Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 Fréttir Carl I. Hagen, formaður norska Framfaraflokksins, gefur íslendingum ráð í málum nýbúa: Lokið á flóttafólkið meðan tíml er til DV, Osló: „Alltaf og í öllum löndum hefur of- fjölgun nýbúa leitt til vandamála. Þetta er reynsla allra Evrópuþjóða, sem undanfama áratugi hafa tekið á móti stórum hópum flóttafólks og fólks í atvinnuleit. Þetta hefur gerst í Noregi og þetta mun gerast á ís- landi ef ekki er farið rétt að,” segitr Carl I. Hagen, formaður norska Framfaraflokksins, í samtali við DV í gær. Hagen hefur á undanfómum ámm verðið fremstur í flokki þeirra sem vilja takmarka íjölda útlendinga sem fá að koma til Noregs og nú þegar sveitarstjómarkosningar fara í hönd í landinu era mál nýbúa enn og aft- ur orðin að hitamáli í kosningum. Hagen sagðist vita hvað Norð- menn hefðu gert rangt og því einfalt að gefa íslendingum ráð. Nýbúar eru nú rúm 5% íbúa í Noregi, hlutfalls- lega litlu fleiri en nýbúar á íslandi. Skoðanakannanir sýna að vart meira en fjórðungur norskra kjós- enda telur fjölda nýbúa vandamál. Carl I. Hagen, formaður norska Framfaraflokksins. Þeir sem era á móti nýbúunum era hins vegar harðir í andstöðu sinni. Ráð Hagens til íslendinga era: * Ekki halda að það sé hægt að leysa tímabundinn skort á vinnuafli með því að taka við flóttafólki. Flóttafólkið skapar bara nýjan vanda, svo sem að glæpum fjölgar og að félagsleg vanda- mál koma upp í hópi þeirra. * Gerið skýrar kröfúr um aðlögum þess fólks sem kemur inn í landið. Setja á kunnáttu í tungumáli heima- manna sem skilyrði fyrir rikisborgara- rétti og kosningarétti. * Ekki leyfa nýbúum að safnast sam- an í ákveðum hverfum eða bæjarhlut- um. Þeir einangrast, kynnast ekki menningu heimamanna, læra ekki tungumáhð og hrekja þá sem voru fyr- ir burtu vegna þess að glæpum fjölgar og skólamir hætta að geta sinnt al- mennri kennslu vegna fjölda nýbúa. * Varast ber falska flóttamenn. Það er flóttafólk sem lýgur til um uppruna sinn, segist ekki hafa vegabréf og vera ofsótt, en hefur sjálft eyðilagt skilríki sín.til að fela uppruna sinn. * Ekki taka þátt í aö leysa vanda flóttafólks, eins og frá Kosovo, með því að flytja það tU landsins. Þennan vanda á að leysa á staðnum; ekki að flytja hann heim tfl sín. „AUar vestrænar þjóðir takmarka Franskur leiðsögumaður finnur stríðsminjarl Sprengikúla úr her- skipi á Hjálmadalsheiöi Franskur leiðsögu- maður fann sprengikúlu úr loft- vamarbyssu, sem tal- in er vera úr bresku herskipi úr síðari heimsstyijöldinni, uppi á Hjálmadals- heiði í síðustu vUcu. Frakkinn var á ferð með ferðamenn á heiðinni sem er á mUli Loömundarfjarð- ar og Seyðisfjaröar þegar gengið var fram á kúluna. Hann merkti staðinn og fór síðan þangað með lög- Sprengikúlan er talin vera úr loftvarnabyssu bresks herskips úr síðari heimsstyrjöldinni. reglu sem síðan óskaði eftir að sprengisér- fræðingur frá Land- helgisgæslunni kæmi á staðinn. Þegar færi gafst fór þyrla upp á heiði með lögreglumann og sprengisérfræðing þar sem kúlan var sprengd upp. Þegar því verki var lokið fundu menn tímarofa úr annarri sprengju ekki langt frá. Var hann tekinn tU varð- veislu hjá Landhelgis- gæslunni. -Ótt Víða í höfuðborginni eru miklar framkvæmdir. Framkvæmdagleðin er ekki eingöngu bundin við gatnakerfið heldur er einnig verið að lagfæra hafnir borgarinnar. Hér er unnið að styrkingu Faxagarðs. DV-mynd S Dreifð eignaraðild Davíð hugsaði það upphátt í Eyj- um um helgina að svo gæti farið að 51% hlutur ríkisins í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins