Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Side 8
8 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 Utlönd_______________ Þýskir jafnaðar- menn tapa fylgi Jafnaðarmenn töpuðu umtals- verðu ‘fylgi í tveimur fylkiskosn- ingum í Þýskalandi í gær, Saar- landi og Brandenborg. Gerhard Schröder kanslari sagði að þrátt fyrir tapið myndi stjóm hans ekki hvika frá víðtækum sparnaðarað- gerðum í ríkisrekstri, svo sem niðurskurði til velferðarmála. Guðbjargar Björgvinsdóttur íþróttahúsinu Seitjarnarnesi í Nemendur N (frá 4 ára aldrjj Innritun stendur yfír í síma 5620091. Stjórnleysi á Austur-Tímor: Blóð flæðir um göturnar Vopnaðar sveitir stuðnings- manna stjórnarinnar í Indónesíu gengu berserksgang um götur Dili, höfuðborgar Austur-Tímor, í gær- kvöld. Þær réðust á heimili Carlos Belos, biskups og friðarverðlauna- hafa Nóbels, og kveiktu í kirkju- skrifstofu og fjölda húsa, að sögn sjónarvotta. Sjálfstæðissinnar sögðu í gær að eitt hundrað manns að minnsta kosti hefðu fallið í valinn í blóðug- um átökum frá því úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslunnar um sjálfstæði landsins voru kynnt á laugardag. Yfirgnæfandi meirihluti íbúa Aust- ur-Tímor lýsti yfir stuðningi sínum við sjálfstæði landsins í atkvæða- greiðslunni sem var haldin síðast- liðinn mánudag. Austur-Timor er fyrram portú- gölsk nýlenda en Indónesar hafa stjórnað landinu með harðri hendi í meira en tuttugu ár. Stuðningsmenn sjálfstæðis sök- uðu indónesíska herinn um að skipuleggja blóðbaðið á sama tíma og ráðherrar í stjórn Indónesíu flugu til Austur-Tímor til að ræða ófremdarástandið sem þar hefur ríkt. Fáir þorðu út úr húsum sínum í gær til að ganga úr skugga um hvort tölur um fjölda látinna væru réttar. Fulltrúi portúgalskra stjórn- valda í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, sagði að meira en eitt hundrað manns hefðu hugsanlega verið drepnir og að tugir hefðu særst í árásum óaldarflokka stuðn- ingsmanna Jakartastjórnarinnar. „Allar upplýsingar benda til að verið sé að fremja fjöldamorð. Mér er sagt að hundrað látnir sé variega áætlað," sagði Ana Gomes í viðtali við portúgalska útvarpsstöð. Einn af leiðtogum andspymunn- ar, sem hefur aðsetur í Lissabon, sagði síðar að meira en tvö hundruð hefðu verið drepnir. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna átti að koma saman á bak við lukt- ar dyr í gærkvöld til að ræða ástandið á Austur-Tímor. Carlos Belo biskup, andlegur leiðtogi Austur-Tímora, biðst fyrir við messu í höfuðborginni Dili í gær. Hundruð hafa fallið á Austur-Tímor um helgina eft- ir að landsmenn lýstu yfir sjálfstæðisvilja sínum. Tuttugu og fimm þúsund manns hafa flúið heimili sín síðustu daga vegna ofbeldisverka. Veröbréfasvikari handtekinn: Faldi sig á lúxus- hóteli i Hamborg Bandaríski verðbréfasalinn Mart- in Frankel, sem sakaður er um að hafa svikið hundruð milljóna dollara út úr tryggingafélögum í flmm rikj- um, dúsir nú í fangelsi í Hamborg í Þýskalandi. Hann var handtekinn á fimm stjörnu lúxushóteli þar á laug- ardagskvöld. Þar með lauk fjögurra mánaða leit lögreglu að honum. Frankel og lagskona hans, Cynthia Allison, höfðu dvalið á hót- elinu