Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 7 Neytendur Komið í veg fyrir krossmengun: Possum okkur í eldhúsinu . — -, ■ •>’ - Hrá og soðin matvæli eiga að vera aðskilin í eldhúsinu til að minnka hætt- una á krossmengun. Aldrei er góð vísa of oft kveðin og víst er að aldrei er of oft brýnt fyrir fólki að gæta fyllsta hreinlætis i eld- húsinu. Kampýlóbakterían hefur gert mörgum lífið leitt að undan- fómu en hægt er að forðast þessa hvimleiðu bakteríu og fleiri henni skyldar með nokkrum einfóldum ráðum. Svokölluð krossmengun getur skapað talsverða hættu í eldhúsinu ef ekki er rétt farið að. Með krossmengun er átt við bakt- eríur sem berast t.d. úr hráum mat- vælum yfir í annan mat sem er til- búinn til neyslu og þar með berast bakteríurnar í þann sem neytir til- búnu fæðunnar. Dæmi um slika krossmengun er meðal annars salmonellusmit sem getur borist úr hráum eða lítt mat- reiddum kjúklingi yfir í tilbúinn mat ef notuð eru sömu áhöld á hvoru tveggja eða hendur ekki þvegnar á milli þess sem kjúkling- urinn og tilbúni maturinn er með- höndlaður. Mikilvægt er að nota sérstök áhöld og skurðarbretti fyrir mismunandi hrávörur, t.d. eitt fyrir grænmeti og annað fyrir kjöt. Haldið röð og reglu á vinnuborðinu og þrífið borðið oft og vel. Sérstaklega er mikilvægt að Auk ýtrasta hreinlætis skiptir rétt hitastig matvörunnar megin- máli ef koma á í veg fyrir sýkingar af völdum matvæla. Við innkaupinn og við flutning matvælanna heim nær kælivaran oftast að voigna upp fyrir 4"C. Þá skiptir máli að kældi og frosni mat- urinn komist sem fyrst í ísskáp og liggi ekki of lengi í pokunum t.d. í bílnum eða á eldhúsgólfmu. Stund- um er maturinn þó ekki nógu vel kældur þegar við kaupum hann. Þá er einnig mikilvægt aö koma matn- um strax í kæli og kæla hann vel áður en hans er neytt. Þegar matvæli eru geymd í kæli eða frysti hægist á vexti baktería eða hann stöðvast alveg. ísskápur- inn á að vera 0-4"C og frystirinn á að vera -18" C eða kaldari. Algengt er að hitastig í ísskápnum sé mun hærra, hann sé heitari en við höld- um. Því er gott að hafa hitamæli í þrifa þegar unnið er með hrá mat- væli og tilbúin samtímis. Borðtuskan hættuleg Borðtuskur verða fljótt mengað- ar af bakteríum og þvi þarf að skipta nánast daglega um þær. í borðtuskum eru ákjósanleg vaxtar- ísskápnum sem fylgist með því að hitastigið sé rétt. Ef hitastigið er rétt geymast matvörurnar auk þess lengur. Gætið þess einnig að yfir- fylla ekki ísskápinn því það hefur slæm áhrif á kælinguna. Upphitun drepur bakteríur Matvæli sem á að hita upp verða að ná a.m.k. 75°C hita í gegn. Þá eru matvæli gegnumsteikt og bakteríur dauðar. Þetta atriði er afar mikil- vægt er kemur að kjúklingum, hökkuðu og söxuðu kjöti o.fl. Gott er því að nota kjöthitamæli sem stungið er í kjötið til að fylgjast með því að hitinn sé nægur. Hefð er fyr- ir því að sumt kjöt sé ekki steikt í gegn, t.d. nautasteikur, og því er rétt að meðhöndla slíka rétti af var- kámi. Ef halda á áður matreiddum rétti heitum í lengri tíma skal þess gætt að hann sé a.m.k. 60"C heitur. Sá skilyrði fyrir bakteríur, þ.e. raki, hlýja og mataragnir sem bakterí- urnar nærast á. Óhrein borðtuska hreinsar því ekki af borðunum. Hún dreifir bakteríum á þau. Óhrein handklæði og þurrkur geta á sama hátt stuðlað að út- breiðslu baktería. Því er mikilvægt hiti kemur í veg fyrir fjölgun bakt- ería. Kæling heitra rétta Þegar kæla skal heitan mat til geymslu eða notkunar siðcir verður kælingin að fara hratt fram. Æski- legt er að hitastig réttarins fari úr 65"C niður í 10"C á minna en þrem- ur tímum. Þetta getur verið erfitt ef um stóra skammta er að ræða, t.d. stóra pottrétti, enda hafa stórir pott- réttir oft valdið matarsýkingum, t.d. í fermingarveislum. að skipta einnig oft um handklæði í baðherberginu og um uppþvott- stykki og aðrar tauþurrkur sem not- aöar eru á