Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 H>'V rin \ Ummæli áðherra í vanda „Það er sama hvað hún seg- ir, sama hvernig i hún snýr sér, sama , hvemig hún reyn- ir að klóra sig út úr því: hún er uppvis að því að hafa sagt eitt einn daginn þeg- ar það hentaði henni í valdabröltinu - og ann- að næsta dag sem hentaði bet- ur á framabrautinni." Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur um Siv Fridleifs- dóttur umhverfisráðherra, ÍDV. Ljóð og hlaup „Fyrir menn sem yrkja hátt- bundin ljóð, þaö er að segja i föstum takti, þá er mjög gott að hlaupa því það passar svo vel viö. Það er góður bragarháttur á hlaupunum.'1 Þórarinn Eldjárn rithöfundur, iDV. Frá vinstri til hægri „Þeim mun lengra sem Sam- fylkingin teygir sig j í litrófi stjómmál- anna, frá vinstri f til hægri, þá era j 1 meiri líkur á að það verði alltaf I einhver últra- | vinstri flokkur." | Bryndis Hlöðversdóttir, al- þingismaður Samfylkingar- innar, í Degi. Pólitísk dýrafræði „Það er virkilega gaman að vera áhugamaður um pólitíska . dýrafræði þessa dagana og fylgjast með því hvernig post- ular frjálshyggjunnar tileinka sér orðfæri kommúnista og annarra sem þola illa fleiri en eina skoðun hverju fyrirbæri." Heimir Már Pétursson fram- kvæmdastjóri, í Morgunblað- Hvað gerir Finnur? „Það er líka spurning hversu lengi Finn- , ur Ingólfsson við- skiptaráðherra j ætlar að líða for- í sætisráðherra það að taka völd- in og hlaupa fram á völl í þessu máli." i Jóhanna Sigurðardóttir al- i þingismaður, í DV. Arfurinn frá Sovét „Eini alþjóðakrafturinn sem | erföist frá Sovét er rússneska mafían, sem forsætisráðherrar Evrópu óttast nú meira en fjandann sjálfan." Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur, í Morgunblaðinu. I * | Sigurður Kári Kristjánsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna: Ég á vinum og stuðnings- mönnum mikið að þakka Um síðustu helgi fór fram þing Sam- bands ungra sjálfstæðismanna í Vest- mannaeyjum og var það ólíkt öðrum þingum undanfarinna ára að því leyt- inu til að mikill kosningaslagur hafði farið fram í fjölmiölum varðandi kjör formanns. Tveir gáfu kost á sér, Sig- urður Kári Kristjánsson og Jónas Þór Guðmundsson. Það lá því mikil spenna í loftinu á sunnudaginn þegar kosning fór fram. Lyktir urðu þær að Sigurður Kári Kristjánsson vann öruggan sigur og var munurinn meiri en búist hafði verið við fyrir fram. í spjalli við Sig- urð sagðist hann vera hæstánægð- ur með úr- slitin, annað væri ekki hægt: „Það var búið að ganga mikið á en nú er þessum hörðu átökum lokið og kominn tími til að gleyma þeim og horfa fram á veginn." Sigurður segir að þótt formannskjör- ið og stjómarkjörið í heild hafi verið það sem tekið var eftir þá hafi verið farið fram umfangsmikið starf á þing- inu: „Þingið, sem var mjög vel sótt, sem stafaði fyrst og fremst af for- mannskosningunum, samþykkti álykt- anir varðandi marga málaflokka og þótt segja verði að for- mannsslagurinn hafi sett sinn svip á þingstörfin, til að mynda var tek- ist á um ýmis fram- Maður dagsins kvæmdaatriði sem ! vörðuðu kosning- una, þá tókust þing- störf vel og mikið og gott starf unnið. Þá var einn af hápunktum þings- ins umræðufundur með ráð- herrum flokksins sem allir vora mættir nema Sólveig Pét- ursdóttir. Þeir sátu fyrir svöram hjá okkur og þessi liður í dagskrá SUS-þings er alltaf mjög skemmtileg- ur og ekki varð breyting á því. í lokin gerðu menn sér svo glaðan dag en Eyjamenn buðu til kokkteils og dansleiks og vona ég að flestir hafi farið sáttir til síns heima." Að baki kosningar Sigurðar til for- manns SUS liggur mikil vinna: „Kosn- ingabaráttan var þaulskipulögð, ég tel mig hafa starfað vel fyrr unga sjálf- stæðismenn og út á það fékk ég fjölda fólks í vinnu fyrir mig og á ég vinum og stuðningsmönnum mikið að þakka. Það er ekki hægt að standa í svona kosningaslag nema að hafa stóran hóp manna í kringum sig og það hafði ég.