yrði seldur í einu lagi. Þessar hugsanir eiga ekkert skylt við þaulhugsaða stefnu rikisstjómarinnar i þessum málum. Enda er hún ekki hugsuð upphátt. Og þessar hugsanir komu öðrum ráðherram í opna skjöldu og ollu titringi, nema hjá Bimi. Hann er vanur að heyra Davíð hugsa upphátt og sagði orð Davíðs eins og töluð úr sínum munni. Hinir hugsuðu ekki upphátt held- ur hugsuðu þeir sitt í hljóði. Enda kunna þeir ekki þá eðlu list að hugsa upphátt og eru óvanir slík- um æfingmn. Enn fremur vita þeir sem er að slíkt atferli gæti gert ný- hafinn ráðherraferilinn endaslepp- an, í það minnsta ef þeir hugsa upphátt um það sem formaðurinn er að hugsa upphátt og ef það á sér ekki stoð i stefnu stjóm- arinnar. Og sérstaklega ef þeir skilja ekki það sem formaðurinn er að hugsa upphátt, hvort sem hann er staddur á Hólum eða í Eyjum. Enda bætti hann því við að í athugun væri að tryggja markmið um dreifða eignaraðild að bönkunum með lögum. Ráðherrann vildi samkvæmt fréttum selja 51% í einu lagi og tryggja dreifða eignarað- ild með löginn. Þeir sem ekki skildu hugrenningar ráðherrans vom í vondum málum þar til í gærkvöld. Þá lýsti ráðherrann því yfir að hann væri sár yfir því að menn hefðu eyðilagt stefnu ríkisstjómarinnar um dreifða eignaraðild að FBA. Og fyrst menn hefðu verið svo vondir að fara eftir lögmálum hins frjálsa markaðar þýddi ekki lengur að hugsa um dreifða eignaraðild eins og ríkisstjómin hafði hugsað sér hana. Dreifö eignaraðild eins og sú sem nú væri uppi á teningnum gæfi ríkissjóði að auki heldur lítið í aðra hönd. Það vildi enginn borga hátt verð fyrir að vera í kompaníi með mönnum sem eyðilögðu markmið ráðherrans um dreifða eignaraðild. Þetta skýrir náttúrlega allt. Dagfari og hinir óprúttnu fjár- festar hefðu mátt vita að dreifð eignaraðild væri ekki dreifð eignaraðild nema ríkisstjómin segði að hún væri dreifð eignar- aðild. Og þar sem þeir er keyptu samanlagt þriðjung í bankanum skildu ekki þessi einfoldu fræði eyðilögðu þeir áætlanir einkavæðingarinnar um dreifða eignaraðild og særðu ráðherrann. Er svo kom- ið að dreifð eignaraðild að FBA er ekki lengur dreifö eigncirað- ild og allar áætlanir um slíkt í uppnámi. Þess vegna er best að selja 51 prósentið til eins aðila eins og ráðherrann hefur hugsað upphátt. Enda þýðir lítið að hugsa um dreifða eignaraðild þegar á ferli era menn sem vilja kaupa meira en hugmyndir ríkisstjómarinnar um slíka eignaraðild leyfa. Þess vegna er betra að selja allt í einu. Þá er tryggt að einungis þeir kaupa sem ekki vilja slást á víðáttum hins frjálsa markaðar. Þá kaupa þeir sem virða markmið ráöherrans um dreifða eignaraðild. Dagfari fjölda þess fólks sem fær að koma til landanna. Það er alltaf freistandi að taka við fleira og fleira fólki frá fjar- lægum löndum þegar skotur er á vinnuafli en vanda atvinnuveganna á að leysa með því að ráða bara fólk frá nálægum löndum. Fyrir Norðurlanda- þjóðfrnar er best að leita fyrir sér um vinnuafl á hinum Norðurlöndunum eða í Vestur-Evrópu,” sagði Hagen. Hagen og fylgismenn hans í Fram- faraflokknum hafa oft á undanfomum árum verið sakaðir um kynþáttahatur en sjálfur kallar hann skoðanir sínar bara raunsæjar og skynsamlegar. „Á undanfomum árum hefúr ekki einu sinni mátt tala um vanda nýbú- anna. Nú má tala um hann án þess að það sé kallað kyhþáttahatur. Nú má tala um vandann. Það er framfór,” seg- ir Hagen. „Vandinn er að það er nógu erfitt að fá fólk með sömu menningu til að búa saman í friði, hvað þá fólk með ólíka menningu. Ráðið er að stöðva