Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 23
FTMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 27 Sviðsljós Hjartaknúsarinn Hugh Grant og þokkadísin Liz Hurley voru á frumsýningu nýjustu myndar Hughs í London í vikunni. Myndin, Mikki bláskjár, segir frá stamandi Englendingi sem lendir í slagtogi með amerískum giæponum. Hugh leikur stamarann og ekki í fyrsta skipti. Jerry Hall ekkert að tvínóna við hlutina: Lætur vel að for- ríkum tölvugúrú Texasljóskan og ofurfyrirsætan Jerry Hall haföi hraðan á eftir aö hjóaband hennar og rollingsins og Vestfjaröavinarins Micks Jaggers var ógilt. Kunnugir segja að hún sé þegar komin meö nýjan mann upp á arminn, tugmilljaröamæringinn og tölvugúrúinn Paul Allen. Sá var annar stofnenda tölvufyrirtækisins Microsoft á sínum tíma. Vinir fyrirsætunnar segja að hún hafi aö undanfomu dvalið langdvöl- um á einni af fjölmörgum snekkjum Pauls. Umrædd snekkja er undan suöurströnd Frakklands, aö sögn. „Jerry hefur verið aö sniglast dá- lítið í kringum Paul að undanfomu. Hún er ein margra sem hafa verið á snekkju hans,“ segir vinur Jerry í Jerry Hall sást á snekkju milljarða- mæringsins Pauls Allens. Hrukkupopparinn rís ekki undir væntingum Glæsistúlkan Vicky Lee er ekki beint ánægð með gamla hrukku- popparann, Rod Stewart. Karlinn lét hana sigla sinn sjó af því að hann hafði ekki roð við henni i bólinu. Visky léði popparanum öxl til að gráta á eftir skilnað hans og fyrir- sætunnar Rachel Hunter fyrir nokkra. Tár Rods kveiktu ást í brjósti ungu stúlkunnar og þarf ekki að orðlengja það frekar. Nú er sælan hins vegar fyrir bí. „Það sem mér finnst einna sárast er að hann skyldi voga sér að segja mér svona upp, eins og samband okkar skipti ekki neinu máli,“ segir Vicky. Eitt af því sem Vicky var hvað svekktust út í var að Rod skyldi ekki vilja gera það oftar en einu sinni á nóttu. viðtali við breska blaðið Daily Tele- graph. Hinn 45 ára gamli Paul Allen er einhver auðugasti maður veraldar- innar, svo ríkur að Mick Jagger er * nánast eins og þurfalingur við hlið- ina á honum. Eignir Pauls era metnar á um 1500 milljarða ís- lenskra króna, eða margfold fjárlög íslenska ríkisins. Paul þurfti aö hætta í Microsoft af heilsufarsá- stæðum árið 1982. Eitt á Paul sameiginlegt með Mick Jagger, nefnilega tónlistar- áhugann. Paul spilar á rafmagnsgít- ar i hijómsveitinni Threads en sú sveit kemst þó tæplega í háiíkvisti við rollingana. Þannig jafnast það út. Gítarleikari Oasis kveður Paul Arthurs, gítarleikari rokksveitarinnar bresku, Oas- is, hefur ákveðið að yfirgefa Gallagher-bræður, Liam og Noel, og gera fleira en að rokka. Paul var einn stofnenda hljómsveitarinnar árið 1991. Noel Gallagher reyndi að gera sem minnst úr brotthvarfi Palla. „Það er nú ekki eins og þettasé Paul McCartney á leið út úr Bítlunum,“ sagði Noel. Gwyneth vekur mikla hrifningu Gwyneth Paltrow, sú laglega leikkona, og Vilhjálmur Shakespeare leikritaskáld eiga greinilega vel saman. Skemmst er að minnast óskarsverðlaunanna sem hún fékk fyrir að leika í skáldskap um leikskáldið góða. Núna vekur hún mikla hrifningu leiklistargagnrýnenda banda- rísku stórblaðanna fyrir túlkun sína á hlutverki Rósalindu í As Yop Like It eftir Shakespeare. „Gwyneth Paltrow þekkir sinn Shakespeare. Synd að leikstjórinn skuli ekki gera það líka,“ segir í umsögn Boston Globe. Nicole dýrlingur fer úr að ofan Nicole Appleton, ein kvenn- anna í stúlknahljómsveitinni All Saints gerir sér lítið fyrir og fer úr að ofan í kvikmyndinni Honest þar sem hún leikur eitt aðalhlut- verkanna. Nicole ætlaði ekki að kjafta frá og gerði það ekki. Sömu sögu er ekki hægt að segja af syst- ur hennar sem einnig leikur eitt aðalhlutverkanna. Systirin stóðst ekki mátið og blaðraði um þetta í viðtali við rás 1 hjá BBC. Myndin segir frá þremur villt- um og trylltum systrum sem eru á flótta undan laganna vörðum á sjöunda áratugnum. Sölustaðir sem þjónusta áskrifendur í sumarbústöðum: DV safnað og afhent við heimkomu Áskrifendur sem fara aö heiman í sumarfríinu og veröa í burtu í iengri eða skemmri tíma geta fengið pakka af DV afhentan við heimkomu. Það eina sem áskrifendur þurfa að gera er að hringja í 550 5000 ogtilkynna hvenær þeir verða að heiman. Starfsfólk DV safnar blöðunum saman á meðan og afhendir þau þegar áskrifandinn kemur heim aftur. Til þess að fá DV til sín í fríinu þarf ekki annað en að hringja í 550 5000 ogtilkynna um dvalarstað og þú færð DV sent sent sérpakkað og merkt á sölustað nærri dvalarstað. Árborg, Gnúpverjahreppi Baula, Stafholtstungum, Borgarfirði Bjarnarbúð, Brautarhóli Bitinn, Reykholtsdal Borg, Grímsnesi Brú, Hrútafirði Hlíðarlaug, Úthlíð, Biskupstungum Hreðavatnsskáli Laugarás, Biskupstungum Minni-Borg, Grímsnesi Reykjahlíð, Mývatnssveit Shell, Egilsstöðum Shellskálinn, Stokkseyri Skaftárskáli, Klaustri Staðarskáli, Hrútarfirði Varmahlíð, Skagafirði Veitingaskálinn, Víðihlíð Verslunin Grund, Flúðum Verslunin Hásel, Laugarvatni Þrastarlundur TaliýMi DV ntiei i fríil Fáið DV sent í sumarbústaðinn:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.