Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 11 Fréttir Umdeildar siglingar meö feröamenn frá Vík: Það hafði verið draumur margra um áratugi í Vík í Mýrdal og ná- grenni að þar, eða í næsta nágrenni, yrði gerð höfn til að geta stundað fiskveiðar af þeim gjöfulu miðum sem eru út af Mýrdal og sjómenn sigla um langar leiðir til að komast á. Útræði hafði lengi verið stundað frá ströndinni á árabátum, oft við slæmar aðstæður og ósjaldan tók hafið sinn toll af þeim sem reru til fiskjar á opnum árabátum. Lengi hafði það verið von manna að höfn yrði gerð í Vík eða við Dyrhólaey og þar var áhugahópur byrjaður á framkvæmdum á áttunda áratugn- um. Ekkert varð þó úr framkvæmd- um þar og eru ummerkin þar í klett- um og fjörunni aðeins minnismerki um stórhug og von þeirra sem að því stóðu. í gegnum árin hefur ým- islegt verið reynt, þar á meðal smíð- aði Reynir Ragnarsson ásamt fleir- um vagn sem hægt var að renna út í sjóinn á jarðýtu til að sjósetja sportbáta sem róið var á. Upp úr 1980 komu fram hugmyndir um að fá til Víkur hjólabát sem gengi jafnt á láði sem legi til að komast út á sjó án mikillar fyrirhafnar. Þessi fley voru þekkt frá Ameríska sjóhernum og einum slíkum kynntust menn á Skeiðarársandi áður en þar var brú- að, hann var notaður til að komast yflr ámar, sá var þó miklu minni en þeir sem eru notaðir í Vík. Fyrsti hjólabáturinn kom til Víkur um 1985 og stuttu síðar kom annar. Þeim var róið til fiskjar í fyrstu en fljótlega var farið að fara í eina og eina ferð með ferðamenn að Reynis- dröngum á þeim. Með tímanum urðu þessóu útsýnissiglingar það eina sem bátamir vom notaðir í, á sama tíma breyttist margt í sjávar- útvegi, hagstæðara var að kaupa fisk til vinnslu á mörkuðum en að sigla eftir honum á hjólabátum og rekstrarerflðleikar fyrstu árin urðu til þess að kvótinn sem hafði unnist á bátana var seldur. Þegar farið var að nota bátana til siglinga með fólk var þeim breytt í samræmi við ann- að hlutverk og í gegnum tímann hefur þurft að gera á þeim endur- bætur vegna viðhalds og breyttra reglna. f bátunum em björgunarbát- ar og björgunarvesti, þá era í þeim flotgallar sem í em sem aukabúnað- ur upplásin björgunarvesti. Áhættusöm siglingaleið Sigling á sjónum við Vík getur orðið áhættusöm og lítið má koma upp á til að illa fari, þungir straum- ar og úthafsaldan er fljót að grípa inn í ef eitthvað bregður út af, árið 1996 bilaði vél annars bátsins við Reynisfjall, þá var hinn báturinn í Vík en hann komst á staðinn áður en í óefni var komið. Þegar seinni Hjólabáturinn lendir í Reynisfjöru, þessi fley voru fengin til iandsins til að stunda fiskveiðar en hlutverkið breyttist í farþegaskip. og etv mynd af Reynis- dröngum. Reynisdrangar draga á ári hverju fjölda ferðamanna til Víkur hvort sem þeir sigla umhverfis þá á hjólabátum eða skoða þá úr fjörunni. báturinn (Fengsæll) var keyptur var gerður samningur við Slysavarnar- félag íslands um að hann yrði björg- unarskip, og hefur hann verið not- aður sem slíkur í nokkur skipti. Það var síðan föstudaginn 13. ágúst að lagt var upp frá Vík á báðum bátun- um í útsýnissiglingu með hóp danskra ferðamanna á vegum Pharmaco. 20 manns vom í hvomm bát og þegar komið var út fyrir Reynisdranga bilaði vél annars bátsins, meðan verið var að reyna að koma taug á milli bátana rak þá nær dröngunum. Veður var fremur rysjótt og tafði það nokkuð tilraun- ir stjómenda bátanna að koma taug á milli þeirra. Á meðan á þeim til- raunum stóð greip nokkur skelflng um sig meðal farþeganna og töldu sumir þeirra að litlu hafl munað að illa færi. Þegar tekist haföi að koma taug milli bátanna var sá bilaði dreginn á land og farið var með skelfda farþegana á hótel Örk í Hveragerði þar sem þeir fengu áfallahjálp eftir þessa lifsreynslu. Gagnrýni og sjópróf Hörður