Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Síða 59
Civa
Grandej
1. Lesmo
Variante
loodyear
Rettifilo
2. Lesmo
175j \áriante
Ascari
Shell
Heimildir FIA
Aksturstími '98 198 seki
160 Civa
Parabolii
PYTTUR
■ /
LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999
★ *
rmúla
Alessandro Zanardi:
Þekktur fyrir glæfralegan framúrakstur
- meistarinn í CART-kappakstrinum hefur valdið vonbrigðum í ár en verður áfram hjá Williams-liðinu.
Líf Alex Zanardi, núverandi meist-
ari í CART-kappakstri, hefur ekki
verið auðvelt síðan hann ákvað að
koma aftur til Evrópu og takast á ný
við Formúlu 1 kappakstur. Eftir að
hafa lagt Ameríku að fótum sér á síð-
ustu árum var röðin komin að nýrri
áskorun, Formúlu 1.
Zanardi gerði saming við Williams
sem hefur verið sigursælasta liðið
undanfarin ár og kom í kjölfar fyrr-
um heimsmeistara, Jacques Villeneu-
ve, sem átti góðan árangur með lið-
inu. En ekkert hefur gengið upp hjá
Zanardi í ár. Hann hefur ekki fúndið
rétta taktinn, verið hægur og aðeins
klárað keppni fjórum sinnum. Hann
hefur algerlega verið í skugga félaga
síns, Ralfs Schumachers, sem hefur
unnið inn öll stig liðsins í sumar. En
í siðustu keppni var eins og hjólin
færu að snúast hjá Zanardi - hann
hafnaði í 7. sæti og Sir Frank Willi-
ams ætlar að hafa hann í liði sínu út
næsta ár.
hafa verulega gott nef fyrir efnilegum
ökumönnum.
Þetta var árið 1991 en hann keppti
aðeins þrisvar og skilaði góðum ár-
angri. Síðan ók hann fyrir Minardi
‘92 og Lotus árin ‘93 og ‘94 og var
hans besti árangur 6. sætið i Brasilíu
árið ‘93 á bíl sem átti það alls ekki
skilið.
Vann hann sér þar inn eina stigið
sem hann hefur fengið í Formúlu 1,
því ekki hefur hann fengið neitt stig
eftir að hann kom til Williams.
Lífið eftir Lotus
Alessandro Zanardi fæddist í
Bologna á Italíu 23. október árið 1966
og á að baki langan feril sem
kappakstursökumaður. Fjórtán ára
gamall fékk hann tækifæri til að
prófa Go-kart smábíl, og var upp frá
þvi ákveðinn í að helga líf sitt keppni
á fjórum hjólum. Þrátt fyrir bágan
efnahag fjölskyldunnar náði hann
með hjálp vina, ættingja og fyrir-
tækja að komast í ítalska F3
kappaksturinn, eftir að hafa verið
krýndur tvöfaldur ítalskur körtu-
meistari. F3000 fylgdi í kjölfarið og
góður árangur þar tryggði honum
fyrsta tækifærið í Formúlu 1. Það
fékk hann, eins og margir sem eru í
Formúlu 1 í dag, hjá Eddie Jordan,
eiganda Jordan-liðsins, sem virðist
Vegna peningaleysis, sem oft hrjáir
efnilega ítalska ökumenn, hrökklað-
ist hann úr Formúlu 1 eftir að Lotus-
liðið lyppaðist niður og dó. Ekkert
Formúlu 1 lið var tilbúið að taka
hann í vinnu og „peningadrengir"
fengu sætin sem komu til greina.
Árið 1995 ók Zanardi í sportbíla-
kappakstri. Þá var sem ferill hans í
eins sætis bílum væri á enda en Zan-
ardi segist aldrei hafa örvænt því
hann hafi þann eiginleika frá móður
sinni að líta alltaf framávið í stað
þess að gráta fortíðina.
Það var síðan seint á árinu ‘95 sem
honum bauðst að fylgjast með CART-
kappakstri, í von um að hitta á ein-
hvem sem vantaði ökumann. Þá
hafði Chip Ganassi, eigandi besta
liðsins (svipað og McLaren í Fl)
nýlega rekið annan
ökumann sinn, hitti
næstum fyrir tilvilj-
un á Alex og bauð
honum að koma og
prófa hjá sér bílinn
daginn eftir. Æflng-
inn gekk svo vel að
Zanardi fékk samn-
ing hjá liðinu og var
hann þá kominn á
beinu brautina.
Allt árið ‘96 gekk
mjög vel; tveir sigrar og ræsti Zan-
ardi á fremstu rásröð allan seinni
hluta ársins. Aðeins munaði hárs-
breidd að hann ynni titil á fyrsta ári
enda var hann valinn nýliði ársins
‘96 í CART. Næsta ár var enn betra og
Alex Zanardi átti flmm sigra
fyrir Chip Ganassi-liðið og
varð meistari það ár. Zanardi
var orðinn þekktur fyrir glæfra-
legan framúrakstur og mjög vin-
sæll. Árið eftir endurtók hann
leikmn svo um munaði; sló öll
met, vann sjö sigra án þess að byrja
nokkum tímann fremstur og endaði í
15 af 19 skiptum á verðlaunapalli.
