Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 B iV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarbiað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins (stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Orðstír Framsóknar í veði Enn eru til náttúruvænir framsóknarmenn, sem gera meira en að þvo hendur sínar af skítverkum utanríkis- ráðherra, orkuráðherra og umhverfisráðherra. Verjend- ur orðstírs flokksins hafa fundað með sér og einn þeirra kært ríkisstjórnina fyrir Eftirlitsstofnun EFTA. Tilraunir þremenningana til að sökkva Eyjabökkum í þágu álbræðslu á Reyðarfirði hvíla á hæpnum forsend- um, sem stríða gegn skuldbindingum okkar á fjölþjóðleg- um vettvangi um leyfileg mengunarmörk hér á landi og um verndun skilgreindra náttúruvinja. í peningadæminu er til dæmis ekki gert ráð fyrir kostnaði við að borga fyrir rétt til mengunar í samræmi við fjölþjóðlegar ákvarðanir í Ríó og Kyoto. Raunar er gert ráð fyrir, að Norsk Hydro og íslenzkir meðeigendur þess fái rafmagnið undir kostnaðarverði. Orkusamningar Landsvirkjunar við álver hafa í seinni tíð orðið slík feimnismál, að peningaupphæðirnar eru leyndarmál. Þegar hefur verið samið um, að orkan til ál- versins á Reyðarfirði verði „samkeppnishæf‘, sem þýðir, að hún eigi að vera ódýrari en annars staðar. Fyrirhugað álver á Reyðarfirði er tímaskekkja, sem byggist á, að Norsk Hydro fær ekki lengur að byggja slík- ar verksmiðjur heima fyrir og verður að leita til þriðja heimsins, þar á meðal til Austfjarða. Á Vesturlöndum er almennt verið að rífa álver og engin verið að reisa. Álverið í Hvalfirði er gamalt álver frá Þýzkalandi, sem fyrri eigendur neyddust til að rífa. Svissarar hafa losað sig við öll álver heima fyrir, en græða á millifærslum vegna álvera sinna í þriðja heiminum. Það sama ætlar Norsk Hydro að gera við íslenzka samstarfsaðila. Þótt Norsk Hydro sé ekki meirihlutaaðili á Reyðar- firði, útvegar það bauxítið, sem er hráefni verksmiðjunn- ar, og selur álið, sem hún framleiðir. Norska fyrirtækið er á báðum endum ferilsins og hefur í hendi sér hver verður afkoma íslenzku meðeigendanna. Samkvæmt skoðanakönnunum er mikill meirihluti þjóðarinnar andvígur Eyjabakkalóni og allur þorri þjóð- arinnar fylgjandi nýju umhverfismati. Það náttúrutjón, sem þessi meirihluti þarf að sæta, ætti að skipta milljörð- um króna í reikningsdæmi orkuverðsins. Álver á Reyðarfirði er ekki efnahagslegur ávinningur fyrir ísland, heldur staðbundið byggðastefnumál. Þar er verið að tefla tilfinningaríkum sjónarmiðum austflrzkr- ar byggðastefnu gegn köldum efnahagslegum sjónarmið- um þjóðarinnar og sjónarmiðum náttúruverndar. Stóriðja er dýrasta aðferð, sem hugsast getur til að varðveita byggð. Engin atvinnugrein gefur eins lítið af sér í atvinnutækifærum á hverja einingu í fjárfestingu. Með álveri er verið að skjóta gæs með fílabyssu, svo illa hentar stóriðja hlutverki sínu á Reyðarfirði. Framsóknarflokkurinn hefur axlað ábyrgðina á þess- ari glæfralegu ögrun við hagsmuni og skoðanir þjóðar- heildarinnar. Þrír ráðherrar flokksins hafa haft sig í frammi í máli þessu og seldi ein þeirra raunar fyrri skoðun sína á málinu fyrir ráðherraembættið. Því er ánægjulegt að Ólafur Örn Haraldsson alþingis- maður og ýmsir aðrir virkir flokksmenn hafa ekki látið valta yfir sig, þrátt fyrir útilokunartilraunir formanns- ins, og eru með auknum krafti að berjast fyrir því, að Framsóknarflokkurinn haldi reisn sinni. Ekkert getur mildað almenna fordæmingu þjóðarinn- ar á flokknum annað en, að forusta hans verði knúin til að láta af einstrengingi sínum á Eyjabökkum. Jónas Kristjánsson