Erlingsson, sá sem skipu- lagði ferðina, gagnrýndi strax harð- lega hvemig að öllu var staðið og eftir þær aðflnnslur var farið fram á sjópróf af hálfu Siglingamálastofn- Fréttaljós Njörður Helgason unar islands sem vom í héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Við sjópróf- in kom fram að stjómandi bátsins sem var vélarvana var ekki með skipstjómarréttindi, þá var deilt í þeim um hvort bátarnir höfðu heim- ild til siglinga með farþega. Deilur eru uppi um hvort báturinn hafi verið með tilskilin leyfi. Gísli Daní- el, skipstjóri hjólabátsins í Vík, seg- ir að hann hafl talið sig vera kom- inn með öll tilskilin leyfi, s.s. haf- fæmiskírteini þegar hann greiddi reikning Siglingamálastofnunar sl. vor og með því hafi hann talið sig vera í fullum rétti. Hann hefði skipt um vél í bátnum í vor og sett sams- konar vél og var í honum áður. Hjá Siglingamálastofnun fengust þær upplýsingar að almennt eigi að til- kynna allar breytingar og endur- bætur á skipum til Siglingamála- stofnunar, hverjar sem þær eru. Magnús Oddsson hjá Ferðamálaráði sagði að i lögum stæði að Ferða- málaráði bæri að kanna réttmæti þeirra kvartana sem til þeirra bær- ust. „Þegar okkur barst þessi kvörtun á föstudagskvöldið snerum við okkur til Siglingamálastofnunar og báðum þá um að skoða réttmæti kvörtunarinnar," sagði Magnús. Hann sagði að Ferðamálaráði hafi ekki borist fyrr kvörtun vegna út- sýnissiglinga hjólabátanna í Vík. Vinsælt meðal ferðamanna Niðurstaða sjóprófsins á föstudag liggur fyrir innan nokkurra vikna. Þegar hún berst verður tekin ákvörðun um hvort ákæra verður gefin út vegna málsins. Á þessu stigi eru engin teikn á lofti um að svo verði. Hjólabátarnir era eitt af sér- kennum Mýrdalsins og kynna hann víða, fjöldi fólks kemur á hverju ári gagngert til Víkur að sigla með þeim. Verði útgerð þeirra hætt verð- ur þvi skarð fyrir skildi í mýrdæl- skri ferðamennsku. Það verður þó alltaf að hafa það í huga að í ferða- mannaiðnaðinum er verið að höndla með viðkvæma vöru og allt sem kemur upp á I þessum iðnaði er fljótt að skemma út frá sér. ~:y Hjólabátar í hremmingum Helgina 13.-15. ágúst voru haldnir danskir dagar í Stykkishólmi í sjötta sinn. Mikill fjöldi sótti Hólminn heim og taldi Jóhanna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, að í bænum hefðu verið um 2500 manns þessa daga. Sig- urður Grétar Jónasson hjólaði þá um bæinn og seldi ís enda var veður gott dönsku dagana. DV-mynd Birgitta Grunnskólinn í Grundarfirði: Of lítill vegna fjölgunar barna DV, Vesturlandi: Nú standa yfir töluverðar fram- kvæmdir við stækkun Grannskóla Eyrarsveitar í Grandarfirði en allt frá 1996 hafa átt sér stað fram- kvæmdir í áföngum við stækkun og endurbætur skólans, að sögn Bjarg- ar Ágústsdóttur, sveitarstjóra í Grundarfirði. Síðastliðið skólaár vora 210 nemendur við skólann og horfur era á fjölgun næstu misseri. Reyndar er það svo að framkvæmd- um telst tæpast vera lokið þar sem menn eru strax famir að klóra sér í höfðinu yfir þvi að skólinn sé of lít- ill, þrátt fyrir nánast helmings- stækkun frá 1996. Trésmiðja Pálmars Einarssonar í Grundarfirði er verktaki í innrétt- ingu nýrrar efri hæðar sem byggð var ofan á eldra skólahúsnæði á síð- asta ári. Á síðasta ári voru innrétt- aðar 2 stofur á nýju hæðinni en í ár er öll hæðin innréttuð og fást þar 6 nýjar kennslustofur. Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar í Grund- arfirði sér um annað verketni í skól- anum, innréttingu stjómunarálmu grunnskólans, en verið er að útbúa hina ágætustu aðstöðu kennara og skólastjóra. Skólabókasafnið fær enn fremur nýja og betri aðstöðu í skólanum. Allt er þetta hluti af heildarframkvæmdum við stækkun skólans. Framkvæmdunum á að verða lokið fyrir haustið. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.