í átta vikur undir fólskum nöfnum. Talsmaður Hamborgarlögreglunn- ar sagði að skötuhjúin hefðu gefist upp mótþróalaust. Fölsuð vegabréf, demantar og reiðufé fundust einnig á hótelherberginu. Bandaríska alríkislögreglan FBI lét þýsku lögregluna vita um dvalar- stað verðbréfasalans. Frankel á yfir höfði sér allt að tuttugu og fimm ára Martin Frankel verðbréfasvikari var gómaður í Hamborg um helgina. Hann hafði þá verið á flótta undan réttvísinni í fjóra mánuði. fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann fundinn sekur. Stuttar fréttir i>v Berklar í sókn Berklar eru vaxandi vandamál í Danmörku. Að sögn blaðsins Jótlandspóstsins hefur tilfellum fjölgað úr um það bil 350 frá upp- hafi þessa áratugar til 548 tilfella á síðasta ári. Sjúkdómurinn grasserar einkum meðal heimilis- lausra, innflytjenda og þeirra sem hafa orðið undir í samfélaginu. Helveg í takt við ESB Niels Helveg Petersen, utanrík- isráðherra Danmerkur, er sam- stíga nýjum framkvæmda- stjóra utanrík- ismála innan Evrópusam- bandsins þegar hann segir að sambandið þurfi að auka Qárframlög sín til varnarmála. Niels Helveg segir að ESB þurfi að vera betur í stakk búið til að beita herafla þegr neyðarástand komi upp. Þann lærdóm megi draga af átökunum í Kosovo. Barist við Bogota Að minnsta kosti sex kól- umbískir hermenn hafa fallið í átökum við marxíska skæruliða í Qalllendi rétt sunnan við Bogota, höfuðborg Kólumbíu. Sprengt á Korsíku Öflug sprengja olli miklum skemmdum á stjórnarskrifstofu í Ajaccio, höfuðborg frönsku eyjar- innar Korsíku, í gær, aðeins nokkrum klukkustundum fyrm komu franska forsætisráðherr- ans. Samherji gegn Ciinton Einn helsti forystumaður demókrataflokksins í öldunga- deild Banda- ríkjaþings, Pat- rick Leahy, tók í gær undir með þeim sem hafa hvatt Bill Clint- on forseta til að hætta við að veita sextán fé- lögum í skæruliðahópi frá Puerto Rico sakaruppgjöf. Skæruliðahóp- urinn er grunaður um að hafa staðið fyrir 130 sprengjutilræðum í Bandaríkjunum hið minnsta. Lofa bót og betrun Fundi leiðtoga frönskumælandi ríkja lauk í Kanada í gær með lof- orði um að bæta ástand mannrétt- indamála innan eigin raða. mann- réttindafrömuöir voru þó vonsviknir yfir að ekki skyldi gripið til aðgerða gegn brotlegum. Eldar slökktir Slökkviliðsmenn í Kaliforníu náðu um helgina tökum á eldum sem höfðu logað í meira en viku í fjöllunum austur af Los Angeles. Dennis skvettir úr sér Leifar fellibylsins Dennis fóru yfir Norður-Karólínu í gær og yf- ir í Virginíú þar sem hann færði íbúunum langþráð regn. Árásir í Kosovo Albanskur flutnmgabústjóri lét lífið og tveir albanskir farþegar í langferðabíl slösuðust í tveimur aðskildum handsprengjuárásum í Kosovo um helgina. Prímakov snortinn Jevgení Prímakov, fyrrum for- sætisráðherra Rússlands, sagðist í gær véra snortinn af hlýjum óskum Madeleine Al- bright, utanrík- isráðherra Bandarikjanna, í sinn garð. Hann sagði að njósnarar hefðu veitt henni rang- ar upplýsingar um heilsufar hans. Engar dagsetningar Evrópusambandið vék sér und- an því í gær að fastsetja dagsetn- ingar fyrir lokaviðræður um inn- töku nýrra ríkja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.