Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 Afmæli DV Egill Þórðarson Egill Þórðarson verkfræðingur, Miðvangi 21, Hafnarfirði, varð fimmtugur i gær. Starfsferill Egill fæddist í Reykjavík og ólst upp í Kópavogi. Hann lauk verkfræðiprófi 1976 frá Kungliga Tekniska Högskolan í Stokk- hólmi. Starfaði í Stálsmiðjunni júli-des. 1976; Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns des. 1976 til des. 1980; Stundakennsla í H.í. ’ 1978-1982, Tækniskóla ísl. 1981- 1982 og í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1981- 1982. Egill skrifaði rit um vinnslu ryð- frís stáls árið 1982 fyrir Iðntæknistofn- un íslands. Þá hefur hann verið verk- fræðingur hjá Varn- arliðinu frá ágúst 1982. Egill sat í stjórn Taflfélags Kópavogs 1977-1978 og var fé- lagi í Karlakórnum 1982- 1987. Fjölskylda Egill Þórðarson. Þröstum EgiII giftist þann 31.10 1987 Ragnheiði Ragnarsdóttur leikskólakennara, f. 27.10. 1947. Foreldrar hennar eru Ragnar Björnsson mat- sveinn og Aðalbjörg Ing- ólfsdóttir húsmóðir, d. 20.3. 1980. Börn og fósturbörn Egils og Ragnheiðar eru Björk Jak- obsdóttir leikkona, f. 28.12. 1966, gift Gunnari Helga- syni leikara, börn þeirra eru Sif og Arnór; Aðalbjörg Óla- dóttir ferðafulltrúi, f. 7.5. 1970, býr I Hafnarfirði, gift Birni Sig- urðssyni rekstrarstjóra, börn þeirra eru Ásgrimur og óskírður; Ragnar Egilsson nemi, f. 6.4. 1981. Systkini Egils eru Jörundur, kennari í Menntaskólanum við Ármúla, f. 8.1. 1951; Ari, rekstrar- stjóri Esso, f. 20.3 1961; Elín, hag- fræðingur hjá íslenskri erfða- greiningu, f. 6.7. 1963; Dofri, rekstrarstjóri Hampiðjmmar, f. 3.4. 1965. Foreldrar Egils eru Þórður Jör- undsson kennari, f. 19.2. 1922 og Sigríður Jónsdóttir, f. 1.12. 1928, þau búa í Kópavogi. Ingimar Ingimarsson Ingmar Ingimarsson prófastur, Sunnuvegi 6, Þórshöfn, er sjötugur í dag. Starfsferill Ingimar er fæddur og uppalinn á Þórshöfn. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. árið 1949 og hélt þaðan í Háskóla íslands, varð cand. theol. árið 1953. Ingi- mar var prestur á Raufar- höfn 1953-1955, á Sauða- nesi 1955-1965, á Vík í 1965-1980 og í Sauðanes- prestakalli frá 1980 þar til l.okt nú í ár. Fjölskylda Kona Ingimars er Sig- ríður Kr. Sigurgísla- dóttir sjúkraliði, f. 6.6. 1929. Foreldrar hennar voru Sigurgísli Jóns- son, skósmiður og sjó- maður og Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja. Mýrdal Börn þeirra Ingimars og Sigriðar Ingimar Ingimarsson. eru Ingimar, f. 7.8. 1952, magister í heimspeki, búsettur í Brussel; Þor- kell, f. 5.11. 1953, skólastjóri í Lundi í Öxarfirði; Bjöm, f. 30.12. 1954, hag- fræðingur í Reykjavík; Sigurgísli, f. 10.6. 1956, tannlæknir í Garðabæ; Hrafnhildur, f. 28.6. 1957, fóstra í Mosfellsbæ. Systkini Ingimars eru Soffia Arn- þrúður, f. 26.3. 1912, d. 1.11. 1978; Hólmfríður Þórdís, f. 26.6. 1913, d. 1998, húsfreyja í Reykjavík; Helga Aðalbjörg, f. 26.1. 1915, d. 26.6. 1945, húsmóðir í Þórshöfn; Steinunn, f. 9.10. 1916, látin; Arnþrúður, f. 12.7. 1918, látin, móðir Arnars og Helgu Jónsbarna, leikara; Halldóra, f. 19.6. 1920, verslunarmaður á Akureyri; Oddný Friðrikka, f. 1.6. 1926, versl- unareigandi í Reykjavík; Jóna, f. 23.11. 1923, d. 11.11. 1988, skrifstofu- maður í Reykjavík; Jóhann, f. 23.7. 1926, forstjóri á Akureyri; Árni Sig- fús, f. 1.10. 1932, d. 30.11. 1935. Foreldrar Ingimars voru Ingimar Baldvinsson, útvegsbóndi og stöðv- arstjóri Pósts og síma, f. 20.11. 