Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Qupperneq 28
28
LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 JL>V
fakamál
„Bermúdaþríhymingurinn
íMame
Sabrina er átján ára en var enn á fóst-
urstiginu þegar faðir hennar hvarf spor-
laust. Hann hét Serge Havet og var tutt-
ugu og eins árs. Þá gegndi hann skyldu-
herþjónustu í Mailly-le-Camp, um fjöru-
tíu kílómetrum sunnan Chalons-sur-
Mame í norðausturhluta Frakklands.
Föstudaginn 21. febrúar 1981 hafði hann
þrjá mánuði og níu daga að baki í hem-
um og hlakkaði til að snúa aftur til
borgaralegs lífs en hann sá um vöm-
birgðadeild stórs fyrirtækis.
Unnusta hans, Gislaine, hafði sagt
honum nokkrum vikum áður að hún
ætti von á bami með honum. Þau höfðu
ákveðið að ganga í hjónaband um sum-
arið. En af því varð ekki.
Af stað heim
Það var siðdegis umræddan fóstudag
sem Serge ætlaði í helgarleyfi til Reims,
þar sem unnusta hans og foreldrar
bjuggu. Einn félaga hans í herdeildinni
ætlaði einnig í leyfi og bauð honum far
hluta leiðarinnar í bíl sínum. Síðasta
áfangann til jámbrautarstöðvarinnar í
Chalons yrði Serge þó að ganga, þvi
þangað átti félagi hans ekki leið. En
Serge kom aldrei heim. Unnusta hans
og foreldrar biöu hans án árangurs. Fé-
lagi hans í hemum, sá sem hafði gefið
honum far, sagði síðar að hann hefði
séð hann nærri Chalons en þegar farið
var að spyrjast fyrir um Serge á jám-
brautarstöðinni þar og við veginn sem
hann hefði átt að fara um kannaðist
enginn við að hafa séð hann.
Móðir Serges hefur ætíð verið þeirrar
skoðunar að hann hafi verið myrtur. En
það liðu mörg ár þar til henni og öðrum
í fjölskyldunni tókst að fá lögregluna tif
að sýna málinu áhuga.
Fjöldahvarf
Á árunum
1980-1987
hurfu átta
ungir menn á
tiltölulega
litlu svæði í
Marne-daln-
um, miUi Ma-
iily-le-Camp,
Suippes og
Mourmelon.
Þar er dimm-
ur skógur,
djúpar grafir
og leifar af
virkjum frá
fyrra stríði,
er þar var
barist í skot-
gröfúm. Stað-
urinn er oft
nefndur
„Bermúdaþrí-
hymingur" Mame.
Sá sem fyrstur hvarf var hermaður,
Patrick Dubois að nafhi. Til hans sást
síðast 4. janúar 1980.20. febrúar 1981 var
það Serge Hevets, 7. ágúst sama ár hvarf
hermaðurinn Pascal Sergentog þrettán
dögum síðar Manuel Carvalho. 30. sept-
ember 1982 hvarf svo hermaöurinn Oli-
vier Donner en lík hans fannst 30. októ-
ber sama ár.
23. ágúst 1985 hvarf ungur starfsmað-
ur póstþjónustunnar, Patrice Denis, og
30. apríl 1987 hermaður að nafni Patrick
Gache.
30. ágúst 1987 fannst svo iila leikið lík
ungs íra, Trevors O’Keefe, en hann
hafði verið í skógarferð á þessum hættu-
legu slóðum. O’Keefe hafði verið á leið
til Calais, þar sem hann ætlaði að taka
ferju til Englands. Rannsókn leiddi í ljós
að 8 mm svem reipi hafði verið bragðið
um háls hans og hann kyrktur.
Nokkrir af þeim sem hurfu höfðu ver-
ið á leið til jámbrautarstöðvar-
innar í Chalons eftir göngustíg-
um í Mourmelon-skóginum.
