Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Side 12
12 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 JLP'V %éttír DV, Osló: Fjör á fundum Hvað verður eftir af norska fán- anum ef krossinn er tekinn úr honum? Hvað verður eftir af norsku siðgæði ef hætt verður að kenna biblíusögurnar i skólunum? Vidar Kleppe, einn af þingmönn- um norska Framfaraflokksins, fullyrðir að hættan á afkristnun Noregs vofi yfir. Hann segir að samtök íslamskra nýbúa hafi það að markmiði að vinna landið und- ir spámanninn Múhameð. Þingmaðurinn hefur að vísu ekki getað bent á samtökin sem hann talar um en er engu að síður viss um að norskri þjóð séu brugguð launráð af hálfsvörtum og hundheiðnum nýbúum. Og þetta er bara ein af mörgum vafasömum fullyrðingum sem fallið hafa í bar- áttunni fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar í Noregi á mánudaginn. Þrír af þingmönnum Framfara- flokksins hafa gengið svo langt að flokksforystan og Carl I. Hagen formaður hafa skipað þeim að hafa sig hæga fram yfir kosningar. Kosningafundum þeirra hefur ver- ið aflýst vegna þess að þeir koma óorði á flokkinn. Einangrunar- búðir ríkisins _ Fundabannið er ekki bara vegna - órökstuddra full- yrðinga um sam- særi íslama. Þing- maðurinn Kleppe kallar líka innflutning fólks „smygl á mannakjöti". Vinur hans og sam- þingmaður, Öystein Hedström, vill að nýbúum verði bannað að eiga fleiri en tvö börn. Jan Simonsen, fé- lagi þeirra í þingliði Framfara- flokksins, vill að flóttafólk fái bara að fara út í búð í fylgd Norðmanna vegna þess hve þjófótt það er. Bæjarstjóraefni Framfaraflokks- ins í einum af nágrannabæjum Óslóar hefur líka gert sitt til að vekja grunsemdir um kynþáttahat- ur Framfaraflokksmanna. Oddbjörn Jonstad heitir hann og vill að flótta- mönnum verði komið fyrir í ein- angrunarbúðum á vegum ríkisins og að börn flóttafólks fái ekki að ganga í norska skóla. Fyrir vikið hefur hann verið settur út af sakra- mentinu í Framfaraflokknum og sviptur öllum stöðum þar - en held- ur sæti sínu efst á framboðslista flokksins. Framganga þessara manna í nafni Framfaraflokksins hefur þeg- ar skyggt á önnur kosningamál. Það er lítið púður í að tala um skóla-, heilbrigðis- og samgöngumál þegar svona heiðursmenn halda uppi fjör- inu með krassandi yfirlýsingum um óvininn mikla - nýbúann. Hagen flokksformanni ofbýður enda er hann lítið hrifinn af að stýra flokki sem bara vekur athygli vegna óbeitar flokksmanna á út- lendingum. Draumur hans er að verða leiðtogi breiðs hægriflokks með frjálshyggju, einkavæðingu og skattalækkarnir sem baráttumál - flokks sem brýtur niður ríkisbákn- ið. Til þess var Framfaraflokkurinn stofnaður. Rödd skynseminnar Vandinn Hagens er að fjöldi kjós- enda flokksins er ekkert hrifinn af frjálshyggjunni. Þeir vilja leiðtoga sem segir nýbúnum að halda sér á mottunni. Og það hefur Hagen gert á undanfórnum árum ~ oft með tví- ræðu orðalagi sem túlka má á ýmsa vegu. - Hagen segist ekki sjá kyn- þáttahatur í stefnu sinni. Engu að síður túlka margir fylgismanna Framfaraflokks- ins stefnuna svo að flokkurinn vilji koma nýbú- loka landamærun- Fréttaljós Gísli Kristjánsson unum úr landi um fyrir fólki í atvinnuleit frá fjar- lægum löndum. Fréttaskýrandi Verdens Gang, stærsta blaðsins í Noregi, skrifaði nýverið að nýbúahatrið væri innsta eðli Framfaraflokksins. Kjósendur flokksins flestir teldu nýbúana í Noregi vandamál og Hagen einum manna treystandi til að gera eitt- hvað í málinu. Undan þessari ábyrgð geti formaðurinn ekki vik- ist. „Öfgamennimir í flokknum feta þá slóð sem Hagen hefur sjálfur varöaö," var niðurstaða Erling Bö hjá Verdens Gang. Hatur minnihlutans Skoðanakannanir hafa sýnt að tveir af hverjum þremur Norð- mönnum telja að Framfaraflokkur- inn ali á kynþáttahatri. Carli I. Hagen, formanni norska Framfaraflokksins, líkar ekki að flokkurinn er alltaf bendlaður við kynþáttahatur. Hann hefur nú sett áköfustu fylgismenn sína í funda- bann. DV-mynd Gísli Kristjánsson Hliðstæðar kannanir hafa líka leitt í ljós að allt að fjórðungur landsmanna telur að fjöldi nýbúa í landinu sé vandamál og helsta álita- mál kosninganna. Þetta