“ Sigurður segir að nú sé næst að stjómin hittist: „Það er mikil endur- nýjun í stjóminni og er hún skipuð ungu og fersku fólki í bland við gamla reynslujálka og það er nauðsynlegt fyr- ir okkar að koma saman sem fyrst. _______ Stjórnin á eftir að skipta með sér verkum og velja varafor- menn." Sigurður Kári er lögfræðing- ur og starfar sem slíkur: „Ég er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi og starfa á lögmannsstofunni Lex I Lágmúla. Það er einnig mikið starf að vera formaður SUS og sjálfsagt kem ég til með að verða í tvöfaldri vinnu í nánustu framtíð." Sigurður Kári er mikill áhugamaður um íþróttir: „Ég fylgist mikið með íþróttum, var í fótbolta með Fram á yngri áram, en nú er það fyrst og fremst enski boltinn sem ég er spennt- astur fyrir og ég og vinir mínir erum með okkar eigin draumliðsleik, sá fé- lagsskapur heitir Handknattleiksfélag- ið Höndin." Sigurður Kári er í sambúð með Ingu Lind Karlsdóttur blaðamanni og sam- an ala þau upp dóttur Ingu Lindar, Hrafnhildi Helgu. Leirskúlptúr í Gerðarsafni. í alvöru og Hann og þær Á neðri hæð Gerðarsafns eru tvær sýningar þar sem leirverk eru sýnd. Önnur sýningin nefnist í al- vöru. Þar sýnir Kolbrún Sigurðar- dóttir leirskúlptúr og veggmyndir. Byggir hún myndir sínar á íslensk- um þjóðsögum út frá kjaftasög- unni. Þjóðsögurnar byggjast á sama grunni og gróu- eða kjaftasög- ur dagsins í----------------- dag, þær ber Sýllíngar ast manna a ~ ° milli og eru gjaman kryddaðar í meðferð hvers og eins. Kolbrún vinnur einkum umgjörð þessara sagna og hugtök sem tengjast þeim þegar þær berast milli manna. Hin sýningin á leirlistarverkum ber heitið Hann og þær. Þar sýnir Inga Rún Harðardóttir myndir af konum í ýmsum tilbrigðum, fyrir utan eitt sem er portrett af karl- manni. Flest verkin á sýningunni em unnin á alþjóðlegu keramíkverkstæði í Skælser í Dan- mörku á þessu ári. Sum verkin em brennd í viðarbrennsluofni, þeim eina sinnar tegundar í Danmörku. Sú aðferð tekur lengri tíma en hefðbundnar aðferðir og af ösk- unni myndast blæbrigðarík áferð. Sýningunum lýkur 29. ágúst. Bridge Frægðarsól ítala í bridge reis hátt á tímum Bláu sveitarinnar en síðan komu rúmir tveir áratugir án þess að ítalir væm í hópi bestu þjóða heims. Ítalía virðist óðum vera að ná fyrri styrk sínum í bridge. Allir þekkja árangur þeirra í opnum flokki en fyrr í sumar unnu ítalir yfirburðasigur í Evrópumótinu í sveitakeppni. Nýlokið er heims- meistarakeppni yngri spilara sem háð var í Flórída í Bandaríkjunum. Þar unnu ftalir öruggan sigur á Bandaríkjamönnum n í 96 spila úr- slitaleik um titilinn (261-166). Ljóst er þvi að mikil gróska er í bridgelífi ítala um þessar mundir í öllum ald- ursflokkum. f þessu spili í leiknum græddu ítalimir 10 impa. Sagnir gengu þannig í opna salnum, vestur gjafari og báðir á hættu: 4 85 «» D9865 •f K72 * K87 —N— 4 D10963 V a m 74 v A 4 G943 s 4 94 4 ÁG4 * G10 * Á5 * ÁD10653 4 K72 44 ÁK32 4 D1086 4 G2 I kvöld verður gengið um norðaustureyna i Viðey. Kvöldganga í Viðey í kvöld verður gengið um norðaustureyna. Farið verður með Viðeyjarferjunni kl. 19.20 og gengiö upp að kirkju. Þar verður gerð grein fyrir nýju fræðsluskiltunum sem sett voru upp fyrir skömmu. Síðan verður gengið austur fyrir tún- garðinn og með fram honum yfir á norður- ströndina. Henni verður fylgt austur á Sund- bakka og „Stöðin" skoð- uð, þorpið sem þarna var á árunum 1907-1942. Þetta verður skoðað vel, einnig ljósmyndasýning í skólanum. Þá verður litið inn í Tankinn, hið skemmti- lega félagsheimili Viðey- inga, sem þama er í gömlum 150 tonna vatnsgeymi. Gangan tekur um tvo tíma. Göngufólk er minnt á að vera vel búið, ekki síst til fótanna. Gjald er aðeins ferjutollurinn, 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir böm. Útivera Gengur sinn vana gang Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Vestur Norður Austur Suður Greco DíAvos. Willenk. Mallardi 14 14» 14 dobl redobl pass 2 4 3 grönd p/h Redobl vesturs lofaöi þriggja spila stuðningi við spaðann og austur reyndi að fæla andstæðingana frá game með því aö segja 2 spaða. Mall- ardi í suður lét ekki slá sig út af laginu og stökk í þrjú grönd sem vom auðveld til vinnings. Hann fékk reyndar 10 slagi í þeim samningi. í lok- uðum sal opnaði ítalinn Biondo á veiku einu grandi á hendi vesturs (12-14) og austur yfir- færði i spaða. Suður passaði til að byrja með en sagði síðan 3 lauf við tveggja spaða sögn vesturs. Þar lauk sögnum og sagnhafi fékk 11 slagi. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.