnaður er gjarnan talinn vera einn þátturinn sem mest áhrif hefur á þá byggðaþróun sem við Islendingar 350 höfum orðið vitni að undanfarna áratugi, auk þess sem margir huglægir þættir koma við sögu sem ekki verð- 300 ur rætt um hér. Én er hægt að segja að það borgi sig að búa á einum stað frekar en öðrum? 250 Mismunandi kostnaður Þrátt fyrir að fjölmargir einstaklingar og fjölskyldur 150 kjósi að búa annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu hefur reynslan sýnt að nokkuð stöðugur fólksflutning- ^qo ur er frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðis- ins.Hver svo sem ástæðan er fyrir því er ljóst að tölu- 50 verður munur er á hvernig einstakir kostnaðarliðir heimila leggjast á þau eftir búsetu. Þannig er því mið- Q ur mikill munur á útgjöldum heimOa til matvæla eftir búsetu. Höfuðborgarbúar þurfa að eyða töluvert minna af sínum ráðstöfunartekjum til kaupa á matvælum. Ástæðan er líklega meiri samkeppni og meira úrval í höfuðborginni. Höfuðborgarbúar eyða meira í tómstundir og menningu sem gæti gefið vísbendingu um að framboð á slíku sé meira í höfuð- borginni. Hins vegar getur líka verið að tómstundir og menning sé einfaldlega ódýrari úti á landi. Menntunar- og heilbrigðiskostn- aður er svipaður enda stuðlar hið opinbera að jöfnuði á því sviði. Dýrast á höfuðborgarsvæðinu Heildarkostnaður við húsnæði er mestur á höfuðborgarsvæð- inu. Hins vegar er húshitunarkostnaður viða meiri úti á land. Þá þurfa íbúar utan af landi að eyða meira í ferðir og flutninga. Þar inni er bensínkostnaður og almennur bifreiðakostnaður. Þegar á heildina er litið eru meðalútgjöld venjulegrar fjölskyldu mest í þéttbýlisstöðum úti á landi, því næst á höfuðborgarsvæðinu en minnst eru útgjöld dreifbýlisfólks. Hins vegar Ifl Höfuðborgarsvæ&i er ljóst að höfuðborgarbúar geta leyft sér meiri □ munað þeir þurfa að eyða minna í nauðsynjar. nna pe y þvj mætti segja að frá hreinu fjárhagslegu sjón- |T~| Dreifbýii armiði sé ódýrast að búa á höfuðborgarsvæð- Heimild: Hagstofa íslands UIU. -bmg Ánægja íbúa er misjöfn eftir iandshlutum: Höfuðborgarsvæðið skást Hlutfall þeirra sem eru ánægðir og óánægðir eftir búsetu Talsverður munur er milli lands- hluta á ánægju og óánægju með þær aðstæður sem fólk býr við. Þannig hlýtur að vera hagsýni fólg- in i því að búa þar sem menn eru ánægðir með sínar aðstæður. Þó að erfitt sé að meta hamingju marina til fjár getur hugarfarið sagt mikið til um hvar menn eru ánægðastir og hvaða þættir það eru sem valda því. Það var Stefán Ólafsson sem gerði rannsókn á þessu fyrir Byggðastofnun í fyrra. Samgöngur Ef vio tökum sem dæmi hvað fólki finnst um samgöngur eru Vestfirðingar afgerandi óánægðast- ir með lagningu og viðhald vega en aðrir sem eru frekar óánægðir með þetta eru Austfirðingar og Suður- nesjamenn. Vestlendingar kvarta mest yfir flugsamgöngum en á Vest- fjörðum, Norðurlandi eystra og Áusturlandi er hins vegar mikill meirihluti íbúa ánægður með flug- samgöngur. Fábreytt vöruval Þegar komið er að verslun og þjónustu ber höfuðborgarsvæðið höfuð og herðar yfir aðra lands- hluta hvað ánægju íbúa með þann þátt varðar. Það gildir um verðlag, vöruval og þjónustuframboð. Suður- nes koma næst og njóta líklega ná- lægðar við höfuðborgarsvæðið í þessu efni. Næst koma svo önnur svæði sem eru innan seilingar við Óánægðir HB SN Atvinnumál 22% 36% Húsnæðismál 16% 14% Menningarmál 5% 15% Samgöngur 14% 11% Verslun og þjónusta 4% 14% Ánægöir HB SN Atvinnumál 49% 33% Húsnæöismál 51% 63% Menningarmál 84% 64% Samgöngur 59% 64% Verslun og þjónusta 75% 59% höfuðborgarsvæðið. Á Austurlandi kvarta menn mest undan verslun- inni, einkum verðlagi, og hið sama á við um Vestfirðinga. Þegar allt er tekið saman benda gögnin úr rannsókn Stefáns til þess að heildarmat íbúa á búsetuskilyrð- um sé nokkuð misjafnt milli lands- hluta. Almennt kemur höfuðborgar- svæðið vel út í slíku mati og einnig Norðurland eystra. Minnst virðist ánægja með búsetuskilyrðin vera á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi en hvað Vesturland snertir er nokkuð mikið kvartað þar undan einstökum þáttum bú- setuskilyrðanna. VL VF NV NE AL SL 48% 36% 58% 27% 34% 40% 44% 57% 21% 28% 46% 21% 15% 19% 14% 9% 24% 15% 30% 24% 21% 9% 19% 14% 18% 27% 20% 24% 35% 14% VL VF NV NE AL SL 27% 38% 23% 40% 36% 33% 21% 12% 38% 38% 17% 45% 57% 58% 66% 72% 52% 56% 50% 32% 54% 63% 49% 62% 57% 27% 42% 56% 20% 46% Heimild: Byggðarstofnun Almennt kvartar fólk á landinu mest um ófullnægjandi stöðu at- vinnumála og gætir þar gjarnan takmarkaðra atvinnutækifæra. Þá er einnig afgerandi hve mikið er kvartað undan húsnæðismálum. Vestfirðingar, Austfirðingar og Vestlendingar eru óánægðastir með húsnæðismál en Suðumesjamenn ánægðastir. Mest er óánægjan með atvinnu- mál á Norðurlandi vestra og Vestur- landi en mest ánægja hins vegar á höfuðborgarsvæði og Norðurlandi eystra. Ánægja með opinbera þjón- ustu er minni á höfuðborgarsvæði en almennt er á landsbyggðinni. .Ánægja með menningarlíf og af- þreyingaraðstöðu er mest í stærsta þéttbýlinu, á höfuðborgarsvæði og Akureyrarsvæði, en minnst á Aust- urlandi og Vestfjörðum. Hvað umhverfisskilyrði snertir kvarta íbúar höfuðborgarsvæðisins undan hinum dæmigerðu ágöllum stórþéttbýlis sem koma m.a. fram í hættu af völdum umferðar og ofbeld- is. Sunnlendingar og Vestfirðingar óttast mest hættu af völdum náttúru- hamfara og íbúar Faxaflóasvæðisins eru óánægðastir með veðurfarið. Austfirðingar eru hins vegar ánægð- astir með veðurfarið. -bmg EVRÖPA ◄feí BILASALA . ý ^ ,TÁKN UM TRAUST' Faxafeni 8 - sími 581 1560 Faxafeni 8 - sími 581 1560 Isuzu Trooper dísii turbo 04/99 Upph., 32“,16“ álfelgur, ABS, geislaspilari, dráttarkrókur, 7 manna. Nýr bíll. Verð 2.950.000. : ' WWW.evropa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.