Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 32
36 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 J3"V rettu eigendurnir} íslensk veiðimennska „Mér flnnst þaö mjög ein- kennilegt að það skuli vera íslenskir aðilar sem hirða ná- lega allan kvóta Eystrasalts- þjóöa á Flæmska hattinum og annars staðar í úthafinu sem úthlutað er þessum þjóð- um.“ Borgþór S. Kjærnested, í Degi. „Nú vaknar forsætisráð- herra og talar um nauðsyn á dreifðri eignarað- I ild. Mig grunar að þetta sé til- komið hjá sjálf- stæðismönnum 1 , vegna þess að f þeir telji að FBA sé að lenda hjá röngum aðiium." Ágúst Einarsson alþingis- maður, í Degi. Rangir kapítalistar „Getur það verið að grun- ur leiki á að „rangir“ kapít- alistar leiki lausum hala á ís- landi?“ Stefán Jón Hafstein í Degi. Gleymdir neytendur „Það er í raun óþolandi, út frá neytendasjónarmiði, hversu umhugað kerfinu er um einstaka framleiðendur en gleymir neytendum." Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtak- anna. Dani og íyllibytta „Tvennt hefur mér aldrei tekist að verða í Kaup- mannahöfn, Dani og fylli- bytta.“ Tryggvi Ólafs- son myndlist- armaður, í DV. Egó í lagi „Til að geta þetta verður maður að vera með egóið í lagi, án þess að vera með stjörnustæla og vita ná- kvæmlega hvað maður vill gera.“ Geir Ólafsson söngvari sem ætlar að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum. Fúsk „Uppákoman um kjúklingana er dæmi um fúsk.“ Hjálmar Árna- son alþingis- maður, í DV. Hvöí?T, E2E5F? ÖÆLLI t=-R± TIl- \<Zyæ.SKf? □□ □D ! □ 0 qn ; □D| IDP i ocf p D ! f —) nu □ CM Q 0 Ú L/||| t - Bjarni Grímsson, framkvæmdastjóri Kristnitökuhátíðar: Þúsund manna kór á Laugaidalsvelli „Mikill undirbúningur liggur að baki fjölskylduhátíðinni í Laugardal á sunnudaginn enda einhver viða- mesta hátíð sem haldin hefur verið á einum degi. Þetta er þó aðeins hluti af heiidardagskrá sem búið er að undirbúa lengi í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitöku á íslandi og stendur til nóvember árið 2000,“ seg- ir Bjami Grímsson, framkvæmda- stjóri Kristnitökuhátíðar, en segja má að Laugardalurinn verði eitt há- tíðarsvæði á sunnudaginn. Bjami segir að það hafi verið mjög spennandi að skipuleggja þessa hátíð: „Þetta hefst á guðsþjón- ustunni á Laugardalsveili sem er samkirkjulegt verkefni og síðan ------------------- verður fjölskyldu- Mflðlir stemning í daln- ____________________ um. Leikritið Nýir tímar eftir Böðvar Guðmundsson verður sýnt og slegið verður upp tjöldum vítt og breitt um dalinn þar sem kristin trúfélög og söfnuðir kynna starfsemi sína og ýmis skemmtiatriði verða flutt. í Laugar- dalshöllinni verða kl. 16 gospeltón- leikar sem Jón Ólafsson hefur veg og vanda af. Þar koma fram margir landsþekktir söngvarar og sönghóp- ar. Þetta verður eini atburðurinn sem selt verður inn á og mun allur ágóði renna til málefna geðfatlaðra bama. Um kvöldið lýkur svo hátíð- inni með sameiginlegri æskulýðs- samkomu allra kristinna safnaða í Skautahöllinni." Guðþjónustan um daginn er að mörgu leyti mjög sérstök: „Það er óhætt að segja það. Þama verður 1000 manna kór sem samanstendur af kirkjukórum, auk þess sem Karlakór Reykjavíkur, Fóstbræður og Kvennakórinn munu leggja okk- ur lið. Undir leikur 60 manna lúðra- sveit. Þessum herlegheitum stjómar síðan Jón Stefánsson. Ekki má gleyma því að Kristinn Sigmunds- son syngur einsöng í messunni." Fram undan er ýmislegt sem er áhugavert fyrir almenning: „Við erum nú að skipuleggja í samráöi við Útivist göngu á milli kirkna og munu göngumenn fá í leið- inni sögu hverrar kirkju fyrir sig og sögu sókn- anna og sjá gripi sem þar em. Þessi dagsins raðganga mun standa frá septem- ber fram í nóvem- ber. Þá erum við með ráðstefnu um kristniboð á þessu ári og margt fleira og svo kemur hver atburðurinn af öðram árið 2000. Bjami hefur starfað hjá Kristnitökuhátíð frá áramótum: „Áður en ég kom að þessu starfi var búin að starfa undirbún ingsnefnd í ein tvö ár. Má segja að allt \ árið hafi hlutimir verið að taka á sig skýrari mynd og ég reikna með að vera meira og minna viðloðandi hátíðarhöldin allt næsta ár.