1891, d. 30.1. 1979 og Oddný Friðrikka Árnadóttir, húsfreyja og organisti, f. 16.7. 1893, d. 29.9. 1977. Þau bjuggu í Þórshöfn. Ingimar verður að heim- an i dag. Ólafur Vigfússon Ólafur Vigfússon, kaupmaður í Veiðihorninu, Hafnarstræti, Vestur- bergi 119, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavik en ólst upp á Reyðarfirði. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla íslands 1978. Eftir það starfaði hann hjá Verslun O. Ellingsen við sölu og skrifstofustörf. Frá 1983 til 1996 starfaði Ólafur hjá Hagkaupi og Eignarhaldsfélaginu Hofi sem bók- ari, aðalbókari, skrif- stofustjóri, sat í fram- kvæmdastjórn Hagkaups hf. og veitti forstöðu innra eftirlitis. Frá 1996 til 1998 starfaði Ólafur hjá Útilífi. Frá ársbyrjun 1998 hefur hann rekið eig- ið fyrirtæki, Bráð ehf., sem flytur inn og dreifir vörum til veiða og útivist- ar auk þess sem fyrirtæk- ið starfrækir verslunina Veiðihornið í Hafnar- stræti. Ólafur hefur setið í Ólafur Vigfússon. stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur síðastlið- in 3 ár. Fjölskylda Ólafur giftist þann 20.8. 1983 Maríu Önnu Clausen kaupmanni, f. 13.9. 1962. Foreldrar hennar eru Jens Pétur Clausen bifvélavirki og Marsibil Tómasdóttir verslunarmaður. Böm þeirra Ólafs og Maríu em Egill Daði, f. 1.10. 1984; Andri, f. 7.2. 1987 og Vigfús, f. 11.7. 1996. Systkini Ólafs eru Vigfús Már sölumaður, f. 8.12. 1964, kvæntur Ingunni Jónu Sigurðardóttur skrif- stofumanni, þau eiga tvær dætur; Þórhallur sölumaður, f. 11.3. 1966, kvæntur Þuríði Guðjónsdóttur skrifstofumanni, þau eiga tvö börn; Valgerður verslunarstjóri, f. 22.1. 1968, hún á eina dóttur. Foreldrar Ólafar eru Vigfús Ólafs- son, útibústjóri Landsbanka íslands á Reyðarfirði, f. 11.6.1938, og Sigrún Guðnadóttir, f. 15.7. 1935, þau eru búsett á Reyðarfirði. Gunnar L. Gissurarson Gunnar Levý Gissurarson, for- stjóri Gluggasmiðjunnar, Birki- hlið 16, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Gunnar er fæddur í Reykjavík 24. ágúst 1949. Hann hóf nám 6 ára gamall í skóla ísaks Jónsson- ar í Reykjavík. Að loknu hefð- bimdnu barna- og gagnfræða- skólanámi fór hann í nám við Iðnskóla Reykjavíkur árið 1966 og lauk þaðan meistaranámi í húsa- smíði. Síðan lá leiðin í Tækni- skóla íslands og þaðan lauk Gimnar prófi árið 1974 í bygg- ingatæknifræði með rekstrarnám sem valgrein. Gunnar starfaði með námi við ýmis störf en eftir tæknifræði- nám hóf Gunnar störf hjá Hús- næðisstofnun ríkisins, stóufaði þar í fimm ár og vann siðan hjá Byggung í Garðabæ. Árið 1980 fór hann til starfa hjá danska utan- ríkisráðuneytinu og flutti þá með fjölskyldu sína til Afríku. Gunnar starfaði sem rekstrarráðgjafi í Tansaníu í næstu þrjú ár. Starf- inu fylgdu mikil ferðalög um Afr- íku og samhliða starfinu stundaði Gunnar m.a. villidýraveiðar og kleif hæsta fjall í Afríku, Kilimanjaro. Gunnar og fjöl- skylda komu heim til íslands árið 1983 og þá tóku við störf hjá Gluggasmiðjunni, þar sem hann gegnir nú starfi forstjóra. Gunnar hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum allt frá Tækni- skólaárum sínum en þar var hann í nemendaráði og var full- trúi nemenda i skólastjórn. Hann var í stjóm Félags ungra jafnað- armanna, Sambands ungra jafn- aðarmanna, Æskulýðssambands íslands, Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur og flokksstjóm