Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Síða 22
22
LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999
Wðtal
Engan hvítan vegg, bara myndina, var skipun listamannsins til Ijósmyndarans, og þarna stendur Patrick Huse, mitt í sínu eigin hrauni. DV-mynd ÞÖK
Sögulaus auðnin heillar
„Þaö eina sem viö vitum fyrir víst er
aö viö fœöumst og deyjum, “ segir norski
listmálarinn Patrick Huse. „Viö fœöumst
inn í ókunnan staö og við deyjum inn í
ókunnan staö. Þess vegna er einkennilegt
hvaö fólk er hrœtt við ókunna staöi og
kýs heldur málverk af kunnuglegum
slóöum, myndir af grónu landi og helst
meö húsi. Hiö ókunna ætti aö heilla okk-
ur meira. “
Patrick Huse er ósmeykur viö ókunn-
uglegt landslag, hrjóstrugt, hrátt, kalt og
sögulaust, eins og málverkin hans á sýn-
ingunni Rifu á Kjarvalsstööum sýna vel.
Þetta eru myndir úr ókunnum stað og sá
sem horfir veröur aö hugsa um þær,
velta þeim fyrir sér vitsmunalega vegna
þess aö þær segja okkur ekki sögur eins
og íslensk landslagsmálverk eru vön.
Patrick Huse fæddist í Ósló 1948 og hafði
ekki hugmynd um að hann væri listamaður
fyrr en hann spurði sjálfan sig, sextán ára:
Hvað ætlar þú eiginlega að verða? Þá fann
hann að það eina sem hann langaði til að gera
var að mála og teikna. Hann sýnir líka litblý-
antsteikningar á Kjarvalsstöðum (þær þekkj-
ast á því að þær eru undir gleri vegna þess
hvað þær eru viðkvæmar) sem eru ólík mál-
verkunum hans, mýkri, litríkari, „fallegri".
Hann fór ekki í listaskóla en hóf feril sinn
með því að teikna umbúðir á auglýsingastofu
- „áður en tölvurnar komu,“ segir hann, „þeg-
ar allt var gert i höndunum." Sem listmálari
varð hann fljótt leiður á peningaharkinu og
auglýsingamennskunni í kringum listalífið í
Ósló og flutti upp í fjöll um tíma; nú býr hann
á litlu bændabýli með fjölskyldu sinni. En
hann trúði umsjónarmanni menningarsíðu
fyrir því að þau hjónin væru alvarlega að
velta fyrir sér að búa hluta úr árinu á íslandi.
Dóttirin, tíu ára, er í Laugamesskólanum og
kann afar vel við sig.
Fór atdrei til Færeyja
Patrick Huse kom fyrst til íslands 1993 - af til-
viljun. Fyrsti íslendingurinn sem hann kynntist
var Guðjón Bjarnason sem hann sýndi með í
Stavanger það ár. Patrick kunni svo vel við
hann og fjölskyldu hans að hann kom við á ís-
landi á leið til Færeyja skömmu seinna til að
heimsækja Guðjón. En það varð aldrei neitt úr
Færeyjaferðinni; hann sat fastur á Islandi. „Síð-
an hef ég komið hingað tvisvar, þrisvar á ári,“
segir hann, „og málað.“
- Segir íslensk náttúra þér eitthvað annað en
norsk?
„Já, það gerir hún. Öll náttúra geymir
metafórískar upplýsing-
ar sem manngert lands-
lag gerir ekki, og mér
finnst íslensk náttúra
skyld minni eigin. Ef ég
hefði ekki komið til ís-
lands hefði ég valið ann-
að land þar sem náttúr-
an er svipuð, ísland var
bara næst mér í tíma og
rúmi. Eitthvað í ís-
lenskri náttúm fær end-
urhljóm innra með mér,
það eru tilfinningaleg
tengsl milli hennar og
mín. Ég get ekki útskýrt
hvernig eða hvers vegna
- ekki fremur en maður
getur útskýrt hvers
vegna manni líður eins
og heima hjá sér á ein-
um stað en ekki öðrum
og tekur eftir sumu fólki í fjölmenni en ekki
öðru. Ég held að þetta hafi eitthvað með það
að gera að þekkja sjálfan sig.“
- En hún er svo hráslagaleg í myndunum
þínum, hrá. . .
„Það er ég líka...“
- Og svört!
Nú vottar íyrir gosvirkni á annars kald-
hömruðu yfirborði listamannsins. „Ég skil
ekki þessa höfnun á myrkrinu og svarta litn-
um,“ segir hann. „Af hverju drögum við fyrir
á kvöldin þegar dimmir? Menningin heldur
því að okkur að svart sé drungalegt og dapur-
legt en til dæmis blátt sé fallegt! Af hverju
ætti blátt að vera fallegra en svart? Þetta er
óskiljanlegt!"
