Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 13 Matarbras á vegum úti „Á hringveginum eru nokkrar virðingarverðar undantekningar frá þessu ástandi. Brasið er þó reglan." Með tilkomu malbik- aðs hringvegarins og Hvalfjarðarganga hafa orðið breytingar á ferða- lögum íslendinga innan- lands. Nú þurfa menn ekki að aka í loftinu milli staða til að verða á undan rykinu heldur geta þeir leyft sér að dóla áhyggjulaust alla leið upp í Borgarfjörð eða austur að Skógum á einu sunnudagssíðdegi, sér til afslöppunar og einskærrar ánægju yfir fegurð og gæðum lands- ins. Um leið vinnst tími til að skoða markverða staði, söfn eða náttúru- vætti. Ekki lengur neyðarbrauð Þetta er ferðamáti sem aðrar þjóðir þekkja gjörla en við íslend- ingar erum rétt að uppgötva. Hann hefur í för með sér annars konar neysluvenjur á vegum úti. Áður komu ferðalangar við í vega- sjoppunum tO að væta rykugar kverkar með ropvatni og gleypa í sig snarl, svo sögðu þeir „best að leggj’í ann“ eins og gangnamenn í stórhrið og hentust af stað. í vega- sjoppunni var að finna snarl sem nægði til að seðja hungur ferðalangs- ins næstu 50 kíló- metrana, eða allt þar til hillti í næstu sjoppu. Og þannig koll af kolli. Nú er áningarstað- urinn, sjoppan, veit- ingaskálinn, hvaða nafni sem hann nefnist, ekki lengur eins konar neyðar- brauð heldur hluti af sunnudagsbO- túmum og um leið langferðum íslend- inga um landið. Ferðalangur hinn nýi hefur engan áhuga á að gleypa í sig snarl og drekka með því syk- urvatn á tíu mínútum. Hann vill setjast niður með ferðafélögum eða fjölskyldu sinni og fá sér heita súpu, kjöt- eða fiskrétt og cappuccino-kaffi á eftir. Hann fer ekki fram á verð- launamatreiðslu, einungis gott hrá- efhi, einfalda elda- mennsku og skap- legt verð. Þægilegt viðmót þjónustu- fólks skaðar ekki. Honum finnst sem sagt að þessir án- ingarstaðir megi alveg fara að líkj- ast litlu veitingastöðunum sem finna má unnvörpum með fram þjóðvegum í alvörulöndunum kringum okkur. Hvar er fiskurinn og ketið? Ýmislegt hefur færst til betri vegar í íslenskri ferðaþjónustu á undanförnum ánun. Þó er enn langt i land að þeir sem reka áning- arstaðina með ffarn hringveginum átti sig á ofangreindri breytingu á viðhorfum íslendinga til ferðalaga. Jafnvel á fjölfömustu og falleg- ustu stöðum, þar sem full ástæða er til að gera stans og skyggnast um, segjum uppi í Borgarfirði, gengur ferðalangurinn víða inn í bræluna af hamborgurum, frönsk- mn, pylsum og pitsum til að þrefa við sumarstarfskrafta sem ekki kunna að bjóða góðan daginn. Jafn- vel þar sem eitthvað annað en bras er á boðstólum verður gesturinn að gera sér að góðu að snæða mat sinn í stegg af steikarolíu og sígarettum. Brasið er reglan Þessi upplifun, eins ógeðfelld og hún er, verður beinlínis pínleg þeg- ar ferðalangurinn þarf að útskýra fyrir útlendum gestum sínum hvers vegna þessir áningarstaðir, sem oft og tíðum eru ekki langt frá gjöfulum veiðiám, vötnum, eða jafnvel fiskimiðum, reyna ekki að gera sér og túrhestum mat úr fisk- meti. Svo ekki sé minnst á lömbin sem verið er að reka til slátrunar á næsta bæ; hvers vegna kjötið af þeim sé ekki borið á borð ferða- langa. Gott ef útlendu gestirnir hrifast ekki líka af matjurtagörð- unum sem ber fyrir augu á leiðinni og hyggja gott til glóöarinnar að bragða á uppskerunni. Vísast æsa fjálglegar lýsingar íslenska gest- gjafans á aðalbláberjum, íslensku skyri og rjóma einnig upp í útlend- um gestum hans hungrið. Á hringveginum eru nokkrar virðingarverðar undantekningar frá þessu ástandi. Brasið er þó regl- an. Til að fá góðan mat á vegum úti verður ferðalangurinn að leggja lykkju á leið sína, t.d. að aka upp að Húsafelli, niður á Lefolii á Eyr- arbakka eða upp í Lónkot í Skaga- flrði. Eða þá að hafa með sér skrínukost. Aðalsteinn Ingólfsson Kjallarinn Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur Feröalangur hinn nýi hefur engan áhuga á aö gleypa í sig snarl og drekka með því sykurvatn á tíu mínútum. Hann vill setjast niður með ferðafélögum eða fjölskyldu sinni og fá sér heita súpu, kjöt- eða fiskrétt og cappuccino-kaffi á eftir.