Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999
Útlönd
9
DV
Þnggja ára barni bjargað úr rústum í Tyrklandi:
Björgunarmenn
halda í vonina
T
Þriggja ára snáðinn Ismail Cimen virðist bara brattur þar sem hann liggur á
sjúkrahúsi í Tyrklandi eftir að hafa verið bjargað úr rúsum fjölbýlishússins
sem hann bjó í. Ismail hafði legið þar í sex daga, eða frá því jarðskjálftinn
mikli varð þar í síðustu viku. Sérfræðingar segja að meiri líkur séu á að börn
lifi af í rústunum en fullorðnir þar sem þau þurfa minna pláss, loft og vatn.
Björgunarsveitamenn neita að
gefa upp vonina um að finna enn
einhverja á lífi undir húsarústun-
um, viku eftir að jarðskjálftinn óg-
urlegi reið yfir norðvestanvert
Tyrkland fyrir einni viku.
Það varð heldur ekki til að draga
úr ásetningi þeirra þegar þriggja
ára gamall snáði, Ismail Cimen, var
dreginn lifandi undan steypuhrúg-
unni þar sem hann hafði verið í sex
sólarhringa.
Ismail litli fannst í bænum Cin-
arcik sem varð mjög iha úti í
skjálftanum. Föðurbróðir snáðans
sagðist hafa fundið hann undir rúst-
unum þegar hann fór að rústum
fjölbýlishússins til að ná í lík ætt-
ingja sinna.
Frændinn sagðist hafa lýst með
vasaljósi inn í rústirnar og þar
hefði Ismail verið.
„Ég var ekki sofandi. Ég datt nið-
ur þegar ég var að leika mér að
trukknum mínum,“ hvíslaði Ismail
litli að frænda sínum.
Faðir drengsins og þrjár systur
fórust í skjálftanum en móðir hans
er á sjúkrahúsi.
Yfirvöld í Tyrklandi hafa staðfest
að á fimmtánda þúsund manna hafi
farist í jarðskjálftanum. Starfsmenn
Sameinuðu þjóðanna segja að end-
anleg tala látinna gæti farið upp í
fjörutíu þúsund þegar búið verður
að finna öll líkin undir rústunum.
Um tvö hundruð þúsund manns
misstu heimili sín í hamförunum og
hefur verið komið upp tjaldbúðum
fyrir þá.
Þrátt fyrir að enn sé haldið í von-
ina um að fmna einhverja á lífi hef-
ur verið dregið úr björgunaraðgerð-
unum. Margar erlendar björgunar-
sveitir eru þegar farnar heim.
Ferðamálaráðherra Tyrklands
sagði í gær að jarðskjálftinn hefði
leitt í ljós algjöran vanmátt stjórn-
valda til að fást við náttúruhamfar-
ir af þessari stærðargráðu.
fFiæðslumiðstöð
Reykjavíkur
Skólasetning í öllum grunnskólum Reykjavíkur verður
miðvikudaginn 1. september.
Nemendur komi í skólann þann dag sem hér segir
(sjá þó sérstakar auglýsingar frá nokkrum skólum
hér að neðan):
10. bekkur (nem. f. 1984) kl. 9.00
9. bekkur (nem. f. 1985) kl. 10.00
8. bekkur (nem. f. 1986) kl. 11.00
7. bekkur (nem. f. 1987) kl. 13.00
6. bekkur (nem. f. 1988) kl. 13.30
5. bekkur (nem. f. 1989) kl. 14.00
4. bekkur (nem. f. 1990) kl. 14.30
3. bekkur (nem. f. 1991) kl. 15.00
2. bekkur (nem. f. 1992) kl. 15.30
Nemendur 1. bekkjar, böm fædd 1993, mæta samkvæmt stundatöflu
föstudaginn 3. september en verða áður boðaðir til viðtals með foreldrum,
hver í sínum skóla.
Hamraskóli: Nemendur komi sem hér segir:
8.-10. bekkur kl. 9.00
5.-7. bekkur kl. 10.00
2.^4. bekkur kl. 11.00
Nemendur 1. bekkjar, böm fædd 1993, mæta samkvæmt stundatöflu
föstudaginn 3. september en verða áður boðaðir til viðtals með foreldrum.
Klébergsskóli: Skólastjóri sendir nánari upplýsingar í bréfi til nemenda.
Korpuskóii: Nemendur komi sem hér segir:
6. bekkurkl. 13.30
5. bekkurkl. 14.00
4. bekkur kl. 14.30
3. bekkurkl. 15.00
2. bekkurkl. 15.30
Nemendur 1. bekkjar, böm fædd 1993, mæta samkvæmt stundatöflu
mánudaginn 6. september en verða áður boðaðir til viðtals með foreldrum.
Safamýrarskóli: Skólastjóri sendir nánari upplýsingar í bréfi til nemenda.
Vesturhiíðarskóli: Skólastjóri sendir nánari upplýsingar í bréfi
til nemenda.
Öskjuhlíðarskóli: Nemendur komi sem hér segir:
5.-10. bekkur kl. 9.30
1.-4. bekkur kl. 11.00
Cherokee Limited '90, ek. 137 þús. km.
Ásett verð 950.000
Tilboðsverð 830.000
Daihatsu Rocky '90, ek. 156 þús. km.
Ásett verð 690.000
Tilboðsverð 520.000
MMC Pajero '89, ek. 148 þús. km.
Ásett verð 490.000
Tilboðsverð 390.000
Hyundai H-100 sendibíll '97, dfsil, ek.
56 þús. km.Ásett verð 1.090.000
Tilboðsverð 820.000
Toyota Corolla '90, ek. 138 þús.km.
Ásett verð 390.000
Tilboðsverð 270.000
Fiat Uno 45 '88, ek. 91 þús. km.
Ásett verð 160.000
Tilboðsverð 90.000
MMC Lancer '89, ek. 185 þús. km.
Asett verð 350.000
Tilboðsverð 230.000
Peugeot 405 '88, ek. 139 þús. km.
Ásett verð 320.000
Tilboðsverð 220.000
MMC Lancer '88, ek. 178 þús. km.
Ásett verð 250.000
Tilboðsverð 170.000
Peugeot 405 '92, ek. 216 þús.km.
Ásett verð 590.000
Tilboðsverð 320.000
Toyota Corolla '91, ek. 162 þús.km.
Ásett verð 420.000
Tilboðsverð 320.000
Toyota Corolla '90, ek. 134 þús. km.
Ásett verð 350.000
Tilboðsverð 230.000
NYBYLAVEGUR 2 • SIMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18