Flokkslína Schröders Hugmyndafræðileg fátækt Vitaskuld er ekki unnt að rekja ósigur sósíaldemókrata í fylkiskosningum eingöngu til óeiningar innan SPD og óvin- sælla sparnaðaráforma. Stjórnin hefur átt erfltt með að sýna sam- stöðu út á við þótt græningjar hafi í raun kyngt flestu því sem SPD hefur borið á borð fyrir þá. Það er aðeins í umhverflsmálum sem þeir hafa neitað að láta Schröder segja sér fyrir verkum. Hér kemur fleira til. Færa má rök fyrir því að það hafi verið mistök að fylkjast undir merki Tony Blairs, forsætisráðherra Bretiands, í baráttunni um „hina nýju miðju.“ Bretar hafa ekki haft það fyrir sið að fara fogrum orðum um Þjóðverja og ef trúa ætti frásögnum sumra breskra blaða hafa þeir lítið breyst síðan í Þótt þýskir sósíaldemókratar hafi beðið stóran ósigur í fylkiskosningum á þessu ári virðist Gerhard Schröder kanslari hafa tekist að styrkja stöðu sfna innan flokksins. Schröder fær sér smók á þingi evrópskra sósíalista í Mílan, 1. mars s.l. Ósigur þýskra sósíaldemókrata (SPD) í fylkiskosning- unum í Brandenburg og Saarlandi síðustu helgi er þungur áfellisdómur yfir stjórn Gerhards Schröders. Flokkurinn hefur tapað um 12% á landsvísu frá því hann myndaði samsteypustjórn með græningjum fyrir ári og stendur illa að vígi í þeim fylkiskosningum sem framundan eru. En þótt öll spjót beinist nú að Schröder er allt of snemmt að skrifa pólitíska minningargrein um hann. Forystumenn SPD i Brandenburg og Saarlandi, þeir Manfred Stolpe og Reinhard Klimmt sem kenndir eru við vinstri arm flokksins, töpuðu miklu fylgi þótt þeir hafl nánast afneitað stjórnarstefnunni fyrir kosn- ingar. Kanslarinn hefúr sennilega styrkt stöðu sína innan flokksins. Og það sem meira er: Með því að gera Klimmt að samgöngumálaráð- herra, aðeins fiórum dögum eftir ósigurinn, hefur Schröder slegið tvær flugur í einu höggi: Hann hef- ur rétt út sáttarhönd til vinstri armsins en um leið tryggt að einn helsti gagnrýnandi hans sýni stjórninni hollustu. Pólitískur tvískinnungur Ráðandi öfl i stjórnmálalífinu, hægri armur sósíaldemókrata og helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, kristilegir demókratar (CDU/CSU), eru sammála um nauðsyn þess að draga úr skattheimtu og gera end- urbætur á ellislífeyriskerfinu. Það sé forsenda þess að unnt verði að efla efnahagslífið og gera það sveigj- anlegra og draga úr miklu atvinnu- leysi. Þeir hafa hins vegar ekki haft pólitískan kjark til að standa saman að sparnaðarráðstöfunum, enda hafa kjósendur sýnt að þeir eru ekki reiðubúnir að sam- þykkja þegjandi og hljóðalaust stórfelldan niðurskiuð í ríkisfiármálum og gildir þá einu hvort sósíaldemókrat- ar eða kristilegir demókratar eru við stjórnvölinn. í krafti meirihluta síns í efri deild þingsins kom SPD í veg fyrir að stjóm CDU/CSU og frjálsra demókrata gæti skert líf- ejrisbætur og naut góðs af því í þingkosingunum í fyrra. Kristi- legir demókratar hafa tekið upp sama sið í stjórnarandstöðu og deilt hart á stjórn SPD og græn- ingja fyrir spamaðarráðstafanir sem þeir í raun styðja. CDU hef- ur stórpflt stöðu sína á landsvísu en vinsældir flokksins byggjast að miklu leyti á óánægju með stjómina. stríðinu. Þeir beiti aðeins öðrum aðferðum til að ná fram markmiðum sínum. Eftir slíkum fordómum er tek- ið í Þýskalandi. Þjóðverjar hafa forðast að sækja þjóðfé- lagsfyrirmyndir til Bretlands og svarað fyrir sig með því að benda á að félagskerfið þar sé vanþróaðra. Dað- ur Schröders við Blairisma skerpti því andstæðumar í SPD og efldi mótspyrnu innan flokksins við hægri stefnu hans. Hann hefði alveg eins getað boðað breyt- ingar á