“ Kjarni og umbúðir Það var bjart yfir upphafi kristnihátíðar á vegum Reykjavík- urprófastsdæma sem haldin var í Laugardalnum sunnudaginn 15. ágúst og minnti fátt á hinn dimma dal sem Davíð konungur kvað um í 23. sálmi sínum. Upprifjun þús- und ára samfylgdar þjóðar og Krists minnir okkur á að lífið er vegferð með ólíkum veðrabrigð- um. Þennan dag skein sól í heiði og Laugardalurinn skartaði sínu fegursta. Messan var hefðbundin hvað form áhrærir en hún var óvenjuleg fyrir þær sakir að hún var á íþróttaleikvangi, lúðrasveit var í hlutverki orgels og þúsund manna kór leiddi söng. Áttfalt fleiri sækja kirkjur Biskup minnti á þá staðreynd í prédikun sinni að upphaf kristni tengist hinum fræga og stórfeng- lega íþróttaleikvangi Kolosseum í Róm þar sem mörg trúsystkin okkar liðu píslarvætti æðrulaus vegna þess að þau vissu að þau höfðu himin höndum tekið. Æðru- leysið og bjargföst trúin sigruðu að lokum hið mikla Rómaveldi. íþróttir eru fyrirferðarmiklar í samtíðinni. Mikill fjöldi sækir kappleiki um allan heim. Fyrir nokkru las ég um könnun á kirkjusókn sem gerð var í Bret- landi og Danmörku. Þar kom þetta í ljós: áttfalt fleiri sækja kirkju en knattspymuleiki í þessum lönd- úm. Þetta þóttu mér og öðrum mark- verð tíðindi sem komu þægilega á óvart en kirkjusókn er álíka mikil þar og hér á landi. Það er út- breiddur mis- skilningur að kirkjur hér á landi og annars staðar í Evrópu séu allajafna tómar þegar at- hafnir fara fram en kannanir sýna að svo er alls ekki. Hluti af skýringunni er án efa sú að það heyrist meira í knatt- spyrnuáhorfend- um en kirkjufólki. Talið er að um fiu þúsund manns hafi verið í Laugardalnum við þá atburði sem þar voru á dagskrá. Sjálfur tók ég þátt í guðsþjónustunni, leit inn í tjöld, kíkti á leiksýningu og fór á gospeltónleika. Gospel og grallarasöngur Á tónleikunum sem fram fóru í Laugardalshöllinni var húsfyllir. Þar var mikil sveifla og fjör. Frábært tón- listarfólk sýndi þar listir sínar, þandi raddbönd og strengi, barði húðir og sló hljómborð. Ljósabún- aður og reykvélar voru eins og á bestu popptónleikum og virtust áheyrendur. skemmta sér hið besta. Það vakti at- hygli mína hvað allt var faglega unnið og vel fram sett. Meiri- hluti tónlistarfólks- ins virðist mér koma úr hvítasunnuhreyf- ingunni og hinum nýju fríkirkjum. Það var athyglis- vert að bera saman hina hefð- bundnu íslensku (evrópsku) sálma í guðsþjónustunni og tónlistina sem flutt var á þessum tónleikum. Annars vegar er um að ræða klassíska tónlist og skáldskap í hefðbundnu formi sem tjáir trúar- lærdóma en hins vegar popptón- list með textum sem snerust að mestu um trúarupplifun einstak- lingsins og tilfinningalíf. Hin al- þjóðlega (bandaríska) menning flæðir um allt. Drifkraftur hennar er bandarískt þjóðfélag sem hefur ótrúlegan sköpunarkraft og út- breiðslugetu. Smærri menningarsamfélög eiga í vök að veijast gagnvart þessari hnattvæðingu tiltölulega einsleitrar engilsaxneskrar menn- ingar. Gospeltónlistin stendur fyr- ir sínu en ekki vildi ég skipta á henni og arfinum okkar. En þetta er gott hvað með öðru. Mikilvæg er fjölbreytni í mann- lífi og menningu. Einsleitnin er