Al- þýðuflokksins. Að auki hefur hann gegnt fjölmörgum trúnaðar- störfum og átt sæti i mörgum ráð- um og nefndum, m.a. Sambands- stjórn Landssambands iðnaðarmanna, Ráðgjafa- ráði Samtaka iðnaðarins og hann var einn af stofn- endum Samtaka íslenkra húshlutaframleiðenda og var formaður þeirra til fjölda ára. Gunnar var varaformaður stjómar Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins í 12 ár. Hann var varaborgar- fulltrúi í Borgarstjórn Reykjavíkur 1994-1998, formaður Byggingamefnd- ar Reykjavíkur, varaformaður stjómar Orkuveitu Reykjavikúr, var í stjóm Lífeyrissjóðs starfs- manna Reykjavíkurborgar og Þróunarfélags Reykjavíkur, vara- formaður stjórnar Jarðborana. Fjölskylda Þann 6.september 1969 kvæntist Gunnar Huldu Kristinsdóttur, f. 28.5 1950, klæðskera. Foreldrar Huldu: Kristinn Malmquist Gunnarsson vél- stjóri, sem lést 1977, og Sigríður Guð- mundsdóttir. Börn Gunnars og Huldu: Kristinn Már, f. 2.10 1968, maki Kirsten Max, bam þeirra: Lilja María, f. 21.10. 1997, þau búa í Þýskalandi; Gissur Örn, f. 31.5. 1973, og tvíburadætumar Anna Lilja og Eva Björk, f. 17.4. 1984. Systkini Gunnars em: Jón- ína, f. 1948, Símon Már, f. 1953 og Ingibjörg, f. 1956. Foreldrar Gunnars eru: Gissur Símonarson, húsasmíðameistari, f. 16.9. 1920, og Bryndís Guðmundsdóttir, hús- móðir, f. 17.7. 1925. Gunnar tekur á móti vinum og ættingjum í Naustinu á afmælis- daginn frá kl. 18. Gunnar L. Gissurarson. Til hamingju með afmælið 24. ágúst 90 ára Anna Ólöf Helgadóttir, Skjólvangi Hrafnistu, Hafnarfirði. 85 ára Ilse Emilie Frieda Guðnason, Bessastíg 12, Vestmannaeyjum. 80 ára Torfi Sveinsson, Aðalgötu 12, Sauðárkróki. 75 ára Erna Þorkelsdóttir, Eiðsvallagötu 7b, Akureyri. Sigurður G. Kristjánsson, Lyngheiði 4, Hveragerði. Svanbjörg Jónsdóttir, Bárugötu 6, Dalvík. Valgerður Guðmundsdóttir, Hjarðarslóð 4e, Dalvík. 70 ára Helgi K. Hjálmsson, Smáraflöt 24, Garðabæ. Hrólfur Pétursson, Hlíðarvegi 25, Siglufirði. Jósef Ólafsson, Kvíholti 8, Hafharfirði. Lára Bjamadóttir, Meðalholti 4, Reykjavík. Pétur Hjálmsson, Byggðarholti 3a, Mosfellsbæ. Sigurður Gunnlaugsson, Kópavogsbraut 107, Kópavogi. 60 ára___________________ Jónas Hallgrímsson, Mávahlíð 24, Reykjavík. Kolbrún Svavarsdóttir, Skógarási 8, Reykjavík. Oddur Magnússon, Kambaseli 51, Reykjavík. Sonja M. Granz, Grenilundi 5, Garðabæ. Grein um Sonju birtist í blað- inu á morgun. 50 ára Bjöm Bjömsson, Tjamarmýri 8, Seltjamamesi. Egill Olgeirsson, Stórhóli 9, Húsavík. Einar G. Björnsson, Háaleiti 20, Keflavík. Guðrún Eiríksdóttir, Bleiksárhlíð 15, Eskifirði. Gunnar L. Gissurarson, Birkihlíð 16, Reykjavík. Helgi Þór Bjamason, Kmmmahólum 2, Reykjavik. Ingvar Bragason, Dísarlandi 6, Bolungarvík. Jörgen Bendt Pedersen, Fellsási 7, Mosfellsbæ. Karl Haraldur Bjarnason, Strandgötu 19, Akureyri. Kolbrún Ásta Ingvarsdóttir, Stóragerði 14, Akureyri. Páll Vídalín Sigurðsson, Lönguhlíð 7b, Akureyri. Sigrún B. Línbergsdóttir, Bergþómgötu 15a, Reykjavík. Vilmundur Jósefsson, Valhúsabraut 1, Seltjarnames. Þórey Kristjánsdóttir, Klapparstíg 1, Reykjavík. 40 ára______________________ Ásgerður Theódóra Bjömsdóttir, Engjasmára 3, Kópavogi. Bjöm Bjömsson, Skúlagötu 7, Stykkishólmi. Erla Helga Guðfinnsdóttir, Hlíðarvegi 42, Siglufirði. Erna Harðardóttir, Logafold 95, Reykjavik. Guðrún A. Bjömsdóttir, Kúfhóli, Austur-Landeyja- hreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.