þýskum forsendum. Ekkert bendir þó til þess, að vinstri arminum takist að styrkja sig í sessi þrátt fyrir stórfellt tap í fylkiskosningum í Hessen fyrr á ár- inu, í Evrópukosningum í sumar og í kosningunum sið- ustu helgi. Vinstri kratar geta að nokkru sjálfum sér um kennt: Þeir gerðu Schröder að kanslaraframbjóð- anda vegna þess að þeir vissu að Oskar Lafontaine, þáverandi formaður, ætti enga möguleika á sigri í þingkosningun- um. Síðan gerði Lafontaine þau óskiljan- legu mistök að segja af sér sem fiármála- ráðherra og kippa þannig fótunum und- an vinstri arminum sem er sem höfuð- laus her. Schröder keppist nú við að koma sínum mönnum í lykilstöður inn- an flokksins. Og með því að gera Klimmt að samgöngumálaráðherra hefur hann komið vinstri arminum í opna skjöldu. Vinstri menn geta ekki annað en fagnað þvi að Schröder skyldi hafa komið til móts við sjónarmið þeirra. En þeir gera sér líka grein.fyrir því að einn helsti andstæðingur stjórnarstefnunnar, Klimmt, tengist nú sömu stefnu órofa böndum. Þeir eru því komnir í pólitíska sjálfheldu. Eftir að hafa verið í stjórnar- andstöðu í 16 ár verða sósíaldemókratar að sýna fram á, að þeir hafl úthald til stjóma landinu í fiögur. Vinstri kratar neyðast því til að sætta sig við hægri stefnu Schröders. En þeir vita eins og aðrir, að stefna kanslarans stendur og fellur með því hvort takast muni að draga úr atvinnuleysi. Ef enginn árangur næst á því sviði verður Schröder ekki aðeins refsað af kjós- endum heldur einnig eigin flokki. Erlend tíðindi Valur Ingimundarson oðanir annarra DV Réttlátur málstaður „Málstaður Austur-Tímors er réttlátur, lagalega réttur, eins og úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar 30. ágúst staðfestu. Aðgerðir indónesíska hersins og hand- benda hans sem era á móti sjálfstæði, eru óþolandi. Sú er næstum einróma skoðun lýðræðisríkja heimsins, allt frá Canberra til Washington, frá Wellington til Lundúna, frá Lissabon til Parísar. Rökrétt niðurstaða: Þar sem refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Jakarta era hlægilegar, er aðeins skjót og umfangsmikil hernaðar- íhlutun, með þátttöku tugþúsunda manna, líkleg til að koma til hjálpar þjóð sem hefur verið beitt ofríki og sem sætir umfangsmiklum hreinsunum,vekki af þjóð- ernislegum toga, heldur pólitískum." Úr forystugrein Libération 8. september. Grípum í taumana „Ef við meintum það í alvöru í Kosovo, era fiölmarg- ar ástæður fyrir því að einhver grípi i taumana á Aust- ur-Tímor þar sem ástandið er hörmulegt. Það væri best fyrir Austur-Tímor og Indónesíu ef indónesísk stjórn- völd sjálf byðu SÞ að koma. Maður getur leyft sér að vona og leggja áherslu á vonir sínar með miklum þrýst- ingi. Vegna harmleiksins í Austur-Tímor verðum við að bera fram knýjandi spurningu: Hver fer í raun með völdin í þessu risastóra landi sem heitir Indónesía? Það er alveg ljóst að það er ekki Jusuf Habibie forseti." Úr forystugrein Aktuelt 9. september. Mikilvægt loforð „Frá því að ísraelar stofnuðu ríki hafa þeir á einn eða annan hátt herjað gegn Palestínumönnum og öðrum aröbum innan landamæra sinna og utan. Þegar ísraelar reyna loks að rjúfa þetta mynstur undir forystu fram- sýnna leiðtoga er ástæða til að taka eftir hverju skrefi fram á við. Ehud Barak neyddist til að sýna að hann meinti það sem hann hafði lofað. Mikilvægt er meiri- hluti ísraela virðist samþykkur því að ísrael láti af hendi land í skiptum fyrir frið. Mikilvægara er loforðið um að allt frekara landnám á herteknu svæði hættir.“ Úr forystugrein Aftonbladet 6. september.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.