Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 33«. Myndasögur \ GOÐAN / DAGINN’ HVUTTI! '^SsSlíX* i\\ JMfssíV (ícmm^É / Þetta kalla\ (, ég að vera J einróma! íÍÉ»g CKFS/Dlslr. BULLS »»*»<*** f Nú er ég búinn að ^ gera þér stóran greiöa. i , Ég er búinn að sleikja öll frímerkin^ þín og raða þeim fallega saman . I svo nú eru þau tilbúin þegar þú Veiðivon Erik Jensen og Stella Bjarnadóttir á veiðislóðum við Blöndu. Þau veiddu á svæði tvö. t, DV-mynd Hannes Pétursson Laxá á Ásum: Eru fjögur hundruð laxar ekki lélegt? - Þverá þurfti aö gefa 2800 laxa Þeim sem hafa keypt veiðileyfl í Laxá á Ásum fmnst 400 laxar ekki mikið en í fyrra veiddust þar 1180 laxar. Þetta er þriðjungi minni veiði en í fyrra og áin er fisklaus í mörg- um hyljum. 50-70 laxa aflahrota í einn, tvo daga sást ekkert í sumar; nokkuð sem gerðist oft fyrir svona 5-6 árum. En kíkjum á annaö. í Laxá á Ásum er aðeins veitt á tvær stangir og núna eru laxarnir að verða 400. í Þverá og Kjarrá í Borgarfirði eru Umsjón GunnarBender komnir næstum 2000 laxar en þar er veitt á fjórtán stangir, sjö í hvorri á. Það þýðir að ef Þverá gæfi sömu veiði og Laxá ættu að vera komnir 2800 laxar í Þverá/Kjarrá miðað við stangafjölda. Kíkjum aðeins betur á málið. Laxá á Ásum gefur á góðu sumri 7 laxa á stöng, sem er meiri háttar, enda borga menn mikið fyrir veiði- leyfrn. Dagurinn í Laxá á dýrasta tima kostar 200 þúsund en 55 þús- und í Þverá/Kjarrá. Á góðu sumri gefur Laxá á Ásum 1200 laxa á tvær stangir sem þýðir að Þverá í Borgarfirði þyrfti að gefa 7000 laxa til að standa í henni. Og þær veiðiár sem eru með fleiri stangir en Þverá þyrftu heldur bet- ur að gefa veiði bara til að halda í við hana. Stóru laxveiðiárnar eru með svo margar stangir, eins og Þverá/Kjar- rá, Norðurá, Laxá í Aðaldal, Rangámar, Laxá í Kjós, Miðfiarðará og Grímsá, að meðalveiðin á stöng verður mjög lítil. Þetta er hlutur sem þarf að fara að kíkja á: góð lax- veiðiá gefur kannski einn, tvo laxa á stöng sem ekki er mikið. En mað- ur borgar kannski ekki eins mikið og þeir gera í dýrustu laxveiðiánni þar sem maður ætti að veiöa og veiða. Laxinn getur klikkað eins og annað, en hann kemur, það er bara spuming hvort það verður í sumar ' eða næsta sumar eða þamæsta. Hver veit? 25 þúsund laxar Það er erfitt að segja til um hvað margir laxar em komnir úr öllum veiðiánum en kringum 25 þúsund er nærri lagi. Heildarlaxveiðin gæti legið í lokin kringum 30 þúsund laxa sem er varla viðunandi miðað við væntingar sumarsins. Bleikjuveiðin er öll að koma til eftir frekar rólega byrjun og hefur verið mokveiði víða í bleikjuánum. Smærri bleikjan skilar sér nú í rík- ara mæli og margar vel vænar hafa veiöst í sumar, eins og 6 og 5 punda fiskar, sem ekki er amalegt að fá á • krókinn. í Dölunum hefur bleikjan veiðst vel, eins og í Miðá í Dölum og Hörðudalsá. Sums staðar er mikið af fiski í þessum veiðiám og margar bleikjumar eru vænar. Þær sem komu snemma geta verið tregar að taka hjá veiðimönnum en sé valið rétta agnið taka þær fyrr en seinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.