straum fólks frá fjarlægum löndum meðan enn er tími til,” sagði Hagen. -GK Valdimar út Valdimar K. Jónsson, prófessor, vélaverkfræðingur og formaður fulltrúa- ráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík til margra ára, hefur um árabil átt sæti í stjóm ísals, tilnefndur af iðnaðarráð- herra. Nú hafa orðið um- skipti því að Finnur Ing- ólfsson iðnaðarráðherra hefúr í stað Valdimars skipað Amar Bjarna- son í stjórnina við hlið hins ríkisstjórnarfull- trúans í stjórn ísals, Gunnars I. Birgisson- ar. Stuðningsmenn Valdimars eru ósáttir við þetta og ekki síst þá aðferð sem þeir segja að ráðherrann hafi beitt við að kasta þeirra manni út. Ráðherra hafi ekki einu sinni haft fyrir þvi að hitta Valdimar tft að tilkynna honum ákvörðun sína og ekki einu sinni heldur hringt, heldur látið senda honum bréf... Guðni tekur til Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra hefur verið upptekinn við það síð- an hann tók við ráðherradómnum í vor að taka til eftir forvera sinn, Guðmund Bjamason. Eitt af því var að reka fyrr- um sýslunga sinn, Ámes- inginn Hákon Sigur- grímsson, úr formanns- sætinu-í búvömsamn- inganefnd og skipa í hans stað Sveinbjörn Eyjólfsson. Hákon þessi hefur um árabil verið ötull í nefndaset- um innan stjórnkerfis landbúnaðarins og er þessi tignarlækkun sögð talsvert áfall fyrir hinn trausta og vel ættaða framsóknarmann frá Holti í Stokkseyr- arhreppi hinum forna. Sestur á helgan stein Frá því að íbúðalánasjóður, arftaki Húsnæðisstofnunar, tók til starfa hefur reksturinn verið með stöðugum harm- kvælum. Fyrstu mánuði ársins var stofnunin stjómlaus því að nýráðinn for- stjóri hennar, Guðmund- ur Bjamason, fékk ekki leyfi hins alvitra og al- ráða formanns Fram- sóknarflokksins til að yfirgefa síðustu ríkis- stjóm og taka við starfi sínu og móta upphaf starfseminnar. Guð- mundur hefur því eflir að hann tók loks við starfi sínu í vor verið hálf úti á þekju innan stofnunarinnar og sendir nýráðinn aðstoðarmann sinn út af örk- inni til að hafa samskipti við banka og lánastofnanir. Sá er HaUur Magnús- son, fyrrverandi blaðamaður, sem vann sér það til mestrar frægðar á blaða- mennskuferli sínum á Tfmanum sáluga að skamma Þóri Stephensen, þáverandi dómkirkjuprest, svo rosalega að úr varð siðasta meiðyrðamálið sem höfðað var á grundvelli sérstakrar lagagreinar um að ekki mætti segja opinberum starfsmönn- um til syndanna þótt fúll ástæða væri til. Það má því segja að Guðmundur Bjamason sé sestur á helgan stein, eins og Hallur komst eitt sinn að orði um fjandvin sinn, dómkirkjuprestinn, í Timaffétt. Hvað ef Jói Begg...? Nú er íslandsbanki að byggja stórhýsi í miðbæ Hafnarfjarðar á lóð sem Þorgils Óttar Mathiesen seldi bankanum. Ein- hverjir hafa haft orð á því að Þorgils Ótt- ar hefði getað setið einn allt i kringum samningaborðið í aðdrag- anda þessarar banka- byggingar þvi Þorgils er lykilmaður hjá íslands- banka. Þá er Þorgfls Óttar líka í bæjar- stjóminni sem svo samþykkti að bankinn mætti byggja húsiö á henni. í þessu samhengi hafa pólitískir andstæðingar Þorgils Óttars riíjað upp að hann hafi veriö hvatamað- ur að andófi gegn ákvörðun fyrri bæjar- stjómar að byggja miðbæjarhúsið mflda. Hann ætti með sömu rökum að vera á móti stórbyggingum á svæðinu, en lóðir miðbæjarhússins og íslandsbanka liggja nánast saman. Þekktur krati sagði við Sandkom að það hefði vísast hvinið í einhverjum hefði Jói Begg. - Jóhann G. Bergþórsson átt í hlut... Umsjón: Stefán Ásgrímsson Nétfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.