Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Page 55
Flækjufótur Mummi Siggi Lísa og Láki Andrés önd Gissur gullrass Hvutti Hrollur Tarzan
|jV LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999
%yndasögur
%-idge 63 *-
Nú vorðið þið hissal\
Pabbi ykkar ætlar J ,, '
að bjóða okkur öllum VÁ!
I frí I heila /Hvernig gastu
VIKU!_^J( piatað hann
........—U tíl þess?
'SKFS/Disv. 8ULLS
sS
díiíít/,
x
gíti ekki réð fyrir að \
hann hafi nennt aö lösa/
bóklna s«n ég fs«ði
-horium jum
velgengni I lifinu?
lesa'
3
7h
©KFS/OI*tr. BULLS
Jú. royndar, mammaA
Hann iftsjiana •**"'
spjaldanna ó millll/
TAT
Hann komst aö þvi aö
fleiri hjónabond fara «
fvaskinnvegna
—velgengni ©n önnur! >
r Honum líktl
7
ttHPn,
m
Varið ykkur á .
grískum gjöfum!
Flestir hafa heyrt máltæki sem
varar við grískum gjöfum. Ekki veit
ég hvers vegna gjafir Grikkja þóttu
viðsjárverðar og enn síður hvemig
þær tengjast bridgespilinu.
Breski stórmeistarinn Tony
Forrester telur hins vegar að ef
sagnhafi gaukar ódýrum slag tii
varnarinnar þá sé ástæða til þess að
staldra við. Reyndar kom eftirfar-
andi spil upp í leik milli Englands
og Grikklands á Evrópumóti fyrir
nokkrum árum.
Við skulum skoða það betur:
N/0
* D
'* DG10976
* 92
* AD107
* AG8
A* K3
* AKDG4
* 963
* K104
* 852
* 10853
* G52
* 976532
4* A4
* 76
* K84
Með Forrester í austur gengu
sagnir á þessa leið:
Norður Austur Suður Vestur
1 tígull pass 1 spaöi 2 hjörtu
3 hjörtu pass 3 spaðar pass
4 spaðar pass pass pass
Útspilið var hjartadrottning sem
sagnhafi drap heima með ásnum.
Hann þurfti nú að ná trompunum
áður en hann gæti nælt í tígutniður-
köstin.
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
Hann spilaði því trompi og þegar
drottningin birtist hjá vestri gaf
hann slaginn til þess að forðast
gegnumspilið í laufi. Einhver annar
en Forrester hefði gefið slaginn án
umhugsunar en hann var vel á
verði fyrir grískum gjöfum.
Eina eðlilega skýringin á spila-
mennsku sagnhafa hlaut að vera sú
að hann hræddist lauf í gegn.
Forrester drap því drottningu félaga
síns og sendi laufgosann gegnum
suður. Suður lét kónginn og vestur
ásinn. Siðan kom þrisvar lauf og
það síðasta upphóf tromptíu aust-
urs. Tveir niður. Það er hins vegar
ljóst að hefði Forrester ekki yfirtek-
ið drottningu félaga sins þá þurfti
vestur að taka laufásinn tn þess að
forða yfirslagnum.
Sem aðeins sannar eitt: „Forðist
grískar gjafir!"
Qlkynningar
Opið hús hjá Karatefélaginu
Þórshamri
Sunnudaginn 12. september verð-
ur Karatefélagið Þórshamar með
opið hús í húsnæði þess að Brautar-
holti 22 (gengið inn frá Nóatúni) frá
kl. 14.00 til kl. 16.00. Gefst þá almenn-
ingi kostur á að kynnast starfsemi
félagsins. Dagskráin veröur mjög
fjölbreytt þar sem félagar Þórsham-
ars á öilum aldri munu m.a. sýna
sjálfsvöm, kata (bardaga við ímynd-
aðan andstæðing) og hvernig börn-
um er kennd þessi forna bardagalist.
Sýnd verða myndbönd og boðið verð-
ur upp á ýmsan fróðleik um karate
auk þess sem gestum og gangandi
gefst tækifæri að ræða við þjálfara
og aðra félaga Karatefélagsins.