Hann vann sér inn fleiri stig en nokk-
ur hafði gert áður í CART-
kappakstri. Þegar fjögur
mót vom eftir var hann
orðinn meistari annað
árið í röð og með
saming upp á s
Formúlu 1 akst-
ur fyrir Willi-
ams.
Hakkinen og
Schumacher voru
varaðir við
Miklar væntingar vom gerðar til
ítalans sem er tvöfaldur meistari frá
USA og menn
eins
Hakkinen og Schumacher voru
varaðir við. En Zanardi hefur verið
mestu vonbrigði tímabilsins og átt
afar slæmt gengi í sumar. Þessi
hæfileikaríki ökumaður hefur ekki
fúndið rétta gírinn á raufardekkjun-
um og synd að hann skuli ekki geta
keppt við þá bestu. En eftir miklar
endurbætur á yfibyggingu bílsins
og stöðuga þjálfun kappans, sem
hefur verið að finna sig betur
og betur, fær hann annað
tækifæri hjá Williams-lið-
inu sem verður að öllum
líkindum mun sterkara
á næsta ári en nú. Og
hann á allan stuðning
Sir Franks Williams.
BMW, sem ætlar sér
stóra hluti í Formúlu
1 á næstu áram
og hefur gert
samning við
Williams um að
skaffa vélar í
skottið, fer þá að
öllum líkindum aö
velgja Mercedes,
Ferrari og Ford
verulega undir
uggum. Fylgist
með Zanardi.
-ÓSG
Monza-brautin á Italíu:
Á langa sögu ástríðu og hraða
Það er engin þjóð í heiminum sem er eins ástríðu-
fúll og ítalir þegar kappakstur er annars vegar.
Monza, heimavöllur þekktasta keppnisliðs í heimi,
Ferrari, sameinar allt sem kappakstur er byggður á
- hraða, ástríðu og mikla sögu. í Formúlu 1 í dag eru
nokkrir ítalskir ökumenn, og hafa reyndar ekki ver-
ið fleiri í mörg ár. Luca Badoer, sem ekur fyrir
Minardi, er ítalskur og hefúr reyndar líka verið
prufuökumaður Ferrari. Jamo Trulli er einn af
ungu efnilegu mönnunum og hefúr síðustu
tvö ár ekið fyrir Prost. Gianicarlo Fisichella hefúr
verið efnilegur í svolítinn tíma og hefúr stundum
gert góða hluti fyrir Benetton sem hann hefúr verið
hjá i tvö ár. Jean Alesi er hálfítalskur og ók lengi fyr-
ir Ferrari en er nú hjá Sauber. Síðan er það maður
helgarinnar hjá DV, Alessandro Zanardi, en hann er
nú að fara á Monza-brautina í fyrsta skiptið síðan
1994. „ Ég er mjög hrifinn af Monza-brautinni,“ seg-
ir hann, „en ekki bara vegna þess að hún er á Ítalíu,
heldur vegna þess að hún er sennilega ein af fáum
brautum nú sem henta Formúlu 1 bílum. Ég kem
sennilega til með að þurfa meira afl (en Supertec) tU
að njóta beinu kaflanna á Monza, en samt sem áður
er þetta góður staður.“
Á Monza, sem var fyrst byggð 1922, hafa verið
gerðar margar breytingari gegnum tíðina. í nokkur
ár var brautin í hring og voru þá notaðir bakkar sem
hölluðu og voru mikU smíð. (Monza banking) Keppni
á þeim var þó aflögð eftir að ökumenn neituðu að
keppa á „bökkunum" því þeim þótti það - réttUega -
of áhættusamt. Þeir voru þvi aflagðir í keppni en eru
enn tU staðar og sjást á brautarmyndinni sem bogi
og aka ökumenn undir bakkana á einum stað. Á siö-
asta ári átti Ferrari glæsUegan heimasigur á Monza-
brautinni þegar Schumacher og Irvine komu fyrstur
og annar í mark og aUt varð viUaust. Árið ‘97 var það
Coulthard sem sigraði og var vel að þeim sigri
kominn. í keppninni á sunnudag má búast við jafnri
keppni og að lítið skUji á mUli McLarens og miðju-
Uðanna.
Það ætti að gefa Jordan og WUliams færi á að gera
betur en venjulega.
Monza
ítalski Formúla 1 kappaksturinn
13 keppni 12 September 1999
Brautarlengd:
Eknir hringir;
Keppnislengd:
5.770 km
53 hringir
305.810 km
3
Einkenni brautar:
Meb me&alhraða uppá
238 km/ er Monza
hra&asta brautinn sem
keppt er á í Formúlul. Margir beinir
kaflar, snarpar begjur og har&ir
bremslukaflar. Á Monza eru fá
tækifæri til framúraksturs, því er gó&
rássta&a og rétt keppnisáætlun
lykil atriði.
Verðlaunapallur'98
A Michael Schumacher
(Ferrari)
B Eddielrvine
. (Ferrari)
I Ralf Schumacher
(Jordan-Honda)
Útsending RUV:
Sunnudagurkl.11:30
Brautarmet:
Hraðasti hrinaur
M. Hákkinen 1997
á McLaren-Mercedes
á 1min24.808sek
'98