Liðhlaupar?
í byrjun sýndu yfirvöld
hvarfi ungu mannanna lítinn
áhuga. Bæði lögreglan og her-
inn héldu því fram að flestir
heföu gerst liðhlaupar. Á þeim
tíma struku 6000-7000 menn ár-
lega úr herþjónustu i Frakk-
landi, og var einkum um kennt
hve heraginn væri mikill. Yfir-
menn heijanna vildu lítið ræða
þessi mál og tjáðu sig helst ekki
um þau. Það varð aftur til þess
að vamarmálaráðuneytið í Par-
ís bar til baka fréttir í blöðum
um að geðsjúkur
morðingi héldi til
í skóginum I
„Bermúdaþrí-
hymingnum" í
Mame. Sagði
ráðuneytið að um væri að ræða
æsifréttir.
Aðrar sögur gengu einnig.
Þær vora á þá leið að útsendar-
ar óvina ríkisins, það er menn
á vegum Varsjárbandalagsins,
sætu fyrir ungum hermönnum i
leyni og réðu þeim bana.
Breytíng verður á
Dag einn var nýr maður, Joel Vailla-
int, höfuðsmaður í herlögreglunni, skip-
aður yfirmaður þeirrar deildar lögregl-
unnar í Reims sem hafði það að verk-
efni að upplýsa mannshvörf. Hann
ákvað að hefja sérstaka rannsókn á
hvarfi hermannanna. Vaiflaint fékk tO
liðs við sig aðstoðarforingja, Marie
Tabes. Var nú farið gaumgæfilega yfir
allt sem tengdist hverju máli fyrir sig.
Pierre
Chanal
Að ofan má sjá Serge He-
vet með unnustu sinni.
Rætt var við ættingja hinna horfnu og
reynt að afla upplýsinga sem leitt gætu
í ljós hvort um morð væri að ræða eða
ekki.
„Ef þeir hefðu gerst liöhlaupar hefðu
þeir komið fram,“ sagði Vaillaint.
„Venjulega láta þeir frá sér heyra þegar
þeir telja að herinn hafi hætt að sýna
þeim áhuga.“
Leit var nú gerð í skóginum við
þann stað þar sem mennimir
voru taldir hafa horfið. En þrátt
fyrir að hún stæði nokkuð lengi
og væri nákvæm fúndust aðeins
lík tveggja af mönunum átta.
gögnin sem hann hafði safnað um
mannshvörfm fylltu möppur sem vora
sumar jafnþykkar og simaskrár.
9. ágúst 1988 urðu þáttskil í rannsókn-
inni. Þá reyndi sterkvaxinn, ljóshærður
maður í grænum Volkswagen-bíl af
komast framhjá vegatáima lögreglunnar
við Macon í Bourgogne. Hann afsakaði
hegðun sína með því að hann væri und-
irliðsforingi og á hraðferð til herbúða
sinna. Hann var beðinn að sýna skílríki
og kom þá fram að hann hét Pierre
Chanal og var næstæðsti maður reið-
skóla hersins í Fontainbleu utan við
garísf
NLögregluþjónamir sem
stöðvuðu hann heyrðu undar-
legt hljóð aftan í bílnum. Það
reyndist koma frá ungum
manni sem lá þar undir teppi,
hlekkjaður með jámkeðju.
Hann haföi verið keftaður með
vasaklút svo hann gæti ekki
hrópað.
Leit tæknideildarmanna
Ljóst var að hér var eitthvað
óvenjulegt á ferð. Er ungi mað-
urinn í aftursætinu hafði verið
tekinn úr hlekkjunum og gat
farið að tala skýrði hann svo
frá að hann væri Ungveiji og
héti Balazs Falvay. Hann sagði
Chanal hafa ráðist á sig og síð-
an nauðgað sér, eftir að hafa
boðið sér far.