heimilinu. Hendur bera smit Handþvottur skiptir einnig af- skaplega miklu máli því hendurnar koma víða við, t.d. þar sem ýmis mengandi efni s.s. olíur, þvottaefni, bensín og önnur hreinsiefni eru og einnig þar sem bakteríur þrifast vel t.d. í saur og í jarðvegi. Hendurnar koma að sjálfsögðu einnig við mat- inn sem við eldum og borðum og því er mikilvægt að gæta hreinlætis vel. Útskýrið þetta vel fyrir börnun- um og látið þau þvo sér um hend- urnar áður en sest er að borðum eða matvæli meðhöndluð. ísskápurinn Hrávörur eiga ekki að komast í snertingu við tilbúinn mat, s.s. skinku, eða mjólkurvörur í ísskápn- um. Þess vegna er mikilvægt að raða matnum i ísskápinn þannig að ekki geti lekið úr hrávörunum nið- ur í opnar mjólkurfernur eða önnur matarílát í hillunni fyrir neðan. Til að koma í veg fyrir þetta er best að geyma hrátt kjöt neöarlega í is- skápnum. -GLM Því getur verið nauðsynlegt að skipta stórum skömmtum af pott- réttum, sósum, súpum o.fl. niður í minni ílát svo kælingin verði auð- veldari. Einnig má t.d. kæla stóra pott af kjötrétti með því að setja pottinn í kalt vatn um stund áður en hann er settur í kæli. Gætið þess einnig að setja matvæli ekki í ísskápinn fyrr en mesti hitinn er farinn úr þeim. Annars er hætta á að að heitu mat- vælin hiti upp matinn sem fyrir er í ísskápnum. -GLM Matarsýkingar: Algengar bakteríur Salmonella Hún finnst í innyflum manna og dýra, skólpi, frárennsli, fóðri og menguðu vinnsluvatni. Hún hefur greinst í kjúklingum, svið- um, súrmat, svínakjöti, ógerfi- sneyddri mjólk, nautahakki, kryddi og eggjum. Sjúkdómsein- kennin eru magaverkur, niður- gangur, uppköst og hiti oftast 12-36 klukkustundum eftir neyslu. Sýkingin getur einnig valdið liðagigt, bólgum í hjarta- vöðva, sjúkdómum í taugakerfi og beinhimnubólgu. SalmoneUan getur lifað af kælingu, frystingu og þurrkun. Camphylo-bakterían Margumrædd camphylo-bakter- ian finnst 1 innyflum manna og dýra, frárennsli, skolpi og ár- vatni. Hún hefur greinst í alifugl- um, ógerUsneyddri mjólk og neysluvatni. Sjúkdómseinkennin eru niðurgangur, hiti, kviðverkir og blóðlitaðar hægðir 2-5 dögum eftir smit. Sjúkdómurinn getur staðið í 1-2 vikur og í kjölfarið getur fylgt liðagigt. Bakterían þol- ir iUa háan hita en getur lifað af frystingu, kælingu og þurrkun. Bacillus cerus Bakterían finnst í jarðvegi og hefur greinst í pottréttum, þorra- mat, mjólkurvörum, kjöti, kryddi og hrísgrjónaréttum. Sjúkdóms- einkennin eru magaverkur og niðurgangur 8-16 klukkustundum eftir neyslu eða uppköst og maga- verkur 1-6 klukkustundum eftir neyslu. Bakterían getur myndað hitaþolin dvalargró og eiturefni sem getur þolað hitameðhöndlun við matvælaframleiðslu. Clostridium perfringens Hún finnst í jarðvegi, skólpi, innyflum manna og dýra. Hún hefur greinst í pottréttum, kjöt- réttum, sósum, súpum og þorra- mat. Sjúkdómseinkennin eru magaverkur og niðurgangur eftir 8-24 klukkstundir frá neyslu. Sýk- ingin stendur í 1-2 daga. Bakterí- an myndar dvalargró sem eru hitaþolin og eitur sem er ekki hitaþolið. Stapylococcus aureus Hún finnst í hálsi, hári, saur og á húð manna og dýra. Hún hefur greinst í kjöti, mjólkurafurðum, búðingum, samiokum, sæta- brauði, sósum og salötum. Sjúk- dómseinkenni eru uppköst, kvið- arholskrampi og niðurgangur 1-6 tímum eftir neyslu. Eitrunin gengur yfir á einum sólarhring. Bakterian getur myndað eitur sem er mjög hitaþolið. -GLM Smitlaus matvæli: Rétt hitastig mikilvægt Það getur skipt miklu máli hvernig raðað er í ísskápinn ef koma á í veg fyrir sýklngar af völdum matvæla. 32 síðna sérblað um slcóla, nómskeið og heilsurækt fylgir DV á morgun. Meðal efnis eru uppl. um þjónustu heitsu- og líkamsræktarstöðva, uppl. um námskeið sem eru í boði fyrir almenning, smáfréttir um nýjungar, fróðleikur um nám og líkamsrækt, viðtöl o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.