List á að vera hættuleg
Patrick þekkir myndir Kjarvals en hefur lítið
kynnt sér yngri íslenska landslagsmálara. Þó
segist hann hafa á tilfmningunni að munurinn
á hans landslagsmyndum frá íslandi og þeirra
felist í því að þeir snúi sér frá íslandi í myndum
sínum og út tU Evrópu en hann máli sig inn í ís-
land.
„Á okkar tímum eru ýmsar stefnur í listinni
og ég tel að margar þeirra stýrist annars vegar
af peningum og hins vegar af
óttanum við að vera ekki tal-
inn með,“ segir hann. „Þess
vegna reyna listamenn að
laga sig að hinu viðurkennda
og missa þá einstaklingsein-
kenni sín. Það vU ég ekki. Ég
hef þá trú að öU mikU list
tengist ákveðnum stað og
tíma. Bandaríski galleríeig-
andinn sem ég hef rmnið með
segir að hann vUji list og
listamenn sem breyti New
York en ekki list sem verði
eins og New York. Einmitt á
þessum forsendum held ég að
ísland geymi eitthvað sem er
mikUs virði - auk þess sem ég
held að það sem er mér mik-
ils virði hljóti líka að segja
öðrum eitthvað.
íslenskt landslag er þjóðfé-
lagsafl, jafnvel pólitískt afl, og það höfðar sterkt
til mín,“ heldur hann áfram. „Það er í svo
beinni andstöðu við menninguna. Væntanlegt
Kötlugos minnir enn einu sinni á að náttúran
brýtur niður af kæruleysislegu miskunnarleysi
það sem við byggjum upp. Ef listin gerir ekki
slíkt hið sama, myndar mótvægi við hið hefð-
bundna í menningunni, þá er hún lítUs virði.
Hún á að vera hættuleg og það hefur góð list
alltaf verið.“
Patrick Huse fmnst frelsandi hvað íslensk
náttúra er ný og síbreytileg. Þegar hann stend-
ur mitt í henni losnar hann við söguna, menn-
inguna. Sagan gefur alls konar upplýsingar sem
náttúran gefur ekki ein og sér, og þær geta ver-
ið þvingandi. „Ef ég vU komast inn í mína eigin
náttúru verð ég að ryðja mér braut gegnum farg
sögunnar og það get ég í íslensku landslagi. Það
er svo vítt og opið, og ég tek á móti því með opn-
um huga. Ef ég væri íslenskur málari að mála
íslenskt landslag þá væri ég áreiðanlega bund-
inn af íslenskri sögu og menningu, en ég er
frjáls undan henni vegna þess að ég kem úr öðr-
um stað.“
Listaverk þurfa tíma
Patrick Huse er orðinn aUþekktur í Banda-
ríkjunum. Hann hefur sýnt í New York og sýn-
ingin á Kjarvalsstöðum fer héðan til Seattle þar
sem hann sýnir þá í annað sinn. Hann segir að
þeim sé sama hvort þeir fá myndir frá íslandi
eða Noregi, „þeir vUja bara mínar myndir,“ seg-
ir hann og brosir úlfabrosi.
„Það sem mestu máli skiptir við að koma sér
áfram er að vinna vel og vanda verk sín,“ segir
hann. „Ég hef aldrei séð gott málverk sem
mögulegt hefði verið að vinna hratt. Það verður
að vera tími í hverri einustu mynd, en málið er
að flestir lifa of hratt nú til dags til að sökkva
sér lengi niður í ákveðið verk. Ég held að við
geymum í okkur óhemju mikið af fróðleik og
kunnáttu sem aldrei fær að njóta sín vegna þess
að við lifum aUtof hratt.“
- En ef þú tekur tvö ár í hvert málverk hef-
urðu þá nokkurn tíma tU að koma þér á fram-
færi?
„Ég læt aðra um það að mestu, umboðsmann
minn heima í Noregi og gaUeríeiganda í Dan-
mörku. Ég hafði annan í New York sem ég er
ekki með lengur, sem betur fer! Annars vil ég
helst hafa samband við söfn. Þau eru helsta
varnarvirki listarinnar á okkar tímum vegna
þess að þau láta ekki stjórnast af markaðskröf-
um eins og gaUeríin. GaUeríeigendur vUja ekki
að maður breytist heldur máli aUtaf eins! Við
eigum góð söfn í Noregi en ég verð að segjá að
mér finnst þið líka eiga ótrúlega stór og fín söfn
hér á íslandi," sagði Patrick Huse að lokum og
gaf fyllilega í skyn að hann hefði ekkert á móti
því að Listasafn íslands eignaðist verk eftir
hann. -SA
Sýning Patricks Huse, Rifa, á Kjarvalsstöðum
stendur til 24. október. Þar er opið alla daga vik-
unnar, kl. 10-18. Leiðsögn er á sunnudögum, kl.
16.
Patrick Huse.