Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 5
ETMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 5 DV Fréttir DV á málverkaslóðum í Danmörku: Islensk malverk flæða um Kaupmannahöfn - eftirspurn eftir verkum á íslandi Málverk til sölu í Gallerí Fold í Reykjavík. DV-mynd Hilmar Gífurlegt framboð er á íslenskri myndlist í Kaupmannahöfn um þessar mundir. Á ferð DV um Kaup- mannahöfn á dögunum fundust milli 50 og 60 myndir og málverk til sölu, flest eftir þekktustu listamenn þjóðarinnar. Verkin voru öll til sölu, annaðhvort í galleríum eða antíkbúðum í Kaupmannahöfn. Hræðsla hefur gripið um sig með- al kaupenda að íslenskri myndlist að undanfomu, eftir að dómur féll í Fréttaljós svonefndu folsunarmáli, og að sama skapi hefur það haft mikil áhrif að kærur hafa borist til ríkislögreglu- stjóra vegna nokkurra tuga ís- lenskra mynda til viðbótar. Á með- an hanga myndimar i tugatali í Kaupmannahöfn og bíða eftir kaup- endum. Styttur og málverk í einu galleríinu, ekki langt frá verslunargötunni Strikinu, voru alls- 11 grafíkmyndir eftir Gunnlaug Scheving til sölu, olíumálverk eftir Axel Ein- arsson og Svavar Guðnason og stytta eftir Tove Olafsson. í antíkverslun við Ryensga- de vom til sölu 4 eftirprent- anir af frægum portrett- myndum eftir Kjarval og minni mynd af íslensku landslagi. Auk þess var þar mynd af fjallkonunni eftir óþekktan listamann. Stytta eftir Tove Olafsson var til sölu á Bredgade og í Klassik Antik og á innrömmunar- verkstæði á Gammel Strand í miðbæ Kaupmannahafnar var til sölu olíumálverk eftir Gísla Jónsson. Á veitinga- stað í Nýhöfti er stytta eftir Sigurjón Ólafsson en er ekki fól og er sagt að Sigurjón hafi skipt á styttunni og mat á sínum tíma. í galleríi rétt utan við Kaupmannahöfn eru svo 11 myndir eftir Svavar Guðnason hangandi uppi á vegg og bíða eftir kaupanda og í galleríi í Árósum em tugir mynda eftir Þor- vald Skúlason til sölu. í uppboðs- bæklingi Bruun-Rasmussens em auk þess tilgreindar tvær myndir sem tengjast íslandi, annars vegar mynd eftir Sigríði Þorláksdóttur af Hagavatni og hins vegar mynd eftir danskan listamann, máluð upp úr Laxdælu um 1861. Af þessum dæm- um að sjá er nóg af íslenskum myndum til í Kaupmannahöfn og kaupendahópurinn virðist vera þröngur. Listaverkasali sem DV ræddi við sagði að eftir daga Galleri Borgar, sem Pétur Þór Gunnarsson átti, hefði framboð aukist til muna. Fáir væru um myndirnar og verð þeirra hefði lækkað. Eftirspurn á íslandi Tryggvi Hansen hjá Gallerí Fold í Reykjavík sagði í samtali við DV að framboðið á mynd- um á íslandi hefði heldur verið aukast að undanfömu. „Markaðurinn hefur verið nokkuð lasinn en það hefur verið erfitt að sjá það í sum- ar þar sem sumarið er yfir- leitt sá tími þegar lítil sala er á myndum. En maður sér það í haust hvemig staðan er á markaönum," sagði Tryggvi. Gallerí Fold heldur uppboð á málverkum og myndum eftir miðjan september og segist Tryggvi hafa trú á því að uppboðið gangi vel. „Mál- verkin em ódýrari í dag en þau voru t.d. árið 1990. Þá var nokkuð mikið keypt af myndum en svo fóru menn að kaupa hlutabréf og mark- aðurinn var að byrja að taka við sér þegar fölsunarmálið kom upp en ég hef trú á því að þetta sé allt að koma núna,“ sagði hann. Aðspurður um ástæðu mikils framboðs á myndum í Kaupmanna- höfn sagði Tryggvi: „Það þarf tölu- verða lagni til að finna málverk í Kaupmannahöfn en ég ráðlegg fólki að fara varlega í að kaupa svo það kaupi ekki köttinn í sekknum." Komdu og sjáðu Landsvirkjun í réttu Ijósi Við mælum með fjölskylduferð um helgina þar sem staldrað verður við í Vatnsdalshólum og gengið um Þórdísarlund eða ekinn hringur um Vatnsdal. Áhugavert er að skoða Þingeyrarkirkju og einnig er ódýr og góð veiði í fjölmörgum ám og vötnum í Húnavatnssýslum. j C Landsvirkjun www.lv.is Blöndustöð er á margan hátt einstætt mannvirki en stöðvarhús hennar stendur rúmlega 200 metra niðri í jörðinni. Aðgengi er um lyftu og 800 metra löng jarðgöng. Opið hús í Blöndustöð laugardag og sunnudag, 14. og 15. ágúst, kl. 12 -18 Þorsteinn Hiimarsson, upplýsingafulltrúi, og Örlygur Þórðarson, lögfræðingur, ræða við gesti um virkjanir og umhverfismál. Guðmundur Hagalín, stöðvarstjóri, og hans fólk sýnir stöðina. Ratar þú? Að stöðinni ertveggja tíma akstur frá Akureyri og þriggja og hálfs tíma akstur frá Reykjavík. Beygt er af þjóðvegi 1, syðst í Langadal austan Blönduóss, inn á veg 731 inn í Blöndudal, leiðina upp á Kjöl. Prófaðu rafbíl Landsvirkjunar Auk heimsóknar í stöðina gefst gestum færi á að prufukeyra rafbíl Landsvirkjunar, knúinn hreinni orku fallvatnanna. -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.