Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 Spurningin Hvaða sjónvarpsefni höfðar helst til þín? Ragnar Magnússon verkstjóri: Ég veit það ekki þvi ég hef aldrei tíma til að horfa á sjónvarp. Þorvaldur Þorvaldsson, starfs- maður Sólar-Víkings á Akureyri: Iþróttaefni af öllu tagi en annars horfi ég litið á sjónvarpið á sumrin. Almar Þorvaldsson, 11 ára: Simp- son er skemmtilegastur. Birkir Pálsson nemi: Það eru helst tónlistarefni og rokkþættir sem höfða til mín. Atli Þorvaldsson, 7 ára: Simpson og Southpark eru mínir uppáhalds- þættir. Klara Sigurðardóttir, starfsmað- ur Nóatúns: Það er erfitt að segja því ég horfi sjaldan á sjónvarp. Það er helst að ég horfi á Simpson. Lesendur Reykj avíkurflugvöllur: Verði vin með mannlífi og byggð „í dag er þessi hluti borgarinnar dýrmætasti og vistvænasti reiturinn sem eftir er innan borgarlandsins,“ segir Hiidur m.a. i bréfinu. Hildur Guðjónsdóttir skrifar: Eftir að hafa hlustað á „fimmtu- dagsumræðuna" í Sjónvarpinu í gær, 19. ágúst, vil ég þakka Stein- unni Jóhannesdóttur fyrir henncir framlag til þess að núverandi Reykjavíkurflugvöllur megi sem fyrst verða að fallegu, nýtilegu svæði hér í henni Reykjavík miðri. Ég er borinn og barnfæddur Reyk- víkingur, sem hef alið minn aldur í vesturbænum og man þá daga vel þegar flugvöllurinn var tekinn í notkun á stríðsárunum. Ég man einnig og ekki síður þá daga er allt utanlandsflug flugfélaganna fór þar fram. Það var martröð fyrir utan- bæjarfólkið sem gisti á minu heim- ili þegar vélarnar komu inn til lend- ingar eða hófu sig til lofts eldsnemma á morgnana, að ekki sé talað um þá mengun sem við sem í nágrenninu urðum að þola vegna þessarar starfsemi. Við vöndumst hávaðanum og lét- um þetta gott heita vegna þess að þá voru ekki gerðar kröfur til þeirra mengunarvarna gegn hávaða og ólofti sem nú eru gerðar. í dag er þessi hluti borgarinnar dýrmætasti og vistvænasti reiturinn sem eftir er innan borgarlandsins. Það er ruddalegt af þeim ráðamönnum sem nú eru við völd að troða þessum gamla flugvelli í nýjan búning. Fólkið í landinu borgar brúsann og það á ekki að líðast að fámennur hópur stjórnmálamanna fari með slikt vald, án þess að fá leyfi til þess frá borgurunum. Að sjálfsögðu á að gera skoðana- könnun vegna þessara framkvæmd- ar. Það er ekki sæmandi nú við aldamót að tala við borgarbúa í þeim tóni sem ráðherra samgöngu- mála leyfði sér. Hann er ekki Reyk- víkingur og hefur eflaust ekki þær taugar til borgarinnar sem innfædd- ir. Þetta er sveitin okkar og við vilj- um bjóða aðflutt fólk velkomið hing- að í hreina og fagra borg. I dag er fólk orðið upplýstara og \ menntaðra en árið 1940. í dag . þekkja menn vel að þurfa að fara frá flugvöllum erlendis. Landsbyggðar- fólk hefur enda kraflst þess að þurfa ekki endilega að gista Reykjavík á leið sinni til og frá útlöndum. Ný umferðarmiðstöð í Reykjavik er svo allt annar handleggur og hún getur líka verið hvar sem er. í Grafarvogi eða í Breiðholti þess vegna. En ráð- herrar verða að vera stórir í snið- um við aldamót og líta á Reykjavík, nágrannabyggðirnar og Suðumesin sem eitt Stór-Reykjavíkursvæði framtíðarinnar. Aldamótagarðarnir og svæðið þar í