Göngudagur Hjálparsveitar
skáta í Kópavogi
Sunnudaginn 12. september ætlar
Hjálparsveit skáta í Kópavogi að
eftia til göngudags á Vifilsfell. Þessi
ganga er liður í afmælishátíð sveit-
arinnar sem verður þrítug í nóvem-
ber næstkomandi. Vífilsfellið er 655
m hátt og er í norðausturenda Blá-
fjalla. Gengið verður á fjallið norð-
anmegin, við malargryfjur sem eru
við rætur fjallsins. Hjálparsveitar-
menn verða í fjallinu göngufólki til
aðstoðar milli klukkan 11 og 15.
Mikilvægt er að fólk mæti vel klætt
og með nesti.
Ratleik í nágrenni Hafnar-
fjarðar að Ijúka
Nú fer hver að verða síðastur að
taka þátt i ratleik í nágrenni Hafn-
arfjarðar sem Upplýsingamiðstöð
Hafnarfjarðar hefur boðið upp á í
sumar því frestur til að skila lausn-
um rennur út 13. september. Þátt-
takendur fá afhent kort í Upplýs-
ingamiðstöð ferðamanna en á kort-
ið eru merktir inn þeir staðir sem
finna skal. í ár var tekin upp sú nýj-
ung að skipta leiknum í „léttan
leik“ og „þrautagöngu" þannig að
nú ættu bæði byrjendur í útivist
sem og þrautreyndar útivistar-
kempur að finna leiðir við sitt hæfi.
Létta leiknum er auðveldlega hægt
að ljúka í einni ferð og er hann lagð-
ur í nágrenni Hvaleyrarvatns. Erf-
iðari leikurinn, þ.e. þrautagangan,
tekur hins vegar meira á en leiðir
jafnframt þátttakendur inn á spenn-
andi slóðir, m.a. í nágrenni Helga-
fells. Þetta er í íjórða sinn sem Upp-
lýsingamiðstöðin stendur fyrir slík-
um ratleik og enn sem fyrr er það
útivistarkempan Pétur Sigurðsson
sem leggur leikinn. Þetta er mjög
skemmtilegur leikur fyrir bæði
unga og aldna og ekki sakar að veg-
leg verðlaun eru í boði. Lausnum
skal skila í Upplýsingamiðstöð
ferðamanna Vesturgötu 8 fyrir 13.
september.
Hitamælir Emmessíss hlaut
bronsverðlaun
I Þýskalandi í byrjun júní síðast-
liðins var haidin kaupstefna og sýn-
ing í Múnchen á vegum FESPA,
Samtaka evrópskra silkiprentara.
Þátttakendur voru um 50 þúsund
talsins hvaðanæva úr heiminum -
allir á sviði silkiprentunar og
skiltagerðar. í tengslum við sýning- -
una var haldin samkeppni um bestu
verkin. Danska fyrirtækið SER-
ICOL REKLAME A/S sendi inn
fimm auglýsingaskilti og hlaut ein
siifurverðlaun og tvenn bronsverð-
laun fyrir þau skilti sem það út-
færði fyrir Carlsberg, Faxe
bruggverksmiðjuna og Emmessís.
Verðlaunaskilti Emmessíss er úti-
hitamælir hannaður á auglýsinga-
stofunni AUK.
Unifem-kynning
í dag kl. 14 verður opinn fund-
ur í Norræna húsinu þar sem
meðal annars verða kynnt þau
verkefni sem Unifem á Norður-
löndunum hefur styrkt. Siv Frið-
leifsdóttir, samstarfsráðherra
Norðurlanda, flytur ávarp og
Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræð-
ingur íjallar um hvar ætla megi
að þörfin fyrir þróunaraðstoð til
handa konum verði brýnust nú í
byrjun nýs árþúsunds. Fulltrúar
frá stjórnum Unifem-félaganna í
Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og
íslandi kynna verkefni sem við-
komandi félög hafa styrkt. Að því
búnu verða pallborðsumræður.
r