“ Bjami starfaði áður hjá Fiskifélagi íslands. „Það er í gegnum störf mín hjá sóknamefnd Grafarvogssóknar, þar sem ég er formaður, að ég fékk áhuga á þessu starfi en i sóknar- nefndarstarfinu hef ég komið meira og meira inn í málefhi kirkjunnar." Bjarni sagðist aðspurður hafa mörg áhugamál: „Ég hef alltaf gaman af þvi að vera úti við, hreyfa mig og veiða, svo er ég aðeins byrjað- ur i golfinu. Eiginkona Bjama heitir Brynja Egg- ertsdóttir og eiga þau þrjá syni, Grím, Atla og Wilhelm. -HK Transparanser í dag kl. 17 verður opnuð myndlistarsýningin Tran- sparanser í Gallerí i8, Ing- ólfsstræti 8. Það er sænski listamaðurinn Kjell Strandquist sem sýnir verk sín og stendur sýningin til 5. september. Kjell Strandquist fæddist í Hamosand 5. janúar 1944. Hann nam myndlist í Sví- þjóð 1963 til 1969. Hann hef- ur verið prófessor í teikn- ingu við Listaháskólann í Stokkhólmi síðan 1986. Sýningar Strandquist gerir geó- metrísk málverk og frjáls- legar teikningar sem virö- ast í fyrstu eiga lítið sam- eiginlegt en þó virðist eitt- hvert samband vera á milli þess sem kallast regla og þess sem kalla mætti óreglu og er sem orðin skipti um hlutverk í verkum Strandquists. Hann virðist vera með þessu að brjóta upp stefnur og þannig reyn- ir hann að finna sér sitt eig- ið myndmál. Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags kl. 14-18. Hlutur fegurðar- innar á Mokka Á Mokka stendur yfir sýn- ing Söru Bjömsdóttur, Hlut- ur fegurðarinnar. Þar gefst gestum kostur á að velja feg- ursta hlutinn í verki sem samanstendur af nítján litl- um skúlptúrmn. Sýningin stendur til 5. september og þá kemur í ljós hver Hlutur fegurðarinnar er. Myndgátan Lýkur máli sínu Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. KR í leik gegn Watford á Laugar- dalsvellinum. KR-Kilmamock í Evrópukeppninni Tvö islensk lið verða i eldlin- unni í Evrópukeppni í knatt- spymu í kvöld. Á Laugardalsvelli leikur KR gegn skoska liðinu Kilmamock og þótt Kilmamock sé sterkcira lið á pappímum má allt eins búast við því að KR fari með sigur af hólmi á Laugardals- vellinum. KR hefur sýnt góða leiki að undanfómu og er skemmst að minnast leiks gegn enska úrvalsdeildarliðinu Watford sem einnig fór fram á Laugardalsvelli. Leiftur frá Ólafs- firði á erfiðari leik fyrir höndum en liðið er komið tii Belgíu þar • sem það leikur gegn Anderlecht í Brassel í kvöld. Anderlecht hefur löngum verið stórlið í evrópska boltanum og hefur góðum mann- skap á að skipa. Leikur KR og Kilmamock hefst kl. 20. íþróttir Einn leikur er i kvöld í úrvals- deild kvenna. Á Kópavogsvelli leika Breiðablik og ÍA kl. 19. Á sama tíma era tveir leikir í 2. deild karla, á Sauðárkróksvelli leika Tindastóll og Selfoss og á Þorlákshafnarvelli leika Ægir og HK. Annað kvöld fara fram fimm leikir í 1. deild karla. Bridge Sveit Nick Nickells, sem vann sig- ur á sveit Richard Freemans, 152-111 í úrslitaleik Spingold sveita- keppninnar í Bandaríkjunum fyrir skömmu, hafði heppnina með sér í þessu spili. Spil eins og þessi, era oft líkleg til að valda úrslitum í vel spiluðum leikjum. í spilinu skiptir grandvallarmáli hvorum megin samningurinn er spilaður. I opna salnum ákvað Hayden í austur að opna á einu grandi (15-17 punkta jafnskipt hendi) sem vora pössuð út. Billy Eisenberg, sem sat í vestur, sá ekki ástæðu til að gefa áskorun í game með 8 punkta flata hendi og Hayden fékk 10 slagi í úrspilinu. Sagnir gengu þannig í lokuðum sal, austur gjafari og AV á hættu: é 108632 V Á2 * G82 * G102 4 DG <•> K6 4 Á543 * ÁK853 * Á54 4» G8753 * D107 * D4 Austur Suður Vestur Norður Hamman Onstott Soloway Beatty 1 * pass 1 w pass 1 grand pass 3 grönd p/h Grandopnun í kerfi Hammans og Soloways sýnir 12-14 punkta og því sýndi önnur sögn Hammans 15-17 punkta. Soloway beið ekki boðanna og lét vaða í 3 grönd, enda var hann á hættu í spilinu. Suður ákvað að spila út laufi og Hamman var ekki í vandræðum með að fá 10 slagi. Ef norður á út í spil- inu er hætt við að útspilið verði spaði. Spilið gæti þá reynst erfitt til vinnings. Þó væri hugsanlega að töfra fram vinning meö því að stela einum slag á hjarta áður en lauflit- urinn er fríaður. Sveit Nickells græddi 10 impa á spilinu en fyrir þetta spil hafði sveit Freemans minnkað forystuna niður í 14 impa. ísak Örn Sigurðsson ♦ K97 D1094 K96 * 976

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.