kring með gamla flugvellinum er vin í túni Reykjavíkur þar sem mannlíf og byggð á að dafna. - Keflavíkurflugvöllur er ódýrasta frambúðarlausnin. Vanþróað viðskiptaumhverfi Norðurlandanna Kristinn Guðmundsson skrifar: Það er áhrifríkt fyrir þá sem ekki eru sér því meira meðvitandi um innviði efnahagslífs á alþjóðavísu þegar fréttir birtast, og þá helst í sjónvarpi, um viðskiptahætti hinna ýmsu þjóða, að sjá hvemig fólk ber sig að til að ná sem bestum og hag- kvæmustum viðskiptum. Þannig mátti sjá sjónvarpsfrétt í fyrri viku af því hvernig Norðmenn flykkjast til Svíþjóðar til að kaupa nauðsynja- vörur sem eru á mun betra verði í Svíþjóð en í Noregi. Maður sá sjálfan sig þegar við hópumst héðan til Bretlands til að gera innkaup fyrir jólin. Og það þarf ekki jólin til. Við Islendingar erum sífellt á varðbergi á erlendri grundu til að gera „hagstæð" viðskipti vegna þess að vöruverð er svo hátt hérna heima. Við færum víst nákvæmlega eins að og Norðmenn væram við í göngufæri við Svíþjóð - eða tækjum bílinn eftir vinnu til að gera inn- kaupin til vikunnar. Þetta segir mér aðeins eitt: Við- skiptaumhverflð hér og á Norður- löndum hlýtur að teljast mjög van- þróað. Skemmtilegt framtak Landssímans - Quake snýst um þrautir og fjandsamlegt umhverfi Jóhann R. skrifar: Að gefnu tilefni og sem Quake- spilari vil ég leiðrétta að Quake snú- ist um að drepa sem flesta, að hann þjóni hinum lægstu hvötum mann- skepnunar og gangi út á viðbjóð. Svona lagað er ærumeiðandi. Þetta er svipað því og að segja að ástar- sögur snúist um algeran missi á heilbrigðri skynsemi og að spennu- myndir snúist um pyntingar og af- tökur. Nei, Quake snýst um þrautir sem þaif að leysa og að halda lífi í fjand- samlegu umhverfi. Adrenalínið sem myndast þegar þú veist ekki hvað bíður þin handan næsta homs eða þegar óvinur stekkur á þig þér að óvörum og þú þarft að berjast fyrir lífi þínu er það sem heldur manni við efnið. Grafíkin er þannig að hún [L,H@f^íÉniD)Æ\ þjónusta allan r-2 /—' r\r) H 'J'JJ 'Jjj'J ttr Ti sent mynd af iréfum sínum sem X»irt verða á lesendasíðu Adrenalínið sem myndast þegar þú vejst ekki hvað bíður þín handan næsta horns eða þegar óvinur stekkur á þig er það sem heldur þér við efnið, segir Jóhann m.a. - Frá Skjálftamóti Landssímans. brenglar engan á geði sem kominn er yfir fjórtán ára aldur. Skjálftamót Landssímans er skemmtilegt framtak sem hvetur til heilbrigðrar samkeppni í her- kænsku og leikni, rétt eins og tind- átarnir í gamla daga. - En spum- ingin er þessi: Hver á klúðrið? Nathan Richards- son fyrir hönd Landssímans eða blaðamaður DV? Kannski báðir? Ég get ekki ímyndað mér ann- að en að þaö sé slæm kynning fyr- ir Landssímann að fá heilan leiðara og lesendabréf á sig þar sem allir apa sömu vitleys- una upp eftir öðr- um án þess að vera búnir að kynna sér málið sjálfir frá fyrstu hendi. Ein- faldlega vegna þess að fréttin átti að vera rétt framsett i upphafi og menn em með sleggjudóma. Ég hvet hér með til að atvinnumennskan verði höfð í fyrirrúmi í öllu sem menn gera. Jafnvel þó að það sé jafn“ómerkilegt“ og tölvuleikir. Latex-ofnæmi Rakel Guðflnnsdóttir skrifar: Á íslandi eru liklega milli 30 og 40 