Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVHINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. r Abyrgð borgaryfirvalda Athygli vakti í liðinni viku, þegar samningur milli samgönguráðuneytis, Flugmálastjórnar og verktakafyr- irtækis um endurbætur á Reykjavíkurflugvelli var und- irritaður, að fulltrúar borgarstjórnar Reykjavíkur voru ekki viðstaddir. Þar var þó gengið frá samningi um framkvæmdir sem árum saman hafa valdið mestum styrr í umhverfis- og skipulagsmálum í borginni. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R- listans, sagði í útvarpsþætti á laugardag að fulltrúum borgarinnar hefði ekki verið boðið. Ósagt skal látið hvort meirihluti borgarstjórnar hefði þegið slíkt boð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur hins vegar birt yfirlýsingu eftir undirskriftina þar sem ábyrgð á endurbótum á flug- vellinum er lýst á hendur Sturlu Böðvarssyni sam- gönguráðherra. Heildarkostnaður við endurbætur Reykjavíkurflug- vallar nemur rúmlega einum og háifum mibjarði króna. Gert er ráð fyrir því að verkið taki fiögur ár. Byrjað verður á lagnakerfi flugvallarins og flugbrautir síðan endurbyggðar, auk þess sem flughlað verður endur- byggt. Það er því ekkert ofsagt hjá samgönguráðherra að með þessum framkvæmdum sé ekki tjaldað til einn- ar nætur enda miklir peningar lagðir í verkið. Hvort sem menn kjósa að tala um endurbyggingu flugvallar- ins eða nýbyggingu brauta er ljóst að með þessu er ver- ið að festa Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni um ófyr- irséða framtíð. Þótt ríkisvaldið, samgönguyfirvöld fyrir þess hönd, fari með forræði flugvallarins getur hvorki borgarstjóri né meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur firrt sig ábyrgð á þeirri ákvörðun sem tekin hefur verið. Skipu- lagsyfirvöld í Reykjavík, undir stjórn borgarstjórnar, fara með skipulagsmál í Reykjavík. í aðalskipulagi Reykjavíkur, sem samþykkt var fyrir rúmum tveimur árum og gildir til ársins 2016, var samþykkt að Reykja- víkurflugvöllur héldi áfram sem miðstöð innanlands- flugs. Löngu fyrir þann tíma var vitað að ástand vallar- ins var mjög bágborið. Taka þurfti ákvörðun um það hvort gert yrði við flugvöllinn til bráðabirgða eða hvort lagt yrði í kostnaðarsama endurgerð. Ríkið, sem greiðir brúsann, valdi síðari kostinn vegna þess að yfirvöld í Reykjavík tóku ekki af skarið. Ýmis rök eru fyrir því að halda Reykjavíkurflugvelli í miðri borginni, styttri ferðir að og frá velli auk þess sem borgaryfirvöld líta til þess að fjöldi starfa fylgir starfseminni. Rökin gegn flugvelli í Vatnsmýrinni eru ekki síður sterk og andstaða gegn vellinum hefur harðn- að. Þar ráða umhverfissjónarmið, hávaði og ónæði, slysahætta en síðast en ekki síst það land sem völlurinn tekur í miðri borg. Flugvöllurinn slítur borgina í sund- ur og stendur á afar verðmætu svæði sem ella nýttist undir íbúðir og atvinnustarfsemi sem betur henta mið- borg en starf tengt flugvelli. Einfaldasta lausnin hefði verið, eins og margoft hefur verið bent á, að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur- flugvallar. Þar er öll aðstaða fyrir hendi og raunar miklu fullkomnari en í Reykjavík. Með bættum sam- göngum milli Reykjavíkur og Keflavíkur væri fjarlægð og ferðatími vel innan boðlegra marka. Undirbúningur slíkra breytinga hefði eðlilega tekið sinn tíma og á