Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 Fréttir DV ÉÉtiMÉii Sólmyrkvinn í gær: Gríðarlegur fjöldi góndi á sólina Sólmyrkvinn, sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu úti um allan heim, hófst hér á landi um klukkan hálftíu í gærmorgun og stóð í um tvær klukkstundir. íslendingar fengu ekki að njóta fyrirbærisins í allri sinni dýrð þar sem aðeins var deildarmyrkvi yfir land- inu. Myrkvinn var mestur sunnanlands en minnkaði eftir því sem norðar dró. Mikill fjöldi fólks fylgdist með myrkv- anum. Var fólki þent á að vernda augun þar sem þau eru mjög viðkvæm fyrir geislum sólar. Um 80 almyrkvar verða á jörðinni á hverri öld en sjaldgæft að þeir fari yfir jafhþétthýl svæði og nú. Myrkvinn var óvenjuhagstæður fyrir Evrópubúa en leita þarf langt ciftur í tímann til fá svip- aðan myrkva og varð í Evrópu í gær, Fólki var ráðlagt að nota dökk sólgleraugu eða filmubúta til að verja augun fyrir geislum sólar meðan sólmyrkvinn eða allt aftm* til ársins 1961. var skoðaður. Myndin er tekin milli kl. 10 og 10.30 í gærmorgun. DV-mynd GVA Mikael Ólafsson hjá Siglingastofnun með áralanga skráningu um afdrif skipa: Hátt í 700 skip hafa sokkið við ísland - telur frekar hættu á mengun frá birgðakafbátum en annarra ,,E1 Grillo-flaka“ 621 skip hefur sokkið og liggur á hafsbotni við strendur eða í efna- hagslögsögu íslands frá aldamótum þangað til í ársbyrjun 1996. Þetta kemur fram í úttekt Mikaels Ólafs- sonar hjá Landhelgisgæslunni sem hefur um árabil unnið að gagna- söfnun um það sem leynist í haf- djúpunum við landið. Mikael segir að ekki sé talið að mörg hættuleg flök á borð við E1 Grillo séu við landið. Hins vegar sökktu Þjóðverjar tveimur af eigin flutningaskipum árið 1939 inni á Húnaflóa, Wolfsburg og Uruguay, til að koma í veg fyrir að Bretar næðu þeim. Mikael segir menn í raun ekkert vita um farmskrá þess- ara skipa. Hann segir að ef mengunarhætta sé höfð í huga mættu menn hafa meiri áhyggjur af ýmsum kaf- bátaflökum frá síðari heimstyrjöld- inni sem liggja á hafsbotni í fiski- slóð. „Þetta voru eins konar mjólkur- kýr sem var ætlað að dæla olíu á aðra kafbáta í stríðinu," segir Mik- ael. „Menn mættu líka hafa áhyggj- Fjöldi sokkinna skipa eftir tímabilum 181 4® 51 1918- 1930- 1939- 1946- 1956- 1966- 1976- 1986- 1929 1938 1945 1955 1965 1975 1985 1995 ur af öðrum herskipum úr stríðinu veit í raun enginn um farmskrár sem liggja á svipuðum slóðum. Það þeirra skipa eða birgðir." En hvar liggja öll þessi skip aðal- lega? „Flest þessara skipa liggja suður af landinu en einnig er talsvert af sokknum herskipum og kafbátum austur og vestur af landinu." 21 kafbátur í íslenskri i lögsögu Mikael er með skrá yfir 21 erlend- an kafbát sem liggur á botninum í efnahagslögsögu íslands. Hann seg- ir að önnur skip tengd stríðsrekstri í lögsögunni séu sennilega fimm sinnum fleiri, eða rúmlega 100. Þetta leiðir hugann að tölum um skip sem sukku við landið í stríð- inu. Flest skip á öldinni, 181, sukku á árum síðari heimstyrjaldarinnar, þ.e. árin 1939-1945. Helmingi færri skip, 90, sukku til samanburðar við strendur landsins á nær helmingi lengra tímabili, 1966-1975. 76 skip fóru hins vegar á hafsbotn árin 1986-1995. Tölur liggja ekki fyrir um síðustu fjögur ár. Hins vegar segir Mikael að ótrúlegur fiöldi báta hafi sokkið á síðustu árum og áratugum. -Ótt Bestu vinir neytenda Lífið á íslandi snýst að mestu um skepnur og skepnuhald. Sam- skipti við útlendinga fara eftir því hvernig skepnubúskapurinn gengur og hvers hann þarfnast. Nú, þegar ljóst er að ekki er lengur hægt að flytja út íslensk hross með vafasömum papp- írum þannig að hægt sé græða töluvert und- ir borðið, eru stjóm- völd tilbúin til þess að auka frelsi í innflutn- ingi landbúnaðarvara. Aukið frelsi í innflutn- ingi hefur ekkert með hag neytenda að gera enda hefur stefnan í landbúnaðarmálum ekki miðast við slíka smámuni. En þegar þýskir tollarar era famir að abbast upp á íslenska hestinn eru ráðamenn loks- ins tilbúnir til að losa um kló innflutningshafta. Þýskir tollverðir eru því að ná mun meiri