í íbúð Chanals fundust hlekkir, spor-
ar og pískar, en einnig myndbandstöku-
vél. Frekari leit leiddi i ljós um fimmtíu
sundskýlur af ýmsum stærðum. Fyrir lá
nú að eitthvað verulega athugavert var
við þennan hermann sem hafði reynt að
aka hjá vegatálma lögreglunnar. Var
því ákveðið að kalla til tæknideildar-
menn hennar. Var þeim meðal annars
Hér tll hægrí, í
réttri tímaröó, má
sjá mennina sem
hurfu.
fengið það verkefni að rannsaka bíl
Chanals.
Allt var til tínt sem i bílnum
fannst og mátti í raun segja að
farið væri yfir hann með smá-
sjá. Afraksturinn varð meðal
annars rúmlega ftögur hundrað og
fimmtíu höfuð- og líkamshár af ýmsum
mönnum.
Skýringin
Chanal gaf þá skýringu að hann væri
hommi og haldinn kvalalosta. Hann
vildi kvelja karlmenn en eiga siðan með
þeim ástarleik. Hann sagðist hins vegar
geta fullvissað lögregluna um að hann
væri ekki morðingi.
Málið var sent saksóknara sem ákvað
að ákæra Chanal. Hann fékk síðan tíu
ára fangelsi fyrir að hafa rænt og nauðg-
að Falvay. Margt þótti hins
vegar komið fram sem benti til
þess að Chanal væri morðing-
inn úr Mourmelon-skógi.
Sýnt hafði verið fram á að
for eftir bíl hans fundust á bfla-
stæði við skóginn, skammt frá þeim
stað þar sem lík Irans O’Keefes hafði
fúndist.
Þá sýndi athugun að á áranum
1977- 85 hafði Chanal gegnt herþjónustu
í sveit í Mourmelon, ekki ftarri þeim
stað þar sem ungu hermennimir höfðu
horfið.
í þriðja lagi var hinn grunaði þekkt-
ur fyrir afbrigðilegar hvatir og í fjórða
lagi hafði hann oft verið staðinn að
ósannindum.
Bíður nýrra réttarhalda
DNA-sýni af háram sem fundust í
Volkswagen-bílnum hafa sýnt að nokkr-
ir mannanna sem hurfu vora
farþegar í honum. Allt það sem
fram hefur komið eftir hand-
töku Chanals og dóminn yfir
honum hefur orðið til þess að
búist er við að hann komi fyrir rétt
Reims á næsta ári. Hann hefur afþlánað
dóminn sem hann fékk, er nú frjáls
maður, býr hjá systrum sinum og fær
eftirlaun frá hemum.
Ættingjar hinna horfnu hafa gagn-
rýnt frönsku lögregluna fyrir að hafa
staðið illa að málinu. Lítill vafi leiki á
að mennimir átta hafi allir verið myrt-
ir. Þá leiki jafnvel granur á að lögreglan
hafi leynt vissum gögnum sem gætu
orðið tfl þess að koma sök á Chanal.
„Það er eins og lögreglan hafi viljað
horfa hjá því að maður úr hemum geti
verið morðinginn," segir Gerard
Schemla en hann er lögmaður ættingja
margra hinna horfnu.
Pascal
Sergent
Afstaða Chanals
Leitað hefur verið til
Pierres Chanals vegna líkanna
á að hann verði á ný dreginn fyrir rétt,
í þetta sinn til að svara til saka fyrir allt
að átta morðum. Hann hefur ekki verið
margmáll í svörum en lét þó þau orð
falla að hann myndi ekki koma fyrir
rétt þó honum yrði skipað það. „Frekar
myndi ég fremja sjálfsvig en gangast við
morðum á átta mönnum," sagði hann.
Handtaka
Vaillaint fékk ákúrur yfir-
manna fyrir að sóa tíma og fé í
að leita líkanna. Hann taldi sig
þó hafa haft næga ástæðu til
þess að fyrirskipa leitina því