með- an hefði mátt bæta flugbrautir Reykjavíkurflugvallar til bráðabirgða. Sú skipulagsákvörðun var hins vegar ekki tekin og það er á ábyrgð borgaryfirvalda. Jónas Haraldsson Lögmálin eru þau að allt safnast jafnt og þétt á æ færri hendur. Eignast Bjartur hlut í banka? dreifð sem verða má. Nema hvað allir vita að þetta er allt í plati: út- gerðamenn hafa þjóðar- eignina að léni og breyta léninu i séreign eins og áður hefur gerst í sögu lénsveldis. í bankamálum finna menn sér líka ótal leiðir til að snúa út úr áform- um um dreifða eignarað- ild. Sparisjóðir, sem þykjast sjálfir einskonar almenningsfélög, finna sér ótal smugur um leið og stríðið um Fjárfest- ingarbankann hefst: safna kennitölum, stofna gervifélag úti í Lúxem- „Bjartur í Sumarhúsum er, sam- kvæmt hugmyndafræðinni, ekki dæmdur til að hrekjast undan þeim sterku. Hann vinnur, safnar í sjóð og á okkar dögum sér hann fjárfestingarljósið ogkaup- ir sér hiutabréf.u Kjallarmn Árni Bergmann rithöfundur Allir segjast vilja að sem flestir lands- menn eignist hlut í peningastofnunum. Dreifð eignaraðild er hugsjón sem menn keppast við að hylla. Ekki síst oddvitar Sjálfstæð- isflokks og þar með forsætisráðherra. Enda hefur það lengst af verið sterkur þáttur í hugmyndafræði þessa stærsta flokks í heimi að hinum Sjálfstæða Einstak- lingi skuli tryggð sem best færi til að sækja upp velmeg- unarbrekkuna með atorku og útsjónar- semi. Hinn smái Sjálfstæði maður á ekki að vera undan- skilinn. Bjartur í Sumar- húsum er, sam- kvæmt hugmynda- fræðinni, ekki dæmdur til að hrekjast undan þeim sterku. Hann vinnur, safnar í sjóð og á okkar dögum sér hann fjárfestingarljósið og kaupir sér hlutabréf. Áform og veruleiki Það er því ekki nema von að menn verði argir og reiðir þegar veruleikinn hagar sér öðruvísi. Bankar eru einkavæddir í þeim yf- irlýsta tilgangi að sem flestir eign- ist hlut. En um leið fer af stað at- burðarás sem sýnir leiðandi stjóm- málamenn jafn máttvana í þessu máli og þeir reyndust í þróun kvótakerfís. Lög um stjórn fisk- veiða segja að þjóðin öll eigi fiskinn í sjónum: eignaraðildin er eins borg, selja svo örfáum mönnum sinn stóra hlut, græða hálfan annan miljarð á þessum æfingum og þurfa víst ekki að borga skatt af þessu lít- ilræði. Var einhver að segja að einkavæðingarævintýrin í Rúss- landi væru einsdæmi í heiminum? Lögmál og vilji Svo hefst hörð rimma um það hvort það sé yfir höfuð hægt að tryggja dreifða eignaraðild að fjár- málafyrirtækjum eins og Davíð Oddsson vill. Verðbréfahöfðinginn sem sá um Lúxemborgarsöluna veitir forsætisráðherra áminningu, setur sig í stellingar skólastjóra sem minnir nemanda á að hann sé illa lesinn og segir með drjúgu yfir- læti:.„Menn hafa ekki áttað sig á því hvaða lögmál gilda eftir að búið er að setja fyrirtæki á markað." Og því miður verður að taka þessum orðum með alvöru: Lögmál markað- arins eru ekki þau að eignaraðild sé dreifð - hvorki á fískimiðum, fjölmiðlum né bönkum. Lögmálin eru þau að allt safnast jafnt og þétt á æ færri hendur. Vissulega eru til lagaákvæði hér og þar sem banna einstökum aðil- um að eiga meira en tiltekinn hluta af til dæmis íjölmiölaköku, lög gegn einokun og fákeppni. En á þeim tímum þegar enginn valdsmaður þorir annað en að láta sem markað- urinn alfrjálsi leysi flestan vanda þá er lítið svigrúm fyrir kjöma full- trúa almennings til