Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Side 35
33 "V LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999
£> rate
43
er byggt ofan á eftir þvi sem
þroski í karate eykst.“
Hvað eigið þið við með þroska í
karate?
„Hæfni til að valda þeirri tækni
sem einstaklingur hefur lært og er
kominn með kunnáttu til að velja
þær leiðir sem honum hentar -
kominn með sinn persónulega
.stíl,“ segir Helgi og bætir við: „Það
er alveg rétt að margt af þeirri
tækni sem við lærum í karate get-'
ur verið hættulegt, en í því felst
þroskinn að geta borið og haldið
þessari kunnáttu hjá sjálfum sér
án þess að þurfa að sýna hana öðr-
um í verki. Þessi
kunnátta
birtist
líka
inn til að takast á við amstur
dagsins.“
Edda: „Munurinn á ein-
staklings- og hópiþrótt
er að í einstaklingsí- /
þrótt er maður að
byggja upp sjálfur.
Sú velgengni sem
maður fagnar er ár-
angur af því sem mað-
ur hefur gert sjálfur.
Ég ræð hvaða leið ég
fengið að njóta þeirra góðu.
Slíkt gefur manni sjálfstraust
til að takast á við vandamál af
öðrum toga.“ Og Edda getur
trútt um talað því fáir
karatemeistarar hafa náð þeim
árangri sem hún náði á dögun-
um þegar hún hafnaði í öðru
sæti á opna breska meistara-
mótinu.
Hvað um kennslu?
Helgi: „Það gefur mér mjög
mikið að horfa á nemendur
mína ná árangri og þroskast.
Það gefur mér orku til að halda
áfram.“
Edda: „Mér finnst líka gott að
a
þann *
hátt
að ein-
stak-
lingur-
inn fyllist
sjálfstrausti og verð-
ur betur i stakk búinn til að
takast á við óvæntar aðstæður og
getur betur metið til hvaða að-
gerða hann þarf þá að grípa.“
Steinunn, Þórarinn og Sigurður framkvæma „Uraken
DV-myndir Teitur
fá að læra að gefa af mér,
miðla því sem ég kann.
Kennslan er nám í mannleg-
um samskiptum."
Helgi: „Þegar ég sé nem-
endur mína ná sömu leikni
og ég hef sjálfur, þá veit ég að
ég hef gefið eins mikið af mér
og ég get.“
Nám og þroski. Er karate
nám sem tekur engan enda?
„Ég lít á karate sem lífs-
stíl,“ segir Helgi, „sem getur
þroskað mann alla ævi og
haldið manni andlega vak-
andi.
Edda tekur undir þetta og
bætir við: „Já, ég held að það
sé mjög mikilvægur punktur
að maður tekur stöðugt fram-
fórum og er alltaf að keppa aö
fuLLkomnun. I karate stendur
maður alltaf frammi fyrir
hindrun - vinnur í henni í
marga mánuði þangað til
maður nær að yfirstíga hana.
Þá stendur maður frammi
fyrir annarri hindrun. Þetta
er eiginleiki sem hægt er að
nýta sér annars staðar en í
karatesal. Þetta er sama ferli
og í lífinu sjálfu.“ -sús
Ingibjörg á sparkæfingu.
Þetta er sérstaklega mikilvægt
gagnvart börnum og unglingum,
vegna þess að á því aldursskeiði
finnum við oft til vantrúar á sjálf-
um okkur. Það er hluti af því að
breytast úr unglingi í fullorðna
manneskju."
Þau Helgi og Edda eru bæði
þjálfarar hjá Þórshamri og hafa
margra ára þjálfun að baki, Helgi
átján ár og Edda sjö ár. Hvað hef-
ur karate gefið þeim?
Helgi: „Yfir heildina hefur það
gefið mér miklu meira sjálfstraust
og vellíðan. Ég held sjálfum mér í
góðu formi og sá sem er í góðu lík-
amlegu formi er betur í stakk bú-
í aukablaði DV - Vit og strit -
sem kom út 25. ágúst, birtist spjall
við Helga Jóhannesson í Karatefé-
laginu Þórshamri. Þar kom fram
nokkur misskilningur varðandi
þær gráður sem veittar eru í kara-
te. Nokkrar fyrirspurnir hafa
borist varðandi þetta atriði og því
hefur Helgi tekið saman fyrir blað-
ið nánari útlistun á þeim þrepum
sem um er að ræða i þessari iþrótt.
í karate eru 10 gráður fyrir nem-
endur sem kallast kyugráður, frá
hvíta beltinu og upp í brúnt belti.
Þegar nemandi byrjar í karate er
hann með hvítt belti eða 10. kyu.
Fyrsta gráðan sem nemendur taka
Beltakerfið i karate
- byggist á andlegum og líkamlegum þroska þátttakenda
eftir 3 mánuði er 9. kyu eða gult
belti. Síðan er algengt að líði 3
mánuðir á milli hverra kyugráða
hjá nemendum allt þar til þeir ná 1.
kyu en þá koma skilin á milli nem-
endagráðunar og meistaragráðunn-
ar sem er svart belti.
Þegar einstaklingur hefur náð 1.
kyu kemur að því að taka svart
belti, dangráðu, sem er meistara-
gráða og fá menn 1. dan þegar
fyrsta svarta beltinu er náð. Frá
þeim punkti er hæst hægt að ná 10.
dan. Hér á landi er einn einstak-
lingur með 4. dan og þrír með 3.
dan en á milli hverrar dangráðu
líða oft mörg ár. Til að draga þetta
saman má þannig kalla kyu nem-
endagráðu og dan meistaragráðu.
Þó ætla mætti að gráðumar sem
hægt er að taka fari eingöngu eftir
vaxandi líkamlegum styrk viðkom-
andi, þá er það alls ekki svo í raun.
Karate beltakerfið er líka kallað
þroskakerfi og þegar menn taka
hvert stig er höfð hliðsjón af and-
legu jafnvægi, ástundun, tækni og
áhuga auk líkamlegrar stöðu við-
komandi. Endalaust er hægt að
bæta sig í þessari íþóttagrein, líka
eftir að aldurinn er farinn að fær-
ast yfir. Þá geta menn náð hærri
gráðum þótt líkamlegt atgervi sé
eitthvað fariö að dala.
-HKr.