ár- angri en nokkrir aðrir sem barist hafa gegn land- búnaðarstefnu íslenskra stjórnvalda. Þeir skáka þar samtökum neytenda, fiölmiðlum og frjáls- lyndum stjórnmálamönnum. Jón Baldvin Hanni- balsson náði litlu sem engu fram á öllum sinum ferli. Leiðarahöfundar DV hafa í gegnum árin tekið málstað neytenda með takmörkuðum ár- angri og GATT-samningurinn breytti litlu. En nokkrir þýskir tollverðir breyttu öllu. Hörkuleg framkoma tollheimtumanna sem Is- lendingar telja vera til skammar, enda beint gegn íslenska hestinum (og það rétt fyrir heimsmeist- aramót), hefur sannfært Guðna Ágústsson land- búnaðarráðherra um að tilslakanir í innflutningi landbúnaðarvara séu nauðsynlegar. „Þetta er spuming um mikilvæg viðskipti með hross og ég mun taka málið upp í ríkisstjóm," lýstir land- búnaðarráðherra yfir hér í DV og bætir við: „Sjálfur er ég til í samninga ef það liðkar fyrir mikilvægum viðskiptum með íslensk hross.“ Múrinn sem reistur hefur verið um íslenskan landbúnað er því að falli kominn. Neytendur munu kætast, enda von til þess að matarreikn- ingur heimilanna geti lækkað eitthvað. Enn er þó of snemmt að fagna. Neytendur hafa slæma reynslu af því að fagna of snemma. Gleðibylgjan sem fór um landið þegar gengið var frá GATT- samningum var ekki lengi að fiara út. En allt bendir þó til þess að íslenskir neytendur geti sent þýskum tollheimtumönnum þakkarskeyti fyrir að vera þeirra bestu vinir. Dagfari Hjálparhönd Almenn ánægja er innan raða atviimurekenda með það Finnur Geirsson, forsfióri Nóa-Síríusar, verði formaður nýrra sameinaðra samtaka þeirra. Hann er talinn greindur og vel hæf- ur maður og hafa menn yfirleitt fátt út á hann að setja. Hins vegar örlar á áhyggjum meðal sumra vegna reynsluleysis Finns í kjara- samningaviðræðum; hann rati ekki sérlega vel um Karphúsið. Mun fljótt reyna á Finn í þessum efnum en samningar eru lausir á næsta ári. En á móti er bent á að hann þurfi ekki að leita langt yfir skammt eftir leiðsögn þar sem frændi hans, Kristinn Bjömsson, forstjóri Skeljungs, sé margreynd- ur samningarefur og verði ekki langt undan... Unglingaveiki Þau voru erfið, eftirköstin af fæðingu Samfylkingarinnar, og ekki virðist ástandið lagast. Engu er líkara en Samfylkingin sé strax komin með unglinga- veiki á háu stigi. Leiðtogavandi og vitundarkreppa virðast þvílík að engu er líkara en unglingurinn sé að steypa sjálfum sér í glötun. Hver höndin er uppi á móti annarri og sjá sumir það ráð vænst að kalla Jón Baldvin Hannibalsson heim til leiðtogasætis meðan aðrir vilja ekki sjá hann og Margrét Frí- mannsdóttir talsmaður nær ekki eyrum nokkurs manns. Ýmsir vel- viljaðir menn eru famir að óttast að í algjört óefni stefni og sjá fyrir sér að Samfylkingin veslist hrein- lega upp, deyi ótímabærum dauða og lendi á spjöldum sögunnar sem Skammfylkingin. Nog komiö Mikil fiölgun hefur orðið í ása- trúarsöfnuðinum síðustu misseri og er svo komið að Jörmundur Ingi Hansen allsherjargoði hefur vart undan að sinna verk- um fyrir safnaðar- menn. Þessi stað- reynd hefur truilað bæði kirkjunnar menn og síðan leið- toga hinna ýmsu safnaða er kenna sig við frelsara vorn. Sandkorn hefur fregnað að þeim finnist nóg komið af svo góðu og vilji snúa vörn í sókn. Horfa þeir þá mjög til komandi hátiðahalda vegna kristnitökunnar á þessu ári og því næsta og munu þeir ætla að nýta það tækifæri til fulls.... Þetta sólarlausa land Mörgum landanum hefur leiðst hversu sólarstundir hafa viða ver- ið stopular í sumar og hafa ein- hverjir haft á orði að reyna mætti að senda Magnús Jónsson veöur- stofustjóra í sumar- frí í þeirri von að ástandið skánaði. Reyndar tóku veð- urguðimir smákipp hér fyrir sunnan á dögun- um en síðan hef- ur sigið á ógæfuhliðina. þessu tilefni orti Jón Ingvar Jóns- son: Drottinn minn sem duga á djöfsa gegn og pínum virdist ósköp vesœll hjá vedurguðum minum. Og síðan: Nú er loftið svart að sjá, sólin hœtt að skina, valt að treysta virðist á veðurguði mina. Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkom <æfT. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.