daufleg og slævandi. Hátíðin í Laugar- dalnum var sam- kirkjuleg að því leyti að allar kirkjudeildir hér á landi tóku þátt í henni og komu að skipulaginu. Hina al- mennu kirkjubæn fluttu fulltrúar trúfé- laga sem að hátíðinni stóðu. Ég hafði lúm- skt gaman af bæna- kappleik Snorra í Betel og Gunnars í Krossinum sem var spennandi á köflum en lauk með jafntefli. Mátti vart á milli sjá hvor flaug hærra með himinskautum. Styrkur kristninnar er m.a. fólg- inn í fjölbreytni hennar og getu til þess að aölagast ólíkum menning- arstraumum. Kjarninn í boðskap hinna ólíku trúarsamfélaga er hinn sami þótt umbúðirnar séu ólíkar. Það er ekki meira af Guði í gospel en grallarasöng. Fríkirkj- umar nýju sem sprottið hafa upp á liðnum ámm hafa tileinkað sér bandaríska tilbeiðsluhætti og trú- arhefð. Það ræður þvi hver og einn hvemig og með hverjum hann bindur bagga sína en hollt er að gera sér grein fyrir þvi hvar skilur á milli kjama og umbúða. „Fríkirkjurnar nýju sem sprottið hafa upp á liðnum árum hafa til- einkað sér bandaríska tilbeiðslu- hætti og trúarhefð. Það ræður því hver og einn hvernig og með hverjum hann bindur bagga sina en hollt er að gera sér grein fyrir því hvar skilur á milli kjarna og umbúða.u Kjallarinn Örn Bárður Jónsson prestur Meö og á móti Á að selja hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka at- vinnulrfsins, FBA, í einu lagi? Ummæli Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra um að hugsanlega sé heppi- legt að selja hlut ríkisins í FBA í einu lagi hafa vakið athygli, ekki bara með- al stjórnarandstöðuþingmanna heldur einnig meðal stjórnarliða. Þarf að skoða „Þetta er eitt af því sem menn þurfa að skoða og athuga hvort það geti ekki gengið upp. Málið snýst um að þegar hlutur- inn yrði seldur í einu lagi yrði það væntan- lega einhver hópur fjárfesta sem myndi slá saman til að bjóða í hlutinn í einu lagi. Það þarf í sjálfu sér ekki að vera andstætt þeim markmiðum sem menn hafa haft um dreift eignarhald að bankan- um. Ég sé ekki að það sé neinn is- lenskur aðili sem hefúr afl til að kaupa svona hlut einn og sér. Það væri þá helst einhver banki sem myndi þá væntanlega þurfa að bjóöa út hlutafé til þess að ráða við það. Alltént má búast við því að sá hópur sem myndi ná þessum 51 prósents hlut og það eignarhaldsfélag sem fyrir er myndu leysast upp áður en langt um líður þar sem það yrði hag- kvæmara fyrir alla aðila að vera með beina aðild að bankanum heldur en í gegnum eignarhalds- félög.“ Vilhjálmur Egilsson, þingmaöur Sjátfstæölsflokks. Hjálmar Árnason, þingmaöur Framsóknarflokks. Fákeppni má ekki myndast „Ég verð nú að sjá frekari for- sendur á bak við ummæli forsæt- isráðherra. I sjálfu sér mætti selja i einu lagi og ná mark- miðum um dreifða eignar- aðild ef margir aðilar slá sam- an. Hins vegar ef um er að ræða að selja fáum í einu lagi tel ég það ekki koma til greina og stríöa gegn þeim markmiðum sem ríkis- stjómarflokkamir höföu sett sér. Aöalatriöið er að tryggja tvennt. Það þarf að tryggja að ríkissjóður fái rétt verð fyrir eig- ur sinar og hins vegar að ekki myndist hér fákeppni í fjármála- heiminum. Þar, eins og á flestum öðram sviðum, fiölmiðlum og öðrum sviðum atvinnulífsins eins og matvöramarkaði, þarf að vera samkeppni en ekki fá- keppni. Það er meginatriðið og hvort það markmið næst með því að selja mörgum í einum pakka eða mörgum í mörgum hlutum er aukaatriði. Aðalatriðið er aö ná þessum meginatriðum." Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á þvi að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og i gagnabönk- um. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.