að reisa rönd við klækjum þeirra sem snjallastir em við að koma sér fram hjá lögum eða troða sér í gegnum glufur í þeim. Pólitísk hugprýði Það er sjálfsagt hægt að setja lög og reglur sem koma í veg fjrir að I allir bankar verði í eigu örfárra manna. En það er erfitt og krefst pólitískrar hugprýði. Það krefst þess að þeir sem lög setja hætti sí- | felldu undanhaldi undan nauði markaðsfrekjunnar sem heimtar að stjórnmálamenn geri aldrei neitt sem setji elkur við hennar vési. i Menn verða að hverfa frá þeirri stefnu að pólitísku valdi er æ meir beitt til þess að búa til velferðar- kerfi fyrir fjárfesta og verðbréfafyr- irtæki - hvort sem það kemur fram í niðurgreiðslum ríkissjóðs á hluta- bréfamarkaði (tekjuskattsfrádrátt- urinn) eða þeirri einkavæðingu sem nú hefur gert íslenskt Lúxem- borgarfélag, Scandinavian Holding, hálfum öðrum miljarði rikari. Og afabörn Bjarts i Sumarhúsum mættu vel hugsa betur sitt ráð. Árni Bergmann Skoðanir annarra Drukknum fækkar „Eyjarskeggjar hér úr Norður-Atlantshafinu voru lengi vel alræmdir í sólarlöndum, svokölluðum fyrir drykkjulæti ... Ekki er ýkja langt síðan fólk tók sprett á barinn á Keflavíkurflugvelli, um leið og komið var í gegnum vegabréfaskoðun, til að fá sér bjór ... Við erum fráleitt eina þjóðin sem orðið hefur sjálfri sér til skammar á þessum vettvangi síðustu áratugi... En batnandi fólki er best að lifa ... Besta dæmið um breytt hugarfar er þó þetta: Þegar flugvél með um 500 íslenska ferðalanga innanborðs lendir í Keflavík eftir flug frá Spáni er einn farþegi áberandi drukkinn. Einn. Það hlýtur að þykja saga til næsta bæjar, og ekki síður það að aðrir farþegar eru eigin- lega þrumu lostnir." Skapti Harðarson í pistli sínum í Mbl.21. ágúst. Dýrasta framkvæmdin „Samgönguráðherra skrapp út í góða veðrið í vik- unni og skrifaði undir milljarðasamning um að end- urbyggja flugvöOinn í Vatnsmýrinni. Þetta gerist á sama tíma og ráðherrar og þingmenn takast á um hvaða opinberum framkvæmdum eigi aö fresta vegna þenslu í efnahagslíflnu. Með undirritun verk- samningsins virðist rikisstjómin hafa strikað flug- völlinn í höfuðborginni út af niðurskurðarlista sín- um - og er þó um að ræða eina þá dýrustu fram- kvæmd sem fyrirhuguð er á vegum ríkisins. Ríkis- stjórnin þarf að skera niður ansi marga vegarspotta úti á landi til að nálgast þá fjárhæð sem fer í þessa einu framkvæmd í Vatnsmýrinni." Elías Snæland Jónsson í forystugrein Dags 21. ágúst. Líf og gervilíf í alheimi „Það er almennt álit vísindamanna, að líf sé frá- leitt séreinkenni jarðarinnar, tii komið fyrir sérstaka blessun einhvers óskiljanlegs ytra afls ... Ef fylgst er með framfórum tölvuheimsins undanfarna áratugi, má sjá þá spurningu vakna, hvort tölvur, þ.e. gervi- greind, nálgist ekki hröðum skrefum það að uppfylla skilyrðin hér að ofan ... Hver koma til nýs heims eða hnattar hæfist á að vélmenni könnuðu umhverfið ... Eftir greiningarstigið kæmu vinnsluvélmenni sem gætu búið til nýjar einingar gervigreindar ásamt far- artækjum til að halda áfram könnuninni. Þannig má hugsa sér að gervigreindin leggi undir sig ný svæði algeimsins í áfóngum. Frá þessu sjónarmiði séð, er allt eins líklegt að það „líf‘ sem við kynnum að rekast á í leit okkar væri gervilíf.“ Egill Egilsson í pistlinum Mannlífsdraumar í Mbl. 22. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.