manns með þetta ofnæmi og er ég ein þeirra. Enginn stuðnings- hópur er til, þó svo þetta sé mjög alvarlegt ofnæmi og er það slæmt. Þegar maður er með einhvern sjúkdóm, er mjög gott að geta fengið stuðning og talað við fólk sem á við það sama að stríða. Af þessum 30-40 Latex-ofhæmissjúk- lingum, hef ég' verið í sambandi við aðeins einn aðila. Fólk úti í þjóðfélaginu veit upp til hópa ekk- ert um þetta ofnæmi og þarf að bæta úr því. Ég hvet alla Latex-of- næmissjúklinga eindregið til að hafa samband við Rakel í síma 586 1612, Ingu í síma 438 1077 eða e-mail vor69@islandia.is eða e- mail grimur@islandia.is. Jafnréttiö, óvin- ur fjölskyldunnar Hulda Sigurðardóttir hringdi: Ég er ekki í vafa um að jafnrétt- isumræðan hér á landi og ásókn kvenna út á vinnumarkaðinn hef- ur verið einn versti óvinur kjarnafiölskyldunnar í okkar landi. Jafnréttisumræðan hefur endá snúist aðallega um að konur séu undirmálshópur, sem lítinn eða engan rétt hafi, og konur á vinnumarkaði séu vanmetnar launalega. Þessi umræða er eink- ar sérstæð fyrir ísland og ber það með sér að konur hér séu með minnimáttarkennd yfir því að hafa þurft að sinna húsmóður- hlutverkinu lengst af. Þessi hugs- unarháttur er nánast óþekktur í nágrannalöndum okkar. Konur gegna auðvitað stærsta hlutverki sínu í stöðu húsmóðurinnar, svo framarlega sem þær hafa fyrir heimili og fiölskyldu að sjá. Mesta jafnréttið felst enda í þvi að sinna þessu hlutverki, að meðtöldu upp- eldi bamanna, en það er stórlega vanrækt hér á landi. Omega - sterk- ur fjölmiðill Gfsli hringdi: Ég er áskrifandi að Ríkissjón- varpinu eins og allir sem eiga sjónvarp. Það er neyðarbrauð að þurfa að kyngja þeirri kvöð sem skylduáskriftin að RÚV er. En sem betur fer em líka aðrar stöðvar sem maöur getur horft á hér, jafnt ókeypis sem gegn greiðslu. Omega-sjónvarpsstöðin er þama efst á blaði, að mínu mati. Þar eru oft prýðileg viðtöl við þekktar persónur úr þjóðlíf- inu (ég nefni Ómar Ragnarsson, Bubba Morthens, Davíð Scheving Thorsteinsson, o.fl., o.fl.). Geysi- lega sterkir og hæfir erlendir predikarar og vönduð tónlist, sungin og leikin. Það sem mér finnst líka merkilegt er að for- stöðumanni Oinega-stöðvarinnar er að takast að sjónvarpa.þessu kristilega efni héðan beint til Evr- ópulanda þar sem engin slík stöð er tiL Þetta er afrek sem er þess virði að kynna almenningi hér. Aðeins skamm- tímasamningar Runólfur skrifar: Ég vil taka undir með Aðai- steini Baldurssyni, formanni Verkalýðsfélags Húsavíkur, sem segir að heppilegra sé að gera skammtímasamninga í næst lotu kjarasamninga. Auðvitað á ekki að ljá máls á neinum langtima- samningum næst nema til komi verulegar kjarabætur til handa stéttarfélögum almennt. Og ekki minni en opinberir starfsmenn hafa verið að fá nýlega, hver hóp- urinn eftir annan. Kauphækkanir upp á 2 eða 4% em slík niðurlæg- ing núna í góðærinu að þjóðarsátt upp á slík býti eru bara ekki í um- ræðunni, tel ég. Þjóðarsáttar- samningar hafa hins vegar mikið aðdráttarafl fyrir hinar vinnandi stéttir, svo framarlega sem það þýðir þjóðarsátt í raun, en ekki undanskoð á síðari stigum fyrir einstaka hópa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.