sýnir að skoðanir Norð; manna eru mjög skiptar: * Meirihluti landsmanna hefur óbeit á hálfvelgjulegu tali um ný- búavanda. * Minnihlutinn - kannski fjórð- ungur þjóðarinnar - telur að nýbú- arnir séu höfuðvandamál. Það eru þeir sem óttast allt útlent og fram- v í s i n d a Stærsta tölvuleikja- sýning Evrópu heimsótt andi. Til þeirra sækir Framfara- flokkurinn atkvæðin. Nýbúahatrið fælir frá Framfaraflokkurinn hefur undan- farið haft 18-20% fylgi í skoðana- könnunum. Flokkurinn er nú næst- stærsti flokkur Noregs en gæti fallið í þriðja sætið nú vegna þess að fylgið hefur dalað síðustu vikur. Nýbúahat- rið er einfaldlega farið að fæla kjós- endur frá flokknum. Það vekur engu að síður furðu að flokkur eins og Framfaraflokkurinn hefur náð svo langt sem raun ber vitni og hefur náð taki á ríkisstjórn landins. Án stuðnings Framfara- flokksins er ríkisstjórn séra Kjells Magne Bondeviks ekki stætt. Hvergi annars staðar í Vestur-Evrópu hafa systurflokkar Framfaraflokksins náð viðlíka völdum. í Svíþjóð eru nýbúar t.d. mun fleiri en í Noregi en þó er enginn Framfaraflokkur þar. urinn á ekki ættir að rekja til gamalla hreyf- inga nasista eða fasista. Atvinnuleysi er líka sáralítið í Noregi. Oft kyndir baráttan um störfin undir útlendinga- hatri, en það á ekki við í Noregi. Það vantar fólk I vinnu. Leiðtogi litla mannsins Hver er þá vandinn? Af hverju er Framfara- flokkurinn norski orðinn stór á því að agnúast út í nýbúa? Hvaða fólk er það sem kýs flokkinn? Gárungarnir segja að hinn dæmigerði fram- faraflokksmaður sé lítill karl með yfirgreiddan skalla. Hann hafi ungur flutt í verkamannabústað í úthverfi Óslóar og sé nú kominn á eftirlaun. Hann hafi áður alltaf kosið Verkamannaflokk- inn og landsföðurinn Einar Gerhardsen. Nú sakni hann leiðtogans, sem lét alla fórna sér fyr- ir Noreg þegar landið var reist úr rústum eftir síð- ari heimsstyrjöldina. Bern Aardal, prófessor í stjórnmálafræði, segir að þörf Norðmanna fyrir samstöðu ráði miklu um fylgi Framfaraflokksins. Kjósendur flokksins hafi óljósar hugmyndir um að allt hafi verið betra á ár- unum eftir síðari heims- styrjöldina þegar byggja varð Noreg upp eftir her- nám Þjóðverja. Þá var Noregur bara fyrir Norð- menn og allt var gott. Norður og niður i skrifum norskra blaða kemur oft fram að Norðmönnum finnst sem landið sé að verða glæpum, græðgi, sundurlyndi, eiturlyfjum og upplausn að bráð. Sumir skella skuldinni á nýbúana. Þeir eru þjóf- ar í paradís. Þeir flytja inn í verka- mannabústaðina og hugsa ekki um aflar fórnirnar sem það kostaði að koma þeim upp. Þeir virða ekki einu sinni húsreglurnar. Nýbúarnir er þannig sakaðir um að taka það sem sannir Norðmenn hafi stritað við að byggja upp. Og kunna svo ekki einu sinni að þakka fyrir sig! Við þetta bætist rótgróin vantrú margra Norðmanna á allt sem er út- lenskt og nýtt. Öflu framandi er tek- ið með tortryggni. Útlent! Nei, það getur ekki verið gott. Af hverju nýbúahatur? agi Fljótt á litið eru aðstæður i Nor- egi ekki ákjósanlegar til atkvæða- veiða með andúð á nýbúum sem að- albeitu. Nýbúar eru tiltölulega fáir í Noregi og færri en í flestum öðr- um löndum Vestur-Evrópu eða ríf- lega 5%. Bara á íslandi eru nýbúar hlutfallslega færri. í Noregi eru nýbúarnir raunar flestir Svíar og aðeins 3% íbúa landsins eru með dökka húð. Hætt- an á að þeir leggi undir sig hvern lófastóran blett í Noregi er ekki beinlínis yfirvofandi. Nýnasistar hafa heldur ekki náð fótfestu í Noregi, og Framfaraflokk- Hagen þreytist aldrei á að minna á að hann tali máli fólksins - að hann sé málsvari hinnar heilbrigðu skynsemi, röddin úr djúpi þjóð- arsálarinnar. Hann finnur orð fyrir hugsanir hinna mörgu og smáu. Fylgismenn hans kæra sig ekki um rausið í menntamönnunum, þola ekki listamennina sem lifa á fram- færi ríkisins, og alls ekki frjáls- hyggjudrengina sem vilja selja eig- ur ríkisins - eigur fólksins! Hagen er þannig í þeirri furðu- legu stöðu að hann vill vera leiðtogi frjálshyggjufólks en fær helst stuðn- ing óánægðra eftirlaunaþega sem er illa við nýbúa og allt sem útlenskt er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.